Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Page 8
MANUDAGUR 3. MARS 2003 Fréttir DV Skoðanakömiun DV um eftirlætissjónvarpsstöðina Merki (logó) sjónvarpsstöðvanna eru í réttum hlutföllum við vinsældir stöðvanna samkvæmt niöurstööu skoðanakönnunar DV og SkjárGnn vinsælust stöðvarná Haukur Lárus Hauksson blaöamaöur Skoðanakönnun ■ EFTIRLÆTISSJOIMVARPSSTOÐIN ALLS Ríkissjónvarpið og SkjárEinn eru vinsælustu sjónvarpsstöðvar lands- ins. RÚV hefur yfirburðastöðu en SkjárEinn fylgir fast í kjölfarið. Stöðvar Norðurljósa, Stöð 2 og Sýn, búa við mun minni vinsældir og Popp -TV er varla á blaði. Samanlagt ná sjónvarpsstöðvar Norðurljósa hvorki RÚV né SkjáEinum í vin- sældum. Þessar niðurstööur má lesa úr skoðanakönnun DV sem gerð var á þriðjudagskvöld. Spurt var: Hver er eftirlætissjónvarpsstöðin þin? Úr- takið í könnuninni var 600 manns, jafnt skipt á milli kynja og hlutfalls- lega milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Hlutfall þeirra sem tóku afstöðu til sjónvarpsstöðvanna er mjög hátt eða 94 prósent sem þýðir að 6 pró- sent voru óákveðin eða neituðu að svara. Meðal þeirra sem afstöðu tóku sögðu 41,5 prósent að RÚV væri eftirlætissjónvarpsstöðin, 32,8 pró- sent nefndu SkjáEinn, 19,3 prósent Stöð 2, 5,3 prósent Sýn, 0,4 prósent Popp-TV og 0,7 prósent „aðrar stöðv- ar“. Niðurstöður könnunarinnar má sjá í meðfylgjandi gröfum. Hér skal nefnt að könnunin náði einungis til fólks á kosningaaldri, þ.e. 18 ára og eldri. Sú staðreynd kemur sjálfsagt niður á útkomu Popp-TV í þessari könnun og eins Sýnar þar sem íþróttir eru í háveg- um. Við þetta má bæta að áhorfend- ur horfa endurgjaldslaust á Skjá- Einn og Popp-TV en þurfa að greiða afnotagjald ætli þeir aö sjá alla dag- skrá Stöðvar 2 og Sýnar. Afnotagjöld veröur vissulega að greiöa vegna RÚV en stöðin er engu að síður öll- um opin. Að síðustu skal undirstrik- 1 Rúv □ S 1 □ Stöö 2 □ Sýn H Popp TV □ Annað að að hér er ekki um áhorfskönnun eða áhorfsmælingu að ræða, einung- is var spurt um eftirlætissjónvarps- stööina. Jafnræði með RÚV og SkjáEinum Niðurstöður könnunarinnar voru greindar eftir kynjum. Stöð 2 og sér- staklega Sýn styrkja stööu sína ef einungis er litið til afstööu karla. Vinsældir Sýnar byggja nær alfariö á afstöðu karla sem eflaust má rekja til beinna útsendinga frá knattspyrnu- leikjum, boxi og fleiri íþróttaþátta. Dæmið snýst við þegar eingöngu er litið til afstöðu kvenna. RUV og SkjárEinn eru mun sterkari meðal kvenna en karla. Ef eingöngu er litið til svarenda á Sjonvarpiö er a rettri leið „Ég er afskaplega ánægður með þessa niðurstöðu og tel ég geti verið stoltur fyrir hönd starfsmanna Sjónvarpsins. Sjón- varpið er á réttri leið en um leiö er þessi niðurstaða okkur hvatn- ing til að gera betur. Könnunin sýnir auðvitað vinsældir á ákveðnum tímapunkti en nú eins og alltaf þarf Sjónvarpið sem rík- isfjölmiöill að uppfylla ákveðnar skyldur á sviði frétta, fræðslu og afþreyingar - þar sem samspil innlends og erlends sjónvarpsefn- is auk frétta og íþrótta þarf að ganga upp. Dagskráin tek- ur oft breyt- ingum og ég segi stundum _______________ að við séum BJami Gu&mundsson. með 220 þúsund dagskrárstjóra - þeir eru greinilega sáttir við okk- ur nú,“ segir Bjarni Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Sjón- varpsins, um niðurstöður könn- unarinnar. höfuðborgarsvæðinu eru SkjárEixm og RÚV jafn vinsælar sjónvarps- stöðvar en 36,8 prósent nefna RUV og 36,5 prósent SkjáEinn. Stöð 2 nefna tæp 20 prósent og Sýn fær at- kvæði 5,6 prósenta. RÚV hefur yfirburðastöðu á lands- byggöinni en þar nefna 48,5 prósent RÚV sem vinsælustu sjónvarpsstöð- ina. Rúm 27 prósent nefna SkjáEinn en tæp 19 prósent Stöð 2 og tæp 5 prósent Sýn. Vinsældir RÚV og SkjásEins eru mestar hvemig sem svörin í þessari könnun era greind. Samanlagt ná sjónvarpsstöðvar Norömljósa hvorki vinsældum RÚV eða SkjásEins. Gildir þá einu hvort horft er á allt úrtakið, karla, kon- ur, höfuöborgarsvæðið eða lands- byggðina. Kemup ekki a ovart „Þessi könnun DV sýnir og sannar það sem við vissum að SkjárEinn er í mikilli sókn og síð- asta könnun Gallup sýndi að við vorum með vinsælustu sjónvarps- stöðina. Við erum sérstaklega sterkir í aldurshópnum 18 til 49 ára, sem er sá aldurshópur sem við vinnum meö sem auglýsinga- sjónvarp. Þessi niðurstaöa kemm okkur ekki á óvart og staðfestir að viö erum á réttri leið. Það er ekki síður ánægjulegt að heyra að svar- endur á höfuðborgarsvæöinu leggja vinsæld- ir Ríkissjón- varpsins og SkjásEins að jöfiiu, en eðli- lega dregur úr okkar vinsæld-___________________ Um á lands- Gunnar byggðinni þar jóhann Birgisson. sem við sjáumst ekki alls staðar," segir Gunnar Jóhann Birgisson, stjómarformaður íslenska sjón- varpsfélagsins, sem rekur Skjá- Einn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.