Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 DV Fréttir Pútín í vanda vegna íraksdeilunnar írak er annaö olíuríkasta land i heimi, næst á eftir Sádi-Arbíu. Þegar viöskiptabanni veröur aflétt og olíuvinnsla hefst aö fullu mun heimsmarkaösveröiö lækka verulega, til hagsbóta fyrir suma en öörum til skaöa. Rússar hafa hagstæöa samninga um olíuvinnslu í írak og munu reyna aö halda þeim, hvernlg sem stríöiö fer og eftirmálin veröa. flllra tfinur m eiwum trúr „Ég ætla ekki að hefja þriðju heimsstyrjöldina fyrir yður, Sir,“ svaraði breski hershöfðinginn Michael Jackson þegar hann óhlýðnaðist skipun Wesleys Clark, yfirhershöfðingja Nató, um að ráð- ast gegn rússnesku herliði sem sent var inn í Kosovo til verndar þeim Serbum sem þar bjuggu árið 1999. Hersveitir Nató höfðu þá hertekið héraðið til að vernda al- banska meirihlutann fyrir Serbum sem þar bjuggu og her Milosevics. En Rússarnir gáfust ekki upp fyrir vopnum Natóhers- ins heldur urðu þeir brátt honum háðir og þurftu að sníkja vatn, raf- magn og aðrar lífsnauðsynjar af honum til að komast af. Niður- staðan varð sú að rússneska her- vélin fékk lítils háttar hlutverk í hersetu Kosovo til að halda höfði. Herhlaup Rússanna inn í Kosovo var á valdatíma Jeltsíns sem aldrei áttaði sig á að móðir Rússland var ekki lengur risa- veldi. Þetta hefur breyst en niður- lægingunni gleyma þeir í Kreml ekki. Pútín er raunsæismaður og hefur það fram yfír alla forvera sína á valdastóli í Krelm eftir bylt- ingu að vera kunnugur utan landamæranna og hafa gott vald á erlendum tungumálum. Hann veit sem er að landfræðilega er Rúss- land stórveldi en í heiminum hef- ur það ekki meiri pólitísk áhrif en Frakkland og efnahagskerfið er álíka öflugt og þeir státa af í Hollandi. Pútín er raunsær stjórnmála- maður og hagar seglum eftir vindi fremur en að festa sig í hugsjón- um og ættjarðarrembu. Varðandi afstöðuna til íraks leikur hann jafnvægislistir og verður helst að láta líta svo út sem hann sé allra vinur en engum trúr. Hann fer ekki dult með að Bandaríkin eru öflugasti bandamaöurinn á al- þjóðavettvangi. Samtímis styður hann stefnu Þjóðverja og Frakka í íraksdeilunni, sem er að leita frið- samlegrar lausnar og fara í einu og öllu eftir ályktunum Öryggis- ráðsins um málið. Hann hefur líka sent leiötogum íslamskra ríkja skilaboð sem eru í stórum dráttum á þá leið að Rússar séu meðal þeirra iðnaðarþjóða sem skilja vel í hve erfiðri stöðu þær eru og að hann muni gera allt sem í hans valdi stendur til að ná fram friðsamlegri lausn á deilunni. Af- staða og skilaboð Pútíns eru af allt öðrum toga en hrokafullar stað- hæfingar Jeltsíns og afturgengin heimsvaldastefha hans í stjórnar- háttum. Vandamál Rússlandsforseta eru margvísleg. Hann vill tengjast Vesturlöndum traustum böndum. En hvort það er gamla „Evrópa", með Þýskaland og Frakkland í far- arbroddi, eða Bandaríkin, sem eru að reyna að gera nokkur af göml- um leppríkjum Sovétríkjanna að þægum bandamönnum sem éta úr útréttum lófa Hvíta hússins, það er efinn. Viðskiptin eru mest við Þýskaland og menningartengslin við Frakkland hvíla á gömlum Hér er mikid í húfi. Auk þess sem írakar skulda Rússum 7 milljarða doll- ara eru samningar um olíuvinnslu og gagn- kvæm viðskipti í upp- námi, verði stjómin í Bagdad hrakin frá völd- um. En haldi Rússar rétt á spilunum geta þeir haldið sínum góðu við- skiptasamböndum í her- teknu írak. Gallinn er að- eins sá að enginn veit hverjir verða raunveru- legir stjómarherrar þar eftir að Saddam verður hrakinn frá völdum - eða jafnvel hvort landið verð- ur ein ríkisheild eða fleiri. Ekki er einu sinni vitað hvemig Tyrkland verður í laginu eftir að hafa tekið þátt í innrás í lönd Kúrda í írak. grunni. En eftir 11. sept. tengdust Rússland og Bandaríkin sterkum böndum. Bandaríkin voru komin í stríð við hryðuverkamenn um all- an heim og Rússar eiga í hatrömmum átökum við Tsjetsjena og kalla þá hryðju- verkamenn. Segja má að á þessum illa skilgreindu vígstöðvum séu Bush og Pútín vopnabræður. Heimspólitíkin er olía - Lífið er saltfiskur - sagði Kilj- an þegar verk hans voru enn lesin með athygli og markaðsskrumið hóf aö umlykja þau. Á sama hátt er óhætt að segja að heimspólitík- in sé olía. Hún er smurningin sem heldur hagkerfunum gangandi. 11% af þekktum olíubirgðum heims eru í íröskum lindum. Að- eins í Sádi-Arabíu er meiri olía í jörðu. Mikil viðskipti hafa verið og eru milli Rússlands og íraks. Enn skal minnt á að í Bagdad eru bathsósíalistar allsráðandi og eru sönnum múslímum þyrnir í aug- um. Samskiptin við Sovétríkin voru náin og vinsamleg. Þess njóta Rússar nú með mjög hag- stæðum viðskiptasamningum við stjón Saddams Husseins. Þrátt fyr- ir takmakað viðskiptabann SÞ við írak eru mikil hagsmunatengsl milli Rússa og íraka. Pútín stendur frammi fyrir þeim vanda að taka afstöðu til Iraksdeilunnar - hvort hann á að veðja á skjótan sigur herja Banda- ríkjamanna og Breta og þá stjórn sem Hvíta húsið setur á laggirnar eða hvort Saddam tekst að hanga við völd eða einhverjir flokkar sem ekki verða beinlínis leikbrúð- ur stríðsherranna að vestan. Þá skiptir miklu máli fyrir Rússa að vera ekki í beinni andstöðu við Þjóðverja og Frakka því þar eru einnig miklir viðskiptahagsmimir í húfl. En það er flestum ljóst að olían Við olíulindirnar Er olían smurningin sem heldur hagkerfunum gangandi? 11% af þekktum olíubirgöum eru í íröskum linsdum í írak er bitbeinið sem barist verð- ur um og þeir sem ná yfirráðum yfir þeim auðlindum verða hinir raunverulegu sigurvegarar í stríð- inu sem raunar er hafið þótt menn séu enn að leita „friðsamlegrar lausnar". Viðskiptahagsmunir Rússa ná til fleiri ríkja í Mið-Austurlönd- um. Þeir selja Sýrlendingum og írönum vopn, kjarnorkuver og eldsneyti í þau og eru umsvifa- miklir í verktakastarfsemi í þess- um löndum, svo eitthvað sé nefnt. Öll verða þessi samskipti í voða ef Pútín tekur einhliða afstöðu með Bandaríkjamönnum í hemaðinum gegn írak. Heima fyrir eru öflugir hópar á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.