Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 11
fr I MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 ! i>v Fréttir móti of nánu sambandi við Vest- urlönd og vilja leggja meiri áherslu á samskiptin við þróunar- ríki, ekki síst þau nálægu. Herinn og þingið eru ekki endilega sam- dóma forsetanum um nauðsyn vinskaparins við ráðamenn í Washington. Nýverið var fjöl- menn sendinefnd rússneskra þing- manna í vináttuheimsókn í íran og var tekið þar með kostum og kynjum. Þá er mörgum valdamiklum Rússum það þyrnir í augum hve mildum augum Pútín og stjórn hans líta á herstöðvarnar sem Bandaríkjamenn hafa komið sér upp í Mið-Asíulýðveldunum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum - og ekki síður hitt að Nató hefur teygt sig austur á bóginn og nær að áður heilögum landamærum risaveldisins sáluga. Bush kemur líka á móts við vin sinn í Kreml og er miklu skiln- ingsríkari gagnvart honum en Þjóðverjum og Frökkum. í Wash- ington er ekki lengur talað um „apa sem úða í sig kavíar" né er Kremlverjum skipað í hóp með Sýrlendingum og Líbíumönnum. Neitunarvald Rússa í Öryggisráð- inu er nokkurra olíutunna virði og Pútín á þar bæði völina og kvölina þegar kemur að því að samþykkja eða hafna endanlegri álýktun um hvort bombardera skuli írak eða ekki. Viöskiptin í uppnámi Rússnesk olíufélög eru öflugust meðal um 300 fyrirtækja sem eiga viðskipti við írak. Undantekning er gerð á viðskiptabanni SÞ og mega írakar selja olíu fyrir mat- væli, lyf og aðar nauðsynjar. 40% af olíuútflutningi íraka eru í höndum Rússa. 10 ára viðskipta- samningur er í gildi sem gefur rússneskum fyrirtækjum 40 milh'- arða dollara í aðra hönd. En samningar um olíuvinnslu eru Rússum enn mikilvægari. Þeir tryggja að rússnesk olíufélög fái að vinna 70 milh'arða tunna úr lindum sem eru auðugri en helm- ingur þeirrar olíu sem vitað er um í rússneskri jörð. Hér skulum við muna að Síbería er hluti af Rúss- landi. Hér er mikiö í húfi. Auk þess sem írakar skulda Rússum 7 millj- jarða dollara eru samningar um olíuvinnslu og gagnkvæm við- skipti í uppnámi verði stjórnin í Bagdað hrakin frá völdum. En haldi Rússar rétt á spilunum geta þeir haldið sínum góðu yiðskipta- samböndum í herteknu írak. Gall- inn er aðeins sá að enginn veit hverjir verða raunverulegir stjórnarherrar þar eftir að Saddam verður hrakinn frá völd- um eða jafnvel hvort landið verð- ur ein ríkisheild eða fleiri. Ekki er einu sinni vitað hvernig Tyrkland verðui- í laginu eftir að hafa tekið þátt í innrás í lönd Kúrda í írak. Þegar farið verður að dæla af krafti úr írösku olíubrunnunum mun heimsverðið lækka verulega, Vesturlandabúum til hagsbóta. Öðru máli gegnir um Rússa. 40% af útflutningstekjum þeirra eru af olíuviðskiptum. Ef olían lækkar verulega í verði skerðir það út- flutningsverðmætið og þjóðartekj- urnar hrapa og hefur það alvarleg- ar afleiðingar í för með sér fyrir efnahag Rússa sem er smám sam- an að skána eftir ránið á ríkis- eignum og fyrirtækjum sem kall- að er einkavæðing. Það er því mikið í húfl fyrir Pútín hvernig til tekst að skipta um stjórnarfar í írak og hvernig sem það fer er Rússum mikil nauðsyn að vera þátttakendur í að móta nýtt samfélag þar og vernda sína miklu viðskiptahagsmuni. Þegar allt kemur til alls skiptir lýðræðisástin ekki svo miklu máli þegar olían er annars vegar, enda er miklu meira af dýrmætri olíu á umdeildu svæði en lýðræði og al- mennum mannréttindum, sem yf- irleitt eru af skornum skammti í stórum hluta heimsins. (Heimild: Weekendavisen) 9c;0/nafsláttur ¦W. \-^ / \J frá ?fi feh - 4. mary Trukkar bíða Hér sjást vörubílar frá Tyrklandi meö olíu frá írak í langri röö til aö komast til Tyrklands. Bílstjórar segja að þaö taki allt upp í 10 daga aö feröast 130 kílómetra sökum umferöarhnúta og vandamála í tollstöövum. ullkúnst Gullsmiðja Helgu • Laugavegi 45 • sími 561 6660 Ekki bíða - allt að seljast upp! Verðdœmi SpariPlús Krít 53.980 Ef tveir ferðast saman, 67.970 kr. á mann. kr. Portúgal 47.267 Ef tveir ferðast saman, 69.355 kr. á mann. kr. Mallorca 43.140 Ef tveir ferðast saman, 54.530 kr. á maiin. kr. Benidorm 44.340 Ef tveir ferðast saman, 63.730 kr. á mann. kr. 8-15% verðlækkun Umboðsmenn Bonjarnes ísaljörður Akureyri Egilsstaðir Selloss Vestmannaeyjar Kellavik umalltland: Sími 437 1040 Sími 456 5111 Sími 460 0600 Simi 471 2000 Sími 482 1666 Simi 481 1450 Simi 420 6000 * á manii m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja -11 ára, ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting ítvær vikur, íslensk fararstjórn, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallar- skattar. plus FERÐIR www.plusferdir. is Hlíöasmára 15 • Sími 535 2100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.