Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 12
12 SumarPlús Allt að seljast up Verödœmi SpariPlús O e 00 ro in Ef tveir ferðast santan, 67.970 kr. á maitn. Verðdœmi • SpariPlús L- * -X 8 Q o J % ro * á mann m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja -11 ára, ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting í tvær vikur, íslensk fararstjórn, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallarskattar. plús FERÐIR www.plusferdir. is Hliöasmára 15 • Simi 535 2100 Útlönd MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 DV Hljóp á snæriö hjá Bandaríkjamönnum: Al-Qaeda foringi gómað- ur eftir áratug á flátta Meintur skipuleggjandi hryðju- verkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001 er nú í haldi í Pakistan þar sem bandarískir og pakistanskir laganna verðir yfir- heyra hann. Bandarísk stjórnvöld segja að þetta sé merkasti áfanginn til þessa í baráttu þeirra gegn hryðju- verkamönnum. Pakistanska lögreglan handtók Khalid Sheikh Mohammed og tvo aðra menn í húsi í borginni Rawalpindi á laugardagsmorgun. Bandarískir embættismenn segja að Mohammed sé einn helsti sam- verkamaður hryðjuverkaforingj- ans Osama bin Ladens. Talsmaður Pervezar Mus- harrafs, forseta Pakistans, sagði að Mohammed væri enn í landinu. Áður hafði ónafngreindur embætt- ismaður sagt að Mohammed hefði þegar verið afhentur Bandaríkja- mönnum. Það var borið til baka. Loks á bak vlb lás og slá Khalid Sheikh Mohammed, háttsett- ur liösmaður al-Q'aeda, er nú á bak viö lás og slá í Pakistan. Aö sögn var hann gómaöur um helgina, þótt ýmsir telji aö þaö hafi veriö fyrr. Að sögn talsmannsins veltur á niðurstöðu yfirheyrslnanna hvað verður um Mohammed, sem fædd- ist í Kúveit árið 1965. Foreldrar hans voru pakistanskir. Sérfræðingar lýstu Mohammed sem lykilmanni í al-Qaeda. Hann heföi skipulagt aðgerðir, lagt blessun sína yfir alla nýliða og að hann vissi hugsanlega hvar bin Laden sjálfur væri niður kominn, svo og Omar klerkur, fyrrum leið- togi taiibana í Afganistan. Bandarískir ráðamenn lýstu yf- ir mikilli ánægju sinni með hand- tökuna, enda hafa þeir sætt mik- illi gagnrýni fyrir að hafa ekki tekist að góma bin Laden. Formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sagði að frekari tíðinda væri að vænta þar sem bandarískir út- sendarar væru þegar farnir að nýta sér upplýsingar sem aflað var við handtöku Mohammeds. REUTER&MYND Kjötkveöja í Ríó Trommudrottningin Luma de Oliveira fer hér fremst í flokki nemenda Viradouro-sambaskólans í Rio de Janeiro í árlegum kjötkveöjuhátíöahöldunum sem fram fóru í brasilísku borginni um helgina'. Um 400 þúsund manns munu hafa komiö sérstaklega til borgarinnar til fylgjast meö hátíöahöldunum. Sjö Palestínumerai féllu í innrás ísraela á Gaza-svæðinu í nátt Sjö Palestínumenn, þar af ófrísk kona og þrettán .ára gamall drengur, létu lífið auk þess sem að minnsta kosti 35 slösuðust þegar ísraelskar hersveitir gerðu öfluga innrás í E1 Bu- reij-flóttamannabúðimar á Gaza-svæð- inu í nótt. Innrásarherinn lagði til atlögu í skjóli nætur, studdur um fjörutíu skriðdrekum og öðrum brynvörðum ökutækjum og mættu þeir harðri mót- spyrnu palestínskra byssumanna. Þetta er önnur næturárás ísraels- manna á Gaza-svæðinu á jafnmörgum dögum en í fyrrinótt féllu tveir Palest- ínumenn í innrás í bæinn Khan Youn- is. Annar þeirra féll í skotbardaga en hinn varö fyrir skoti þegar hann fylgdist með bardaganum úr fjarlægð. Þá féll níu ára drengur þegar til Leitað í rústunum. skotbardaga kom í Khan Younis milli ísraelskra hermanna og Hamas-liða við útfór þeirra sem féllu í innrásinni í fyrrinótt. Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Israels, tilkynnti eftir innrásina á sunnudaginn að aðgerðum yrði haldið áfram. „Við munum halda áfram bar- áttunni gegn Hamas-liðunum á Gaza- svæðinu eins og við höfum gert á síð- ustu vikum og það sama munum við gera á Vesturbakkanum," sagði Mofaz á ferð sinni um Nablus á sunnudaginn. Að minnsta kosti tvær íbúðabygg- ingar voru sprengdar í loft upp í E1 Bureij eftir að íbúunum hafði verið skipað að yfirgefa híbýli sín en ófríska konan lést þegar hún varð undir .rústum annars hússins eftir að hún hafði neitað aö yfirgefa heimili sitt. ísraelamenn hafa haldið uppi stöð- ugum aðgerðum síðan eftir skrið- drekaárásina fyrir hálfum mánuði og hafa hert þær síðustu daga eftir að hafa á dögunum fundið hundrað kflóa sprengju sem komið hafði verið fyrir i vegkanti í nágrenni Khan Younis. Chirac vel tekið í fllsír Um hálf milljón manna fagnaði Jacques Chirac Frakklandsforseta ákaft þegar hann kom í opinbera heimsókn til Al- sírs í gær, fyrstu slíka heimsókn fransks forseta til þessarar fyrr- um nýlendu í meira en 40 ár. Þrýst á afl Saddam tari frá Kúveit og Bahrein hafa lýst yf- ir stuðningi sínum við tillögu Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna þess efnis að Saddam Hussein íraksforseti fari í útlegð gegn tryggingu fyrir því að hann verði ekki sóttur til saka. Lögga drepin í lest á ferð Italskur lögregluþjónn lét lífið í skotbardaga við tvo liðsmenn Rauðu herdeildanna í járnbraut- arlest á ferð í gær. íhuga aflra atkvæðagreiðslu Tyrknesk stjórnvöld ræöa nú hvort þau eigi að fara fram á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu um leyfi fyrir tugi þúsunda Bandaríkjamanna að koma til landsins. Þingið hafnaði beiðni stjórnarinnar um helgina. Umbótamenn töpuðu í íran Mohammad Khatami íransfor- seti og aðrir um- bótamenn þurftu að viðurkenna ósigur sinn fyrir íhaldsöflunum í sveitarstjórnar- kosningum um helgina. Kjósendur lýstu þar með óánægju sinni með hvað hægt gengur í umbótaátt. Færeyingar styðja SÞ Meirihluti þingmanna á fær- eyska lögþinginu krefst þess að landstjórnin leggist opinberlega gegn stríði í írak án samþykkis Sameinuðu þjóðanna. Kratar Schröders töpuðu Gerhard Schröder Þýska- landskanslari og jafnaðarmanna- flokkur hans biðu herfilegan ósigur í bæjarstjómar- kosningum í gær og þykir það til marks um óvin- sældir stefnumála kanslarans. Ziirich besta horgin Zúrich í Sviss þykir sú borg í heiminum þar sem lífsgæðin eru mest, að því er fram kemur í nýrri könnun. Stríðshrjáðar borg- ir í Afríku eru á botni listans. Forsetinn tekur sér helgarfrí Roh Moo-hyim, forseti Suður- Kóreu ætlar að standa við það kosningaloforð að stytta vinnu- vikuna í fimm daga. Hann hefur heitiö því að eiga frí um helgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.