Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Page 13
13 MÁNUDAGUR 3. MARS 2003__________________________________________________________________________________________ X>V Útlönd írakan hóta að hætta eyöingu stýni- flauga láti Bush ekki af stríðsæsingum - segjast hafa komiö til móts viö nær allar kröfur vopnaeftirlitsins Irakar vöruðu við því í gær að þeir kynnu að stöðva eyðingu al- Samoud flugskeyta sinna hætti Bush Bandarikjaforseti ekki að hóta hemaðaraðgerðum án samþykkis Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. „Svo virðist sem Bandaríkjamenn ætli ekki að fara að alþjóðlegum lög- um og því ættum við þá að halda áfram að eyða flaugunum," sagði Amir al-Saadi, helsti hemaðarráð- gjafi Saddams Husseins íraksforseta í sjónvarpsviðtali í gær. „Við erum þegar búnir að eyöa tíu flaugum síðan á laugardaginn og höfum þar með komið á móts við kröfur Hans Blix, yfirmanns vopna- eftirlitsins,“ sagði al-Saadi. Naumur sigur vinstri- flokks í Ðstlandi Hinn vinstrisinnaði Miðflokkur vann nauman sigur í þingkosn- ingum í Eistlandi í gær. Forskot hans á Res Publica, nýjan hægri- flokk, er hins vegar svo lítið að erfiðlega gæti gengið að mynda nýja ríkisstjóm. Edgar Savisaar, leiðtogi Mið- flokksins, var næsta viss um að hann yrði næsti forsætisráðherra Eistlands. „Flokkurinn með flest atkvæði ætti aö að hafa forystu um stjórn- armyndun," sagði Savisaar við fréttamann Reuters. Stjórnmálaskýrendur höfðu átt von á því að Miðflokkurinn myndi vinna ömggan sigur þar sem svo margir hafa dottið milli stafs og hurðar í hröðum um- skiptum efnahagslífsins í átt til frjálsræðis á undanfomum árum. En þegar búið var að telja hafði Miðflokkurinn aðeins 0,8 stiga forskot á Res Publica. Condoleezza Rlce Þjóöaröryggisráðgjafi Bush mun hafa fyrirskipaö njósnir hjá SÞ. Njósnað um lultrúa í Úryggisráöi SÞ Bandarískar njósnastofnanir hlera símtöl og lesa tölvupóst fulltrúa í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, annarra en fulltrúa Bandaríkjanna og Bretlands, til að reyna að hafa áhrif á niður- stöður atkvæðagreiðslu um íraks- málið. Þetta kom fram í frétt sem breska blaðið Observer birti í gær þar sem vísað var í minnis- blað háttsetts starfsmanns hinnar leynifegu Þjóöaröryggisstofnunar (NSA) vestra. Aðgerðirnar beinast einkum gegn fulltrúum Angóla, Kamer- úns, Chiles, Mexíkós, Gíneu og Pakistans. Ríki þessi hafa ekki sagt af eða á hvort þau styðja ályktun sem heimilar stríð gegn írak og því reyna striðsmenn og andstæðingar stríðs að vinna þau á sitt band. REUTERSMYND Svínaslátrun í upphafi pönnukökuviku Hér á myndinni sjáum viö bændur í þorpinu Loshany í Hvíta-Rússlandi viö grísaslátrun en þaö er siöur þar í landi aö slátra grís í upphafi Maslenitsa eöa pönnukökuviku, sem hefst í dag, en eftir hana hefst venjubundin páskafasta. Hann sagði einnig að írakar hefðu fyrir helgina gert grein fyrir týndum sýklavopnum og hefðu leif- ar 157 sprengna, sem meðal annars vom ætlaðar fyrir miltisbrand, þeg- ar verið grafnar upp á svæði suður af Bagdad þar sem þeim hefði verið eytt árið 1991 og viðurkenndi hann að átta þeirra hefðu enn verið virk- ar. Hann hélt því einnig fram að írakar hefðu eytt öllum efnavopna- birgðum sínum, sem ekki hefði þegar verið settar á sprengjur og þar á meðal eitt og háift tonn af VX- taugagasi og allar birgðir af miltis- brandi. Vitað væri hvar efnunum hefði verið hellt niður og auðvelt að Flaugunum eytt írakar hafa eytt tíu al-Samoud flaugum síöan á laugardag. taka prufur til þess að sannreyna það. „Við höfum nú komið til móts við nær allar kröfur vopnaeftirlitsins en samt halda stríðstrumbumar og lygamar áfram að hljóma í eyrum okkar,“ sagði al-Saadi og bætti við að stríðsæsingamennirnir væru drifnir áfram af græðginni einni saman. Þetta kom fram eftir fund sem íraskir embættismenn áttu með full- trúm vopnaeftirlitsins í gærkvöld þar sem þeir reyndu að gera nánari grein fyrir þvi hvað orðið hefði af umræddum birgðum af miltis- brandi og VX-taugagasi, sem hvergi hefði komið fram við vopnaleitina. Mikilvægur fundur í dag Bertie Ahern og Tony Blair, forsætis- ráöherrar írlands og Bretlands, funda meö stjórnmálaleiötogum á Noröur-írlandi í dag. Friðarumteitanir á nHrlandi aftur á kreik Tony Blair og Bertie Ahern, forsætisráðherrar Bretlands og ír- lands, halda fund í dag með full- trúum stjórnmálaflokka á Norð- ur-írlandi í þeirri von að hægt verði að leggja drög að endanlegu friðarsamkomulagi milli stríð- andi fylkinga kaþólikka og mót- mælenda. Mikið liggur á þar sem barátt- an fyrir kosningar til norður- írska þingsins hefst 21. mars næstkomandi og ráðamenn í Bretlandi og á írlandi vildu gjarnan að samkomulag lægi fyr- ir áður. Margir líta svo á að þetta sé síðasta tækifærið að sinni þar sem Blair sé svo upptekinn af væntanlegu stríöi sínu og Bush Bandaríkjaforseta í írak. í steininn íyrir að skreppa út í ísbúð Maður nokkur í bænum Lecco á Ítalíu lenti heldur betur í vand- ræðum þegar hann lét undan freistingunni og fór út að kaupa sér ís. Á leið úr ísbúðinni mætti hann skattalöggunni sem heimtaði kvittun fyrir kaupunum þar sem verið var að kanna hvort fyrir- tæki væru að svindla. Maðurinn var ekki með kvittunina og viö yfirheyrslur kom í ljós að hann var í stofufangelsi og hafði ekki leyfi til að fara út úr húsi til að kaupa sér ís. Það var því eins og við manninn mælt, löggan flutti ísáhugamanninn beinustu leið i steininn. V Nú býður Össur hf. aukna þjónustu í samstarfj við Sportnet í Álftamýri. Sérfræðingar Sportnets annast göngugreiningu og aðstoða einstaklinga og hópa við val á skóbúnaði eftirfótlagi og niðurstigi. CÖNCUCREININC Fullkominn búnaðurtil göngugreiningar SKÓRÁÐCJÖF Sérsmíðuð innlegg Iþróttaskór Sandalar Cötuskór Öryggiss.kór Barnaskór Gönguskór HITAHLÍFAR OG SPELKUR Sportnet, Álftamýri 1, gengið inn í Borgarapótek Upplýsingar og tímapantanir í sfma 585 7777 Við hjálpumfólki að njóta sín tiljulls J ÖSSUR,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.