Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 Menning •HH^WW MHK Lýsistrata um allan heim Aö minnsta kosti 807 leikhús í 49 löndum láta leiklesa þetta gamla andófsverk gegn stríöi í dag I dag sameinast leikhús um allan heim í andófi gegn stríöi meö því að láta leiklesa Lýsiströtu eftir Aristofanes. í að minnsta kosti 807 leikhúsum í 49 löndum verður þetta sama verk flutt á ólikum tungumál- um, og aldrei hefur nokkurt verkefni í leikhúsheiminum fengið annan eins byr. Hér heima verður verkið leiklesið í báðum stóru leikhúsum höfuð- borgarinnar, á Stóra sviði Þjóð- leikhússins undir stjórn Vigdís- ar Jakobsdóttur og á Nýja sviði Borgarleikhússins undir stjórn Guðjóns Pedersens. Báðar sýn- ingar hefjast kl. 20. Aðgangur er ókeypis í Þjóð- leikhúsinu en tekið verður á móti frjálsum framlögum sem renna munu til friðarhreyf- ingar. Aðgöngumiðaverði í Borgarleikhúsinu er stillt í hóf, kr. 500, en öll innkoman rennur í hjálparsjóð Rauða krossins, til styrktar börnum á stríðshrjáðum svæðum. Nánari upplýsingar um átak- ið er að http://www.pecos- design.com/lys/. finna Ekkert kynlíf fyrr en friöur kemst á Aristófanes var mesta gamanleikjaskáld grísku gullaldarinnar og er Lýsistrata eitt vinsaelasta verk hans. í Lýsiströtu taka kon- ur Grikklands, sem hafa fengið sig fullsadd- ar af stríðsrekstri karlmannanna, sig saman um að neita körlum sínum um kynlíf til að neyða þá til að semja frið. Lýsistrata var fyrst sýnd á íslensku á Herranótt, svo menningarsíðu sé kunnugt, Þijár Lýsiströtur Ragnheiður Steindórsdóttir, Halldóra Björnsdóttir og Margrét Guömundsdóttir. Þær taka allar þátt í leiklestri Þjóöleikhúsinu í kvöld. DV-MYND E.ÓL. gegn stríöi f árið 1970 í rómaðri uppfærslu Brynju Bene- diktsdóttur. Ragnheiður Steindórsdóttir lék þá titilhlutverkið eftirminnilega vel þó ung væri að árum. Brynja endurtók svo leikinn í Þjóðleikhúsinu árið 1972 og lék Margrét Guðmundsdóttir þá Lýsiströtu. Þær Ragn- heiður og Margrét taka báðar þátt í sýning- unni nú en Lýsiströtu sjálfa leikur Halldóra Björnsdóttir. í Borgarleikhúsinu er Marta Nordal Lýsistrata. Með henni og Halldóru eru fjöldi þjóðþekktra leikara úr húsunum þannig að gestir eiga von á spennandi kvöldi, hvort húsið sem þeir velja. Textinn verður sá sami því í báðum húsum er lesin þýðing Kristjáns Árnasonar á verkinu. Olöglegar myndir í sýningarsölum Tennisnallarinnar eða Tennispalatsi í Helsinki stendur nú yfir merkileg Ijósmyndasýning. Raunar eru þetta þrjár sjálfstœöar sýningar undir samheitinu Afganistan. Eftir áratuga stríðsástand, ofbeldi og þjáningar reyna íbúar Afganistans nú að koma hvunndegi sínum í eðlilegt horf. Á sýningunum þremur er reynt að varpa ljósi á lífið í landinu núna og í nýliðinni fortíð. Tvískinnungur eöa hégómagirnd? Á sýningunni „Venjulegt fólk" sýnir Hanna Weselius ljósmyndir af lífi al- mennings í Kabúl og fólks í flóttamanna- búðum. Hanna fór ásamt félaga sínum, Katri Merikallio blaðamanni, til Afganistans vorið 2002 í þeim tilgangi að rannsaka líf og kjör kvenna og fjöl- skyldufólks í landinu eftir fall talibana. ... mannsgaman Talibanar, hermenn - og góöir vlnlr Svona myndir mátti alls ekki taka - en þær voru teknar samt. Á sýningunni „Undir blæjunni" eru myndir sem félagar í Byltingarsam- tökum kvenna í Afganistan tóku af stjórnmálastarfi og ofbeldisverkum í afgönsku samfélagi. Samtökin nota myndirnar í baráttu fyrir réttindum kvenna og gegn félagslegu misrétti í landinu. Þriðja sýningin vekur mesta for- vitni. Hún heitir „Myndir af talibön- um" og sýnir uppstilltar en þó afar til- finningaríkar myndir af talibönskum hermönnum sem teknar voru ólög- lega. Myndirnar voru eingöngu ætlað- ar til einkanota því myndatökur voru með öllu bannaðar meðal talibana. Þýski Ijósmyndarinn Thomas Dworzak fann þær í ljósmyndastúdíói í Kandahar. Þær hafa síðan dreifst um heimsbyggðina og þykja ýmist góð dæmi um pólitískan tvískinnung eða mannlegan hégómleika. Sýningin stendur til 27. apríl og Tennishöllin er opin kl. 11-20.30 alla daga nema mánudaga. ^ Við enda salarins Og þarna stóð konan eins og vindbarinn staur undir súlu salarins og reykti allt hvað af tók. Strókurinn upp af henni var þykkur og minnti á þónokkurt veður í aðsigi. Það var ekki annað hægt en að horfa á þessa konu. Hún var svo undarleg í laginu, horuð og há í hólkvíðum eldrauðum jakka sem var eins og samkomutjald utan á henni. Það getur verið svo dásamlegt að velta fyrir sér svona fólki sem sker í augun. Komast í námunda við líf þess. Telja sig ráöa í langanir þess og þrár. Vera það. Þarna stóð hún sumsé í einveru sinni á meðan fólk var að tala hvað við annað allt í kring og það hló og dillaði úr sér orðunum í reglulegum hviðum sem gengu yfir salinn. Ja, hérna og jæja og var það ekki bara. - Á svona stundum spyrja ágætlega imiréttað- ir menn hvort þeir eigi að nálgast konuna og hefja við hana samræður, brjóta þögnina og lemja í einveruna. Oftast er það ekki þorandi. Erfiðara en svo að maður geti lagt það á sig. Þarna stóðum við sumsé hvort í sínum enda salarins og hún var að reykja og ég var að góna. Allt í einu skaut þeirri hugsun að mér að ef til vill væri hún að hugsa um mig og mína einsemd, já, þessi maður sem stæði þarna einn í dimmu jakkafötunum sínum og hefði ekkert annað að gera en að horfa yfir sal- inn, æ, já, auminginn a atarna. Undarlega ljós- hærður. Kannski skáld. Það var á þessu stigi sem ég sveigði af sýn minni og spurði barþjón um einfaldan viskí með klaka. Og þarna vorum við nokkra stund, ég og glasið. -SER Umsjón: Siija Aoafsteinsdóttir silja@dv.is Lióð í myrkrið , I kvöld kl. 21.30 bjóða ljóð.is og Beyond Borders til ljóðaveislu í Þjóð- leikhúskjallaranum undir yfirskriftinni „Ljóð í myrkrið". Upprunalega áttu Ljóð í myrkrið að vera eins konar ljós fyrir sálartetrið - upplyfting fyrir þá sem þrá vorið, sól í sinnið. En margt hefur gerst í heims- málunum síðan hug- myndin kviknaði, segja forsvarsmenn samkomunnar, og hefur þemanu verið breytt í samræmi við það. Úti um all- an heim hafa skáld tekið sig saman og efnt til mótmæla gegn yfirvofandi stríði og eru Ljóð í myrkrið einnig orðin liður í alþjóðlegum mótmælum, þótt fyrst og fremst sé þeim ætlað að auka birtu í heimi okkar. Fram koma skáldin Þorsteinn frá Hamri, Ingibjörg Haraldsdóttir, ísak Haröarson, Margrét Lóa Jónsdóttir, Bjarni Bernharður, Rúna K. Tetzschner, Þorsteinn Mar, Viðar Örn Sævarsson og Inga Jóna Krisrjánsdótt- ir. Birgitta Jónsdóttir flytur og syngur ljóð við undirleik Óskar Óskarsdóttur og Ósk mun að auki flytja frumsamin lög á píanó. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Þetta vill Ingibjörg sjá! Á laugardaginn var opnuð sýning í Gerðu- bergi þar sem Ingi- björg Sólrún Gísladótt- ir velur verk eftir sína eftirlætislistamenn. Fjölbreytnin er mikil og má t.d. sjá innsetn- ingar, skúlptúra, ljós- myndir, lágmyndir, glerverk, líkan og margt fleira. Verkin eru frá árunum 1989-2003. Eftirlæti Ingibjargar eru Anna Lín- dal, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Dagur Sigurðarson, Eggert Pétursson, Gabrí- ela Friðriksdóttir, Georg Guðni, Guð- mundur Ingólfsson, Guðrún Einars- dóttir, Guörún Kristjánsdóttir, Haf- steinn Austmann, Hallgrímur Helga- son, Hulda Hákon, Húbert Nói, flmur Stefánsdóttir, Kristín Blöndal, Ólöf Nordal, Ragna Róbertsdóttir, Rúrí, Sigurður Guðmundsson, Spessi, Stein- unn Þórarinsdóttir og Tumi Magnús- son. Sýningin stendur til 4. maí og er opin mán.-fós. kl. 11-19 og kl. 13-17 lau.-sun. Aðgangur ókeypis. Serge Comte í Nýlistasafninu Franski myndlistarmaðurinn Serge Comte opnaði fyrstu einkasýningu sína á íslandi í Nýlistasafninu um helgina. Hann er búsettur hér en hef- ur að mestu sýnt erlendis, einkum í París þar sem hann hefur átt vel- gengni að fagna, haldið fjölda einka- sýninga og tekið þátt í samsýningum. Sýningin er á allri 3. hæðinni og samanstendur af myndbandsverkum, ljósmyndum, perluverkum og ýmiss konar innsetningum. Hún stendur til 6. apríl. Komdu og skoðaðu... Nú standa yfir námskeið í Þjóðar- bókhlöðu undir fyrirsögninní „Komdu og skoöaðu í kistuna mína" og næstu miðvikudaga, 5. og 12. mars kl. 20, fer fram námskeiðið „ímynd íslands að fornu og nýju" sem Sumarliði R. ís- leifsson sagnfræðingur kennir. Það er haldið 3 samvinnu við Reykjavíkur- Akademiuna. Námskeiðið tengist sýningunni ís- land - Skrif erlendra manna um ís- land og íslendinga fyrri alda sem stendur út apríl í Þjóðarbókhlöðu. Það á sérstakt erindi við þá sem miðla þekkingu um ísland fyrr og nú. Skráningu annast Erla Bjarna- dóttir, mailto:erlabj@bok.hi.is eða í síma 525-5695.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.