Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 17
+ 16 MANUDAGUR 3. MARS 2003 MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 41 Útfiáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aftstoöarritstjóri: Jðnas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgrei&sla, áskrift: Skaftahlí& 24,105 Rvik, sími: 550 5000 Fa» Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, slmi: 462 5000, fax: 462 5001 Sotning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugorö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til a& birta a&sent efni bla&sins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV grei&ir ekki viömælendum fyrir vi&töl vi& þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Samkeppnisstofiiun gagnrýnd Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj- ungs, gagnrýndi Samkeppnisstofnun harðlega í ræðu á aðalfundi félagsins síðastliðinn föstudag fyrir hve langan tíma rannsókn stofnunarinnar á meint- um brotum Skeljungs á samkeppnislög- um hefði tekið. Nú eru liðlega 14 mán- uðir frá því Samkeppnisstofnun gerði húsleit á skrifstofum Skeljungs, Olís og Olíufélagsins. Þá fór Kristinn Björns- son hörðum orðum um eftirlitsstofnanir sem gættu ekki þagmælsku um rannsóknarefni. Slíkt væri óþolandi. Á undanförnum misserum hefur „eftirlitsvæðing" hins opinbera sætt æ meiri og þyngri gagnrýni. Eftirlitsiðnað- urinn hefur fengið að blómstra, stundum vegna þess að það er nauðsynlegt í nútíma þjóðfélagi en stundum án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Þannig gagnrýndi Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Sjóvá-Almennra, Samkeppn- isstofnun á aðalfundi félagsins í mars á liðnu ári. Þar sagði hann stofnunina líta hagræðingartilraunir hornauga og gera þær tortryggilegar gagnvart neytendum. Benedikt, eins og svo margir aðrir i viðskiptalífinu, hefur verulegar áhyggjur af því hve eftirlitsiðnaðurinn hefur fengið að dafna vel á undanförnum árum. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, benti á í forystugrein fréttabréfs samtakanna í september síðastliðnum að brýnt sé að endurskoða samkeppnislög: „Það er mjög brýnt og tímabært að samkeppnislögin og starfsreglur á þessu sviði verði tekin til gagngerrar endur- skoðunar. Það er brýnt hagsmunamál fyrir allt atvinnulíf- ið og almenning að ekki séu settar hindranir í veg fram- fara og samkeppnishæfni, en núgildandi lög draga úr kraft- inum í íslensku athafnalífi í harðri alþjóðlegri sam- keppni." Skrif Ara Edwalds eru í samræmi við stefnu Samtaka at- vinnulífsins sem hafa bent á að tilgangur samkeppniseftir- lits sé að vinna gegn misnotkun á markaðsráðandi stöðu en ekki að stýra uppbyggingu atvinnulífsins og hamla gegn hagræðingu. í bréfi Verslunarráðs íslands til viðskiptaráðherra fyrir réttu ári var þess óskað að fram fari sérstök athugun á að- gerðum Samkeppnisstofnunar vegna húsleitar hjá olíufé- lógunum: „... mjög alvarlegar brotalamir virðast hafa ver- ið á framkvæmd aðgerðanna, sem ekki verða taldar sam- ræmast úrskurði héraðsdóms. Einnig virðist ákvæðum laga um meðferð opinberra mála um leit og hald á munum ekki hafa verið hlýtt í veigamiklum atriðum." Gríðarlega mikilvægt er að eftirlitsstofnanir sinni hlut- verki sínu af hófsemd og sanngirni en um leið af einurð og af stefnufestu. Sé trúverðugleiki þeirra dreginn stöðugt í efa munu viðkomandi stofnanir smátt og smátt missa mátt og tilgang. Gangi stofnanir og starfsmenn þeirra fram með yfirgangi og hroka verður að bregðast við því með viðeig- andi hætti. Forystumenn atvinnulífsins og stjórnendur ís- lenskra fyrirtækja hafa haldið því fram að réttaröryggi ís- lenskra fyrirtækja væri ekki það sama og í öðrum löndum þegar kemur að framkvæmd samkeppnislaga og aðgerða samkeppnisyfirvalda. Forráðamenn Samkeppnisstofnunar geta ekki setið at- hugasemdalaust undir þeirri gagnrýni sem Kristinn Björnsson, Benedikt Sveinsson, Samtök atvinnulífsins, Verslunarráð og fleiri hafa sett fram á starfsemi stofnun- arinnar. Og stjórnvöld geta ekki þagað þunnu hljóði - leitt gagnrýnina hjá sér. Slíkt er ekki leið til að tryggja virka samkeppni. Óli Björn Kárason Skoðun Sjálftaka á bónusum og starfslokakjörum ekki í samræmi við afkomu fyrirtækja: Kaupaukar lorstioranna i renun Forstjórabónusar, starfsloka- samningar og snemmtekin og rífleg eftirlaun yfirmanna fyrirtækja eru komin undir smásjána vestan hafs sem austan. í Bandaríkjunum, þar sem efnahagslífið og atvinnuveg- irnir byggjast að miklu leyti á hlutafélögum og verðbréfamörkuð- um, er farið að ræða sjálftöku for- stjóra á launum og fríðindum sem vandamál sem verði að taka á af fullri alvöru. Það eru ekki síst hin- ir almennu hluthafar sem sjá að arðgreiðslur til þeirra hljóta að minnka eftir því sem meira fé er ausið úr fyrirtækjunum til æðstu yfirmanna þeirra. Þá eru uppi vangaveltur um siðgæði og lagaleg- an rétt forstjóra og stjórnarmanna fyrirtækja til að skammta sér ríf- lega úr sjóðum sem þeim er trúað fyrir. Á nýbyrjaðri öld hefur orðið mikill samdráttur í efnahagslífinu og hafa hlutabréfin í Wall Street fallið um upphæðir sem taldar eru í trilh'ónum dollara. Stórfyrirtæki hafa orðið gjaldþrota, endurskoð- endur verið staðnir að grófu mis- ferli og enn önnur fyrirtæki ramba á barmi glötunar. En laun, kaupaukar og lífeyrisgreiðslur til forstjóra og annarra yfirmanna fara nú lækkandi og voru ekki í neinu hlutfalli við afkomu fyrir- tækja og fjármálastofnana sem þeir stjórna. Ekki er síst aðfinnsluvert hvern- ig kaupaukar forstjóranna eru reiknaðir og fer það ekki alltaf eft- ir afkomu fyrirtækjanna heldur sem hluti af umsetningu eða ein- hverjum einstökum þáttum í rekstri og bókhaldi. Hluthafar stórfyrirtækisins General Electric horfa upp á að fyr- irtækið greiddi 10% af umsetningu í lífeyri árið 2001, eða 2 milljarða dollara. En það ár var félagið rekið með 2,9 milljarða dollara tapi og hlutafé lækkað verulega að verö- / sambandi við sjálftöku yfirmanna fyrirtœkja á launum og fríðindum beinist athyglin óhjá- kvœmilega að stjórnum fyrirtœkja og hlutafélaga og hvaða þátt þœr eiga í ofurkjörum forstjóranna. Eru þessi mál nú víða í rannsókn. Eru það ekki síst almennir hluthafar sem þykjast hlunnfarnir en löggjafar eru einnig að athuga hvort ekki þurfi að herða á lögum um sjálfsákvörðunarrétt yfir- manna til að skammta sjálfum sér laun og fríð- indi á kostnað fyrirtœkja sem þeir stjórna og hinna raunverulegu eigenda þeirra, hluthafanna. gildi. En það kom ekki niður á greiðslum til forstjóra og fram- kvæmdastjóra sem voru í öfugu hlutfalli við afkomu félagsins. Og fyrrverandi forstjóri þiggur 17.000 dollara á dag í eftirlaun það sem hann á ólifað, hvernig sem fyrir- tækinu farnast. Fjármálafyrirækið J.P. Morgan Chase greiddi aðalforstjóranum, Harrison Jr., 10 milljónir dollara í kaupauka af ýmsu tagi 2001 en árið eftir fékk hann, eins og aðrir fram- kvæmdastjórar félagsins, helmingi Ummæli ToppuTHin „Ánægju- legast af öllu er hins vegar að Samfylking- in skuli hafa valið sem tákn sitt búðina „Top Shop". Einhvern veginn er þessi búð hið fuU- komna tákn fyrir Sam- fylkinguna. Hún er svo dásamlega nútímaleg, evrópuleg, full af glysi og óþarfa - og var ekki fyrr komin á Lækjar- götuna en hún gufaði upp og skildi eftir sig glæsilegar en auðar vistar- verur." Ármann Jakobsson á Múrnum.is, um stjómmáiaskóla Samfylkingarinnar (sem haldinn var í húsnæöi Top Shop sem veröur kosningamiöstöö flokksins.) Magnað „Hápunktur fyrsta kennsludags- ins var hins vegar ræða Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur þar sem hún ræddi um pólitísk verkefhi samtímans, blaðlaust..." Frétt Fréttablaösins um stjórnmála- skóla Samfylkingarinnar. BlygöunaNeysið „Það er i raun ótrúlegt hvernig þessi ríkisstjórn hefur misboðið at- vinnulausum og lífeyrisþegum og blygðunarlaust hlunnfarið þá í kjörum, sem skilað hefur sér með 1-2 % kaupmætti til þeirra á sama tíma og kaupmáttur meðallauna hefur hækkað um 6% og lágmarks- launa um 10%." Jóhanna Sigurðardóttir. Mættitilað „Þaðan fór ég í Alþingi að greiða atkvæði og standa upp til heiðurs þingforsetum Norðurland- anna sem þar voru viðstadd- ir." Siv Friöleifsdóttir í netdagbók sinni. Lemuphúöir „Þetta er eins og að ganga ofan í tæra laug eftir strangan vinnudag og koma þaðan tandurhreinn af settinu." Hjálmar Árna- son alþingis- ma&ur í viötali viö Vlkurfréttir. Hann festi ný- veriö kaup á trommusetti og segist þar með hafa látiö ára- tugagamlan draum rætast. minna í sína hönd þegar flottheitin voru lækkuð um helming í sam- ræmi við afkomuna það ár. Auk ýmiss konar fríðinda eru skattar yfirmannanna greiddir af fyrirtækjunum og eru alls kyns lagakrókar þræddir til að þeir haldi sem aUra mestu eftir af auð- fengnum feng sínum. í sambandi við sjálftöku yfir- manna fyrirtækja á launum og fríð- indum beinist athyglin óhjákvæmi- lega að stjórnum fyrirtækja og hlutafélaga og hvaða þátt þær eiga í ofurkjörum forstjóranna. Eru þessi mál nú víða í rannsókn. Eru það ekki síst almennir hlutahafar sem þykjast hlunnfarnir en löggjaf- ar eru einnig að athuga hvort ekki þurfl að herða á lögum um sjálfs- ákvörðunarrétt yfirmanna ttl að skammta sjálfum sér laun og fríð- indi á kostnað fyrirtækja sem þeir stjórna og hinna raunverulegu eig- enda þeirra, hluthafanna. Enn fremur er álitamál hvert sé Rýrari kjör Ofursamningar um kaup og kjör yfirmanna fyrirtækja rýra afkomu þeirra og lækka arðgreiöslur til hluthafa. Fyrirtækin sem skráö eru í Wall Street lækka aö verögildi og forstjórakjörin rýrna. valdsvið stjórna hlutafélaga til að ráðstafa fé þeirra á þennan hátt. Stjórnirnar ráða valdamestu yfir- menn fyrirtækjanna og samþykkja kjör þeirra. Þarf litlum getum að því að leiða hvernig hagsmunirnir á stjðrnarfundum samtvinnast. En það eru hluthafarnir sem geta átt síðasta orðið ef þeir beita sameiginlega valdi sínu. Þeir eiga möguleika á að reka óhæfar stjórn- ir og óheiðarlega forstjóra og fram- kvæmdastjóra sem eru ekki öðru starfi vaxnir en að hrifsa sem mest af umsetningu fyrirtækjanna í eig- in vasa. í ár lækka kaupaukar banda- rískra forstjóra og annarra yfir- manna fyrirtækja verulega. Fyrir- tækin skila minni hagnaði og jafn- vel tapi og hlutabréf hafa fallið verulega. Hluthöfum og almenningi yfirleitt blöskrar hvernig stjórnend- ur hafa látið greipar sópa um eignir fyrirtækjanna, líka þeirra sem tap- að hafa stórfé og jafnvel orðið gjald- þrota. Yfirmenn og endurskoðendur hafa falið raunverulega stöðu og jafnvel stundað ólöglega starfsemi til að fela gjörðir sínar. Núorðið er ekki sjaldgæft að sjá í sjónvarps- fréttum þegar lögreglumenn leiða yfirmenn fyrirtækja í járnum út úr höfuðstöðvum. Það er ekki lengur stætt á því forstjórar taki sér tugi og hundruð milljóna dollara í kaupauka út úr fyrirtækjum sem þeir stjórna ekki betur en svo að enginn afgangur er í arðgreiðslur til hluthafa. Samt ná margir þeirra furðuvænum fulgum út úr sínum félögum. En einnig eru dæmi um að allir bónusar og kaupaukar séu teknir af yfirmönn- unum. Þannig verða fjórar helstu toppfígúrur AOL Time Warner að sætta sig við að missa af bónusum ... En þeim hefur líka tekist að tapa meira fé á einu ári en nokkru öðru fyrirtæki í vgraldarsögunni. Samt tókst þeim að kría út hlutabréf í fyrirtækinu fyrir sem svarar 40 milljónum dollara hver um sig. Auk þess fá þeir tugi og hundruð milh'ónir doúara fyrir ráðgjafar- störf og annað smáræði sem þeir leggja fyrirtækinu til. Sjálftaka yfirmanna fyrirtækja og stofnana á launum og fríðindum er ekki bundin við Bandarikin ein. í Evrópu hafa máttvana launþega- foringar reynt að vekja athygli á hvernig stjórnir og yfirmenn félaga og stofnana hygla sjálfum sér á kostnað hluthafa og viðskiptavina og jafhvel skattborgara. Á það hlusta þó fæstir og dást fremur að þeim sem eru að gera það gott í heimi fjármála, dægurlaga og at- vinnuíþrótta. Þó eru takmörk, eins og þegar glæsilegur bankastjóri þá nýstofn- aðs Evrópubanka, með höfuðstöðv- ar í London, var látinn fjúka þegar í ljós kom að kostnaður við rekstur bankans var jafnhár og nam öllum útlánum hans. í því sambandi er óhætt að benda á að pistlahöfundur sem skrifar í Viðskiptablaðið telur að öflug fjármálastofnun á íslandi sé einkum rekin með hagsmuni starfsfólksins í huga. Þar er for- stjóraumbunin líka í stíl við það sem fréttist um í gráðugum fjár- málaheimi heimsborganna. En þar er nú farið að spyrna við fótum. (Heimild Wall Street Journal og The Econimist) Sjavarutveginum betur borgið innan ESB *¦¦•* ^/ Kjallari Ágúst Ólafur Ágústsson formaöur Ungra jafnaöarmanna og frambjóöandi Sam- fylkingarinnar í 4. sæti Reykjavík suóur Friörik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, skrifar grein um ástæöur þess af hverju ísland ætti ekki að sækja um aöild að Evrópusambandinu í DV fyrir stuttu. Það hefur ver- ið afar forvitnilegt að fylgj- ast með málflutningi and- stæðinga aðildar að ESB undanfarin misseri. Síbreytilegur málflutningur Fyrst héldu menn því fram að hér myndi allt fyllast af spænsk- um togurum við aðild íslands að ESB. En þeim var þá bent á þá staðreynd að kvótaúthlutun ESB byggðist á grundvallareglunni um veiðireynslu og þar sem útlending- ar hafa enga veiðireynslu í ís- lenskri lögsögu myndu íslendingar fá allan kvóta þar. Þá breyttist málflutningurinn í þá veru að erlend stórfyrirtæki myndu kaupa upp öll íslensku sjávarútvegsfyrirtækin við aðild og flytja arðinn af íslandsmiðum milliliðalaust úr landi og má sjá áhyggjur af slíku í grein Friðriks. En þá fengu þeir vitneskju um að samkvæmt mörgum dómum Evr- ópudómstólsins (s.s. Kerrmálið nr. 287/81 og Jaderowmálið nr. C- 216/87) er hægt að gera kröfu um að sjávarútvegsfyrirtæki sem fá kvóta í íslenskri lögsögu hafi raunveruleg efnahagsleg tengsl við ísland. Þetta þýðir að hægt er að binda kvóta við skip sem hafa efnahags- leg tengsl við viðkomandi svæði sem er háð fiskiveiðunum og krefj- ast þess að daglegur rekstur og starfsemi skips sé á íslandi og að hagnaður veiðanna fari í gegnum íslenskt efnahagslíf. Bretar, Danir og fleiri þjoðir hafa gripið til slíkra leiða og hefur sjávarútvegs- ráðherra Breta staðfest í samtali við Rikissjónvarpið að það hafi reynst vel. Við inngöngu íslands í ESB er því hægt að gera frekari kröfur en nú er um að hagnaður af veiðum fari í gegnum íslenskt efnahagslíf. Eins og staðan er nú er ekkert sem hindrar að verðmæti af íslands- miðum fari beint úr landi. Aðild íslands að ESB kæmi því lands- byggðinni beinlínis mjög til góða. Veiðireynsla mun ráöa En þá breyttist málflutningur andstæðinga aðildar aftur. Nú hét það að hinar hagstæðu reglur ESB hljóti einfaldlega að breytast í fram- tíðinni og hefur Friðrik áhyggjur af að slíkt gerist. Við endurskoðun á sjávarútvegsstefnu ESB var hins vegar ákveðið að ekki skyldi hrófl- að við reglunni um hlutfallslegan stöðugleika sem er um veiðireynsl- una, enda er hún hornsteinn sjávar- útvegsstefnu ESB. Sjávarútvegsráðherrar Dana og Breta hafa ásamt yfirmanni sjáv- arútvegsmála ESB, dr. Franz Fischlers, staðfest að ekki standi til að breyta reglunni um veiði- reynsluna. Það þýðir ekki að hræða fólk með því að segja í sí- fellu að allt muni breytast á versta veg þegar íslendingar séu loks komnir í sambandið. Deilistofnanna er vel gætt Þrátt fyrir að mikilvægustu nytjastofnar íslands séu stað- bundnir talar Friðrik mikið um deilistofna og undrar sig á samn- ingshörku ESB þegar kemur að samningum við íslendinga. Það hljóta þó að teljast vera mikil með- mæli meö ESB hversu harðir menn þar eru í samningum við þriðja ríki eins og ísland. Ef ísland væri aðili að ESB myndum við vilja að þeir væru harðir í horn að taka í samningaviðræðum við þjóðir utan sambandsins. í þessu sambandi er einnig rétt aö minn- ast þess að reglan um veiðireynslu á einnig við um deilistofna. Nú þurfum við að reyna að semja við aðrar þjóðir um nýtingu á deilistofnum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það má færa „Eins og staðan er nú er ekkert sem hindrar að verðmœti af íslandsmiðum fari beint úr landi. Aðild íslands að ESB kœmi því landsbyggðinni beinlinis mjög til góða." gild rök fyrir því að þjóðir sem vinna eins náið saman og í Evr- ópusambandinu séu líklegri til að taka meira tillit hver til annarrar en þjóðir sem taka ekki þátt í slíku samstarfi. Mikill ávinningur Miklir hagsmunir eru í því fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki ef af aöild íslands verður. Tollar falla niður og er Friðrik sammála því að það skipti miklu máli. Mikil- vægur sjávarútvegsmarkaður í Austur-Evrópu opnast við aðild og miklir veiðimöguleikar þar sem ESB hefur samið um veiðiheimild- ir við strendur 27 ríkja utan ESB. Miklir möguleikar íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á fjárfest- ingarfé myndu opnast og sam- keppnisstaða þeirra stórbatna. ís- lendingar eru á heimsmælikvarða í sjávarútvegi og á því hinn landlægi ótti við erlent fjármagn hvað síst við um sjávarútveginn. íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eiga að sjálf- sögðu rétt á því að hafa val um er- lent hlutafé, rétt eins og önnur fyr- irtæki í landinu, en ekki einungis erlent lánsfé eins og staðan er nú. Ekki góö hagsmunagæsla Með inngöngu í ESB munu ís- lendingar fá tækifæri til að móta hina sameiginlegu sjávarútvegs- stefnu og tryggja þannig hagsmuni íslenskra fyrirtækja sem selja langstærsta hluta afurða sinna á Evrópumarkaði. Það er minni- máttarkennd að telja að við verð- um áhrifalaus innan ESB. Ríki sem einbeita sér að tilteknum mál- um hafa mikil áhrif og er Lúxem- borg dæmi um það. Sá sem situr við borðið á fundi og hefur eitt- hvað að segja hefur áhrif. Það gild- ir um ESB eins og alls staðar í samskiptum manna. önnur jákvæð áhrif aðildar eru að viðskipti og erlendar fjárfest- ingar aukast þar sem viðskipta- kostnaður lækkar og viðskipta- hindranir hverfa. Evran stuðlar að mun lægri vöxtum, dregur úr mis- munandi hagsveiflum og eykur langþráðan gengisstöðugleika. Það er leitt að hagsmunagæslu- menn íslenskra sjávarútvegsfyrir- tækja, eins og Friðrik J. Arn- grímsson, skuli skella skollaeyr- um við miklum ávinningi ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja við aðild íslands að ESB með hræðslu- áróðri og haldUtlum rökum. ——

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.