Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 18
:<*42 MANUDAGUR 3. MARS 2003 + H Skoðun r>v Flugvallarskattarnir tekjur ríkissjóðs Gunnar Olafsson skrifar: I umræðunni þessa dagana er mikið talað um flugvallaskatta. Þá er vert að íhuga eftirfarandi: Þegar Flugleiðir selja flugfar- seðil innheimta þær svokallaða flugvallaskatta, vopnaleitargjöld og svokallað „terminal facility fee" (gjald sem farþegar þurfa að greiða fyrir að ganga í gegnum flugstöðina - sumir vilja kalla þetta húsaleigu). Öll gjöld sem eru eyrnamerkt íslenska ríkinu og ættu því með réttu alfarið að vera tekjur ríkissjóðs sem siðan eiga að renna til reksturs flug- valla, flugstöðvarinnar o.s.frv. En málið er ekki alveg svo einfalt. „Verði Iceland Express skilgreint sem flugfélag á það samkvœmt þessu rétt á endurgreiðslu vsk. af öllum rekstrarkostn- aði á fslandi. Verði Iceland Express skil- greint sem ferðaskrif- stofa þarffélagið að bera allan innskatt af rekstrarkostnaði." Flugmálastjórn innheimtir um- rædd gjöld hjá Flugleiðum eftir fluttum farþegum (úr tölum sem Flugleiðir sjálfar gefa upp). Gott og vel. Vitað er að fjöldinn allur af farseðlum er aldrei notaður, m.a. vegna þess að í mörgum til- vikum er hagkvæmara að kaupa báðar leiðir og henda hluta af far- seðlinum heldur en að kaupa að- eins aðra leiðina. í ársuppgjöri LA í kröggum. Sameinum leikhúsin Jðhannes skrifar frá Akureyri: Enn syrtir í álinn hjá Leikfé- lagi Akureyrar. Nú er búið að segja starfsfólki LA upp störf- um og engir samningar við Ak- ureyrarbæ. Ekki er nein trygg- ing fyrir því að bærinn semji um áframhaldandi fjárframlög til leikfélagsins. Satt að segja þykir mér nóg komið af þess- um vandræðagangi með LA. Og víst er þetta byrði á okkur skattborgurnum hér. Því segi ég bestu lausnina þá að starf- semi þessari verði hætt í eitt skipti fyrir öll og Þjóðleikhúsið (leikhús okkar landsmanna allra - líkt og höfuðborginn er höfuðborg okkar allra) sendi sínar sýningar hingað til upp- færslu eftir að þeim lýkur syðra. Þetta yrði í alla staði ódýrara - og hefur verið gert margsinnis, svo fordæmin eru fyrir hendi. Með þessu móti fengjum við hér líka meiri fjöl- breytni í afþreyinguna. Rugmálastjórn Innhelmtlr eftir fluttum farþegum. - Fjöldi farseöla aldrei notaður. Flugleiða voru a.m.k. 10 milljónir tekjufærðar vegna flugvallaskatta á íslandi sem innheimtir voru og safnast hafði í sjóð vegna skatts á ónotaða farseðla. Sama gildir líklega um flug- vallaskatta í öðrum löndum. Hugsanlegt er að þar sé sköttum skilað m.v. sölu farseðla en ekki notkun. Athyglisvert væri að velta þessu upp og vekja athygli á þessum stuðningi ríkisins tú ráð- andi fyrirtækis á markaðinum. Annað mál sem vert er að skoða er mismunun milli tveggja aðila í samkeppni með sömu vöm/þjónustu. Annað félagið er rekið sem flugfélag og hitt sem ferðaskrifstofa. Er hér verið að skírskota til nýtilkominnar sam- keppni Iceland Express við Flug- leiðir. Má þar nefna að ef félagið er flugfélag þá fær það allan inn- skatt af rekstrarkostnaði hér á landi endurgreiddan en ef félagið er rekið sem ferðaskrifstofa þá lendir félagið í þvi að bera virðis- aukann þannig að kostnaður sem fellur til á íslandi er 24,5% hærri en af rekstri sömu eininga hjá flugfélagi. Til frekari útskýringar á þessu má nefna dæmi: Flugleiðir hf. fá t.d. allan innskatt vegna reksturs söluskrifstofa og markaðsstarfs á íslandi endurgreiddan. Ferða- skrifstofur sem selja ferðir (oft á tíðum sömu ferðirnar) fá þennan umrædda virðisauka ekki endur- greiddan og þurfa að bera skatt- inn. Verði Iceland Express skil- greint sem flugfélag á það sam- kvæmt þessu rétt á endurgreiðslu ysk. af öllum rekstrarkostnaði á íslandi. Verði Iceland Express skilgreint sem ferðaskrifstofa þarf félagið að bera allan innskatt af rekstrarkostnaði. Bara þetta eina atriði skiptir gífurlegu máli varðandi sam- keppnislegar forsendur hins nýja félags. Þetta mál er þess eðlis að nauðsynlegt er að fá það í um- ræðuna. Sanngirni Omars sannfærandi Ogmundur Jónasson alþingismaður skrifar: Sjónvarpsmynd Ómars Ragnarsson- ar um þjóðgarða og virkjanir var áhrifarík. Ég hef þegar hitt fólk sem segist hreinlega hafa snúist í af- stöðu til fyrirhug- aðra virkjana við Kárahnjúka vegna myndarinnar. Hvers vegna? Svörin hafa ekki lát- ið á sér standa. í myndinni var á yfirvegaðan hátt sýnt fram á hver munur er á afturkræfri röskun á náttúrunni og óafturkræfum náttúruspjöllum. Hið síðara á við um Kárahnjúka- virkjun. Lónið sem myndast viö virkjunina mun fyllast upp, gróð- ureyðing hlýst af og breytingarnar sem verða á landinu verða ekki aft- ur teknar. Þá er ljóst að þegar jök- ulá sem ber með sér 10 milljónir tonna af aur á ári er veitt í annan farveg þá mun það hafa verulegar afleiðingar í fór með sér bæði á því svæði sem fljótið áður rann um og einnig í hinum nýja farvegi. Þetta segir sig sjálft. En fyrst þarf að upplýsa okkur um þessar staðreyndir og einmitt það gerði Ómar. Þetta gerði hann á mjög faglega vísu og af sanngirni. Hann heimsótti virkjanir og þjóð- garða vestan hafs og austan. Hann fjallaði einnig um þá hugarfars- breytingu sem orðið hefur í heim- inum á síðustu þremur áratugum. Fram kom að virkjanastefna ís- lendinga myndi hvorki ganga upp í Baráttunnl um Kárahnjúka er enn ekki loklö. Og fram undan er mörg orrustan.. „Eitt það merkilegasta sem verður Ijóst af mynd- inni er einmitt að við- horf andstœðinga Kára- hnjúkavirkjunar mótast hvorki af illvilja í garð Austfirðinga né af því að þetta séu kverúlantar á „mótiöllu"." Bandaríkjunum, í Noregi né hér á landi væru sömu viðhorfin til nátt- úrunnar ráðandi hér. Eitt það merkilegasta sem verð- ur ljóst af myndinni er einmitt að viðhorf andstæðinga Kárahnjúka- virkjunar mótast hvorki af illvilja í garð Austfirðinga né af því að þetta séu kverúlantar á „móti öllu". Þvert á móti eru þessi við- horf í takt við viðteknar venjur og skoðanir í þróuðum ríkjum. Það, ásamt því að sjá með eigin augum hversu víðfeðm, einstök og ægifög- ur landsvæði eiga að fara undir vatn svo þjóna megi stóriðjukosn- ingaloforðum Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks, eru helstu uppgötv- anirnar sem hinn almenni áhorf- andi myndar Ómars gerir með sjálfum sér. Þessar uppgötvanir eiga vonandi eftir að verða til þess að fleiri eigi eftir að snúast á sveif með náttúr- unni og þeim sem leggja sig fram um að verja hana. Baráttunni um Kárahnjúka er enn ekki lokið og fram undan er mörg orrustan á meðan stjórn- málamenn á atkvæðaveiðum og verkfræðingar sem hafa starf af að byggja sem stærstar virkjanir og göng fá að ráða. En þegar þjóðin hefur gert sínar eigin uppgötvanir þá eru þeirra dagar liðnir. Von- andi hafa ekki orðið fleiri óaftur- kræf stórslys í náttúrunni áður en að þvi kemur. Þýska fjármálakerfiö í kreppu. Þýskaland í kreppu Magnús Sigurðsson skrifar: Það ætlar ekki að ganga þrautalaust fyrir Þjóðverja að komast yfir lækinn eftir að Helmut Kohl var bolað burt úr stjórnmálunum og krataflokkur- inn tók við stjórninni. Allt hefur bókstaflega gengið á afturfótun- um undir stjórn Shcröders kansl- ara og græningjanna. Og nú er þýska bankakerfið að komast í þrot. Ríkið er þess varla umkom- ið að bjarga meira en jamvirði 4.000 milljarða ísl. króna sem þýska bankakerfið skuldar nú. Og til viðbótar er Þýskaland með kanslarann í fararboddi á góðri leið með að kljufa Evrópu í sam- stöðunni um vestræna samvinnu við Bandaríkin. Það er ömurlegt hlutskipti sem Evrópu bíður þessa stundina. En gjáin hefur þegar opnast, og lokast vart úr þessu. Frá Akranesl. Akranesf enju á ný ibúi á Akranesi skrifar: Menn eru að tala um ný sér- göng samhliða Hvalfjarðargöng- unum eða að tvöfalda hluta gang- anna til að koma til móts við um- ferðarþunga í þeim. Allt yrði þetta mikið klúður og reyndar mun ekkert verða af þessu í ná- inni framfíð. Við íbúar hér á Akranesi finnum hins vegar mik- ið fyrir því og höfum óþægindi af að ekki skuli vera skip í sigling- um milli Akraness og Reykjavík- ur. Ný Akranesferja er það sem myndi létta umferðarþungann í Hvalfjarðargöngum, auk þess sem við fengjum til okkar umferð ferðafólks allt árið, og þó sérstak- lega á sumrin. Hér hefur ekki sést ferðamaður síðan Akraborg- in var tekin af okkur. - Flutning- ar með fólk og bíla á ferju er það sem okkur vantar. Stríösþekking landans Baldur Sigurðsson skrifar: Ég furða mig á því hve íslend- ingar virðast sólgnir í að tjá sig um stríðsrekstur og allt sem við- kemur vopnum, vörnum og al- þjóðamálum. Þjóð sem ekki vill vita af þessum málum í hinu orð- inu og hefur aldrei haft áhuga á að verja sjálfa sig heldur legið upp á Bandaríkjamönnum í þvi efni. Viðmælendur í útvarpsþátt- um á öllum útvarpsstöðvum eru uppfullir af visku um þessi efni og verða aðhlátursefni fyrir vik- ið. - Stríðsþekking er virðingar- verð, en samræmist ekki friðar- hjali sjakalanna. dv Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíoa DV, Skaftahlíö 24,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til ao senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. | m i i +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.