Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Síða 24
48 MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 Tilvera DV LJÖSMYNDIR 8RJANN BALDURSSON Tveir borgarstjórar Ingibjörg Sólrún hefur sem kunnugt er nýlega látiö af störfum sem borgar- stjóri. Þórólfur Árnason, sem sestur er í sæti hennar, mætti á sýninguna í Það Geröubergi. Ingbjöng Sólrún vill sjá Ingibjörg Sólrún Gísladóttir velur sína eftirlætislistamenn á sýninguna Þetta vil ég sjá! í Gerðubergi. Sýning- in var opnuð á laugardaginn og kom fjöldi manns til að fagna sýningunni og sjá hvað væri í uppáhaldi hjá fyrr- verandi borgarstjóra. Á sýningunni er að finna verk eft- ir tuttugu og tvo íslenska listamenn. Einnig eru nokkur verk úr eigu Ingi- bjargar sjálfrar. Fjölbreytnin er mik- il og má t.d. finna á sýningunni inn- setningar, skúlptúra, ljósmyndir, lág- myndir, glerverk, líkan og margt fleira. Verkin eru frá árunum 1989-2003 Þeir listamenn sem eiga verk á sýningunni eru: Anna Líndal, Bryn- hildur Þorgeirsdóttir, Dagur Sigurð- arson, Eggert Pétursson, Gabríela Friðriksdóttir, Georg Guðni, Guð- mundur Ingólfsson, Guðrún Einars- dóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Haf- Meö rautt nef Halldóra Geirharösdóttir leikkona, sem felur sig undir rauöu trúösnefi, viröir fyrir sér listaverk sem Ingibjörg Sólrún hefur valiö. steinn Austmann, Hallgrímur Helga- son, Hulda Hákon, Húbert Nói, Hmur Stefánsdóttir, Kristín Blöndal, Ólöf Nordal, Ragna Róbertsdóttir, Rúrí, Sigurður Guðmundsson, Spessi, Steinunn Þórarinsdóttir og Tumi Magnússon. -HK Ekki við eina fjölina felldur Landsliðsfyrirliði Þjóðverja í knattspyrnu og einn besti mark- vörður heimsins, Oliver Kahn, á von á sínu öðru bami með eigin- konu sinni, Simone. Um sama leyti komst einhver að því að það væri önnur kona í líf Kahns og hefur hann nú gengist við því. „Þetta er sannleikur. Ég á við vandamál að stríða. Það er önnur kona I lífi mínu og ég hef rætt þessi mál við eiginkonu mína. Konan sem um ræðir mun vera 21 árs gömul og hafði unnið sem þjónustustúlka í næturklúbb í Munchen sem Kahn hafði heim- sótt ásamt félögum sínum. DV-MYND BRJÁNN BALDURSSON Bubbi á borglnni Sá margheiöraöi tónlistarmaöur og sá tónlistarmaður sem selt hefur flestar plötur á íslandi, Bubbi Morthens, ætlar aö halda nokkra tónleika á Hótel Borg á næstunni og voru þeir fyrstu á föstudagskvöld. Veistan hófst meö dýr- indis kvöldveröi og eftir aö gestir höföu snætt steig Bubbi á sviö með gítar- inn og söng mörg afsínum þekktustu lögum ásamt nýjum viö mikinn fögnuö gesta. Tókust hljómleikarnir mjög vel og þarna litu dagsins Ijós meöal annars lög sem Bubbi hefur ekki veriö meö á tónleikum í mörg ár. REUTERS Kjötkveöjuhátíöin hafin í Ríó Drottning kjötkveðjuhátíðarinnar í Rio de Janeiro, Amanda Barbosa heilsar vegfarendum á götum borgarinnar. Barbosa og Momo tóku sig til og kenndu almenningi að dansa samba í gærkvöld. J.K. Rowling verður teiknimyndafígúra í J.K. Rowling mun verða gesta- leikari í hinum sívinsælu þáttum The Simpsons. Ekki kemur hún sjálf fram eins og flestir ættu að vita, heldur verð- ur gerð teiknimyndafígúra eftir henni og mun Rowling sjálf radd- setja sig. í þættinum sem Rowling verður í mun Ian McKellan (Gandálfur) einnig verða gerður að teiknimyndafígúru þannig að ljóst er að beðið verður með eftirvænt- ingu eftir þessum þætti sem verður ekki sýndur fyrr en i nóvember eða desember. í þættinum þarf Rowling að svara hinni gáfuðu Lisy Simpson. Það sem Lisa meðal annars spyr um er hvemig Harry Potter-serían endar. Vill ekkí leika Superman í síðustu viku var talið nær ör- uggt að hinn 24 ára gamli leikari Josh Hartnett myndi leysa Christopher Reeve af hólmi og leika Superman. Fékk hann tilboð sem ekki var hægt að neita eins og sagt er á bisnessmáli. Hartnett sá sig samt um hönd og hefur gefið út þá yfirlýsingu að hann ætli ekki að leika Superman. Þetta setur allt á annan endann i gerð myndarinnar og nú eru helst taldir koma til greina Brendan Fraser, Paul Wal- ker og sápuþáttaleikarinn Matthew Bomer. John Travolta: Lífip í eigin stjörnuheimi John Travolta hefur átt sínar lægðir og hæðir og sjáifsagt hefur engin kvikmyndastjarna náð jafn miklum hæðum og hann gerði eft- ir að hafa verið í mikilli lægð og verið nánast afskrifaður í mörg ár. Með Pulp Fiction og fleiri myndum náði hann toppnum aft- ur, en er nú á niðurleið eftir að hafa leikið í nokkrum kvikmynd- um sem hafa kolfallið. Þetta hefur þó ekki haft áhrif á sjálfsálitið og heimtar hann hærri laun en nokk- ur annar leikari. Og það er sjálf- sagt ástæðan fyrir því að hann hefur ekki verið nefndur á nafn þegar um stór hlutverk er aö John Travolta Heldur enn að hann sé í hæsta launaflokki. ræða. Sagan segir að hann hafi haft undir höndum mjög gott vestrahandrit, The Outlaws, sem að sögn annarra er vel skrifað og gæti orðið góð kvikmynd. Ekkert hefur orðið úr gerð kvik- myndarinnar enn sem komið er vegna launakrafna Travolta (hann á handritsréttinn). Hafa öll stóru kvikmyndafyrirtækin fengið til- boð um að gera myndina, en neit- að. Ástæðan er að Travolta setur upp launakröfu upp á 23 milljónir dollara auk kostnaðar sem hann reiknar að verði 4 milljónir dollar- ar. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á ráðamönnum og sagði einn þeirra: „Það er ekki eins og Pulp Fiction hafi verið gerð í gær.“ Eftirsótt sjón- varpsstjarna Ein vinsælasta sjón- varpsleikkonan í Bandaríkjunum er He- ather Locklear. Hún er ekki aöeins vinsæl hjá áhorfendum heldur einnig sjónvarpsþátta- framleiðendum þar sem heillastjarna virð- ist vera yfir þeim sjón- varpsseríum sem hún leikur í. Nú þegar ljóst er að hætt verður að gera Spin City þar sem hún hefur verið aðalaðdráttaraflið ásamt Charlie Sheen þá keppast sjón- varpsstöðvarnar um hana, en meðal sjón- varpssería sem hún hafði áður leikið í voru Dynasty og Mel- rose Place. Það virðist nú sem NBC-sjón- varpsstöðin hafi farið með sigur af hólmi og hefur Locklear sam- þykkt að leika aðal- hlutverkið í sjón- varpsseríu sem hefur hlotið heitið Once Around the Park. Þar mun hún leika einstæða móður tveggja bama. Afangasigur hjá Jackson Michael Jackson vann áfangasigur í bar- áttu sinni gegn því að Granada- sjónvarpsstöðin í Bretlandi sýni óbirt efni úr hin- um umdeilda sjónvarpsþætti Living with Mich- ael Jackson. Það voru lögfræðing- ar beggja aðila sem komust að þessu samkomulagi. Þetta eru þó engin endalok því samkomulagið felur í sér að myndskeiðin sem um ræðir verði geymd undir lás og slá hjá Granada þar til lokayf- irheyrslur verða 31. mars og á meðan hefur Granada einnig samþykkt að gefa ekki út þáttinn á myndbandi eða DVD.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.