Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Qupperneq 27
MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 I>V ______Sí Tilvera Ringu ★★★ ^ Fonboðið myndband , Japanska myndin Ringu, eða The Ring eins og hún heitir á Vestur- löndum, hefur slegið eft- irminnilega í gegn. Það er ekki nóg með að myndin og framhalds- myndir sem gerðar hafa verið séu einhveijar vinsælustu kvik- myndir sem sýndar hafa verið í Japan, heldur hefur í Hollywood nýlega verið endurgerð fyrsta myndin, mynd sem notið hefur mikilla vinsælda og viö getum barið augum þessa dagana í bíói. í Ringu snýst ailt um segulbands- spólu sem ekki er hollt að horfa á, svo vægt sé til orða tekið, þar sem ailir sem láta eftir sér að horfa á spóluna eru drepnir. Blaðakona ein hefur heyrt ávæning af því að þessi spóla sé til og það séu skólakrakkar sem hafi freistast tO að horfa á hana. Hún ásamt fyrrum eiginmanni sínum fer að leita uppi spóluna og eftir nokkra leit og óútskýrða atburði fmnur hún spóluna og forvitnin verður hræðsl- unni yfirsterkari. Það er auövelt aö skilja vinsældir Ringu. Hún höfðar ekki eingöngu til hryllingsmyndaaðdáenda heldur einnig þeirra sem hafa gaman af spennandi myndum. Ringu er nefni- lega öfúgt við japanskar hryllings- myndir á borð við Battle Royale, ekki groddaleg. Hryllingurinn kemur meira innan frá heldur en með hnífaskurð- um og álíka subbulegum leikbrellum. Það er auðskilið af hverju Hollywood var mikið í mun að endur- gera myndina. Það er sjaldgæft að sjá frumlega hugmynd jafn vel útfærða og gert er í Ringu. Þá er ekki verið að keyra um of á einstök atriði heldur er spennan og óhugnaðurinn stigvaxandi. Utgefandi: Myndfornn. Gefin úl ó myndbandi. Leikstjóri: Hideo Nokata. Japan, 1998. Lengd: 91 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Leikarar: Nanako Matsushima, Miki Nakatani og Hyroyuki Sanada. Derailed ★ Lestin brunar Það eru ekki mörg ár siðan hinn belgíski Jean- Claude Van Damme þótti góður kostur í miðlungs- dýrar hasarmyndir. Þessi fýrrverandi meistari í sjálfsvamarlistinni náði 1 hæðum í nokkrum kvik- myndum, má þar nefna Last Action Hero, Hard Tarket, Timecop og Uni- versal Soldiers. Það kom fljótt í ljós að leikhæfileikar hans voru takmarkaðir og hefúr ferill hans verið á niðurleið sjðustu árin. Derailed gerir ekkert annað en sannfæra okkur um að Van Damme sé útbrunnin stjama. Leikur hann leyni- þjónustmann sem fær það verkefhi á afmælisdegi sínum að hafa uppi á hættulegri konu sem hefúr undir höndum bráðdrepandi eiturefni sem margir vfija komast yfir. Er honum sagt að fylgja stúlkunni í lest. Þetta er ekki meiri leyniför en svo að óvinur- inn, sem er hópur glæpamanna, er bú- inn að hreiðra um sig í lestinni. Með- an lestin hrunar fer allt í háaloft og er slegist á göngum, stjómklefa og uppi á þaki, svo eitthvað sé nefht. Mynd þessi er lítt spennandi og þó að atburðarásin sé hröð felur hún ekki handónýta sögu. Það sem kemur á óvart er að mótleikkona Van Dammes er Laura Elena Haming, sem ásamt Naomi Watts sló í gegn í Mulholland Drive. Ég verð að álykta sem svo að hún hafi leikið í þessai'i mynd áður en frægðarganga Mulholland Drive hófst. Hún hlýtur að hafa fengið betri tilboð eftir frammistöðu sína þar. -HK Utgefandi: Myndform. Gefin út á mynd- bandi. Leikstjóri: 3ob Misiorowski. Bandarík- in, 2002. Lengd: 89 mín.Bönnuð börnum innan 16 ára. Leikarar: Jean-Claude Van Damme, Laura Elena Harring og Susan Gibney. Pamela smellir einum Leikkonan bijóstgóöa, Pamela Anderson, var á dögunum stödd í Vínarborg þar sem hún var sérstakur heiöursgetur á árlegu óperubaiii en þangaö var henni boöiö af byggingarjöfrinum Richard Lugner sem hér fær vænan koss á kinnina. Brigitte með í Stóra bróður Danska ofurboddíið Brigitte Niel- sen, betur þekkt sem fyrrum frú Syl- vester Stallone, hefur þekkst boð um að vera með í danskri útgáfu af hin- um vinsælu sjónvarpsþáttum Big Brother, sem hafa verið að gera allt vitlaust um heim allan síðustu miss- erin. Upptökumar fara fram í húsa- kynnum á Fornebu-flugvelli við Ósló og þangað flaug hin barmstóra Brigitte í síðustu viku. Danskir blaðaljósmyndarar fylgdu henni eftir eins og skugginn, enda hafði hún ekkert á móti því að láta mynda sig. „Það kviknar á Brigitte um leið og hún heyrir smellina f myndavélun- um,“ sagði einn hinna heppnu ljós- v myndara. Bjóðum allt að 100% fjármognun Aðalbílasalan - fyrstir í notuðum! Góð og traust þjónusta við viðskiptavini Aðalbílasölunnar hefur verið lykilforsenda fyrir velgengi henna síðastliðin 48 ár. Viljir þú kaupa eða selja bíl þá getur þú treyst á þjónustu okkar. P* [ HJARTA BORGARINNAR MILATORGI • SÍMI 551 7171 • FAX 551 7225 • www.abs.is Honda Civic VT11,6, árg. 4/99, ek. 46 þús., beinsk., sóllúga, "17 felgur, spoiler. Abs, airbag, flækjur og opið púst. Áhvílandi 1150 þús. Ásett 1.290 þús. Honda Civic V-tech 1,5, árg. 4/00, ek. 67 þús., beinsk., þjófavörn, abs., álfelgur, airbag, topplúga, CD, kraftsía, rúður og speglar rafdr. Ásett verð 1.060 þús. Peugeot 307 XT, árg. 8/01, ek. 16 þús., beinsk., armpúðar, abs, airbag, aksturstölva, rúður og speglar rafdr., samlæsingar. Ásett verð 1.390 þús. VW Bora 1,6, árg. 11/99, ek. 26 þús., ssk., rúður og speglar rafdr., samlæsingar, abs, airbag, armpúði, CD, plussáklæði. Ásett verð 1.360 þús. Skoda Octavia 1,6, árg. 11/99, ek. 37 þús., beinsk., rúður og speglar rafdr., airbag. Cott eintak. Ásett verð 990 þús. VW Vento CL 1,6, árg. 2/98, ek. 85 þús., ssk., samlæsingar, speglar rafdr. Ásett verð 770 þús. Fiat Uno 45 1,0, árg. 1994, ek. m þús., ódýr og sparneytinn og í topplagi Ásett verð 190 þús. Peugeot 406 HDI STW, árg. 7/00, ek. 92 þús., beinsk., 7 MANNA, samlæsingar, airbag, rúður og speglar rafdr., CD, aircon., frábær fjölsky Idubíll. Ásett verð 1560 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.