Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 28
-, 52 MANUDAGUR 3. MARS 2003 Tilvera I>V lífiö Bíósalur MÍR Ballettkvikmynd, eftir sögunni um ívan grimma, byggð á sýn- ingu Bolshoj-leikhússins, verður sýnd i bíósal MÍR að Vatnsstig 10 í dag kl 15. Kontrabassi í Salnum Kl. 20 á verða kontrabassatón- leikar í Salnum. Þar leika Há- varður Tryggvason kontrabassa- leikari og Steinunn Birna Ragn- arsdóttir píanóleikari m.a. nýtt * verk eftir Úlfar Inga Haraldsson tónskáld. Tónleikar í Grindavíkurkirkju í kvöld verða tónleikar í Grindavíkurkirkju kl. 20. Þar munu koma fram ungir óperu- söngvarar og flytja perlur úr þekktum óperum. Miðaverð er 1200 kr. Leiklesið í þágu friðar Gríski gamanleikurinn Lýsistrata eftir Aristófanes verð- ur leiklesinn á Stóra sviði Þjóð- leikhússins í kvöld kl 20. Leik- lesturinn er liður í átaki leik- húsa um allan heim til að beina » athygli að nauðsyn friðar í heiminum og hefur verið til- kynnt um 620 leiklestri í 38 löndum. Ljóð í myrkrið Kl. 21.30 hefst dagskrá í Þjóðleikhússkjallaranum í boði ljod.is og Beyond Borders. Dagskráin nefnist „Ljóð í myrkrið" en uppákoman er liður í mótmælum gegn stríði í írak en skáld um allan heim hafa efnt til mótmæla gegn þessu myrkri, þessu stríði. Fram koma t.d. Þorsteinn Mar, Þorsteinn frá Hamri og Ingibjörg Haralds. Aðgangur ókeypis. Ekta fiskur ebf. J S 4Í,A 11» t\ J J S. 4661016 Utvatnaður saltfísi ánbeina,tilaðsjt Sérútvatnaður saltfískur, án beina, tilaðstetkja. sjóða. Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús. Upptýsingar ís/mjj 580 2525 TactmupiÚ 110-113 RÚV2ai,2B3og2S4 Jókertölur laugardags 3 1 3 2 0 ADALTÖLUR 22)41)48) BÓNUSTÖLUR 1 tl\ dn^ Al,taf á tz/ z_y m'öwi|<u|,89um Jókertölur mlðvlkudags 0 113 2 íslenskan er barnaleikur - segir Peter Radovan Jan Vosicky sem talar nítján tungumál Stundum er sagt að fólk tali tungum og það á svo sannarlega við um Peter Radovan Jan Vos- icky. Hann kann nítján tungumál, er byrjaður að læra það tuttugasta og dreymir um að bæta við sig fleiri. Pétur, eins og við köllum hann i viðtalinu, er tékkneskur að uppruna en hefur búið hér á landi í 20 ár og kennir nú útlendingum íslensku við Námsflokkana I Reykjavík. Við hittum hann á kennarastofunni í hinu gamla, góða skólahúsi Miðbæjarskólans, sem nú eru höfuðstöðvar Náms- flokkanna, og yfir kaffibolla fræð- ir hann okkur um feril sinn í stór- um dráttum, ástina sem dró hann til íslands og áhuga sinn á tungu- málum. Lærði af afa „Ég er fæddur í Prag og þar átti ég heima til átján ára aldurs," hef- ur Pétur frásögn sína. „Þá flúði ég ástandið í Tékkóslóvakíu og hélt til Englands, fór að vinna fyrir mér og læra ensku. Að háskóla- námi þar loknu fór ég til ísraels og var í eitt og hálft ár að læra hebr- esku í Jerúsalem." Á þessum tíma kveðst Pétur hvergi hafa haft ríkisborgararétt- indi heldur hafa verið flóttamaður á sérstöku vegabréfi sem hann hafi þurft að láta endurnýja á tveggja ára fresti. Því fór hann aft- ur til Englands og hóf að kenna tungumál. Til að byrja með voru það franska, þýska og rússneska. En hvar hafði hann sjálfur numið öll þessi mál? „Frá blautu barnsbeini hafði ég óskaplegan áhuga á tungumálum og var svo heppinn að fjölskylda mín var vel menntuð og ég gat því lært þýskuna og frönskuna heima. Móðurafi minn hafði verið í utan- ríkisþjónustu á árunum milli heimsstyrjalda. Hann kunni mörg tungumál og ég lærði meðal ann- ars undirstöðuna í ítölsku hjá honum og ömmu. Rússneska var svo fyrsta erlenda tungumálið sem við Tékkar lærðum í skólanum á þessum árum." Ástin og lífið Pétur kveðst hafa veikst af gigt og verið ráðlagt að fara í hlýrra DVWYND HARI Kennarínn „Stundum eru síðustu tímarnir á kvöldin setnir fólki sem talar spænsku, portúgölsku, frönsku og ítölsku sem móður- mál og þegar ég þarf að útskýra á hverju máli fyrir sig kemur fyrir að einbeitinguna brestur," segir Pétur. loftslag. Svo hann hélt aftur til ísraels og kláraði hebreskunámið, auk þess að starfa þar sem ensku- kennari. Síðan lá leiðin til Grikk- lands, þar sem hann bjó í fjögur ár, en það var samt á ítalíu sem hann kynntist íslenskri stúlku og örlögin voru ráðin. „Ég varð yfir mig ástfanginn og ákvað að halda til íslands til að reyna að þróa sambandið við þessa stúlku. Fékk fiskvinnu vest- ur í Grundarfirði og var þar í eitt og hálft ár en daman var í Reykja- vík. Svo kom að því að ég flutti til Reykjavíkur og settist á skólabekk til að læra íslensku en sambandið gekk ekki upp. Satt að segja ætlaöi ég ekki að ílendast hér - samt eru liðin 20 ár og hér er ég enn," segir Pétur. Hann hlær þegar þeirri til- gátu er slegið fram að hann hafi hitt aðra. „Já, reyndar," svarar hann. „Samt er ég piparsveinn, eins og er!" Langar að læra litháísku Pétur segir endalausa þörf fyrir kennslu í íslensku fyrir útlend- inga og hún hafi aukist með laga- setningu sem gerir fólki frá fjar- lægum heimsálfum skylt að sækja að minnsta kosti 150 tíma í ís- lensku áður en það fær ríkisborg- ararétt. Spurður hvort það komi aldrei fyrir að hann rugli sínum 19 málum saman, svarar hann: „Yfirleitt ekki en þó kemur það fyrir þegar ég er mjög þreyttur. Stundum eru síðustu tímarnir á kvöldin setnir fólki sem talar spænsku, portúgölsku, frönsku og ítölsku sem móðurmál og þegar ég þarf að útskýra á hverju máli fyr- ir sig þá kemur fyrir að einbeit- inguna brestur." Sjálfan langar Pétur að læra lit- háísku, finnst það heillandi tungu- mál og hann er nýbyrjaður á nám- skeiði í tailensku hjá samkennara sinum, Gyðu Hilmarsdóttur. Hann segir hebresku erfiðasta málið sem hann hafi lært. Grískan komi þar á eftir. Latínuna segir hann undirstöðu allra indóevrópskra tungumála og furðar sig á að hún skuli ekki vera valgrein í öUum framhaldsskólum. Pétur hefur kennt mörgum flóttamönnum sem komið hafa hingað frá ríkjum fyrrum Júgóslavíu. „Þá útskýri ég það sem þarf á serbókróatísku en ann- ars reyni ég að nota íslenskuna mest. Ég segi líka þessum nem- endum minum frá merkilegri orðabók sem tvær konur á Höfn bjuggu til og ætti að vera þeim hjálp í að komast inn í málið," segir hann og bætir við: „Flestir halda að íslenskan sé svo rosalega erfið að það sé ómögulegt að læra hana en það er misskilningur. í samanburði við slavnesku málin er íslenskan barnaleikur." -Gun. Bruce Willis Átti að vera að- algestur- inn en tók að sér stjórn þáttarins. David Letterman veiktist á síöustu stundu: Aðalgesturinn hljop í skarðið Einn vinsælasti spjallþátta- ' stjórnandinn í Bandaríkjun- um, David Letterman, hefur aðeins einu sinni á löngum ferli tekið sér veikindafrí. Það var þeg- ar hann fór í hjartauppskurð. Ann- ars hefur ailtaf verið hægt að treysta á hann og hafa fram- leiðendur þáttarins ekki verið með neina sérstaka varaskeifu sem getur komið ' inn á síð- ustu *^' stund. Það skeði þó í síðustu viku að David Letterman veiktist í auga og það stuttu áður en hann átti að mæta í vinnuna. Enginn fannst til að hlaupa í skarðið með svona stuttum fyrirvara. Þegar annar að- algesta þáttarins, Bruce Willis, frétti af þessu var hann ekki seinn að koma með lausnina. „Ég skal sjá um það," sagði þessi geðþekkti töffari og þar við sat. Aðalgestur- inn tók að sér srjórnina. í upphafi þáttarins sté Bruce Willis fram og sagði við áhorfendur, sem vissu ekki betur en að David Letterm- an yrði við stjórnvölinn: Ég er ekki David Letterman, ég er Bruce Willis. Dave er heima hjá sér með veiki í aug- anu og ég hef fengið þann heiður að koma í staðinn fyrir hann og að sjálf- sögðu er ég skíthræddur." Hinn aðalgesturinn var fréttamað- urinn kunni, Dan Rather, sem hafði nýverið fengið einkaviðtal við Saddam Hussein og var öfundaður af öllum öðrum fréttamönnum. Willis sagði eftir á að hann hafi í raun verið hikandí við að fara að spyrja Rather um viðtahð og Saddam. Það sást samt ekki í þættinum, enda á Willis sjálf- sagt ekki erfitt með að fela tauga- óstyrk eftir öll töffarahlutverkin sem hann hefur leikið. Viðtalið tókst mjög vel og var Willis hælt fyrir spurning- arnar. Það þurfti að fá annan gest fyrir Willis og var fyrrverandi Strand- varðagella, Carmen Electra, fengin á síðustu stundu og fór vel á með henni og Willis. Willis lét sér ekki nægja að stjórna þættinum. Hann kom með munnhörpuna með sér og tók lagið með hljómsveit þáttarins, sem ekki er skipuð neinum aukvisum í tónlist- inni. Þar sem Bruce WUlis hafði ætlað að kynna nýjustu kvikmynd sína, Tears of the Sun, í þættinum gat hann ekki setið á sér í lokin og sagði: „Ég var rétt í þessu að tala við Dave í simann og hann vill ekki fá samúðarkort eða blóm eða eitthvað í þá áttina, heldur vill hann aðeins að þið farið og sjáið nýjustu kvikmynd mína, Tears of the Sun, þegar hún verður frumsýnd 7. mars."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.