Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Side 2
2
FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003
X>"V’
Fréttir
Formaöur LH gagnrýnir stofnun Umboösmanns íslenska hestsins:
Víll sjá verkefnið í öðrum farvegi
„Mín skoðun
er sú, að það
hefði átt að
stokka félags-
kerfi hesta-
manna og grein-
ina upp á nýtt,
og jafnframt að
fram færi stöðu-
mat. Ég hefði
viljað sjá þetta
nýja verkefni í
öðrum farvegi,“ sagði Jón Albert
Sigurbjörnsson, formaður Lands-
sambands hestamannafélaga, um
hið nýstofnaða verkefni utanríkis-
ráðuneytis, landbúnaðarráðuneyt-
is, samgönguráðuneytis, Búnaðar-
banka og Flugleiða, „Umboðsmað-
ur íslenska hestsins.“ Markmið
verkefnisins eru umfangsmikið og
munu ráðuneytin leggja 9 milljón-
ir á ári til þess til ársins 2007.
Jón Albert kvaðst lengi hafa
verið þeirrar skoðunar að stofna
ætti ein landssamtök hestamanna,
ekki hestamannafélaga eins og
málum væri fyrirkomið nú. LH
hefði veriö stofnað til ákveðinna
verka fyrir 50 árum. Það hefði átt
að vera þjónustuskrifstofa fyrir
hestamannafélögin í landinu. Nú
væri það komið langt út fyrir það
verksvið. Það þjónustaði nú at-
vinnumenn, áhugafólk, erlend
samskipti og svo framvegis. Fé-
lagskerfinu þyrfti því að breyta
með því að stofna ein landssamtök
hestamanna og deildarskipta
þeim. Mætti nefna ræktunardeild-
ir, frístundadeildir, æskulýðs-
deildir o.s.frv. Þá myndu frí-
stundadeildir fara til dæmis með
reiðvegamál.
„Það þarf að skilgreina hlutina
betur,“ sagði Jón Albert. „Hvað
eru markaðsmál? Það er alltaf ver-
ið að ræða að það þurfi að eyða
meiri fjármunum til markaös-
mála. Eru reiðvegamál ekki mark-
aðsmál? Eru æskulýðsmál ekki
markaðsmál? Eru landsmót ekki
markaðsmál?
í stað þess að skilgreina mark-
aðsmál er alltaf stofnað eitthvað
nýtt sem vinna á að óskilgreind-
um málefnum hestamennskunnar.
Betra hefði verið að gera þjón-
ustusamninga við þá sem eru að
vinna að afmörkuðum verkefnum
innan heildarsamtaka hesta-
manna nú og verja þessum fjár-
munum þannig markvisst. Við
erum með batterí til að vinna
þetta, við erum með skrifstofu og
okkar draumur hefur verið að
stækka hana og efla. Vlð höfum
bara ekki haft fjármagn til þess.
Að dreifa kröftunum út og
suður
Frá því að ég fór að sækja lands-
þing hestamanna fyrir 15 árum
hefur verið mikill áhugi fyrir því
að fara í kennslu í skólum. Við
höfum ekki haft tækifæri til þess
vegna fjárskorts. Félag hrossa-
bænda hóf kennsluverkefnið „Um-
hyggja og ábyrgö“ í samvinnu við
íshesta og fleiri aðila fyrir tveim-
ur árum. Það var af svipuðum
toga, en þeir urðu að hætat við
vegna fjárskorts. Nú sé ég að verk-
efnarammi Umboðsmanns is-
lenska hestsins gerir ráð fyrir
slíkri kennslu á vegum ráðuneyt-
anna. Ég skil ekki hvers vegna
þessir peningar voru ekki látnir
renna til t.d. Átaks í hesta-
mennsku, þar sem nú er verið að
vinna að nákvæmlega sama mála-
flokki. Það eru allir að gera það
sama.“
Jón Albert kvaðst hafa staldrað
við vegna ummæla um að utanrík-
isráðuneytið kæmi að þessu nýja
verkefni því sameina þyrfti kraft-
ana til að vinna að framgangi ís-
lenska hestsins erlendis.
„Það er verið að gera þetta. Al-
þjóðasamtök íslenskra hesteig-
enda FEIF vinna gríðarlega mikið
starf í þessum efnum. Það er fjár-
vana. I þeim eru 50-60 þúsund
áhugamanna um ísland og allt
sem íslenskt er. Hvers vegna ekki
að styrkja þau samtök með þess-
um fjármunum?
Að mínu viti hefði verið miklu
hyggilegra að beina sameinuðum
kröftum og fjármunum að afmörk-
uðum verkefnum í stað þess að
vera að dreifa þeim út og suður.
Forgangssröðum gæti átt sér stað á
landsþingum endurskipulagðra
heildarsamtaka hestamanna í stað
þess að vera að hleypa af stokkun-
um hverju verkefninu á fætur öðru
til að vinna að ýmsum þeim verk-
efnum sem þegar hafa verið og eru
á borði hestamanna sjálfra."
Ekki náðist í Guðna Ágústsson
landbúnaðarráðherra vegna máls-
ins í morgun. -JSS
Stuttar fréttir
Fnumrit stjórnan-
skrárinnar til íslands
Anders Fogh Rasmussen, for-
sætisráherra Danmerkur, af-
henti í gær Davíð Oddssyni
frumrit stjórnarskrárinnar um
hin sérstaklegu málefni íslands
frá 1874 við hátíðlega athöfn í
Þjóðmenningarhúsinu. Stjórnar-
skráin kom fyrst til íslands árið
1904 við stofnun Stjórnarráðs ís-
lands en var síðan flutt aftur til
Danmerkur 1928 og hefur verið
geymd í skjalasafni þar ásamt
konungsúrskurðum um íslensk
málefni.
Davíð Oddsson þakkaði
Rasmussen hjartanlega fyrir að
afhenda íslensku þjóðinni hið
kærkomna skjal heim á ný og
sagði að nú væri lokið nærfellt
hundrað ára flökkusögu fyrstu
stjórnarskrár íslendinga. Stjórn-
arskráin verður til sýnis í Þjóð-
menningarhúsinu fram yfir
páska ásamt stjórnarskránni frá
1920 og 1944.
Rasmussen kom hingað í gær
í sína fyrstu opinberu heimsókn
til íslands ásamt eiginkonu
sinni og fylgdarliöi og fer aftur
til Danmerkur á fóstudaginn.
Mun hann meðal annars ræða
við Davíð Oddsson og skoða
handritasýninguna i Þjóömenn-
ingarhúsinu. Þá heimsækir
hann Bláa lónið og orkuverið í
Svartsengi og fer í skoðunarferð
til Vestmannaeyja og um Suður-
land. Forsætisráherrann þáði
hátíðarkvöldverð í Perlunni í
gærkvöld og snæðir hádegisverð
hjá forseta Islands á Bessastöð-
um í dag. -EKÁ
DV-MYND SIGURÐUR JÖKULL
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráöherra Danmerkur, og Davíö Oddsson, forsætisráöherra íslands
Ráðherrarnir skoöa frumrit stjórnarskrárinnar um hin sérstaklegu málefni íslands frá 1874.
Iceland Express flutti tæplega 12 þúsund farþega fyrstu tvo mánuðina:
Tæpur helmingup bókana erlendis
DANiR ALLTAF
f|L!
Lággjaldafélagið Iceland Express
flutti 11.969 farþega til loka mars en
félagið hóf göngu sína í byrjun febr-
úar sl. Um 40% farþeganna voru
bókuð erlendis.
Að sögn forráðamanna Iceland
Express er áhrifa félagsins þegar
fariö að gæta hérlendis. Farþegar fé-
lagsins nema um 15% af heildar-
fjölda allra farþega tO og frá íslandi
í marsmánuði. í Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar varð 18% aukning farþega
tO og frá landinu í marsmánuöi
miðað við sama mánuð á síðasta
ári.
Þá hefur veruleg aukning veriö í
bókunum farþega í viðskiptaerind-
um með Iceland Express. Það má
meðal annars rekja tO þess að fjár-
málaráðuneytið tilkynnti rikisstofn-
unum fyrir nokkru að þær væru
ekki lengur bundnar af samningi
um að kaupa farmiða hjá Ferðaskrif-
stofu íslands, sem er í eigu Flug-
leiða. Opinberir starfsmenn geta því
notið viðskiptafargjalda hjá Iceland
Express sem kosta 45 tO 90 þúsund
krónum minna en hjá Icelandair.
Iceland Express flýgur daglega tO
London og Kaupmannahafnar. -aþ
ítalskur skóli fyrir austan
ítalska verktakafyrirtækið
Impregilo íhugar rekstur grunn-
skóla fyrir austan. Um 600 erlend-
ir starfsmenn koma hingað á veg-
um fyrirtækisins.
íslensk börn yfir meðallagi
íslensk börn fá meðaleinkunn-
ina 512 í alþjóðlegri lestrarrann-
sókn og eru jdir meðallagi. ísland
lendir þó í 21. sæti 35 þjóða.
Kæra stjórn lífeyrissjóðs
Fjórb sjóðsfélagar Lífeyrissjóðs
Austurlands hafa kært stjórn
sjóðsins, framkvæmdastjóra og
endurskoðanda til rikissaksókn-
ara fyrir meinta ólöglega meðferö
fjármuna - og endurskoðun sem
uppfyOa ekki lagakröfur. mbl.is
greindi frá.
Áfram í gæsluvarðhaldi
Hæstiréttur staðfesti í gær aö
bandariskur ríkisborgari skuli
sæta gæsluvarðhaldi áfram eða til
1. maí. Maðurinn er grunaður um
aö hafa staðið fyrir ferð fjögurra
Kínverja hingað tO lands og er
talið að hann hafí ætlaö að koma
þeim vestur um haf - gegn hárri
peningagreiðslu. -aþ
Tónlistarhúsi seinkar
Byggingu tón-
listarhúss í
Reykjavík hefur
seinkað um tvö
ár frá þeirri
verkáætlun sem
lögð var fram
þegar samkomu-
lag ríkis og borg-
ar var undirritað
í april í fyrra. Einkahlutafélag um
byggingu hússins verður stofnað í
dag og segir Þórólfur Ámason
borgarstjóri að stjóm félagsins
ákvarði framkvæmdahraðann.
Hann segir aðstæður hafa breyst,
m.a. vegna ákvörðunar um stjór-
iðjuframkvæmdir og væntanlega
þenslu.
ÐV-MYND SIGURÐUR JÖKUU
Bílabruni
Eldur kviknaði í fólksbifreið á Miklu-
braut í gærdag og átti ökumaðurinn
fótum fjör að launa. Slökkvilið kæfði
eldinn en bíllinn skemmdist mikið.
Eldsupptök eru óljós en veröa
líklega rakin til rafkerfis.
TF-LÍF sótti
slasaðan sjómann
norður í íshaf í nótt
Fótbrotinn norskur sjómaður
af selveiðiskipinu Polarfangst var
fluttur með TF-LÍF á sjúkrahús í
Reykjavík í nótt. Hann hafði faO-
ið mOli ísjaka þegar unnið var
við björgun selveiðiskipsins Pol-
arsyssel í heimskautaísnum norð-
ur af landinu í gærdag. TF-LÍF
fór eftir manninum rétt eftir
klukkan 9 í gærkvöld og lenti
skömmu síðar á Rifl tO að fyOa
eldsneytistankana, enda var hér
um óvenju langt flug að ræða, 260
sjómílna leið var að varðskipinu
Ægi en þangað var sjómaðurinn
kominn. Um miðnætti var búið
að hífa sjómanninn um borð í
þyrluna og lent við Borgarspítal-
ann í Reykjavík kl. 2.26 í nótt.
Slysið átti sér stað þegar sjó-
menn af Polarfangst unnu að því
að koma löskuðu selveiðiskipi,
Polarsyssel, út úr þéttum is í ís-
hafinu 260 sjómílur norðvestur af
íslandi. Sú aðgerð tókst. Varð-
skipið Ægir kom á staðinn kl.
14.30. Línu var komið um borð í
skipið og dælum, en olíu skipsins
var dælt úr Polarsyssel yflr í Pol-
arfangst. Ægir tók laskaða bátinn
síðan í tog og var haldið suður á
bóginn kl. 16.30 í gærdag og verð-
ur farið með skipið tO viðgerðar í
Hafnarfirði. -JBP
Skíðamót íslands
heíst í dag
Skíðamót íslands hefst í Hlíðar-
fjaOi á Akureyri í dag klukkan
fjögur með sprettgöngu. Mótið
verður síðan formlega sett í KetO-
húsinu klukkan 8 í kvöld. Mótið
stendur fram á sunnudag og er
búist við um 110 þátttakendum
sem er svipaður fjöldi og undan-
farin ár. Aðstandendur og kepp-
endur hafa undanfarið verið ugg-
andi um snjóleysi í flallinu en að
sögn HaOdórs Árinbjarnarsonar,
kynningarfuOtrúa mótsins, er fínt
skíðafæri í Strýtunni. „Að vísu
eru göngubrautimar nokkuð af-
skekktar, við þurftum að flytja
þær ofar í fjallið en það er búið
að útbúa fínan hring þar,“ segir
Halldór og býst við góðu móti
enda veðurspáin ágæt fyrir skíða-
menn norðanlands. -ÆD
f ókus
Á MORGUN
Ef viö vinnum Evpóvisjón...
í Fókus á morgun verður fjaOað
um hádegisvenjur íslendinga en
svo virðist sem
fólk fari í síaukn-
um mæli út að
borða í hádeginu.
Leikstjórinn Ró-
bert Douglas segir
frá kvikmynd sem
er í smíðum um
samkynhneigt fót-
boltalið. Fókus spáir í það hvaö
gerist ef ísland vinnur Evróvisjón
og þjóðþekktir aðilar segja hvað
þeir ætla að gera um páskana.