Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 Fréttir ÐV Verslunareigendur í miðbænum ósáttir við skipulagsleysi borgaryfirvalda: Allar götur lokaðar Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað í miðbæ Reykjavíkur, eins og allir sem þangað hafa lagt leið sína síðustu daga hafa tekið eftir. Þetta hefur vakið nokkra reiði meðal verslunareigenda á svæðinu sem segja allt skipulag og samráð meðal framkvæmdaaðila skorta. Tapartugþúsundum á dag „Framkvæmdagleði Reykjavík- urbogar er einfaldlega að gera alla héma brjálaða," segir Þráinn Jó- hannsson skóari sem er með rekstur við Grettisgötu sem er nú lokuð vegna framkvæmda. „Flestir eru nú jákvæðir gagn- vart þessum breytingum sem ver- ið er að gera hérna en skipulagið er bara ekki neitt. Allir þessir að- ilar sem eru að framkvæma hitt og þetta, líkt og Landssíminn, Orkuveitan og Reykjavíkurborg, hafa ekkert samráð með sér og þá endar þetta eins og núna að allir eru með framkvæmdir á sama tíma. Fyrir vikið eru nánast allar götur hérna lokaðar fyrir bílaum- ferð og fólk kemst ekki einu sinni að bílastæðahúsunum. Það segir sig náttúrlega sjálft að þjónustu- og verslunarrekstur getur ekki þrifist í svona umhverfi," segir Þráinn sem hefur verið með aðset- ur á Grettisgötunni í 21 ár. Hann er einnig með rekstur í Smáralind og Kringlunni og segir það ganga mun betur en í miðbænum. „Ég get fullyrt að ef ég væri ekki með útibú í verslunarmið- stöðvunum væri ég farinn á haus- inn. Þegar ástandið er eins og það er núna tapar maður tugum þús- unda á dag.“ Skipulagsleysið algert „Ég hef margsinnis haft sam- band við aðila hjá borginni en þar benda menn bara hver á annan. Menn verða einfaldlega að hætta að pukra hver í sínu horni og mynda í stað þess einhvers konar samstarfshóp um framkvæmdir í miðborginni. Það verður að vera stýring á því hvaða svæði eru lok- uð hverju sinni. Þegar Banka- strætið var t.d. tekið í gegn fengu verslunareigendur að ráðfæra sig um hvenær það hentaði þeim best að framkvæmdirnar færu fram en þegar þessar framkvæmdir hérna fyrir utan hjá mér fóru af stað var ekkert um slíkt að ræða. Það var hringt í mig á föstudagssíðdegi og mér tilkynnt að þetta myndi hefj- ast næsta mánudag," segir Þráinn og bætir því við að í sömu viku hafi svo verið hafist handa við að rífa gömlu Ölgerðina sem annars hafði staðið tóm í 5 ár. „Þegar svona framkvæmdir eiga sér stað verður einfaldlega að skipuleggja hlutina betur. Mér þykir ákaflega vænt um miðbæ- inn og ég er sjálfur að endurgera gamalt hús hérna þannig að ég þekki skipulagsleysið vel af eigin raun. Til dæmis þurfti sama und- irverktakafyrirtækið að mæta tvisvar í sömu vikunni til þess að grafa fyrir heitu og köldu vatni hjá mér. í stað þess að gera þetta allt í einni skorpu var farin sér- ferð til að tengja heita vatnið og svo önnur fyrir það kalda. í bæði skiptin þurfti að grafa skurð á ná- kvæmlega sama staðnum með þeim afleiðingum að gatan lokað- ist. Því er ekki nema von að mað- ur kvarti undan skipulagsleysi," segir Þráinn sem segist engu að síður styðja framkvæmdimar í miðbænum heils hugar. „Að sjálfsögðu styð ég þessar framkvæmdir en það eru bara svo mörg smáatriði sem verður að laga. Ég lít svo á að miðbæjar- svæðið sé undir árás eins og þessu er háttað í dag og það er fyrir neð- an allar hellur. Þegar svona fram- kvæmdir eiga sér stað veröur ein- faldlega að keyra þær í gegn svo að raskanir verði sem minnstar," segir Þráinn að lokum. -áb Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstööva: Undirbúningup hér heima að hefjast Undirbúningur fyrir söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva er nú að hefjast og stefnt er að því að æfmgar byrji af fullum krafti um næstu mánaöamót. Keppnin fer að þessu sinni fram í Riga í Lettlandi 24. maí nk. og mun Birgitta Haukdal stíga fyrst allra keppenda á svið og flytja lagið „Open your heart“ eftir Hallgrím Óskarsson. Myndarlegur hópur fólks fer til Lettlands fyrir íslands hönd og að sögn Jónatans Garðarssonar, dag- skrárgerðarmanns hjá Sjónvarpinu og liðsstjóra hópsins, er valinn maður í hverju rúmi. Birgitta er þar fremst í flokki en með henni á sviðinu í Riga verða tveir félagar hennar úr hljómsveitinni írafári, þeir Jóhann Bachmann, trommari og unnusti Birgittu, og Vignir Snær Vigfússon gítarleikari. Þá verður Herbert Viðarsson á bassan- um og bakraddir syngja þær Mar- grét Eir Hjartardóttir og Regína Ósk Óskarsdóttir. Selma Björnsdóttir, fyrrverandi evróvisjónjónfari er einnig með í hópnum en hún sér um sviðsetn- ingu og framkomu Birgittu. Svavar Öm Svavarsson hárgreiðslumaður mun sjá um förðun og hár keppend- anna og að hans sögn ætlar hann að leyfa Birgittu að ráða þeim mál- um nokkum veginn. Ekki er enn búið að ákveða hvemig fatnaður Birgittu verður en nokkrar hug- myndir eru komnar fram og verður farið vandlega yfir þær á næstu vikum. Þorvaldur Bjami Þorvaldsson, útsetjari og upptökustjóri, fer með hópnum til Lettlands og aðstoöar I austurveg Birgitta veröur fyrst í rööirmi á sviöiö í Riga 24. maí nk. við sviðsæfmgar. Kynnir verður Gísli Marteinn Baldursson sjón- varpsmaður og mun hann lýsa því sem fyrir augum ber í beinni út- sendingu. Logi Bergmann Eiðsson fer einnig út fyrir hönd fréttastof- unnar og sendir fréttir heim af keppninni, bæði í útvarpi og sjón- varpi, en til stendur að vera með sérstakan Kastljóssþátt, tileinkað- an keppninni, kvöldið fyrir hana. Með Loga tO halds og trausts verð- ur Haukur Hauksson upptöku- stjóri. Þá verða að sjálfsögðu með í för höfundur lagsins og kona hans, þau Hallgrímur og Ragnheiður Ei- ríksdóttir. Að sögn Jónatans er stefnt að því að lögin tuttugu og sex fari að heyr- ast í útvarpinu strax eftir helgina og verða myndböndin síðan sýnd viku fyrir sjálfa keppnina. -EKÁ Landvernd: VIII tafaplausar aögenðin til verndar erninum Landvemd hefur sent frá sér til- kynningu þar sem lýst er yfir áhyggjum af vemdun amarins. Telur stjóm Landvemdar það mikið áhyggjuefni að Hæstiréttur skuli hafa komist að þeirri niður- stöðu að fuglavemdarlögin og frið- lýsing baimi ekki rask á varpstöð- un hafama. Vemdun amarins hafi lengi verið eitt af mikilvæg- ustu verkefhum í íslenskri nátt- úruvemd og hafi nokkur árangur náðst í þeim efnum. Mikil ógæfa væri ef sá ávinningur glataðist. Telur stjóm Landverndar nauð- synlegt að stjómvöld gangi þannig frá málum að allt rask af manna- völdum á varpstöðum amarins verði bannað. Á þessum árstíma séu ernir í tilhugalífi og í þann mund að hefja varp og því sé brýnt að tafarlaust verði gripið til aðgerða eminum til verndar. -EKÁ Dótturfélag Lands- bankans yfirtekur rekstur 0Z Nýstofnað dótturfyrirtæki Landsbanka íslands hf. í Kanada hefur samið við OZ Comm- unacation Inc. í Bandaríkjunum og dótturfélög þess um kaup á öllum hugverkarétti og eignum OZ-samstæðunnar. Nýja félagið mun í framhaldinu vinna að frek- ari þróun og sölu á þeim vörum sem OZ-samsteypan framleiddi. Öllu starfsfólki OZ verður boðið starf hjá hinu nýja félagi og mun það yfirtaka samninga OZ-sam- steypunnar við viðskiptavini fé- lagsins. Að sögn Skúla Mogensen, for- stjóra OZ, hefur rekstur þess verið erfiður undanfarin ár eftir að samn- ingum félagsins við Ericsson og Microcell var Mogensen. sagt upp. Sagði hann að mikil vonbrigði hefðu verið að ekki náðist að tryggja viðunandi rekstrargrundvöll fyrir OZ en að sama skapi væri ánægjulegt að Landshankinn skyldi sjá sér hag í því að vinna að áframhaldandi þróun og sölu á vörum félagsins og tryggja hag starfsmanna, við- skiptavina og lánardrottna. -EKÁ Sæplast komið með rekstup í sex löndum Sæplast hf. og fulltrúar eigenda hollenska fyrirtækisins Plasti-Ned B.V. hafa undirritað viljayfirlýs- ingu um kaup Sæplasts á öllu hlutafénu í fýrirtækinu. Stefnt er að því að áreiðanleikakönnun og gerð kaupsamnings liggi fyrir í lok þessa mánaðar og að yfirtaka á rekstri Plasti-Ned B.V. verði frá og með 1. janúar síðastliðnum. Plasti-Ned B.V. var stofhað fyrir rúmum 11 árum og er með aðset- ur í Rijen í Hollandi. Fyrirtækið framleiðir fjölbreytt úrval af hverfisteyptum vörum úr plasti. Plasti-Ned B.V. notar sömu fram- leiðslutækni og notuð er í verk- smiðjum Sæplasts. Á síðasta ári var velta Plasti-Ned B.V. 300 millj- ónir króna og var fyrirtækið rekið með hagnaði. Sæplast rekur nú fimm verk- smiðjur í fimm löndum: á Ind- landi, Spáni, í Kanada, Noregi og á íslandi og sjötta verksmiðjan verður í Hollandi. -hiá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.