Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 DV _______2 Fréttir Upplýsingar ríkissaksóknara um dóma í sakamálum: Þyngsta refsing var fimmtán mán aða fangelsi fyrir kynferðisbrot í mars 2003 bárust ríkissaksókn- ara samtals 264 dómar og viður- lagaákvarðanir frá héraðsdómstól- um þar sem ákærðir voru 288 ein- staklingar. Af þeim voru 4 alfarið sýknaðir en 284 voru sakfelldir að öllu leyti eða að hluta. Þyngsta refsing var 15 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot. 32 einstaklingar voru dæmdir í óskil- orðsbundið fangelsi en 51 í skil- orðsbundið fangelsi að öllu leyti eða að hluta. Flestir voru ákærðir fyrir umferðarlagabrot, eða 148 einstaklingar. Refsing þeirra var yfírleitt sekt ásamt sviptingu öku- réttinda. Sektir í slíkum brotum námu rúmum 11 milljónum króna. 99 einstaklingar voru ákærðir fyrir brot á almennum hegningar- lögmn og voru 95 þeirra sakfelldir en 4 sýknaðir. í flestum tilvikum var refsing ákveöin fangelsi. í 20 tilvikum var fangelsisrefsing óskilorðsbundin en í 42 tilvikum var hún skilorðsbundin að hluta eða að öllu leyti. Sektir vegna hegningarlagabrota námu rúmum 6 milljónum króna. Alls var 41 einstaklingur ákærð- ur fyrir önnur sérrefsilagabrot en umferðarlagabrot og voru brot gegn ávana- og fíkniefnalöggjöf- inni algengust í þeim flokki. Sak- fellt var í öllum tilvikum nema einu og í flestum tilvikum voru ákærðu dæmdir til greiðslu sekt- ar. Námu þær 2,4 milljónum króna. -EKÁ DV-MYND HILMAR ÞOR Mörg eru mannanna verk Þaö þarf víöa að taka til hendinni í samfélaginu. Þessi sjómaöur var aö ganga frá netunum í Reykjavíkurhöfn í leiðindaveöri í gærdag og fórst það vel úr hendi þrátt fyrir suöaustanbálið. SEBOGHEYRT Héraðsdómur N-eystra: Sleppt við refsingu vegna þjófnaðar Héraðsdómur Norðurlands eystra taldi ekki skilyrði til að dæma mann á þrítugsaldri í frek- ari fangelsisvist fyrir þjófnað en hann afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm vegna kynferðisbrota og þjófnaðar sem framin voru á ár- unum 1999 til 2002. Maðurinn var ákærður í febrúar 2003 fyrir að hafa stolið þremur Playstation II leikjatölvum og fimmtán DVD- diskum úr verslun Pennans-Bóka- vals á Glerártorgi á Akureyri. Hann játaði skýlaust sakargiftir fyrir dómi og í ljósi þess og fang- elsisvistar hans þótti dómara ekki skilyrði fýrir því að dæma hann til frekari fangelsisvistar og honum var því ekki gerð sérstök refsing í þessu máli. Hann var hins vegar látinn greiða allan sakarkostnað, þar með talda 40.000 króna málflutningsþóknun skipaðs verjanda hans. -EKÁ Héraðsdómur N-eystra: Skilonðsbundið fangelsi fyrir hús- brot og líkamsárás Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot og líkamsárás. Hafði maðurinn ruðst heimildar- laust inn í íbúð fyrrverandi sam- býliskonu sinnar í nóvember 2002 og veist að henni þegar hún vís- aði honum út. Hrinti hann henni, greip um hár hennar og sneri upp á handleggi hennar þannig að hún hlaut marbletti á báðum upphandleggjum. Þegar lögreglan kom á vettvang og handtók manninn voru tvö ung börn hans og konunnar í íbúðinni. Maður- inn viðurkenndi skýlaust fyrir dómi að hafa brotist inn og veist að kommni. Hann hefur tvívegis gerst sekur um umferðarlagabrot og einu sinni áður verið dæmdur í sekt fyrir húsbrot. -EKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.