Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Síða 16
16
Innkaup
FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003
DV
Fræösluefni til aö setja framan á ísskápinn:
Gevmslubol matvæla
eftir onnun umbúða
Nýtt fræðsluefni, A4-spjald um
geymsluþol matvæla eftir opnun
umbúða, hefur litið dagsins ljós.
Kvenfélagasamband íslands og
Leiðbeiningarstöð heimilanna
standa að útgáfunni í samstarfi
við Hagkaup og Bændasamtök ís-
lands. Að sögn Hjördísar Eddu
Broddadóttur, framkvæmdastjóra
Leiðbeiningarstöövar heimilanna,
geymir spjaldið gagnlegar upplýs-
ingar um geymsluþol matvæla eft-
ir opnun umbúöa ásamt ýmsum
mikilvægum upplýsingum um
rétta meðferð og geymslu mat-
væla.
Hjördís Edda segir fyrirspurnir
varðandi geymsluþol og rétta með-
ferð matvæla vera algengar á
Leiðbeiningarstöðinni allan árs-
ins hring, einnig varðandi rétta
notkun og umgengni við kæliskáp
og eins rétt val á umbúðum fyrir
kælivörur.
„Fólk leitar til okkar með hinar
ótrúlegustu fyrirspumir en þekk-
ing þess á örverum í umhverfinu
getur verið mjög mismunandi.
Það skiptir því miklu að upplýsa
hinn almenna neytanda. Okkar
markmið er að gera neytendur
meðvitaðari um mikilvægi þess að
geyma matvæli rétt í kæliskáp og
það sem skiptir ekki síður máli,
að meðhöndla matvæli rétt. Við
viljum forðast matarsýkingar og
það má auðveldlega gera með rétt-
um vinnubrögðum," sagði Hjördís
Edda.
Spjaldiö
Helstu upplýsingar á fræðslu-
spjaldinu eru;
Tafla um mismunandi geymslu-
þol matvæla i kæli, á kjöti, fiski,
mjólkurafurðum, eggjum o.fl. eftir
opnun umbúða.
Mynd af kæliskáp sem sýnir
rétta röðun matvæla.
Upplýsingar um geymsluþols-
merkingar, rétt hitastig í kæli-
skáp og fjölgun örvera.
Góð umgengni skiptir máli, rétt
röðun og regluleg þrif eru mikil-
væg.
Rétt kæling - vörn gegn matar-
sýkingum.
Mikilvægi þess að geyma öll
matvæli í lokuðum umbúðum.
Hreinlæti er nauðsynlegt -
tryggir öryggi og geymsluþol mat-
væla
Útlit vörunnar og lykt þarf
alltaf að kanna.
Aftan á spjaldinu eru jafnframt
upplýsingar um;
Umbúðir fyrir kælivöru.
Þíðingu frosinna matvæla.
Gagnleg ráð um þrif á kæliskáp.
Svörin á einum stað
„Sumar af þessum upplýsingum
má finna í matreiöslubókum en
það getur sparað mörg spor að
þurfa ekki alltaf að leggja mikla
vinnu í upplýsingaleit þegar svara
er leitað. Þarna eru saman komn-
ar mikilvægar upplýsingar um
geymsluþol og meðferð matvæla,
allt á einu og sama spjaldinu. Til-
valið er að hengja geymsluþols-
spjaldið framan á kæliskápinn,"
segir Hjördís Edda.
Hún segir að við vinnslu spjalds-
ins hafi fengist góðar ráðleggingar
hjá matvælafræðingum á matvæla-
sviði hjá Umhverfisstofnun. Einnig
var leitað til nokkurra heimilis-
fræðikennara. Hjördís Edda segir
geymsluþolsspjaldið gagnlegt inn-
legg í kennslu í heimilisfræði og
öðrum matvælagreinum í grunn-
og framhaldsskólum.
Geymsluþolsspjaldið er hægt að
nálgast í öllum verslunum Hag-
kaupa og hjá Leiðbeiningarstöð
heimfianna, Túngötu 14. -hlh
Egill Skallagrímsson:
Nýr páskabjór
á mapkað
Egils páskabjór, Egils malt
páskabjór og Tuborg Páskebryg
eru nýjar bjórtegundir sem eru
til sölu í verslunum ÁTVR.
Egils páskabjór er bragðmikill
5% lagerbjór sem minnir á þýsk-
an bjór. Bjórinn býr yfir miklu
jafnvægi og fyllingu.
Egils malt páskabjór er sætur
og dökkur 5,6% maltbjór með
mikilli fyllingu og góðu eftir-
bragði.
Tuborg Páskebryg, sem margir
íslendingar þekkja, er 5,7% lag-
erbjór. Bjórinn er fallega gylltur
með keim af karamellueftir-
bragði.
Framleiðsla á Egils páskabjór
tekur um það bil einn mánuð og
fylgjast brugg-meistararnir náið
með löguninni á öllum stigum
framleiðslunnar.
Páskabjórinn verður til sölu í
verslunum ÁTVR fram yfir
páska og einnig á veitingastöð-
um og í veislusölum. -hlh
Lögfræðingafélagið:
Fypiplestup um
neytendavepnd
Föstudaginn 11. apríl kl.
12.15-13.15 verður haldinn fyrir-
lestur á vegum Lagastofnunar
Háskóla íslands þar sem Próf.
Dr. Bernhard Eccher frá háskól-
anum i Innsbruck í Austurríki
mun flytja fyrirlestur á ensku
sem nefnist „The liability of the
vendor for bad delivery". Hann
mun í fyrirlestri sínum m.a.
fjalla um tilskipun 1999/44EC
„um tiltekna þætti í sölu neyslu-
vara og ábyrgð þar að lútandi“.
Tilskipun þessi er á sviði neyt-
endaverndar og fjallar um
ábyrgð þegar vara er ekki í sam-
ræmi við gerða samninga. Fyrir-
lesturinn verður haldinn i stofu
101 í Lögbergi og eru allir sem
áhuga hafa velkomnir.
Islandsbanki:
Vorfundup um lífeyrismál
Vorfundur Islandsbanka um líf-
eyrismál verður haldinn á Grand
Hótel í kvöld kl. 20. Á fundinum
munu starfsmenn íslandsbanka
reyna að svara spurningum sem
vaknað hafa vegna lágrar ávöxtun-
ar á lífeyriseign í vetur. Eigendur
lífeyris hafa spurt af hverju starfs-
fólk hafi ekki hringt í þá þegar er-
lendu hlutabréfin byrjuöu að
lækka til að þeir gætu flutt sig,
hvers vegna ávöxtun sjóðsins væri
svona lág þegar bankinn væri með
svona háan hagnað, hvers vegna
haldið sé áfram að kaupa erlend
hlutabréf í öllu þessu óvissu-
ástandi, af hveiju bankinn hafi
ekki selt erlendu hlutabréfin,
hvers vegna verið sé að kaupa er-
lend hlutabréf yfirleitt, hvort verið
sé að fjárfesta í áhættufyrirtækj-
um, hve mörg ár taki að vinna upp
lækkun á inneign og hvernig hægt
sé að gera ráð fyrir 5% ávöxtun
næstu 10 til 20 árin þegar hún er 7
um þessar mundir.
Framsögu flytja Sigurður B.
Stefánsson, framkvæmdastjóri ís-
landsbanka Eignastýringar,
Gunnar Baldvinsson, framkvæmd-
arstjóri Almenna lífeyrissjóðsins,
og Ian Alcock, forstjóri Vanguard
Group i Evrópu. -hlh
Nýjung frá ORA:
Sólþuprkaðir tómatan
Enn hefur bæst við nýjung í
tómatvörulínu ORA, nú sólþurrk-
aðir tómatar, sem þykja einstak-
lega bragðgóðir og mjúkir. ORA
sólþurrkaðir tómatar eru í 340 g
glösum og henta vel í salöt, pasta-
rétti, súpur, brauðrétti og margt
fleira. í ORA-tómatlínunni eru
fyrir niðursoðnir tómatar í 5 teg-
undum: heilir tómatar, saxaðir
tómatar, tómatar með sveppum
og hvítlauk, tómatar með papriku
og lauk og tómatar með basilíku.
>
Nýjungar frá Fróni
Frón hefur sett á markaðinn
fjórar nýjar vörur í tilefni af
páskunum. Það eru tvær gerðir
af tebollum, tebollur með rúsín-
um og tebollur með súkkulaðibit-
um. Þá eru tvær gerðir af
súkkulaðibitasmákökum, meö
appelsínubragði og síðan með
kókos. Allar þessar vörur eru í
handhægum plastöskjum. Þessar
nýjungar verða til sölu yfir hátíð-
amar og fást í öllum helstu versl-
unum.
Páskar í IMóatúni
Nú um páskana verður fjöldi
vara verður á tilboði í Nóatúni
og páskastemning í loftinu.
Nóatúns hamborgarhryggur,
bayonneskinka, ferskur og fros-
inn kalkúni á hagstæðu verði og
Argentínu kalkúnafylling er á til-
boði. Þá er á boðstólum ferskur
lax, páskalamb og útsala er á
svínakjöti og kjúklingum. Þá má
nefna villibráð eins og hreindýr,
skoska rjúpu, fasana og nýjung
sem er dúfur og sniglar beint frá
Frakklandi. Einnig má benda á
mikið úrval af gæða gasgrillum
frá Sterling og fylgihlutum fyrir
grilliö frá Grill Pro.
SímakortílMI
Verslanir 11-11 hafa tekið í sölu
frelsissímakort fyrir GSM-síma.
Er 11-11 að svara mikilli eftir-
spurn sem hefur verið eftir slík-
um kortum i verslununum.
Einnig hafa verið tekin í sölu
Heimsfrelsiskort, nýjung sem er
1.000 kr. inneignarskafkort sem
hægt er að nota í alla síma bæöi
heima, GSM og smámyntarsíma.
Með þessu er hægt að tala til út-
landa í allt að 260 mínútur. Þessi
kort hafa verið vinsæl erlendis og
af ferðamönnum sem þurfa að
hringja heim. Allar upplýsingar
um þetta kort er að finna á
www.simakort.is