Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003
DV
Garðyrkja
Istenskt bipki -
harðgert og nægjusamt
Birkiö er eina trjátegundin
sem hefur myndaö samfelldan
skóg hér á landi eftir að ísöld
lauk. Nöfnin birki eða björk má
rekja aftur í sanskrít og merkja
þau hið bjarta eða ljósa tré. Hér
er líklega vísan tii hins ljósa
stofns trésins. Gerð barkarins er
einkennandi fyrir ættkvíslina
en hann er rauðbrúnn eða hvít-
ur og flagnar i þunnan spæni.
Tvær villtar regundir hér á
landi
Nafnið birki er í raun sam-
heiti yfir um 40 mismunandi
tegundir, eins og til dæmis ilm-
björk (Betula pubescens), fjall-
drapa (B. nana), steinbjörk (B.
ermanii) og (B. pendula). Birki
vex eingöngu á norðurhveli
jarðar, sumar tegundir mjög
norðarlega og hátt til fjalla. Út-
breiðsla þess er um alla norðan-
verða Evrópu, langt austur í
Asíu og langleiðina að Kyrra-
hafi.
Hér á landi vaxa tvær tegund-
ir villtar, ilmbjörk og fjalldrapi.
Einnig er til kynblendingur
þessara tegunda sem nefnist
skógarviðarbróðir. Erfðabreyti-
leiki birkis er mikill og geta tré
frá sömu fræmóður verið mjög
ólík í vexti og hvað varðar blað-
lögun. Þetta sýnir að genabreyti-
leiki er mikili þótt líkur bendi
tii að hann sé fátæklegri en við
landnám. Bent hefur verið á að
landnámsmenn hafi líklega
höggvið stærstu og bestu trén
fyrst og með því móti grisjað úr
tré með gen sem báru í sér
erfðaeiginleika til mikils vaxtar.
Eftir hafa orðið hríslur og kjarr.
Fjalldrapi er allur smávaxnari
en ilmbjörkin og stundum skrið-
ull. Blöðin eru smá og gróftennt.
Vilmundur
Hansen
blaðamaður
Garðyrkja
llmbjörk
Björkin er tré eða runni með
þéttum greinum. Bolurinn er
hlutfallslega grannur miðað við
hæð trésins. Börkurinn er þunn-
ur, ljós eða rauðbrúnn, og flagn-
ar af stofninum. Ræturnar liggja
grunnt og þurfa súrefnisríkan
jarðveg og dafna því ekki vel í
blautum jarðvegi. Blöðin eru á
stilk sem er um helmingur
blaðsins á lengd, egg- eða tíg-
ullaga og sagtennt. Blómin eru í
reklum. Fræin eru lítil hnoð
með himnuvæng. Þau eru fislétt
og eru um 1,5-2 milljónir fræja í
hverju kílói. Þrátt fyrir smæð
fræjanna berast þau sjaldan
langt frá móðurplöntunni. Þau
geymast illa nema við bestu að-
stæður.
Birki er nægjusöm trjátegund
sem getur vaxið við lægri sum-
arhita en flestar aðrar trjáteg-
undir. Það nær hins vegar ekki
góðum þroska nema í frjóum
jarðvegi. Hæðarmörk birkis yfir
sjó eru um 550 metrar og það
verður 80-100 ára gamalt og
ætla má að það geti náð 17-18
metra hæð við góðar aðstæður.
Birkiskeiðin
Birki er eina trjátegundin sem
hefur myndað samfelldan skóg
hér á landi eftir að ísöld lauk.
Almennt er talið að birki hafa
lifað af ísaldirnar hér á landi.
Það hefur haldist við á íslausum
svæöum og breiðst út frá þeim.
Fyrir um tíu þúsund árum hlýn-
aði snögglega og allur jökull
mun hafa horfinn fyrir 8 þúsund
árum. Frjógreining sýnir að
birki hefur breiðst mjög ört út.
Þetta tímabil hefur verið nefnt
fyrra birkiskeiðið en fyrir 6-7
þúsund árum jókst úrkoma aft-
ur og birkið hörfaði. Birkiskeið-
ið síðara var fyrir um það bil
3-4 þúsund árum.
Fyrir um fimm þúsund árum
var útbreiðsla birkis einna mest
hér á landi, þá er talið að hita-
stig hafi verið 2-3” C hærra að
meðaltali en nú er. En það tók
svo að kólna aftur fyrir um 2500
árum. Þessi hækkun á hitastigi
gerir birki kleift að vaxa upp í
allt að 1100 metra hæð. Út-
breiðsla bjarkarinnar hefur ver-
ið mjög hröð á þessum hlýinda-
skeiðum sem gengið hafa yfir og
þá ekki síst fyrir þær sakir aö
fram undir landnám voru engir
grasbítar hér á landi fyrir utan
álftir og gæsir.
Maöur og birki
Fyrr á tímum var birki notað
í ýmsum tilgangi. Úr berkinum
má búa til skrautmuni og súta
skinn. Seyöið úr berkinum þótti
gott við niðurgangi og seyðið
var ómissandi gegn magn- og
kraftleysi, matarólyst og til að
verjast sviða á barnsrössum.
Börkurinn þótti einnig góður á
brunasár ef hann var blandaður
ósöltu smjöri.
Besta heimild um birkinytjar
er úr bókinni Grasnytjar eftir
Bjöm Halldórsson í Sauðlauks-
dal og er kaflinn sem hér kemur
á eftir tekinn úr henni.
„Þegar birki er sært á gegnum
börk og allt inn að merg með
borjárni þá fá menn lög, sem
kallast birkivatn. Gjörist þetta
með vaxandi tungli á vori áður
en birkið hefur skotið laufum.
Menn setja pípu í boruna og
rennur þá út þessi vökvi í ker
nokkuð, sem undir er sett. Er þá
lögurinn líkur mjöð, hunangs-
blöndum. Strax sem saftin er út
runnin skal reka birkinagla í
holuna aftur, því annars er hætt
við að tréð deyi. Af því vort
birki er svo smátt þá mun það ei
vera ómarks vert að taka vatn af
því, nema lítið eitt væri til
lækninga þar af að fá. Þetta vatn
er blóðhreinsandi. Segja menn
þaö eyði holdsveiki, gulusótt og
fótaveiki, item öllu þeim mein-
semdum, sem fylgja blöðru-
steini, því það brýtur hann
strax og sundurleysir. Birki-
vatn, nær það hefur gengið og
með sykri, er sælgætisdrykkur
og verkar það sem áður er sagt.
Taki maður birkibörk, þurrki
hann, mylji og hnoði saman við
mjöl, baki síðan til brauðs og
eti, þá stillir það vel allan blóð-
gang. Birkilauf um Jónsmessu
tekið gefur ullarlit, en þó betri
saman viö jafna. Börkurinn lit-
ar vel skinn, líka ullarverk og
netgarn. Hefur allt þetta líka
þann kost að mölur sækir síður
að því, fúnar líka og rotnar
langtum seinna. Vor birkibörk-
ur dugir eigi til húsþaka fyrir
tróð þó hann sé góður þar til í
Noregi, af Norðmanna stóru
björkum. Ávöxtur birkisins,
sem nefnist bjarkan, hefur mjög
samandragandi kraft og er því
seyði af bjarkaninu þeim gott
sem hafa laust líf, og þó betra
rauðvin, sem bjarkanið hefur
nokkurra stund í legið. Birki-
lauf, snemma tekið á vori og vel
þurrkað við vind, má brúka í
staðinn fyrir tebou [te] og hefur
viðlíka verkan. Birkiaska gefur
góðan lút til sápu og fleiri hluta.
Birkisins tophi cripi, sem Norð-
menn kalla rekki en vér viðar-
nýru, eru hjá þeim brúkaðir í
skósóla og hnífaskafta.
Á Kúrlandi gjörðist gulur farfi
af birkilaufi, sem kallast al-
Ungur nemur
Um 7.000 - 8.000 grunnskólabörn víðs vegar á landinu hafa árlega tekið
þátt í gróöursetningu á vegum Yrkjusjóðsins.
Yrkjusjóður auglýsir umsóknir
Harðgert og nægjusamt tré
Björkin er tré eöa runni meö þéttum
greinum. Bolurinn er hlutfallslega
grannur miöaö viö hæö trésins.
Börkurinn er þunnur, Ijós eöa rauö-
brúnn og flagnar af stofninum. Ræt-
urnar liggja grunnt og þurfa súrefnis-
ríkan jaröveg og dafna því ekki vel í
blautum jarövegi.
mennt „skutt-gelb“. Menn taka
nýtt og smátt birkilauf, seyða
það í katli einn tíma, bæta þar
síöan við nokkru álúni og mul-
inni krít, sjóða það enn aftur og
láta setja sig. Þar eftir hella
menn vatninu af en þurrka hið
þykka í skugga og brúka síðan
eftir þörfum sem annan farfa.
Rússar gjöra viðsmjör af birki-
berki. Þeir taka þann efsta börk,
sem þeir kunna að fá, fylla pott
af honum svo allur börkurinn
standi upp á endann, láta þar
yfir hlemm með gati í miðju,
hvolfa þessum potti ofan yfir
leirpönnu, bera mó umkring svo
ei leggi neina gufu út, kynda síð-
an eld umkring pottinn, sem
nokkuð lítið skemmist þar við,
rennur þá viðsmjörið eða olían
gegnum gatið á hlemminum
ofan í leirpönnuna. Nýr börkur
er hér til ónýtur. Þessi olía gjör-
ir góða lykt af þeirra leðri.
Nokkrir menn hafa kallað birk-
ið skilningstré (góðs og ills), því
lim þessa trés er brúkað til að
hirta böm með (og stundum
þegar miður fer eldra fólk) svo
þau fái skilning að greina gott
frá illu og illt frá góðu, að þau
fylgi þessu en forðist hitt. Það
tré, sem þetta verkar, má heita
skilningstré. Bæði birkilauf og
birkiöskulút ver osta fyrir orm-
um og laufið gjörir þá gula að lit
ef seyði af því er soðið. Brum og
lim birkisins er rétt talið með
bestu beitargæðum sauðfjár á
vetri og fyrir því gjörir vor lög-
bók ráð.“
í tengslum við hýðingar á
börnum og gamalmennum með
birkigreinum mætti til gamans
nefna að hér á landi er búsett
finnsk kona sem tók upp á því
að rækta finnskt birki þar sem
hið íslenska þótti of hart til að
nota í vendi til að berja sig með
í gufubaði.
Auglýstar hafa verið umsóknir í
Yrkjusjóð vegna ársins 2003. Allir
grunnskólar landsins geta beðið um
trjáplöntur í sjóðinn, hvort sem er til
gróðursetningar vor eða haust. Um-
sóknareyðublöð eru á heimasíðu
Skógræktarfélags íslands,
www.skog.is undir tenglinum Yrkja.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl.
Núna hefur verið tekin upp sú ný-
breytni að láta umsóknarferlið ganga
alfarið rafrænt.
Sjóðurinn notar árlegar vaxtatekj-
ur sínar til þess að kaupa újáplöntur
fyrir grunnskólana, en höfuðstóll
hans er um 50 milljónir króna. Um
7.000-8.000 grunnskólaböm víðs veg-
ar á landinu hafa árlega tekið þátt í
gróðursetningu á vegum sjóðsins.
Fram til þessa hefur sjóðurinn haft
bolmagn til þess að styrkja alla um-
sækjendur og nemur styrkurinn 3-6
hjáplöntum á hvem nemenda
þannig aö árleg gróðursetning hefur
verið á bilinu 30-40 þúsund tijáplönt-
ur.
Umsjón sjóðsins er í höndum
Skógræktarfélags íslands, Ránargötu
18. Nánari upplýsingar fást í síma
551-8150 eða á netfanginu jgp@skog.is