Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Síða 21
20 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 21 # Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - ABrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plótugeró og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Að Bagdad fallinni Eftir þriggja vikna blóð- uga innrás í írak hafa herir Bandarikjamanna og Breta höfuðborgina Bagdad á valdi sínu. Það hefur kostað fjölda mannslífa og hrikalega eyði- leggingu eins og glöggt hefur mátt sjá af fréttamyndum af svæðinu síðustu daga. Vafa- litið munu innilokaðir hermenn úr liði Saddams Husseins þrjóskast við á næstu dögum og reyna hvað þeir geta að fella andstæðinga sína á bökkum Tigris. Menn skulu muna að írak er enginn venjulegur felustaður. Margt vekur athygli þegar átökin dvína. Sjálft skot- markið er ekki fundið. Saddam Hussein er hvergi sjáan- legur. Það er eins og Bandaríkjamönnum sé fyrirmunað að finna óvini sína þrátt fyrir bestu vopn og virkustu leyniþjónustu í heimi. Það færi þó aldrei svo að einræðis- herrann í írak væri kominn í felur eins og fjandvinur hans, Osama bin Laden, sem er sagður vera í fjallahéruð- unum í Afganistans. Og hræðslan um hugsanlega tilvist þeirra verði að spennandi ráðgátu. Annað er það sem athygli vekur. Her og vörður Sadd- ams Husseins reyndist vera svo máttlaus að menn jafnvel leyfa sér að brosa. Þrátt fyrir margvíslegar rannsóknir og aðvaranir þess efnis að Saddam væri næsta varnarlaus í eigin landi fóru Bandarikjamenn og Bretar inn i írak með langtum meira aíl en þeir höfðu til staðar í Flóabardaga fyrir rífum áratug. Fyrir vikið hefur eyðileggingin líklega orðið enn meiri en þörf var á, að ekki sé talað um allt blóðið. Það hefur reyndar vakið sérstaka athygli að innrásar- herinn, einkum bandariskir dátar, hafa sýnt af sér hátta- lag í landinu sem ekki er þeim samboðið. Á köflum hafa þeir skotið á allt sem hreyfist, hvort heldur er fólksbila fulla af börnum og konum, sjúkrahús, ibúðahverfi og vatnsveitur og rafstöðvar sem hafa enga hernaðarlega þýðingu aðra en þá að auka á eymd almennra borgara. Þar fyrir utan hafa hermennirnir skotið niður marga úr eigin liði, á lofti og láði. Lýðfræðingur sem fenginn var til að telja mannfall úr röðum óbreyttra borgara eftir Flóabardaga galt gagnrýn- ina á bandarísk stjórnvöld með starfi sínu. Hann vildi ekki taka þátt i því að halda tölunum leyndum. Á næstu dögum munu menn reyna að gera sér grein fyrir því hve margir saklausir borgarar íraks verða skráðir undir liðn- um „fórnarkostnaður“ innrásarinnar. Þar við bætast lim- lestir borgarar sem munu margir verða af bata vegna nið- ursprengdra spítala. Líklega fer það svo að Bandaríkjamenn og Bretar fái bæði að brytja niður og brjóta upp. Það hentar þeim mun betur en að láta Sameinuðu þjóðirnar hlutast til um upp- bygginguna og upphaf lýðræðis í landinu, hvernig svo sem því verður við komið. Þessi einangrunarstefna mun reka enn frekari fleyg í samstarf Evrópuríkja og þjóða Atlantshafsbandalagsins. Innrásarinnar í írak verður lik- lega fremur minnst fyrir klofning Vesturlanda en frelsun íraks þegar tímar líða. Það sem auðvitað mesta athygli vekur þegar vopnin þagna í írak er að enn hefur ekkert fundist af þeim fjölda gjöreyðingarvopna sem Saddam var sagður eiga. Tilvist allra þessara manndrápstækja var höfuðástæðan fyrir ákefð Bandarikjamanna og Breta og þvi dæmalausa bráð- ræði sem einkenndi ráðslag Blairs og Bush. Nú er spurt hvert þeir fara næst að binda stríðsfanga sína í plast og pesta almenning. Og eins er spurt hve lengi staðföst ríki strunsa með. Sigmundur Ernir Skoðun Enn deilt um fjölþrepaskattkerfi: Valið snýst um tekjujöfnun eða einlaldeika Mjög er nú deilt um kosti og galla þess að taka upp fjölþrepaskattkerfi. Deilan hefur einna helst snúist um hvort kerfið sé yfir höfuð fram- kvæmanlegt - eða hvort það sé í það minnsta of flókið til að teljast fýsi- legur kostur. En hvers vegna að velta þessu fyrir sér á annað borð? Hvert er markmiðið með slíku kerfi? Og hvað myndi það kosta að ná því fram? Starfshópur á vegum fjármálaráð- herra, sem í áttu sæti fulltrúar Al- þýðusambands íslands, fjármála- ráðuneytisins og Þjóðhagsstofnun- ar, skilaði nýverið af sér skýrslu um fjölþrepaskattkerfi sem unnið hefur verið að frá því í október 2001. Til hvers? Kostir fjölþrepaskattkerfis eru fyrst og fremst þeir að það gefur færi á „ódýrari útfærslu til tekju- jöfnunar en núgildandi kerfi og auðveldar breytingar á jaðaráhrif- um einstakra tekjuhópa," eins og segir í skýrslunni. Hvað þýðir þetta á mannamáli? Jú: Meö því að fjölga skattþrepun- um er hægt að stýra því betur hve þung skattbyrði er lögð á tiltekna tekjuhópa. Það er til dæmis hægt að lækka skattbyrði þeirra sem hafa lágar tekjur og annað hvort þyngja byrðar þeirra sem hafa hærri tekjur (ef breytingin á ekki að kosta neitt) eða halda þeim nokkum veginn óbreyttum (ef breytingin má kosta eitthvað). Tilgangurinn með nýju skatt- þrepi (eða þrepum) væri því fyrst og fremst að jafna meira ráðstöfun- artekjur fólks. Núverandi kerfi Ekki má hins vegar gleyma því að í núverandi skattkerfi felst tekjujöfnun. Þótt skattprósentan sé aðeins eins (auk hátekjuskatts) hef- ur persónuafslátturinn - sem er óvenjulega hár hér á landi - þau áhrif að skattbyrðin þyngist eftir því sem tekjurnar hækka. Hún þyngist hins vegar ekki jafnt og þétt; hún þyngist fremur hratt frá 70 þúsund kr. mánaðarlaunum (skattleysismörkunum) upp í um það bil 170.000 kr. (meðallaun) en síðan hægar og jafnar eftir það. I þessu kerfi má lækka skatta með tvennu móti. Annars vegar með því að lækka skattprósentuna; það kemur sér því betur fyrir fólk sem tekjur þess eru hærri. Hins vegar með því að hækka persónuaf- sláttinn; það skilar öllum skatt- greiðendum sömu krónutölu. Það sem fylgismenn fjölþrepa- kerfis vilja gera er að ráðast á „brekkuna" sem segja má að lág- launafólk rekist á þegar tekjur þess hækka upp í meðaltekjur og gera hana meira aflíðandi. Það er erfið- ara að gera í núverandi kerfi. Dæmi upp á 11,6 milljarða í skýrslunni kemur fram að það myndi kosta 11,6 milljarða króna að koma á nýju 30% skattþrepi fyr- ir tekjur upp að 150.000 kr. á mán- uði að því gefnu að skattleysis- mörk yrðu óbreytt. (Þetta er Dæmi 1 í meðfylgjandi töflu.) Við þetta myndu ráðstöfunartekjur allra hópa hækka nema þess hóps sem er undir skattleysismörkum. Hlut- fallslega yrði hækkunin mest hjá tekjulágum hópum en allir myndu samt njóta nokkurs góðs af. Áhrif- in sjást glögglega á meðfylgjandi línuriti. Hitt línuritið sýnir áhrifin af breytingu innan núverandi kerfis sem myndi kosta jafnmikið; þetta er Dæmi 6 í töflunni og felur í sér að skattprósentan yrði lækkuð nið- ur í 34,6% og persónuafsláttur jafn- framt lækkaður þannig að skatt- leysismörk haldast óbreytt. Mynd- in sýnir að skattbyrðin mixmkar Dellt um pólitísk markmlð Ný skýrsla staöfestir aö fjölþrepaskattkerfi sé flóknara en núgildandi kerfi. En hugsanlega skortir á aö nægiiega mikið sé rökrætt um þau pólitísku markmiö sem í húfi eru. Á aö jafna tekjurnar meira? Er þeim ójafnar skipt hér en annars staöar? Fyrst margir telja rétt aö afnema tekjutengingar í bótakerfinu, hvers vegna viija þeir innleiöa þær í auknum mæli í skattkerfinu? meira eftir því sem tekjurnar hækka. Ef hins vegar fjölþrepaskattkerfi má ekki kosta neitt kemur í ljós að nýtt 30% skattþrep yrði að fjár- magna með því að hækka almennu skattprósentuna úr 38,8% í 46,6%. Áhrifin af þessari breytingu myndu dreifast þannig að þeir sem hafa lægri mánaðarlaun en 250.000 kr. myndu hagnast á henni en þeir sem hafa hærri laun myndu tapa á henni. Mótsagnir í skýrslunni kemur fram að helstu gallar fjölþrepaskattkerfis séu flóknari framkvæmd, minni sveigjanleiki til að mæta tekju- sveiflum hjá einstaklingum, meiri breytingar í eftiráuppgjöri skatta og erfiðara skatteftirlit. En eins og Gylfi Arnbjömsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að þetta séu „hagtæknileg úrlausnar- efni“ og minnir á að einhver hafi nýverið sagt að menn skyldu ekki láta hagtækna þvælast fyrir póli- tískum markmiðum. Gylfi leggur áherslu á að deilan snúist fyrst og fremst um pólitískar áherslur. En pólitískar áherslur eru stund- um mótsagnakenndar eða ósam- rýmanlegar. Þannig er oft talað um mikilvægi þess að jafna tekjur en á sama tíma vifl jafnvel sama fólk draga úr jaðaráhrifum í skattkerf- inu. Þetta er mótsögn í sjálfu sér þar sem tekjujöfnun felur óhjá- kvæmlega í sér að jaðaráhrif aukast - að skattbyrði þyngist eftir því sem tekjur hækka. Það er snúið að ætla að hjálpa fólki að „brjótast úr fá- tækt“ með því að minnka jaðaráhrif í skattkerfinu og leggja samtímis áherslu á að þeir sem hafa það verst eigi að njóta sérstakra ívilnana. Þessar sérstöku ívilnanir búa nefni- lega til „brekkuna" í skattkerfinu sem mætir fólki þegar (og ef) hagur þess loks vænkast. Markmið ASÍ hefur um langa hríð viljað Dæmi um mögulegar breytingar á skattkerfinu: Kerfíö 2002 ) Qssmi.l ■ Dæmi 2 Pæmi 3 Dæmi 4 Dæmi 5 Dæmi 6 Dæmi 7 Skattþrep 1 38,8% 30,0% 30,0% 30,0% 30,0% 10,0% 34,6% | 42,8% Tekjuviðmið Allar tekjur 0-150.000 0-150.000 0-150.000 j 0-150.000 0-100.000 ' ' ■ ‘ - '1' Allar tekjur Allartekjur j Skattþrep 2 38,8% 46,6% 38,8% j 40,8% 45,6% 1 I Tekjuviömiö j Yfir 150.000 ! Yfir 150.000 ) Yfir 150.000 I Yfir 150.000 í Yfir 100.000 | Skattþrep 3 7,0% 7,0% 7,0% 65,6% 50,0% 7,0% 7,0% 7,0% Tekjuviömiö Yfir 322.000 j Yfir 322.000 Ytir 322.000 Yfir 322.000 Yfir 322.000 Yfir 322.000 j Yfir 322.000 Yfir 322.000 Persónuafsláttur | 25.245 ) 19.540 | 19.540: 19.540 j 19.540 5.000 j 22.510 j 33.035 Skattleysismörk 65.132 65.132 65.132 65.132 1 65.132 50.000 65.132 i 77.255 Hámarksskattur \ 45,8% \ 45,8% : 53,6% 104,4% ! l 90,8% j 52,6% ; 41,6% j 49,8% | Tekjutap O j 11,6 milljaröar 0 o í 0 l 0 j 11,6 milljaröar j Ú sjá breytingar á skattkerfinu sem tekjur og meðaltekjur með mark- kæmu til móts við fólk með lágar vissari hætti en gert hafi verið. Gylfi Arnbjörnsson segir mikil- vægt að i nefnd fjármálaráðherra hafi náðst samstaða um að fjöl- þrepaskattkerfi auðveldaði leiðina að þessu marki. „Það kemur fram í skýrslunni að jaðarskattar á lágar tekjur eru einna hæstir á íslandi,“ segir Gylfi. „Út á þetta gengur deil- an. Fólk með lágar tekjur er ósátt við að þurfa að borga svona háa jaðarskatta." Gylfi er líka hlynntur því að færa tekjujöfnunina úr bótakerfinu - þar sem hún fer að miklu leyti fram í dag með tekjutengdum bama- og vaxtabótum - yfir í skatt- kerfið. Astæðuna segir hann vera þá, að í fyrsta lagi sé óréttlátt að framkvæma tekjujöfnunina með eftirágreiðslum eins og raunin sé í bótakerfinu og í öðru lagi sé það skoðun ASÍ að það sé undarlegt að jafna tekjur aðallega eftir íjöl- skylduaðstæðum. „Þegar tekjujöfn- unin er höfð í bótakerfinu þá er forsenda þess að fólk njóti hennar sú að fólk fái bætur, þ.e. að fólk eigi börn. Það er eðlilegra að miða tekjujöfnun við tekjur en fjöl- skylduaðstæður að okkar mati,“ segir Gylfi. „Fjölþrepakerfi auðveldar okkur að ná slíkum markmiðum en ef tekjujöfnun er ekki markmiðið þá er núgildandi kerfi vissulega auð- veldara. Umræðan er þess vegna um pólitísk markmiö en ekki um tæknileg atriði," segir Gylfi. Hin hliðin Þegar rætt er um að létta byrð- um af lágtekjufólki verður hins vegar að hafa fleira í huga en , jað- arskatt á lægstu tekjur". í skýrslu nefndarinnar kemur nefnilega fram að þar sem fjölþrepaskatt- kerfi eru við lýði í öðrum löndum fari þau iðulega saman við lág skattleysismörk. Fólk byrjar sem sagt fyrr að greiöa skatta þótt skattprósentan sé lægri í neðstu þrepunum. (Tillaga Samfylkingar- innar um að hækka fyrst skattleys- ismörk og huga síðan að upptöku fjölþrepaskattkerfis rímar illa við þennan raunveruleika og felur vitaskuld í sér að nýtt 30% skatt- þrep yrði dýrara en í dæminu sem nefnt var að framan.) í skýrslunni kemur einmitt fram að skattleysis- mörk eru mun hærri hér á landi en víðast hvar annars staðar í OECD-ríkjunum; þannig má segja að þótt „skattabrekkan" margum- talaða sé brattari hér þá sé „flat- lendið“ þeim mun meira. Þá er þess getið í skýrslunni að skattbyrði af meðaltekjum hér á landi sé minni en að meðaltali í OECD. Nefndin tekur ekki afstöðu til þess hvort rétt sé að taka upp fjöl- þrepaskattkerfi hér og ekki er hún líkleg til að setja niður deilur um málið. En hún dregur fram að val- ið standi á milli þess að hafa ein- falt kerfi eða jafna tekjurnar meira en gert er. Það verður því deilt um hvort tveggja: hvort flækjurnar séu of miklar og hvort það sé yfir- höfuð æskilegt að jafna tekjurnar meira en gert er. -ÓTG Ummæli Einfaldieiki er dyggð „Einfaldleiki er mikil dyggð í skattheimtu. Ef skattkerfiö verður of flókið er hætt við því að undan- þágumar fari fram hjá þeim sem eiga að njóta þeirra, sérstaklega þeim tekjulægri. Þeir sem hafa minna úr að spila eru síður líkleg- ir til þess að ráða sérfræðinga til þess að sjá um skattskil og veiða út þær undanþágur sem viðkom- andi getur nýtt.“ Ásgeir Jónsson hagfræöingur í Viðskiptablaöinu. enn frekar skattbyrði fólks með lágar og meðaltekjur með því að end- urskoða skatta-, bóta og al- mannatrygg- ingakerfið og lækka sérstak- lega jaðar- skatta." Jóhanna Sigurðardóttir á vef sínum. Heiri þrep „Sam- fylkingin vill endur- skoða tekjuöfl- unarkerfi ríkisins og gera tekju- skattskerf- iö að raunverulegu tæki til tekju- jöfnunar. Hún vill taka upp fjöl- þrepa tekjuskattskerfi þar sem skatthlutfafl lækkar eftir því sem tekjur lækka og setja heildarlöggjöf um umhverfis- og mengunar- skatta." Stefnuyfirlýsing Samfylkingarinnar fyr- ir síöustu alþingiskosningar. Rifjaö upp í Vefþjóöviljanum. Óraunhælur samanburður „Leið Samfylkingarinnar skilar sér þó betur fyrir lágtekjufólk [en skattalækkanir Sjálfstæðisflokks- ins]. Óraunhæft er síðan að bera saman hvor leiðin bætir betur kjör fólks með meðaltekjur, því i tillög- um Samfylkingarinnar er boðuð skattlækkun sem einkum á að létta Ekki aldeilis „Það hefur í sjálfu sér aldrei verið stefna Samfylkingar- innar að taka upp fjölþrepa skattkerfi.“ Hrannar B. Arnars- son, fyrrverandi þorgarfulltrúi, á Rás 2 7. apríl síö- astliðlnn. Rifjaö upp í Vefþjóðviljan- um. Utanríkisráðhemaefnið „Stjómmála- armur smokk- fisksins er hins vegar í vanda, því að hann er meðreiðarfram- boð, sem býður ekki upp á neitt skýrt val um for- sætisráðherra- efni. Hann býður bara frambjóð- anda, sem verður utanríkisráð- herra, hvort sem frambjóðandi kol- krabbans eða frambjóðandi há- hymingsins veröur forsætisráð- herra.“ Jónas Kristjánsson á vef sínum. Samfylkingin er staðföst í utanríkismálum Er það þannig að þeir sem vilja ekki vera á lista „hinna viljugu“ í stríðsrekstri Breta og Bandaríkjamanna eru þar með orðnir óvinir þessara gömlu vinaþjóða okkar? Auðvitað er það ekki þannig. „Viö höfum ekki verið og viljum ekki verða bergmál af ríkjandi skoðunum vald- hafa eriendra ríkja hverju sinni - hvort heldur þau ríki eru okkur ailajafna hliðholl eður ei. Við erum einfaldlega sjálfstæð þjóð og með okkar eigin rödd í samfélagi þjóðanna. Er það svo að þeir íslendingar, sem vilja ekki styðja þátttöku ís- lands í stríðinu í Irak, eru þá sjálf- krafa andstæðingar Bandaríkja- manna? Er það þannig að þeir sem vilja ekki vera á lista „hinna vilj- ugu“ í stríðsrekstri Breta og Bandaríkjamanna eru þar með orðnir óvinir þessar gömlu vina- þjóða okkar? Auðvitað er það ekki þannig. Fjarri fer því. Við höfum átt margháttað samstarf við Bandaríkin um áratugaskeið og gegnumheilt hefur það verið og með miklum ágætum. Sú sam- vinna hefur verið í viðskiptum milli þjóðanna með vörur og þjón- ustu, á menningarsviðinu, fjöl- margir íslendingar hafa sótt menntim til USA og í öryggismál- um hafa þjóðirnar unnið náið sam- an. Vissulega hafa þjóðirnar ekki alltaf verið samstiga í einu og öllu, eins og eðlilegt er, en vinátta og gagnkvæm virðing hefur verið til staðar, þrátt fyrir mikinn stærðar- ’ mun landanna, auk þess sem íbú- ar í öðru þeirra eru 280 þúsund en í hinu 280 milljónir. Eigin rödd En þessi um flest afar jákvæðu samskipti hafa hins vegar ekki komið í veg fyrir það að við íslend- ingar höfum haft okkar sjálfstæðu sýn á ýmis mál sem upp koma í al- þjóðastjómmálum - og hún þarf ekki endilega alltaf að vera með sama hætti og stjórnvöld hveiju sinni í Bandaríkjunum sjá hlut- ina. Við höfum ekki verið og vilj- um ekki verða bergmál af ríkjandi skoðunum valdhafa erlendra ríkja hverju sinni - hvort heldur þau ríki eru okkur allajafna hliðholl eður ei. Við erum einfaldlega sjálf- stæð þjóð og með okkar eigin rödd í samfélagi þjóðanna. Og á okkur er hlustað, þótt ísland sé ekki með- al stóru þjóðanna í heimspólitík- inni. Það er þess vegna fjarri lagi þeg- ar forystusveitir Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins halda því fram að Samfylkingin sé and- víg Bandaríkjunum og Bretlandi alveg sérstaklega, þegar við jafnað- armenn látum í ljósi efasemdir um réttmæti þess að fara með stríði á hendur írökum. Við jafnaðarmenn vildum einfaldlega að hinar Sam- einuöu þjóðir og Öryggisráðið hefðu um það forystu hvemig rétt- læti yröi komið á í írak og einræð- isherrananum, Saddam Hussein, komið frá völdum. Ég er flokksbróðir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og hef stutt fjölmargar og flestar þær endurbætur sem breski Verka- mannaflokkurinn hefur komið á þar í landi á síðari árum. En það er ekki þar með sagt að allt sem hann segir og gerir sé eins og tal- að út frá mínu hjarta. Þannig er það ekki í íraksdeilunni. Vinur er sá er til vamms segir. Við áttum í þorskastríöum við Breta. Það gekk á ýmsu í sam- skiptum þjóðanna á þeim árum. En þau sár greru og vinátta þjóð- anna þoldi þau átök. Þannig verður það líka í íraks- deilunni. Þótt vík hafa orðið milli vina í afstöðu til þeirra mála og 80% íslendinga skv. skoðanakönn- unum hafi efasemdir um það að Bush og Blair hafi staðið rétt að verki i Iraksmálunum, þá mun það ekki hafa viðvarandi áhrif til fram- tíðar á traust og góð samskipti ís- lands og þessara vinaþjóða okkar. Þegar þessar línur eru ritaðar, þá standa stríðsátökin hvað hæst. Vonandi linnir átökum hið fyrsta í írak, þannig að uppbygging með atbeina Sameinuðu þjóðanna geti hafist sem fyrst. íslenskur flokkur Samfylkingin er traustur flokk- ur og stefnufastur. Samfylkingin er íslenskur flokkur, sem vill að sjálf- stæði þjóðarinnar sé virt í hví- vetna. En er jafnframt alþjóðlegur í hugsun og vill að ísland verði virkt í samfélagi þjóðanna. Vifl ræða Evrópumál, mannréttinda- mál, alþjóðaviðskipti og vill að al- þjóðasamfélagið leiti lausna í ör- yggismálum með viðræðum og samkomulagi, en ekki vopnavaldi, þótt hið síðasttalda verði stundum óhjákvæmilegt. Samfylkingin er staðfost og traust í alþjóðastjórn- málum, þótt hún kjósi ekki að vera á lista hinna „viljugu" í íraksdeil- unni. Það er kjarni málsins. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.