Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 29 DV Tilvera Spurning dagsins Hver er uppáhaldssjónvarpsþátturinn þinn? Hrafn Jónsson nemi: Ég er leyndur Survivor-fíkill. Reyni aö fylgjast meö honum. Guöberg Björnsson nemi: Sopranos-fjölskyldan. Conrad McGreat nemi: Kristinn Everts nemi: Sex and the City. Þar eru sætar Horfi lítiö á sjónvarp, les frekar stelpur sem kunna aö hafa sig til. bækur og fræöist. Þorbergur Atli Sigurbjörnsson nemi: Ég horfi oftast á Sopranos. Ragna Björg Arsælsdóttir nemi: Bachelorette - gaman að sitja og hneyklast. < Stjörnuspá Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: Það lítur út fyrir að einhver sé að baktala þig en ef þú hefur öll þín mál á hreinu þarft þú ekkert að óttast. Happatölur þínar eru 12, 41 og 42. Gildir fyrlr föstudaginn 11. apríl Liónið (23. iúlí- 22. áeústi: Þú hefur unnið vel að undanfömu og ferð nú að njóta árangurs erfiðisins. Ástin er skanunt undan. Happatölur þinar eru 4,13 og 24. Fiskarnlr(l9. febr.-20. marsl: ■Þú þyrftir að fara gætilega i sambandi við peningamál. Útlit er fyrir að þú munir ekki hafa eins mikið á milli handanna og þú bjóst við. Mevian (23. áeúst-22. seot.): Viðskipti og öll samn- ■WW ingsgerð virðast leika höndunum á þér. * f Þú þarft þó að lesa allt mjög vandlega yfir áður en þú skrifar undir. Hrúturinn (21. mars-19. apríi): Þú eignast nýja vini og það gefur þér nýja sýn á ýmis mál. Ástin virðist blómstra um þessar mundir og líklega kynnist þú áhugaverðu fólki. Nautið (20. anril-20. mail: Góðsemi á ekki alltaf við. Þú ættir að vera spar á að hjálpa þeim sem þú veist ekki hvar þú hefur. Það getur verið að einhver sé að nota þig. Tvíburarnir (21. mai-21. iúníi: Fjölskyldumálin eiga hug þinn allan um þessar mundir. Kvöldið verður rólegt og ánægjulegt. Happatölur þínar eru 8, 21 og 22. Vogin (23. sept.-23. okt.l: Ef þú vandar þig ögn meira muntu uppskera ríkulega. Fjölskyldan stendur einkar þétt saman um þessar mundir. Happatölur þínar em 16, 17 og 46. Sporðdreklnn (24. okt -21. nóv.): Ástvinur þinn er eitthvað niðurdreginn. Nauðsynlegt er að þú komist að þvi hvað það er sem amar að. Eyddu kvöldinu í faðmi fjölskyldunnar. Bogmaðurinn (22. nóv.-2i. des.l: Þér mun ganga greiðlega að leysa úr ágreiningi sem kernur upp í vinnunni og varðar þig að nokkm leyti. Niðurstaðan verður þér í hag. Krabbinn (22. iúní-22. iúii): Það litvu: út fyrir að i þú guggnir á að ' framkvæma verk sem ____ þú varst búinn að ákveða. Vertu harður/hörð við sjálfan þig og gefstu ekki upp. Stelngeltin (22. des.-19. ian.): Þér hættir til að mikla hlutina fyrir þér þessa 1 dagana. Það kann að vera að þú sért of störfum hlaðinn og þyrftir á hvíld að halda. Krossgáta Lárétt: 1 mistök, 4 vísa, 7 linna, 8 stækkunargler, 10 vitleysa, 12 jarðsprunga, 13 pár, 14 þjáning, 15 hreyfast, 16 dreyri, 18 nöldur, 21 bát, 22 krafs, 23 nabbi. Lóðrétt: 1 aukasól, 2 tré, 3 venja, 4 smásnáða, 5 þvottur, 6 skapvond, 9 önug, 11 skýr, 16 tjara, 17 illmenni, 19 for, 20 mánuður. Lausn neðst á síðunni. Umsjón: Sævar Bjarnason Karpov er staddur í Varsjá að tefla atskákeinvígi við besta skákmann Pólverja sem einmitt var hér í vetur og tefldi mikið fyrir Hrðkinn. Sá gamli er í stuði og leiðir með 3-1 þeg- ar 2 skákir eru eftir. Hér kemur Kar- pov með lúmska og skemmtilega hug- mynd í skoska leiknum og vinnur skiptamun og eftirleikurinn er auð- veldur! Hvítt: Baromolej Macieja (2634) Svart: Anatolij Karpov, (2686) Skoski leikurinn. Einvígi Varsjá (2), 7.4. 2003 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 De7 7. De2 Rd5 8. c4 Ba6 9. b3 0-0-0 10. g3 g5 11. Ba3 Rb4 12. Bb2 Bg7 13. Bg2 (Stöðumyndin) 13. -Rd3+ 14. Dxd3 Bxe5 15. Bxe5 Dxe5+ 16. De3 Dxal 17. 0-0 Kb8 18. Rc3 Db2 19. Hbl Da3 20. Dxg5 Hhe8 21. Df5 Dd6 22. Hdl De5 23. Dc2 f5 24. Bf3 Bb7 25. b4 f4 26. c5 h5 27. Re2 fxg3 28. hxg3 h4 29. Kg2 Hg8 30. Hd4 hxg3 31.f xg3 Hxg3+ 32. Rxg3 Dxd4 33. Db3 Ba6 34. b5 0-1 Lausn á krossgátu •bo8 08 Vne 61 ‘opo l\ 91 ‘S2o\S n ‘IlíJn 6 ‘[nj 9 ‘ubj g ‘B§UB5[Bajs \ ‘jnQisSBjd g ‘dso z ‘II§ I úiaJQoq 'BQJB gZ ‘JOR zz ‘n88np \z ‘S3bu 81 ‘QQiq 91 ‘BQi SI ‘IQAii n ‘ssu gx ‘bC8 zi ‘l§nj oi ‘Bdni 8 ‘bjois i ‘jojs \ ‘doi8 x ijjajpq Halle Berry altup úp fötum Verölaunaleikkonan Halle Berry þvertekur fyrir að nota staðgengil þegar hún þarf að sýna sig nakta í næstu kvikmynd sinni. Leikkonan er sannur lista- maöur og vill að áhorfendur fái að sjá hana eins og hún er. Hér er um að ræða trylli þar sem Halle leikur geðlækni. Leikkonan geðþekka er ekki al- veg óvön að fara út fótunum, aö minnsta kosti að hluta tíL Þeir sem sáu glæpamyndina Sverðfisk vita það vel. Þar fór Halle úr að ofan og fékk aukalega tugi millj- óna króna fyrir vikið. Upptökur á nýju myndinni eru um það bil að hefjast í Montréal í Kanada og þar leikur hún á móti fólki eins og Penelope Cruz og vandræðapiltinum Robert Down- ey hinum yngri. Leikstjóri er Fransmaðurinn Mathieu Kassowitz. Dagfari Alveg ilmandi Það er stórmerkilegt hvað lyktarskynið getur haft mikil áhrif á gang mannlegrar náttúru, ekki síst þegar blómailóran er annars vegar. Það nýjasta í þeim málum er að fundin hefur verið upp ilmandi töfraformúla i vökvaformi, sem veldur undraverðum skyntruflunum hjá körlum. Umrædd formúla, sem fundin var upp af bandarískum vísindamönnum sem starfa við Smell og Smakk rannsóknar- stofnunina í Chicago, er samansett úr ilmefnum nokkurra blóma, sem algjört leyndarmál er hvað heita. Hún hefur þau áhrif á skynjun karla að þeim finnst kon- ur mun grennri en þær eru í rauninni eft- ir að þeir hafa þefað af efninu. Það tók vísindamennina heil tiu ár að þróa ilminn en hann var sá eini af rúm- iega hundrað prufum sem virkaði á karl- ana fimm sem sagðir eru hafa tekið þátt í tilraun með áhrifin. Að sögn eins þeirra sem heitir Lovejoy, eða Ástríkur á íslensku, hafði ilmurinn undraverð áhrif á hann. „Konan mín skrapp hreinlega öll saman og léttist ör- ugglega um ein tíu kíló,“ sagði Ástríkur og bætti við að nú þyrfti hún ekki lengur að hugsa eins mikið um línurnar, hans vegna. „Ég fæ mér bara smásniff á kvöld- in og þá er þetta í finu lagi.“ 1 borginni Bochum í Þýskalandi hafa þarlendir vísindamenn einnig verið að gera tilraunir með blómailm og fundið það út að sæðisfhimur færast allar í auk- ana frnni þær ilminn af dalalilju. Þetta kemur sér vel á þessum síðustu og verstu timum þegar sáðfrumur hafa í auknum mæli orðið uppvísar að áhuga- leysi við kappsundið til sjálfrar upp- sprettu lífsins í neðra og vilja sumir kenna ffjálshyggjunni um. Prófessor Hans Hattur sem stjómað hefur rannsókninni síðustu þrjú árin segir að dæmi séu um að sáðffumumar hafi hert sundið um allt að helming við það eitt að fmna liljuilminn og segja sumir að hann leysi ýmsar aðrar hvatir úr læðingi. Ekki sé verra að hafa þær í vasa á náttboröinu. Skyidu þær vaxa hér á landi??????? Erlingur Kristensson blaðamaöur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.