Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 Tilvera DV Frumleg tískusýning í Firöinum: Allt úr efnum sem aðrir mundu henda Kaffipokar, dagblöö, ruslapokar og gamlar gardínur. Allt veröur það að glæsilegum fatnaði í höndum Nikulínu Einarsdóttur. Meira aö segja umbúðir dömubinda taka sig vel út sem skraut á kjól og hatt hjá þessari handlögnu og hugmynda- ríku konu. En hún er ekki ein í ráð- um. Vinkona hennar, Elínborg El- ísabet Magnúsdóttir, á margar hug- myndanna en segir Nikulínu hafa unnið úr þeim. „Hún er hönnuður af lífsins náð,“ segir hún með aðdá- un í röddinni. Þær segjast margt vera búnar að bralla saman og nú hafa þær þróað og búið til heild- stæða sýningu úr þessum frumlega fatnaði - sparnaðartískusýningu, eins og þær kalla hana. Þar tvinna þær inn sprelli og spaugi því allt er þetta fyrst og fremst gert til að hafa gaman af því. Ein slík sýning var sl. þriðjudagskvöld hjá Slysavama- deild kvenna í Hafnarfirði. DV heils- aði upp á þær stöllur sem í daglegu tali eru kallaðar Ninna og Bíbí. Staðurinn er heima hjá Ninnu í fal- legu húsi við Þúfubarð í Hafnar- firði. Skrúðamir hanga í röðum í handavinnuherberginu hennar und- ir súð og þar er sannarlega heimilis- legt um að litast. Tvinnakeflin marglit í rekka uppi á vegg, þrjár saumavélar á borðum og alls konar fínirí umhverfis. Umbúöir eða gamlar gardínur „Þetta er allt úr efnum sem aðrir mundu henda - umbúðir eða gamlar gardínur," segir Ninna um leið og hún strýkur yfir kjólana einn af öðr- um. Þótt þeir séu flottir þá sér hún DV-MYNDIR SIG. JÖKULL Vinkonumar Þær Elínborg Elísabet og Nikulína eru margt búnar að bralla saman gegn um tíöina. Hafnfirski tískusýningarhópurinn Fremstar sitja Bíbí (Elínborg Elísabet) í slæöubúningi, Guörún Guömundsdóttir í kartöflupokakjól og Fanney í svörtum ruslapoka meö glæsilegan hatt úr sama efni. Blómin eru úr servíettum og þau eru eftir Bíbí. I aftari röö eru Elín Krist- bergsdóttir í eldhúsgardínudressi, Margrét Guönadóttir í brúöarkjól úr stórisum, Jóna Eiríksdóttir í smóking, Ninna (Nikulína) í kaffikjólnum, Hildigunnur Sigvaldadóttir í dömubindakjólnum og Sigríöur Guömundsdóttir skartar dagbtaöa- dressinu. þá ekki fyrir sér sem söluvöru. „Þetta er bara til sýningar,“ segir hún og upplýsir að þær vinkonurn- ar séu búnar að fara margoft austur í Hveragerði að sýna hjá eldri borg- urum á Hótel Örk og reyndar var síðasta sýning þessa vetrar i gær- kvöld, miðvikudag. Þá fá þær ein- hverja gesti til að vera módel. „Það vekur enn meiri lukku í hópnum að fá að taka þátt,“ segir Bíbí. Sjálf er hún kynnir á þessum skemmtun- um og að sögn Ninnu skortir ekki tilþrifin. „Hún fer vel völdum orðum um flíkurnar og útskýrir hverja og eina. Brúðgumarnir þurfa til dæmis ekki að fá sér dýran smóking því flest- ir eiga svartan bol heima sem upplagt er að mála á bindi, slaufu, blóm og allt fín- iríið. Dömubindakjóllinn vekur alltaf mikla athygli Hann er ekki bara skrautlegur heldur er hann meö ýmsum táknum líka. Á brjóstinu er til dæmis spíss sem bendir niður á rauða rós sem staðsett er á góð- um stað og þegar konan er komin i þessa múnder- ingu getur karl- inn haft það sem viðmið um að hún sé ekki til í hvað sem er!“ Dansinn áhugamál Þær Ninna og Bíbí eru báðar upp- aldar í Hafharfirði. Ninna kveðst lengi hafa fengist við sauma- skap. Fyrir utan að búa til fót á börnin sín þegar þau voru að alast upp saumaði hún um ára- bil fyrir gardínuverslunina Skemm- una og einnig vann hún á sauma- stofu Hrafnistu, saumaði m.a. gluggaljöld fyrir elliheimilin, bæði í Reykjavik og Hafnarfirði. Inn á milli urðu til ýmsir búningar til að nota í leikstarfsemi og á sýningar, m.a. danssýningar því dansinn hef- ur verið eitt af áhugamálum Ninnu alla tíð. Hún kveðst lengi hafa búið að veru sinni á Idrætshojskolen Gerlev í Danmörku og verið meðal stofnenda fimleikafé- lagsins Bjarkanna í Hafnar- firði. Þær Ninna og Bíbí eru greinilega báðar þaul- vanar að koma fram eftir áratugastarf í ýmsum fé- lögum og skemmti- nefndum í Firðinum. Því eins og þær segja: „Fólki hefur oft mest gaman af því sem er heimatil- búið.“ -Gun. DV-myndir E.ÓI. Tilbúin á djammið Nikulína skartar kaffikjól meö viöeigandi hatti og veski. Bíógagnrýni Regnboginn - The Four Feathers Gamaldags hetiusaga Af hverju er verið að kvik- mynda sömu skáldsöguna í fimmta sinn? Svarið býður upp á að vera vegna þess að sagan sé það góð að það sé þess virði, eða það sé eitthvað við hana sem geri það að verkum að hún sé kjörin til kvikmyndunar. Nú hef ég ekki lesið The Four Feathers og ekki séð neina af fimm eldri kvikmyndum sem gerðar hafa verið eftir henni né þekki höf- undinn A.E.W. Mason, þannig að sagan er fersk fyrir mér svo langt sem það nær. En eftir að hafa séð The Four Feathers á ég erfitt með að skilja þá ákvörðun að eyða tugum milljóna dollara í gerð kvikmyndar eftir róman- tískri hetjusögu sem er bam síns tíma, skrifuð þegar Bretar héldu sig hafna yfir aðra og upp- full af barnslegri rómantík nítj- ándu aldarinnar og er til í fjór- um útgáfum. Hetjusögur eins og The Four Feathers eru vandmeðfarnar til kvikmyndunar þar sem raunsæi sögunnar á lítið upp á pallborðið hjá nútímamanninum. Hún er Vlnir Heath Ledger og Wes Bentley í hlutverkum hermannanna Harry Farvershams og Jack Durrance. ekki, eins og nokkrar kvikmynd- ir um líkt efni, byggð á raun- verulegum persónum. Þetta hefði jafn hæfileikaríkur leik- stjóri og Shekhar Kapur (Eliza- beth) átt að gera sér grein fyrir og honum tekst ekki að blása lifi í söguna þótt hann njóti aðstoð- ar ekki síður hæfileikaríks kvik- myndatökumanns, Roberts Ric- hardsons, sem stendur á bak við kvikmyndavélina og gerir sitt til að The Four Feathers sé að útliti til epísk stórmynd. Hefði Kapur verið með frum- samið handrit um sama efni og ekki verið að hengja sig í skáld- sögu sem skrifuð var aldamóta- árið 1900 hefði hann haft mun frjálsari hendur. Útkoman hefði örugglega orðið betri og myndin jafnvel fersk á sama hátt og The Gladiator var fersk þó að efni hennar væri langt í frá að vera nýtt. The Four Feathers er lengi í gang. Það er eins og Kapur hafi talið það skyldu sína að gera áhorfandanum grein fyrir því hvemig hugsanagangur breskra hermanna var á Viktoríutíman- um þegar slagorð hermanna var: Fyrir drottninguna og föður- landið og dauð stríðshetja var Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. meira virði heldur en lifandi stríðshetja. Ekki bæta Heath Ledger og Kate Hudson ástand- ið, en varla er hægt að segja að gneisti á milli þeirra þó að ástin eigi að vera mikil. Myndin tekur ekki við sér fyrr en hetjan okkar, Harry (Ledger) hefur fengið samviskubit yfir að hafa yfirgefið félaga sína á ögur- stund og heldur í humátt á eftir þeim til Súdans. Þar dylst hann meðal araba, tilbúinn að veita hjálp þegar herdeildin hans er að falla í gildru. Þegar hér er komið er The Four Feathers orð- in að þeirri kvikmynd sem lagt var upp með, epísk hetjumynd. Þetta er samt of seint, skaðinn er skeður og það reynist of erfltt að ná henni upp úr þeim öldudal sem hún var komin í. Leikstjóri: Shekhar Kapur. Handrit: Mich- ael Schiffer og Hossein Amini eftir skáld- sögu A.E.W. Mason. Kvikmyndataka: Ro- bert Richardson. Tönlist: James Horner. Aðalleikarar: Heath Ledger, Wes Bentley, Kate Hudson, Djimon Hounsou og Mich- ael Sheen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.