Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Síða 33
33
FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003_____________________________
DV Tilvera
Amber Management
Jack Nicholson og Adam Sandler.
Reiðistjórnun
Helsta frumsýning í Bandarikj-
unum um helgina er Anger
Management, forvitnileg kvik-
mynd meö Jack Nicholson og
Adam Sandler í aðalhlutverkum.
Fjallar myndin um mann sem læt-
ur illa í flugvél. Vegna miskilnings
verður hann æstari. Afleiðingin er
að hann er sendur á námskeið í
reiðistjómun. Þar hittir hann fyrir
ráðríkan leiðbeinanda sem Jack
Nicholson leikur. Leikstjóri er Pet-
er Segal (Nutty Professor II).
Yfirlýsingin
Sá aldni og virti leikstjóri, Norm-
an Jewison, er ekki á þeim buxun-
um að hætta. Hann er nú að hefja
tökur á The Statement eftir hand-
riti Ronalds Harwoods að skáld-
sögu Brians Moores. Um er að
ræða spennumynd þar sem Michael
Caine leikur aðalhlutverkið, nas-
istaforingja sem er á flótta. í öðrum
hlutverkum eru Tilda Swinton, Jer-
emy Northam, Alan Bates, Matt
Craven, Charlotte Rampling, John
Neville og Ciaran Hinds.
Hanks vili endurgera Ikiru
Tom Hanks planar langt fram í
tímann og eitt verkið sem hann er
með í burðarliðnum er að endur-
gera Ddru, meistarverk Akira
Kurosawa frá árinu 1952. Enginn
samúræi er í þessari kvikmynd
Kurosawa heldur er aðalpersónan
skrifstofublók sem fær vitneskju
um að hún sé með ólæknandi
krabbamein og fer í kjölfarið að
reyna að hafa áhrif á heimsmálin.
Að vera Julia
Ungverski leikstjórinn Istvan
Szabo gerir yfirleitt efnismiklar og
dramatískar kvikmyndir (Mephisto,
Meeting Venus, Sunshine). Hann.er
nú að hefja tökur á einni slíkri,
Being Julia,, sem gerð er eftir
handriti Ronalds Harwoods (nóg að
gera á þeim bæ) sem nýverið fékk
óskarsverðlaunin fyrir The Pianist.
Skrifar hann handritið eftir skáld-
sögu W. Somersets Maughams. í að-
alhlutverkum verða Annette Ben-
ing og Jeremy Irons.
Gwyneth Pal-
trow er víst
hundónægð með
nýjustu kvikmynd
sína, View from
the Top þar sem
hún leikur verð-
andi flugfreyju.
Henni hefur alltaf
gengið betur þegar
hún er á óháða markanum og þang-
að leitar hún í næstu kvikmynd
sem hún leikur í, Happy Ending. í
myndinni eru sagðar þrjár sögur
sem tengja nokkra einstaklinga
saman. Meðal annarra leikara eru
Lisa Kidrow og Ray Liotta. Leik-
stjóri er Don Roos (The Opposite of
Sex).
Sleuth
Jude Law er nú að reyna að
koma á koppinn endurgerð hinnar
klassísku sakamálamyndar, Sleuth,
sem gerð var 1972 með þeim
Laurence Olivier og Michael Caine.
Hún var á sínum tíma tilnefnd til
óskarsverðlauna sem besta kvik-
mynd. í henni lék Caine unga
manninn sem Law vill nú leika.
Hann vill svo fá Caine til að leika
hlutverk Oliviers. Sleuth er upp-
runalega gerð eftir leikriti og eru
persónur aðeins tvær og var þeim
ekki fjölgað í kvikmyndaútgáfunni.
Góður endir
Bíófrumsýningar
Játning furðufugls,
stríðsdrama og Rowan Atkinson
Það er veisla fram undan fyrir
alla unnendur góðra kvikmynda. í
dag hefst í Regnboganum kvik-
myndaveisla þar sem sýndar
verða þrettán úrvalskvikmyndir
fram yfir páska. Um er að ræða
fjölþjóðlega kvikmyndagerð þar
sem allir ættu að fá eitthvað við
sitt hæfi. í síðasta mánudagsblaði
DV var kynning á þeim kvik-
myndum sem í boði eru. Við þessa
kvikmyndaveislu bætast svo við
þrjár nýjar myndir sem frumsýnd-
ar verða á fostudag. Engin mynd-
anna er eins ný og breska gaman-
myndin Johnny English. Sama
dag veröur hún heimsfrumsýnd í
London, svo segja má að um
heimsfrumsýningin sé einnig hér
á landi. Charlotte Gray er drama-
tísk kvikmynd sem gerist á stríðs-
áfunum og Confession of Danger-
ous Mind er gullmoli sem margir
hafa hrifist af.
Johnny English
Rowan Atkinson á marga aðdá-
endur hér á landi sem og annars
staðar. Það er fyrst og fremst per-
sónan Mr. Bean, sem hefur haldið
nafni hans á lofti. Fyrir fimm
árum var gerð fyrsta kvikmyndin
um Mr. Bean og sló hún eftir-
minnilega í gegn. Atkinson hefur
ekki leikið aðalhlutverk í kvik-
mynd fyrr en nú að Johnny Eng-
lish lítur dagsins Ijós.
Þegar breska leyniþjónustan
kemst að því að það eigi að stela
skartgripum drottningar er að
sjálfsögðu allt sett í gang til að
hafa uppi á glæpamönnunum áður
en þeim tekst ætlunarverk sitt.
Besti njósnarinn er settur í verk-
Charlotte Grey
Cate Blanchett leikur unga skoska
konu sem kemur til London í upp-
hafi síöari heimsstyrjaldarinnar.
Johnny Engtish
Rowan Atkinson er í þjónustu hennar hátignar. Á innfelldu myndinni er popp-
dívan Natalie Imbruglia sem leikur njósnara.
ið. Sá fær þó ekki tækifæri til að
sýna hvað hann getur, er kominn
sex fet undir jörðina áður en var-
ir. Nú eru góð ráð dýr, enginn
njósnari á lausu, nema nýliðinn
Johnny English. Allt er hey í
harðindum segir máltækið og
English fær verkið þótt hæfileik-
arnir séu takmarkaðir.
Auk Rowan Atkinsons leika í
myndinni John Malkovich, Ben
Miller, Tim Pigott-Smith og söng-
stjaman Natalie Imbruglia sem er
að leika fyrsta hlutverk sitt i
kvikmynd. Leikstjóri er Peter
Howitt (Sliding Doors).
Confession of a Dangerous
Mind
Maður aö nafni Charles Hirsch
Barris skrifaði ævisögu sína fyr-
ir nokkrum árum. Barris, sem
þekktur var úr bandarísku sjón-
varpi fyrir að vera ábyrgur fyrir
mörgu af því lélegasta sem fýrir
áhorfendur kom á sjöunda ára-
tugnum, meðal annars The Gong
Show, upplýsti aö með fram því
að starfa í sjónvarpi hefði hann
verið leigumorðingi á vegum CIA
og hefði 33 mannslíf á samvisk-
unni. Barris þótti ekki ábyrgur
náungi og það voru ekki margir
sem tóku þessa játningu hans al-
varlega og talsmaður CLA sagði
þetta hlægilegt.
Bókin heillaði George Clooney
og valdi hann söguna sem fyrsta
leikstjómarverkefni sitt og fékk
snillinginn Charlie Kaufman
(Being John Malkovich, Adapta-
tion) til að skrifa handrit eftir
henni. Síðan valdi Clooney lítt
þekktan leikara, Sam Rockwell, til
að leika aðalhlutverkið. Dæmið
gekk upp hjá Clooney. Myndin
þykir góð og Clooney byrjar leik-
stjómarferil sinn af miklum krafti
og kunnáttu. Hefur hann ömgg-
lega fengið ieiðsögn hjá vini sínu,
Steven Soderberg, sem er einn
framleiðandi myndarinnar.
Confession of a Dangerous Mind
Confession of a Dangerous Mlnd
Sam Rockwell leikur Charles Barris og Drew
Barrymore, unnustu hans.
skartar nokkrum kvikmynda-
stjömum, meðal annars Juliu Ro-
berts, Drew Barrymore og Cloon-
ey sjálfum.
Charlotte Gray
Kvikmyndabransinn er karl-
mannsvænn, svo ekki sé meira
sagt. Þaö er því undantekning að á
fjörur okkar rekm' kvikmynd sem
er að miklu leyti gerö af konum.
Leikstjórinn er hin ástralska Gilli-
an Armstrong sem er einn fárra
kvenkyns leikstjóra sem hafa öðl-
ast alþjóðlega viðurkenningu.
Meðal kvikmynda sem hún hefur
leikstýrt eru My Brilliant Career,
Mrs. Soffel, Little Women og Osc-
ar and Lucinda.
Charlotte Grey gerist í London í
miðri síðari heimsstyrjöldinni.
Yfir standa loftárásir Þjóðverja á
höfuðborgina. Charlotte Gray er
ósköp venjuleg kona sem kemur
til borgarinnar til aö hjúkra
særðum. Kvöld eitt kynnist hún
flugmanni, sem er í leyfi, og þau
verða ástfangin. Hamingjan virö-
ist blasa við þeim í skugga styrj-
aldar. Stuttu síðar kemur kallið
aftur og vél hans er skotin niður
í Frakklandi. Charlotte heldur í
leit að týnda flugmanninum og
ástinni í lífi sínu.
Með titilhlutverkið fer Cate
Blanchett, landa Armstrong. í
öðrum hlutverkum eru Billy
Crudup, Michael Gambon, James
Fleet og Charlotte McDougall.
-HK
Innrásin frá
Síðasta fimmtudagskvöl var ríf-
andi stemning á Kringlukránni hjá
Dalvíkingunum Hjálmari Hjálmars-
syni og vaxtarræktartröllinu Fíln-
um, fyndnasta manni íslands. Þeir
ætla endurtaka uppistandið í kvöld
á Kringlukránni kl. 22.
Sigurvin Jónsson, fyrrum mark-
vörður Dalvíkinga í meistaraflokki
karla í knattspýmu, eða „Fíllinn"
eins og hann kallar sig jafnan, vann
með glæsibrag í fyrra keppnina
Fyndnasti maður íslands. Fíllinn
hefur skemmt norðanmönnum með
einstakri kimnigáfu sinni. Nú er
komið að því að sunnanmenn fái að
njóta hans á ný.
Hjálmar Hjálmarsson, leikari,
söngvari, hagyrðingur og fyrrum
Dalvík
Hjálmar Hjálmarsson.
línuvörður, starfar nú sem prófarka-
lesari á Ekkifréttastofu íslands og er
einn af fáum íslendingum sem hefur
séð ekkifréttamanninn Hauk Hauks-
son í eigin persónu. í uppistandi
Hjálmars má greina sterka þjóðfé-
lagsrýni, breiða pólitíska sýn og al-
menna heimsku.
Saloti Ritz stt
tjrtisto^
Salott Ritz stt
■t/rtistofá^
Salon Ritz srti
\t/rtisto£a~
Salott Ritz
Við kennum þér hann að véla
og fjarstýringuna að fela
þá kemur á daginn
að auðveldur gæinn
fer með þér upp í sófa að kela.
Framhald
Salon Ritz snyrtistofa Salon Ritz snyrtistofa Salon Ritz snyrtistofa Salon Ritz