Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Qupperneq 34
FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 HafnaiH Magdeburg Alexander Petersons, leikmaður Gróttu/KR, hafnaði í gær tilboði frá þýska úrvalsdeildarliðinu Magdeburg. Petersons æfði í nokkra daga með Mag- deburg fyrir skemmstu og í kjölfarið gerði liðið leikmanninum tilboð sem hann hafnaði síðan í gær. Nokkur er- lend lið eru á höttunum eftir Petersons en hann fer til þýska annarrardeildar- liðsins Dusseldorf í næstu viku og æfir með liðinu í mokkra daga. -JKS- Síöari leikirnir í 8-liöa úrslitum karla í handknattleik í kvöld: GeysHega nftið í húli - Ágúst Jóhannsson sér fram á mikla baráttu í leikjum kvöldsins íris Svavarsdótíir, frjálsí- þróttakona úr FH, náði besta ár- angri ársins í hástökki kvenna innanhúss í vikunni þegar hún fór yfir 1,70 metra á innanfélags- móti FH í Kaplakrika. Þetta er besti árangur hennar innanhúss og jafnt besta árangri hennar ut- anhúss skv. afrekaskrá FRÍ. Gerður Rún Guðlaugsdóttir, iR, lenti i þriðja sæti í 10 km götuhlaupi á danska meistara- mótinu sem haldið var í Svend- borg. Gerður hljóp vegalengdina á 36,46 mínútum sem er janframt besti árangur hennar. Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves, sem leikur með Bayem Múnchen, hefur bæst á langan sjúkralista liðsins. Fimm aðrir lykilmenn þess voru meiddir fyrir. Úr þessu ættu þessi meiðsl ekki að koma i veg fyrir að Bæjarar vinni sinn 18. meistaratitil en liðið hefur 14 stiga forystu í deildinni. Liðið þarf sjö stig til viðbótar til að landa titlinum. Clarence Seedorf hjá AC Mil- an meiddist á hné í leiknum gegn Ajax í meistaradeildinni í Amsterdam í fyrrakvöld. Meiðsl- in eru svo alvarleg að hann leik- ur ekki meira það sem eftir lifir tímabilsins. Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hefur tilkynnt fé- lagaskipti yfir í Golfklúbb Kópa- vogs og Garðabæjar. Birgir Leif- ur hefur fram að þessu leikið undir merkjum Glofklúbbs Leyn- is á Akranesi. Hann ætlar að leika á mótum hér innanlands í sumar og í haust á úrtökumótum Evrópsku mótaraðarinnar eins og undanfarin ár. Skoska liðið Celtic mætir Boavista frá Portúgal í undanúr- slitum UEFA-bikarsins á Celtic Park í Glasgow í kvöld. Celtic teflir fram sínu sterkasta liði og á Ricardo Pereira, þjálfari Boa- vista, von á erfiðum leik. Hann segir Celtic líklegra liðið enda á heimavelli með 60 þúsund áhorf- endur að baki sér. Martin O’Neill, knattspymu- stjóri Celtic, varar menn við of mikUli bjartsýni og vill halda sig á jörðinni. Boavista sé sýnd veiöi en ekki gefin. „Við stefnum auðvitað leynt og ljóst að þvi að komast í úrslit keppninnar," sagði O’Neill. Þess má geta að Celtic hefur ekki tapað 10 leikj- um í röð á heimavelli í Evrópu- keppni. í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Porto og Lazio. Þama er á ferð mjög athyglisverð viðureign þar sem möguleikam- ir eru jafnir eins og þjáifarar beggja liða komust að orði á blaðamannafundi í gær. Lazio verður án tveggja sterkra leik- manna en Jaap Stam og Dejan Stankovic eiga við meiðsl að stríða. Essen sigraði Kiel, 27-25, í þýsku bundeslígunni í hand- knattleik í gærkvöld. Patrekur Jóhannesson skoraði 2 mörk fyrir Essen og Guðjón Valur Sigurðsson 1. Magdeburg sigr- aði Pfullingen, 38-30, og Lemgo sigraði Wilhelmshavener, 29-26. Lemgo er efst i deildinni en á eft- ir koma Flensburg, Magdeburg og Essen. -JKS Siðari leikirnir í 8-liða úrslitum karla í Esso-deildinni i handknatt- leik fara fram í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19.15. Úrslitin sem komu hvað mest á óvart í fyrstu umferð voru sigur Framara á Haukum í Hafnarfirði. Önnur úrslit voru samkvæmt bókinni. Ekki kæmi samt á óvart þótt grípa þyrfti til oddaleiks í öllum viður- eignunum en það kemur allt sam- an í ljós eftir leikina í kvöld. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, sagði að það hefði komið sér og fleirum geysilega á óvart að Framarar skyldu vinna Hauka á útivelli í fyrsta leiknum. „Það er bara þannig að ef Fram- arar ná að leika góðan vamarleik Þriðja úrslitarimma Grindvík- inga og Keflvíkinga um íslands- meistaratitilinn í körfuknattleik verður háð i Grindavík í kvöld og hefst hún klukkna 19.15. Keflvíking- ar leiða einvígið, 2-0, og geta þannig með sigri í kvöld landað íslands- meistaratitlinum. Grindvíkingar munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna og koma sér þannig inn í einvígið en það tekst ekki nema aliir leikmenn liðsins leggist á eitt. Keflvíkingar hafa sýnt það í úrslitakeppninni og þeir hafa á að skipa mjög öflugu liði og eru ekki árennilegir. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari eru þeir mjög erfiðir viðureignar. Ég hallast samt að því að Haukar vinni leikinn í Safamýrinni í kvöld þó svo að ég útiloki alls ekki að Framarar geti klárað þetta ein- vígi. Ég met stöðuna þannig að þetta sé úrslitaleikur um það hvort liðið komist áfram; það er að segja ef Haukar vinna í kvöld þá klára þeir dæmið í oddaleik á heimavelli. Ég vil ekki trúa öðru en að Haukar rífi sig upp og finni lausn á framliggjandi vörn Fram- liðsins,“ sagði Ágúst sem spáir einnig í aðra leiki kvöldsins í 8- liða úrslitunum. Býr meira í FH-liðinu „Ég sá leik Valsmanna og FH- KR, sagöi Keflvíkinga hafa fengið mikið sjálfstraust eftir leikina við Njarðvíkinga og það hefði fylgt þeim inn í leikina gegn Grindavík. „Ég sé þetta sjálfstraust, sem Keflvikingar hafa, klára rimmuna við Grindvíkinga. Fyrstu tveir leik- ir liðanna hafa verið hörku- skemmtilegir en Keflvíkingar hafa verið sterkari og ég sé fátt sem get- ur stöðvað þá. Ég er svolítið hrædd- ur um að Keflvíkingar hampi titlin- um í kvöld en ég vona samt að þetta einvígi fari út í fleiri leiki. Það er langt síðan ég hef séð jafnt gott lið og Keflvíkingar eiga um þessar mundir. Keflvíkingar voru nógu erf- inga á Hlíðarenda þar sem Valur var miklu betra liðið. Valsmenn voru þar miklu grimmari og ákveðnari í því að sigra. Ef Vals- liðið heldur áfram að spila þann varnarleik sem það hefur verið að gera er ekki nokkur spurning um að það klárar dæmið í Kaplakrika í kvöld. Engu að síður veit ég að það býr miklu meira í FH-liðinu en menn eins og Logi Geirsson voru að leika langt undir getu í fyrsta leiknum. Eins fundu mark- menn FH-liðsins sig ekki í leikn- um og fleira væri hægt að tína til. Þegar öllu er á botninn hvolft hall- ast ég að því að FH-ingar vinni Valsmenn á sínum heimavelli í kvöld og oddaleik þurfi síðan til iðir með Damon Johnson innan- borðs en með tilkomu Edmunds Saunders er liðið það sterkasta sem ég hef lengi séð á íslandi. Ég hef sagt að það eina sem geti stöðvað þetta lið sé þeir sjálfir og ég hugsa að það stafi af kæruleysi ef þeir tapa leiknum við Grindavík í kvöld. Ég trúi samt ekki öðru en að Grindvík- ingar leggi allt í sölumar en þeir verða þá að eiga stórleik eigi það að takast hjá þeim. Það er eitthvað sem segir mér að þessari rimmu ljúki í kvöld þó að ég voni annað,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, í samtali við DV. -JKS að skera úr um hvort liðið fari áfram í undanúrslit.“ Trú á ÍR-ingum „Fyrirfram var ég búinn að spá því að ÍR myndi vinna viðureign- ina við Þór 2-1. Ég sá síðari hálf- leik í fyrsta leik liðanna í sjón- varpi þar sem ÍR-ingar voru miklu betri. Mér fannst leikur Þórsara hálf vandræðalegur á köflum og þeir þurfa heldur betur að bretta upp ermarnar í kvöld. Ég hef al- veg eins trú á því að ÍR-ingar vinni á Akureyri í kvöld og kom- ist áfram. Það er erfitt að leika á Akureyri en ef ÍR-liðið nær að leika agaðan leik þá klárar það þessa viðureign í kvöld.“ HK svarar fyrir sig „Ég held að HK-liðið hljóti að koma til baka og jafni þannig viðureignina gegn KA. íslands- meistarar KA léku sannfærandi í fyrsta leiknum á Akureyri en það er aldrei að vita nema rútuferðin hafi setið eitthvað í HK-mönnum. Ég neita að trúa því að menn eins og Árni Stefánsson og hans menn vilji nú fara í frí með 2-0 tap á bakinu. Ég hef að óreyndu ekki trú öðru en að HK-menn svari fyr- ir sig í leiknum í Digranesi í kvöld. Þetta verður hörkuleikur tveggja baráttuliða en hinu má ekki gleyma að nokkrir leikmenn KA-liðsins hafa yfir mikilli reynslu að ráða. Það getur þvi brugðið til beggja vona en HK-lið- ið hefur verið að leika sérlega vel í vetur og ég hef því tröllatrú á þeim í kvöld,“ sagði Ágúst Jó- hannsson, þjálfari Gróttu/KR. -JKS Tíu leikir voru háðir í bandaríska körfuboltanum í nótt sem leið og urðu úrslit í þeim þessi. Washington-Boston .........83-87 Jordan 21, Brown 17, Stackhouse 16 - Walker 24, Pierce 20, Bremer 20 Orlando-Toronto............88-82 McGrady 37, Giricek 14, Hunter 8 - Williams 15, Alston 14, McCoy 12 Atlanta-New Jersey........97-92 Terry 24, Rahim 18, Glover 18 - Kidd 23, Rogers 15, Kittles 14, Jefferson 14 Detroit-Chicago .........111-102 Billups 29, Robinson 24, Okur 19 - Crawford 26, Rose 24, Curry 20 MiUwaukee-LA Clippers . . 112-92 Kukoc 26, Cassell 22, Payton 21 - Brand 21, Maggette 20, Piatkowski 16 New Orleans-Cleveland . . .100-81 Mashbum 28, Wesiey 17, Magloire 14 - Jones 21, Hgauskas 15, Boozer 10 San Antonio-Portland .... 84-79 Ginobili 17, Parker 15, Bowen 13 - Anderson 20, Stoudamire 12, Wells 12 Utah Jazz-Houston .........94-73 Harpring 23, Kirilenko 15, Padgett 13 - Taylor 10, Posey 10, Rice 9, Mobley 9 Phoenix-Dallas ...........112-89 Marion 31, Marbury 20, Stoudemire 17 - Nowitzki 26, Van Exel 22, Johnson 9 Seattle-Minnesota.........100-92 Allen 33, Lewis 19, Radmanovic 12 - Gamett 29, Szczerbiak 26, Hudson 13 Þaö var á köflum ekkert gefiö eftir (fyrstu viöureign ÍR og Þórs og svo veröur einnig á Akureyri i kvöld. Landa Keflvíkingar íslandsmeistaratitlinum í kvöld? Fátt sem stöðvar þá - segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR-inga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.