Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 2003 Sport „Búbbi” telur Hartson lykilinn Jóhannes Eövaldsson, „Búbbi“, fyrrum leikmaöur Glas- gow Celtic, telur aö sigurvilji John Hartson, leikmanns Celtic, sé lykillinn að því að liðinu tak- ist að leggja Boavista að velli í undanúrslitum Evrópukeppni fé- lagsliða en liðin eigast við í kvöld. Þetta sagði hann í viötali viö enska íþróttavefmn, Sportinglife. Þess má geta að Jóhannes Eðvaldsson lék síðast þegar þessi lið mættust í Evrópukeppni bikarhafa árið 1975. Jóhannes segir að frábært keppnisskap og hugarfar þessa welska landsliðsmanns geti fleytt liðinu langt. „Hartson hef- ur leikið frábærlega. Hann legg- ur sig allan fram, þykir frábært að skora mörk og þolir ekki að tapa. Maður sér það á andlitinu á honum aö hann þolir þaö ekki. Það sást berlega þegar hann mis- notaði færin í bikarúrslitunum gegn Rangers, auk þess sem hann brenndi af víti,“ sagöi Jóhannes. Hann segist óttast að liðið endi tímabilið án þess að hafa uppskorið nokkuð þrátt fyrir að vera að keppa um verðlaun á íjórum vigstöðvum. „Ég er mjög hræddur um að það gerist. Það væri hins vegar frábært afrek að komast í úrslit Evrópu- keppninnar, en við verðum hins vegar að vinna úrvalsdeOdina skosku. Fyrir Celtic er það mikilvægast. Við getum ekki leyft Rangers að vinna þrefalt, þrátt fyrir að frábært væri að vinna Boavista. Ég spái því að ef við náum að vinna Boavista með þremur mörkum og án þess að fá á okkur mark, þá munum við einnig vinna deildina," sagði Jóhannes að lokum. -PS Clarence Seedorf, leikmaður AC Mil- an, leikur ekki meira með liðinu á þessari leiktíð, en hann meiddist á hné í leik liðsins gegn Ajax í Meist- aradeiidinni í fyrrakvöld. Leiktimi i leik íslands og Færeyja í undankeppni EM fyrir 2004 í Portúgal hefur verið ákveðinn. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli þann 7. júní og hefst hann kl. 15.00. Everton og Aston Villa hafa ákveöið að hætta við keppnis- og æfingaferð sem fyrirhuguð var eftir keppnistímabilið, en ferðinni var heitið til Kína. Ástæðan er SARS- vírusinn banvæni sem stungið hefur sér niður i landinu. -PS Grenlækur, svæöi eitt: Bypjaö Sjóbirtingsveiðm gengur ágæt- lega víða og í gærmorgun var opnað svæði eitt í Grenlæk fyrir veiði- mönnum. Byrjunin í vorveiðinni hefur sjaldan verið betri en núna. „Þetta var svakalega fallegur fisk- ur sem tók flugu og var sleppt aftur í lækinn. Það var mikið af fiski þama en hann var tregur," sagði Valgarður Ragnarsson, Valli hjá veiðibúðinni við Lækinn í Hafnar- firði, en hann var að koma úr Galtalæk. „Við sáum mikið af fiski en hann var tregur, við fengum tíu fiska og þetta var fint,“ sagði Valgarður enn fremur. „Veiðimenn byrjuðu hjá okkur á svæði eitt í Grenlæk í morgun en ég hef ekki náð í neina veiðimenn enn þá. Við vorum þarna fyrir nokkrum dögum," sagði Rögn- valdur Hallgrímsson, annar af leigu- DV Formúlufarsinn heldur áfram taliö aö Fischicella hafi haft forystuna einum hring fyrr en áöur var haldið Enn er ekki öruggt hvor þessara ágætu herramanna, Giancario Fischiceila, t.v., eða Kimi Raikkonen er raunverulegur sigurvegari Formúlunnar í Brasilíu um síöustu helgi. Svo virðist sem úrslitin í Formúl- unni, sem fram fór í Sao Paulo í Brasilíu um síðustu helgi, séu ekki alveg ráðin og svo getur farið aö Gi- ancarlo Fischicella verði úrskurðað- ur sigurvegar, eins og gert var í fyrstu, í stað Finnans Kimi Raikkonens. Talið er að upplýsingar frá tímavörðum, sem leitt hafi til þess að Finninn var úrskurðaður sigurvegari, hafi verið rangar. Keppni þessi varð allsöguleg þar sem hún var stöðvuð eftir að eknir höfðu verið 55 hringir, í kjölfar fjölda óhappa í brautinni þar sem ríktu einstaklega erfiðar aðstæður vegna mikUla rigninga. Ástæðan fyrir því að Raikkonen var úrskurðaður sigurvegari eru reglur sem segja til um að raun- verulegur sigurvegari sé sá sem hafi forystuna tveimur hringjum áð- ur en rauða flagginu var veifað. Talið var að það heföi verið Raikkonen, en nú hefur Alþjóða akstursíþróttasambandið tilkynnt að því hafi verið send gögn þar sem Gary Neville, leikmaður Manchester United, segir að leikur Real Madrid i fyrrakvöld hafi minnt sig á sýningarleiki Harlem Glo- betrotters körfuknattleiksliðsins fræga. „Þeir léku stórkostlega knatt- spymu í fyrri hálfleik. Sumir segja að við höfum sýnt þeim allt of mikla virðingu og við höfum verið hræddir, en stundum þarf það ekki til og það var svo sannarlega ekki í þessu tilviki. Maöur getur hins veg- ar ekki annað en dáðst að leik Real Madrid í þessum leik. Við komumst hreinlega aldrei nálægt þeim í fyrri hálfleik, sem gerði okkur mjög erfitt fyrir og auövitað er leikurinn í heild sinni og úrslit hans mikil von- brigði,“ sagði Neville. Það bíður leikmanna Man. Utd erfitt verkefni í síðari leiknum á Old Trafford eftir tvær vikur og þurfa þeir að vinna upp tveggja marka forskot á heimavelli sínum. Roy Keane, fyrirliði Man. Utd, segir að þetta sé eitt erfiðasta verkefni fram komi sannanir um að Fiscicella hafi í raun verið byrjaður á 56. hring í stað þess aö hafa verið sem hann hafi staðið frammi fyrir í herbúðum félagins. „Þetta er án efa stærsta áskorun sem þetta lið getur fengið, að leggja Real Madrid með tveimur mörkum. Svona er knatt- spyrnan, en það kannski léttir svo- lítið á pressunni hjá okkur nú að að ljúka 55. hring. Þetta þýðir að þegar búið er að draga þessa tvo hringi frá hafi Fischicella í raun það halda allir að við séum úr leik, þannig að í raun höfum við engu aö tapa. Þetta lið Real Madrid er fullt sjálfstrausts og þeir trúa því í raun að þó að þeir fái á sig 3-i mörk þá muni þeir alltaf skora fleiri,“ sagði Roy Keane, fyrirliði Man. Utd. -PS verið að byrja á 54. hring en Raikkonen verið að klára 53. hring. Jordan liðið hefur einnig sagst hafa sannanir fyrir því að þetta væri raunin. Forsvarsmenn McLaren-liðsins sögðust anda með nefinu. „Ef það hafa verið gerð mis- tök í tímatökunni þá er eðlilegt að úrslitum keppninnar verði breytt,“ sagði talsmaður McLaren-liðsins, en Kimi Raikkonen, sigurvegari Sao Paulo Formúlunnar, keppir fyrir liðið. -PS Kanoute fer frá West Ham Frederic Kanoute, leikmaður West Ham, hefur lýst því yfir að hann sjái framtíð sína annars staðar en hjá félaginu, en hann hefur lítið fengið að spreyta sig frá því að hann varð góður af meiðslum síðari hluta vetrar. „Ég hef lagt hart að mér að komast í form eftir tímabil sem einkennst hefur af meiðslum og vonbrigðum hjá mér. Nú er ég kominn í gott líkamlegt form en ég fæ ekki að leika neitt og því hef ég ákveðið að framtíö mín sé hjá einhverju öðru félagi, félagi sem ég fæ að spila hjá. Þessi ákvörðun stendur hvort sem fé- lagið fellur eða ekki. Það er kom- ið nóg,“ sagði Kanoute. Kanoute er fyrsti leikmaður- inn í herbúðum West Ham sem hefur tilkynnt að hann ætli að fara frá félaginu þegar tímabil- inu lýkur, en líklegt er talið að Paulo Di Canio bætist í hópinn fljótlega, en hann er með lausan samning þegar timabilinu lýkur. -PS Hoddle íær eyðslufé Glen Hoddle, framkvæmdastjóri Tottenham, hefur fengið vilyrði fyr- ir því frá stjórn félagsins að hann fái fé í sumar til að kaupa leikmenn og styrkja hópinn. Stjórnarformað- ur Tottenham, Daniel Levy, segir að ætlunin sé bæði að styrkja hópinn verulega og að auka breiddina í honum. Hann segir að staða félagsins sé traust þrátt fyrir hrun á leikmanna- markaðinum. Levy segir að stefnan sé sett á að koma liðinu meðal þeirra bestu og liður í því sé að láta Hoddle hafa fé til að kaupa leikmenn. -PS Stórleikur Real Madrid gegn Manchester United: Minnti Gary Neville á Harlem Globetrotters Úr leik „Harlem Globetrotters" og Manchester United í fyrrakvöld. i gærmorgun tökum svæðisins, í samtali við DV- Sport í gærdag, er við spurðum um stöðuna á svæðinu. „Það eru komn- ir á milli 25 og 30 fiskar i Minni- vallalæknum, veiðimenn eru á fullu að veiða Tungulæknum," sagði Þröstur Elliðason í gærdag, er við spurðum um MinnivaUalæk og Tungulækinn. Veiðin í Soginu hef- ur farið róleg af stað og hafa veiði- menn fengið lítið. G.Bender Valgarður Ragnarsson með tv' 7 punda urriða sem tók flugu og var sleppt aftur í Galtalækinn. DV-mynd FF Stangaveiöifélag Akureyrar: Stofnun félags- ins á laugardag „Við vonum að sem flestir veiðimenn mæti til að stofna fé- lagið," sagði Ragnar Hólm Ragn- arsson í undirbúningsnefndinni í samtali við DV-Sport. En Ragn- ar er öllum hnútum kunnugur í veiðinni og fyrrum formaður Ár- manna til nokkurra ár. En á laugardaginn næsta verður haldinn undirbúnings- fundur að stofnun Stangaveiðifé- lags Akureyrar og fundurinn verður haldinn á Hótel KEA kl. 15. Tilgangurinn með stofnun fé- lagsins er aö efla samkennd með- al veiðimanna á Akureyri, fá þá til að sameina krafta sína í einu stóru félagi, stuðla að auknu fé- lagsstarfi meðal veiðimanna, bæta umgengni við náttúruna, efla unglingastarf og horfa til þess að taka á leigu veiðisvæði í náinni framtíð. Það verður spennandi að sjá hvemig til tekst, veiðimenn eru margir á Akureyri og nágrenni, sem veiða mikið víða um svæð- iö. Veiðilendur eru góðar og ekki veitir af samtakamætti veiðimanna þessa dagana. G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.