Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2003, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað I DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. sefur 550 55 55 SIMINN SEM ALDREI Gefum betri lieilsu því nudd gerir fólk hraustara og veitir betri líðan. í>ess vegna býður Kínverska nuddstofan í Hamraborg falleg gjafakort. Það er tilvalið að gefa vinum og ættingjum sínum betri líðan í gjöf- Sanngjarnt verð og vönduð þjónusta fyrsta flolclcs fagmanna. fönas Ingólfur Gunnarsson viö málverk sitt Jónas Gunnarsson opnar sýningu á verkum sem hann málaði í krabbameinsmeðferð: Tek einn dag fyrir í „Ég var mikið að mála þegar ég var yngri en hafði ekki sett máln- ingu í pensilinn i mörg ár þangað til i fyrra þegar ég veiktist," segir hinn 21 árs Jónas Ingólfur Gunnarsson sem opnar í dag sýningu á myndlist- arverkum sínum í K-byggingu Landspítalans. Hann greindist með eitlakrabbamein fyrir tæpu ári og hóf að mála á ný í meðferðinni. Af- raksturinn fáum við svo að sjá í dag þegar sýning hans verður opnuð en hún verður einnig opin á morgun. „Það verða eitthvað um 20 verk á sýningunni en þau eru öll máluð á síðustu mánuðum. Ég hef aðallega ‘ verið að fást við landslagsmyndir en eitthvað er þó af abstraktmyndum þama líka,“ segir Jónas sem mun svo halda á heimaslóðir vestur í land í byrjun næsta mánaðar til þess að sýna verk sín þar. „Þann 1. maí verð ég svo með sölusýningu í Klifi i Ólafsvík, ná- lægt heimaslóðum mínum á Snæ- fellsnesi, en auðvitað er fólki frjálst að gera mér tilboð í myndimar héma fyrir sunnan líka,“ segir hann og brosir. Jónas verður við- staddur fyrir hádegi báöa sýningar- dagana og einnig eftir klukkan f]ög- ur vilji fólk ná tali af honum. „Myndlistin hjálpaði mér mikið í þessum veikindum mínum," segir Jónas og heldur áfram, „ég lá inni á spítala í um mánuð eftir að ég greindist með krabbameinið og var þar að auki í geislameðferð í u.þ.b. mánuð. Eftir það hef ég verið í sjúkra- og iðjuþjálfun hjá Göngu- deiid LSH í Kópavogi en þaö er sér- hæfð endurhæfingarstöð fyrir fólk með krabbamein. Þar hóf ég svo að mála á ný en eins og ég sagði áður þá hjálpaði það mér mikið á meðan á meðferðinni stóð.“ Þegar verk Jónasar eru skoðuð í tímaröö sést greinilega að eftir því sem timinn líður verða verk hans öll bjartari sem endurspeglar kannski hugarástand listamannsins en í dag hefur Jónas náð miklum bata. „Ég er þegar búinn að selja þrjú verk og vonandi eiga fleiri eftir að seljast en það verður bara að koma í ljós. Hvað framhaldið varðar þá mun ég reyna að mála eitthvað áfram ef tími gefst tU. Ég er búinn í meðferðinni og er meira að segja farinn að starfa hálfan daginn á göngudeUdinni sem ég var sjálfur á þannig aö maður veit ekki alveg hvemig myndlistin á eftir að þróast. Ég tek bara einn dag fyrir i einu og sé svo hvað gerist.“ -áb Fall íraksstjórnar: Fagnaðarefni „Öllum frjálshuga mönnum er fagn- aðarefni þegar hárðstjórn er rutt úr vegi,“ segir Bjöm Bjamason um faU Iraks- stjómar. „Nú skiptir mestu að meö janfskjótum hætti og tókst aö feUa Saddam af staUi verði tekið tU við að búa írökum betri framtíð undir lýö- ræðislegri og mannúðlegri stjóm þeirra sjálfra." Bjöm segir að Sameinuðu þjóðimar hafi mikUvægu hlut- verki að gegna við það verkefni. „En það þarf líka að hafa skýra forystu og það er ijóst aö þeir sem hafa haft forystu um að bjarga heiðri Sameinuðu þjóð- anna í baráttunni viö Saddam Hussein hljóta áfram að leiða þetta verk,“ segir Bjöm. -ÓTG Aðeins SÞ geta gefið Bjöm Bjarnason. „Það er að sjálf- sögðu gleðiefni að Saddam Hussein og hans stjóm faUi en við endur- heimtum ekki þau mannslíf sem þessi hUdarleikur segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- grænna. Ótrúlegt er að sjá mis- vísandi yfirlýsingar mUli ráðu- neyta í Washington. Það er mjög miður ef þeir ætla að halda Sam- einuðu þjóðunum þar fyrir utan, en það þarf sem fyrst að koma þama á lögmætri skipan og SÞ era eini aðUinn sem þar getur komið tU sögunnar og gefið þessu lögmæti, eins og Kofi Ann- an hefur sagt. Stríðiö er ólögleg aögerð en betra er seint en aldrei að fara aö virða alþjóðlegar leik- reglur. Þetta stríð er hörmulegt dæmi um að Bandaríkjamenn eru gjarnir á að skjóta fyrst og spyrja svo“. -GG Stelngrímur J. Slgfússon. hefur kostað," 1 dagur í jackass® Sjálfvírk slökkvitæki fwir sjónvörp Síml 517-2121 H. Blöndal ehf. Auðbrekku 2 - Kópavogi Innflutningurog sala ■ www.hblondal.com EINN EINN TVEIR NEYÐARLÍNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRAUÐ j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.