Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2003, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003
DV
Fréttir
Unniö aö rannsókn á notkun Ijósabekkja og áhættu á sortuæxlum:
94 ppósent kvenna
í Ijós lyrir tvftugt
Rétt 54% karla og 94% kvenna
20 til 29 ára hafa farið í ljósa-
bekki fyrir tvítugt, samkvæmt
niðurstöðum könnunar sem unn-
in hefur verið um notkun ljósa-
bekkja og áhættu á sortuæxlum.
Það er Elín Anna Helgadóttir
læknanemi sem vinnur könnun-
ina í samvinnu við Læknadeild
HÍ, húðdeild Landspítala Há-
skólasjúkrahúss og Rannsóknar-
stofu í heilbrigðisfræöi HÍ.
í inngangi könnunarinnar segir
að undanfarin ár hafi tíðni sortu-
æxla aukist meðal hvíta kyn-
stofnsins um allan heim. Hér hafi
þessi aukning veriö mest hjá ungu
fólki, sérstaklega ungum konum,
og sé sortuæxli nú algengasta
krabbameinið í þessum aldurs-
hópi. Hugsanlega megi skýra þetta
út frá breyttu hegðunarmynstri.
Elín Anna sagði við DV að til-
gangur rannsóknarinnar hefði
verið að kanna Ijósabekkjanotkun
almennings og bera saman við
sjúklinga með sortuæxli. Kannað-
ur var hópur sjúklinga, samtals
551 einstaklingur, 164 karlar og
387 konur. Samanburðarhópurinn
samanstóð af 1653 einstaklingum,
völdum af handahófi í sama ald-
urs- og kynjahlutfalli og sjúklinga-
hópurinn. Ekki hefur tekist að
afla upplýsinga frá nægilega
mörgum sjúklingum til að saman-
burður hópanna sé raunhæfur.
Því er eingöngu skýrt frá hegðun-
armynstri viðmiðunarhópsins
varðandi ljósabekkjanotkun. Nið-
urstöður sýna að 70% kvenna hafa
notað ljósabekki en 35% karla.
Notkunarmynstur kynjanna er þó
svipað. Ljósabekkjanotkunin er
mikil meðal ungs fólks, eins og að
ofan greinir. Notkunin minnkar
með aldrinum hjá báðum kynjum,
39% karla og 70% kvenna 20 til 29
ára hafa farið í ljós síðustu 12
mánuði á móti 15% karla og 50%
kvenna 40 til 49 ára. Yngri konur
fara í fleiri ljósatíma en eldri kon-
ur. 30% karla og 42% kvenna sem
farið hafa í ljós hafa brunnið í
ljósabekk.
Af þessum niðurstöðum má
draga þá ályktun að Ijósabekkja-
notkun íslendinga sé mikil, aðal-
lega meðal ungs fólks og þá sérsta-
lega kvenna. Þetta samræmist
aukinni tíðni sortuæxla í þessum
hópum en ekki sé hægt að fullyrða
endanlega um þessi tengsl fyrr en
viðmiðunarhópurinn hefur verið
borinn saman við hóp sjúklinga
sem greinst hafa með sortuæxli.
Elín Anna sagði við DV að nú
ynni hún að því að bera almennt
notkunarmynstur ljósabekkja
saman við sjúklingahópinn. Mjög
hefði komið á óvart hversu mikil
notkun væri á ljósabekkjum. Ekki
síst ætti þetta við um ungt fólk
sem jafnframt væri í hvað mestri
áhættu vegna viðkvæmrar húðar.
-JSS
Tími nagla-
dekkjanna
liðinn
Tími nagladekkjanna er liðinn
frá og með deginum í dag, 16. apríl.
Það þýðir að allir eiga að vera
komnir á sumardekkin þegar þessi
dagur er liðinn. Margir hafa þegar
skipt yfir á sumardekkin og nokk-
uð er um að ökumenn hafi aldrei
skipt yfir á vetrardekkin vegna
veðurblíðunnar sem ríkt hefur
lungann úr vetrinum. En árleg töm
á dekkjaverkstæðunum er hafin og
eins gott að drífa sig.
En þrátt fyrir reglur um dekkja-
skipti er lögregla ekki vön aö grípa
til aðgerða aki menn um sinn á
vetrardekkjunum. Páskar eru að
fara í hönd og óvíst hvort öku-
mönnum gefst ráðrúm til að skipta
yfir á sumardekkin fyrir hátíðar.
Almennt tekur lögregla mið af að-
stæðum. En vegna langvarandi veð-
urblíðu og góðrar færðar víðast.
hvar má búast við að lögreglan fari
fljótlega eftir páska að ræða við
menn sem aka þá enn um á nagla-
dekkjum.
Kostnaður við skiptingu og jafn-
vægisstillingu hjólbarða á fólksbíl
virðist svipaður og í fyrra eða á
bilinu 4-5 þúsund krónur. Þá má
víða fá afslætti. -hlh
DV-MYND E.ÓL.
Vasklega gengiö til verks
Heföbundnar annir eru á dekkjaverkstæöum landsmanna og fyrir vikiö hverfa naglahljóöin brátt af rásóttum götunum.
Sjaldan ef nokkurn tíma hafa sömu naglar kynnst jafn litlum snjó og á vetrinum sem brátt kveöur.
Rúmlega tvítugur maður hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás:
Rannsókn lögreglu dróst óhæfilega
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt rúmlega tvítugan mann í tólf
mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir
líkamsárás við Gauk á Stöng aðfara-
nótt laugardagsins 2. júní 2001.
Hann hafði slegið mann með hnef-
anum í andlitið með þeim afleiðing-
um að gleraugu hans brotnuðu og
glerbrot stakkst í vinstra auga hans.
Hlaut hann skurð á augnlok og í
gegnum homhimnu augans og blæð-
ingu í forhólf augans. Hlaust af þessu
varanleg sjónskerðing.
Málavextir voru þeir að lögreglu
var tilkynnt að maður lægi óvigur
eftir slagsmál fyrir utan Gauk á
Stöng og að dyraverðir staðarins
héldu árásarmanninum sem reyndist
vera ákærði í málinu. Lögreglan
handtók manninn en hann var mjög
ölvaður og sýndi mótþróa við hand-
töku. Vitni voru á staðnum og voru
þau sammála um að hann hefði geng-
ið að fómarlambinu sem hefði setið á
gangstéttinni og slegið það í andlitið
•með fyrmefhdum afleiðingum.
Maöurinn bar svo fyrir dómi að
hann myndi ekkert um atburði næt-
urinnar sökum ölvunar og fikniefna-
neyslu. Hann kvaðst ekki muna eftir
því aö hafa slegið manninn en játaði
þó sök í málinu. Hann sagði að fljót-
lega í kjölfar atviksins hefði hann
ákveðið að snúa við blaðinu og ná
tökum á lífi sínu. Hann kvaðst búinn
að vera í harðri vímuefhaneyslu um
nokkurra ára skeið en væri nú í
námi, í sambúð og ætti von á bami.
Hann hefði nú haldið sig frá vímuefn-
um tæp tvö ár.
í niðurstöðu dómsins sagöi að sam-
kvæmt framburði vitna hefði árásin
verið algjörlega tilefnislaus og fólsku-
leg þar sem fómarlambið heföi setið
og átt sér einskis ills von. Hins vegar
væri árásarmaðurinn ungur að árum
og hefði ekki áöur gerst sekur um lík-
amsárás. Með þessu broti hefði hann
þó rofið skilorð tólf mánaða fangelsis-
dóms og þætti tólf mánaða fangelsi
því hæfileg refsing.
Dómarinn tók hins vegar fram að
rekstur málsins hefði dregist úr
hömlu hjá lögreglunni og ekki hefði
verið fengin viðhlítandi skýring á
því. Maðurinn hefði lagt fram gögn í
málinu sem sýndu verulegan vilja
hans til að ná tökum á lífi sínu eins
og að ffaman greinir og með hhðsjón
af því þótti rétt að fresta fullnustu
refsingarinnar héldi hann almennt
skilorð.
Valtýr Sigurðsson héraðsdómari
kvað upp dómixm.. -EKÁ
DV-MYNDIR NJÖRÐUR HELGASON
Um borð í bílinn.
Georg Ottósson ð Flúöum sendir
fyrsta paprikubrettiö á markaö í gær.
Innlend paprika í búöir í dag:
íslenska
paprikan
sérpökkuð
„Varan er að koma á markaðinn
á svipuðum tíma nú og síöustu ár.
Þaö sem við leggjum aftur á móti
enn meiri áherslu á er að neytendur
geti gengið að íslenskri vöru vísri.
Við erum farnir að sérpakka henni,
bæði hjá framleiðendum og í dreif-
ingarmiðstöðvunum,“ sagði Georg
Ottósson á Jörfa á Flúðum í gær-
morgun þegar hann var að senda
fyrsta brettið af íslenskri papriku
sem kemur á markaðinn á þessu
ári. Fyrstu vikumar verður það
græna paprikan sem kemur í búðir
en litaða paprikan er væntanleg eft-
ir 3-4 vikur.
Georg segir að gæðin og vistvæn-
ar framleiðsluaðferðir séu aðal inn-
lendu framleiðslunnar. „Það sem við
erum að senda á markað nú verður
eflaust eilítið dýrara en það sem
kemur utanlands frá. En þar erum
við líka að keppa við framleiðslu
sem er af niðurgreiddum markaði
Evrópusambandsins sem ver um 80
til 90% af sínum útgjöldum til að
greiða niður landbúnaðarvörur,“
sagði Georg. Hann er líka með tölu-
verða tómataframleiðslu. Yfir
dimmasta tímann ræktar hann við
raflýsingu en á næstu vikum fara að
koma tómatar frá Jörfa, ræktaðir án
lýsingar. Georg segir að paprikan
standi ekki undir því verði sem
þurfi að fá fyrir hana til að hægt sé
að rækta hana við raflýsingu. -NH
Fræðslustjóri
á förum
Þorlákur Helgason, fræðslustjóri
Árborgar, hættir störfum hjá sveit-
arfélaginu nú um miðjan mánuðinn.
Samkvæmt heimildum blaðsins hef-
ur verið uppi meiningarmunur milli
aðila um störf og áherslur í skóla-
málum.
í samtali við DV í morgun sagðist
Þorlákur hins vegar ekki vilja
„blása málið út“ og segir uppsögn
sína vera með eðlilegum hætti.
Hann vilji skipta um starfsvettvang
til þess að „halda sveiflunni" eins og
hann komst að oröi. Tímabært sé að
snúa sér að öðrum verkefhum. Hann
hafi því sagt upp og vinni ekki út
uppsagnarfrestinn.
Einar Njálsson, bæjarstjóri Ár-
borgar, staðfesti við DV í morgun að
Þorlákur væri á förum „... en ég get
ekki farið að ræöa hér um einstaka
starfsmenn,“ sagði hann. Hann sagði
að Þorlákur hætti störfum nú um
miðjan mánuðinn. Um starfslokin
heföi náðst gagnkvæmt samkomulag
milli aðila og uppgjör yrði i sam-
ræmi viö starfssamning. -sbs
Panta á netinu: www.smaar.is dv
%