Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2003, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2003, Síða 10
10 Fréttir MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 DV Hringdn i sima 881-0700 efta scnilii okkur M loiuiipósta askrtUunolf díqesi iw Tugip ósamþykktra íbúða kortlagðir Forvarnardeild slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, heilbrigðis- yfirvöld í Kópavogi og byggingar- fulltrúinn í Kópavogi hafa undan- farið verið aö reyna að kortleggja íbúðir í Kópavogi sem eru ekki samþykktar, en þær munu nema nokkrum tugum. Sigurður Geir- dal, bæjarstjóri í Kópavogi, segir það rangt að til standi eftir páska að heimsækja fólk sem búi í ósam- þykktum íbúðum og því einfald- lega gefinn kostur á að flytja út. Bæjarstjóri segir að oft sé talað í sömu andránni um ósamþykkt húsnæði og ólöglegt húsnæði en það sé alls ekki það sama. „Hér í Kópavogi eru til íbúðir sem fólk hefur búið í til fjölda ára Hafnarsvædiö í Kópavogi er eitt þeirra svæöa þar sem fólk býr í ósamþykktum íbúöum. íbúöirnar sjálfar eru þó í flestum tilfellum ekki ólöglegar, margar hinar bestu aö gæöum. og eru mjög flnar en ekki sam- þykktar sem íbúðarhúsnæði. Þær eru þá venjulega í hverfi sem skil- greint er sem iðnaðarhverfí sam- kvæmt deiliskipulagi og munu því ekki fást samþykktar. Þessar íbúð- ir eru hér og þar úti um allan bæ, s.s. á hafnarsvæðinu og inni í Smiðjuhverfi. Þess eru dæmi að slökkvilið hefur verið kallað að iðnaðarhúsnæði sem kviknað hef- ur í og þá fyrst komið í ljós að búið væri í húsnæðinu. Það er því bráðnauðsynlegt að slökkviliðið skrái allt húsnæði í samræmi við byggingarfulltrúa og heilbrigðis- fulltrúa og setji jafnframt fram kröfur um t.d. brunastiga sé hann ekki fyrir hendi. Að öðrum kosti verður viðkomandi íbúð tæmd. Það stendur alls ekki til að bera neinn út nema áður hafi farið fram margs konar aðgerðir. í sum- um tilfellum er fólk í þessu hús- næði tímabundið, er að bíða eiftir eigin húsnæði, og þegar um þreng- ist á húsnæðismarkaðnum, eins og nú, er oft leigt húsnæði sem er alls ekki nógu gott. Það er í sjálfu sér ekki bannað að innrétta herbergi í iðnaðarhús- næði og búa þar. Ef þú átt bíla- verkstæði eða blikksmiðju getur ekki nokkuð maður bannað þér að leggja þig þar á skrifstofunni, en Kópavogsbær getur ekki ekki samþykkt það sem íbúð. Hins veg- ar hefur verið samþykkt íbúð í iðnaðarhúsnæði sem húsvarðarí- búð,“ segir Sigurður Geirdal bæj- arstjóri. -GG Skólafélag MS biðst afsökunar Stjóm Skólafélags Menntaskólans við Sund hefur sent frá sér eftirfar- andi tilkynningu vegna háttsemi nokkurra nemenda skólans við dimission efstubekkinga á fóstudag- inn: „Stjórn Menntaskólans við Sund harmar þá leiðu atburði sem ákveðn- ir nemendur skólans urðu valdir að í miðbæ Reykjavíkur þann 11. apríl,“ segir m.a. í yfirlýsingu stjómar. Þá segir jafnframt að framferði nokk- urra nemenda hafi verið skólanum og nemendum hans til skammar. „Stjómin vill hins vegar árétta að einungis örfáir einstaklingar innan skólans vora að verki og þessi atvik lýsa á engan hátt almennum nemend- um Menntaskólans við Sund. Okkur þykir leitt að ímynd skólans hafi beð- ið hnekki. Stjómin hefúr ákveðið að leita leiða með skólayfirvöldum til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. Hún mun og styðja all- ar ákvarðanir skólayfirvalda hvað varðar þá sem hlut áttu að máli. Að lokum vill stjórnin biðja aila sem uröu fyrir ónæði eða eignatjóni inni- lega afsökunar fyrir hönd allra nem- enda skólans." -EKÁ DV-MYND GVA Veöurblíða í páskafríinu Þessar ungu stúlkur í ísaksskóla nutu þess aö vera komnar í þáskafrí og léku sér á skólalóöinni I góöa veörinu. Ný nálgun á föstudaginn langa: Ihugunarstöðvar sem minna á þjáningu og valdbeitingu Sr. Örn Bárður Jónsson, sókn- arprestur í Neskirkju, hefur bryddað upp á alveg nýrri nálg- un við þema fóstudagsins langa. Þennan dag verður í Neskirkju dagskrá um þjáningu og lausn. Kynnt verður starfsemi Hjálpar- starfs kirkjunnar og Amnesty Intemational og sýnt stutt skeið úr kvikmynd um ævi Jesú Krists sem byggð er á Lúkasarguð- spjalli. Lesið verður úr Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar, eins mesta skálds íslendinga fyrr og síðar, en þennan dag minnist kristin kirkja þjáningar Jesú. Enn þjáist fólk í heiminum og því er verk að vinna fyrir vak- andi fólk. Samstarf við framan- greinda aðila, þ.e. Hjálparstarfs kirkjunnar og Amnesty Inter- national, á að minna á að leitað er lausna á böli og þjáningu heimsins. Steingrímur Þórhallsson org- anisti mun leiða söngkvartett og verður sungin tónlist m.a. eftir Orlando Di Lasso. Engin ljós verða tendruð í kirkju eða á alt- ari en sr. Örn Bárður Jónsson, leiðir dagskrána. í kirkjunni verð- ur komið fyrir hlutum (tólum Sr. Örn Báröur Jónsson, sóknar- prestur í Nes- kirkju, fyrir altari kirkjunnar. Engin Ijós veröa þó tendruö þar á föstudaginn langa. og tækjum) sem minna á þján- ingu og valdbeitingu. Þátttak- endur geta gengið um kirkjuna og skoðað þessa hluti og íhugað. Á einum stað verður vatn og brauð til neyslu. Að lokinni framangreindri dagskrá verða Bibertónleikar en þar flytja þeir Martin Frewer fiðluleikari, Dean Ferrell bassa- leikari og Steingrímur Þórhalls- son orgelleikari sónötur eftir Biber sem var tónskáld á 17. öld. Rósakranssónötur hans þykja meistaraverk og fjalla um ævi Krists. Þær sem fluttar verða fostudaginn langa eru um þján- ingu hans og krossdauða. Flytj- endurnir hafa þegar leikið sónöt- urnar fyrir Ríkisútvarpið og fóru upptökurnar fram í Neskirkju á vordögum. Sr. Öm Bárður Jóns- son les ritningarlestra á milli sónatanna. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.