Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 2. MAl 2003 X>V_________________________________________________________________________________________________________Yfirheyrsla „Viö geröum okkur fyrir mörgum árum grein fyrir því í Framsóknarflokknum að þaö þyrfti aö gera miklar breytingar í íslensku þjóðfélagi til að ná stöðugleika. Þess vegna fórum við í breytingar á fiskveiði- stjórnunarkerfinu og ég tel að stöðugleikinn sem við búum við í dag hefði verið óhugsandi án þeirra. Þess. vegna beittum við okkur líka ásamt fleirum fyrir þjóðarsáttarsamningunum 1989. Ég tel að við höfum lagt grunn- inn að stöðugleika í samfélaginu og við viljum ekkert gera til að fórna honum. Við erum ekki til í neinar efnahagslegar kollsteypur eða byltingar á ýmsum sviðum sem geta fórnað stöðugleikanum. Framsóknarflokkurinn hefur lært það í gegnum tíðina að það þarf aðhald. Verstu kosningar sem ég hef gengið í gegnum eru kosningamar 1978 þar sem við töpuðum miklu fylgi en vinstri- flokkarnir unnu mikinn sigur. Þeir unnu sigur á þeim grund- velli aö þeir vildu hækka launin en við værum á móti. Þeir vildu hækka launin langt umfram það sem þjóðfélagið gat staðið undir; það þýddi óðaverðbólgu. Við reyndum að gera okkar skyldu í þeirri ríkisstjórn en þegar það gekk ekki upp þá slitum við því samstarfi." Værirðu tilbúinn að reyna aftur? „Ég er ekki tilbúinn að ganga í gegnum þau ósköp sem ég gekk í gegnum með Alþýðubandalag- „Fólk vill stödugleika. Skodanakannanir hafa sýnt aö líklegasta ríkis- stjóm sé Vinstri-grœnir, Samfylking og Frjáls- lyndir - eða Samfylking og Sjálfstœðisflokkur - og allir sem ég hitti eru allskelkaðir yfir því. “ inu og Alþýðuflokknum á þeim árum. Það voru skelfileg ár og samningafundir fram á nætur um hluti sem gengu ekkert upp. Menn voru fastir í vísitölum og verðtryggingum sem menn komust ekki út úr. Því er ekkert að neita að verkalýðshreyfingin gekk í lið með Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu 1978 og þeir áttu ekki síst þátt í því að tryggja þeim þann sigur. Verka- lýðshreyfingin hefur lært af reynslunni eins og viö í Fram- sóknarflokknum og ég held að það sé óhugsandi að hún vildi standa að því á nýjan leik.“ Hvort væri fyrsti kostur ef hvort tveggja stæði til boða: ríkisstjórn með Sjálfstæðis- flokknum eða Samfylking- unni? „Ég er upptekinn af því að Framsóknarflokkurinn fái al- mennilega útkomu úr þessum kosningum og það er forsenda þess að við tökum þátt í ein- hverri ríkisstjórn. Það verður öllum að vera ljóst að skilyrði okkar fyrir ríkisstjórnarþátt- töku númer eitt, tvö og þrjú er stöðugleiki." Mynduð þið þá ekki ganga til endurnýjaðs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn á grund- velli skattatillagna hans? „Ég er þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn gangi heldur langt í sínum skattalækk- unum. Ég er margbúinn að fara í gegnum það dæmi. Ef ég hefði komist að þeirri niðurstöðu aö við gætum lækkað skatta um 30 miiljarða í Framsóknarflokkn- um þá hefði ég að sjálfsögðu gert þá tiliögu, en ég gerði það ekki.“ Hvers vegna ættu menn að kjósa Framsóknarflokkinn, hver er sérstaða hans? „Ef við lítum til síðustu ára hafa það ekki síst verið verk sem hafa verið á ábyrgð Fram- sóknarflokksins sem hafa lagt grunninn að þeirri uppsveiflu sem varð. Ég nefni virkjana- og stóriðjuframkvæmdir, ég nefni endurskipulagningu fjármála- markaðarins og við tókum að okkur það erfiða hlutskipti að endurskipuleggja sjávarútveg- inn á sínum tíma. Þannig að Framsóknarflokkurinn hefur gengið í þau mikilvægu verk sem hafa verið nauðsynleg og við höfum skilað árangri. Okkur hefur tekist að koma fram mörgum mikilvægum mál- um í velferðarkerfinu. Ég nefni fæðingarorlofið, umbætur á al- mannatryggingum og gott heil- „Framsóknarflokkurinn hefur verið mótandi í ís- lensku samfélagi alla þessa tíð og það vill svo til að okkar samfélag er metið meðal þeirra sem bestum árangri hafa náð í heiminum. “ brigöiskerfi. Þetta eru mál sem við höfum borið ábyrgð á. Við leggjum þessi verk okkar í dóm kjósenda og gerum það með stolti. Ég tel að menn viti hvað menn hafa þegar Framsóknarflokkur- inn er annars vegar. Við komum til dyranna eins og við erum klæddir og erum ekkert að reyna aö klæða okkur í nýju föt- in keisarans á hverjum morgni. Okkur finnst eins og þessir stjórnarandstöðuflokkar sumir skipti dálítið oft um föt í kosn- ingabaráttunni; það er þessi skattalækkunartillaga í dag og önnur á morgun. Þannig að okk- ur finnst nú ekki að þeir séu all- ir búnir að finna grundvöllinn sinn eða skjóta þeim rótum í ís- lenska mold sem þarf til að vera flokkur. Þetta er fólk sem kemur úr ýmsum áttum og vill oft á tíð- um ekki kannast við sinn upp- runa. Við erum bráðum að nálgast níræðisaldurinn og teljum okk- ur ekki þurfa að skipta um nafn eða kennitölu. Framsóknarflokk- urinn hefur verið mótandi í ís- lensku samfélagi alla þessa tíð og það vill svo til að okkar sam- félag er metið meðal þeirra sem bestum árangri hafa náð í heim- inum. Þannig að við erum full sjálfstrausts í Framsóknar- flokknum miðað við þessa reynslu." Myndir þú segja af þér for- mennsku í flokknum ef þú nærð ekki kjöri til Alþingis? „Ég hef alltaf verið bjartsýnn maður og hef ekkert hugleitt hvað ég gerði ef ég næ ekki kjöri. Ég er fullviss um það að ég muni ná kjöri. Mér flnnst ég finna það á mér og finna það í umhverfinu. Ég hitti fólk á hverjum degi sem segir við mig að það ætli að styðja mig. Ég hef aldrei fundið jafnmikinn hlý- leika í minn garð , hvað svo sem það boðar.“ Hvað fmnurðu á þér varð- andi næstu ríkisstjórn? Vill fólk sjá breytingar? „Fólk vill stöðugleika. Skoð- anakannanir hafa sýnt að líkleg- asta ríkisstjórn sé Vinstri-græn- ir, Samfylking og Frjálslyndir - eða Samfylking og Sjálfstæðis- flokkur - og allir sem ég hitti eru allskelkaðir yfir því.“ Hvað þurfið þið marga þing- menn til að geta sest í ríkis- stjórn? „Ég veit það ekki - við þurfum marga!“ -ÓTG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.