Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 17
4+ 16______________________________________________________________________________________________FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003_FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003_____ 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 82, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fýrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Úrrœðaleysi Úrræðaleysi ríkir í vistun fanga með geðraskanir. Ástandinu hefur verið lýst í fréttum DV undanfarna daga. Tilefni fréttanna var saga rúmlega fertugrar konu sem af- plánar dóm fyrir manndráp í Kópa- vogsfangelsi en hefur verið vistuð víða - á Sogni, Litla-Hrauni og í Byrginu. Konan stríðir við mikla vanlíðan og þunglyndi og hefur gert ítrekaðar tilraunir til sjálfsvígs. Hún er fíkill, með alvarleg einkenni persónuleikatruflunar og skapgerðarbresta, talin árásargjörn og jafnvel hættuleg undir áhrifum áfengis, lyfla og eiturlyfja. Konan hefur því, vegna sjúkdóms sins, reynt mjög á þolrif starfsfólks og samfanga í Kópavogsfangels- inu. Þessi kona þarf mikla umönnun en öðruvísi aðstæður en hún býr við í dag. Hið sama á við um fleiri sem dvelja í fang- elsum landsins en þyrftu meðferðarvistun. Það var mikil framför þegar Réttargeðdeildin á Sogni tók til starfa, þar sem ósakhæfir afhrotamenn dvelja, en hún er fullsetin og getur því ekki leyst úr þeim bráða vanda sem við er að etja. Magnús Skúlason, yfirlæknir á Réttargeðdeildinni á Sogni, giskar á að geðtruflaðir fangar, sem flokka megi sem bráðatil- vik en dvelji í fangelsum, geti verið &-6 núna. Yfirlæknirinn segir að þau úrræði sem fyrir hendi séu til að vista geðsjúka fanga, eða fanga með alvarlegar geðraskanir og hegðunar- truflanir, endurspegli ákveðinn skort í meðferðarkerfinu. Þetta fólk þurfi meðferðarúrræði. Því finni menn sárlega til þess að ekki skuli vera fleiri páss á Sogni. Fangarnir, sem svo illa sé komið fyrir, verði að dveljast annars staðar við ófull- nægjandi aðstæður. Slíkt er hvorki boðlegt hinu sjúka fólki né þeim sem það dvelur hjá, hvort heldur er starfsfólk stofnana eða samfangar. í svo nánu sambýli gætu fangar hugsanlega þurft að taka út margfalda refsingu. Spurður sagðist Þorsteinn A. Jónsson, forstjóri Fangelsis- málastofnunar, ekki vita um nein úrræði fyrir þessa fanga. Hann sagði að því miður ættu margir fangar við geðræn vandamál að stríða en ekki væru önnur úrræði en fangelsi fyrir þá sem dæmdir væru til slíkrar vistar. Komið hefði fyr- ir að menn með alvarlega geðveiki, en þó dæmdir sakhæfir, hefðu verið vistaðir á Sogni. Þar væri hins vegar allt fullt svo fleiri kæmust ekki að þótt menn vildu skipa málum á þann veg. Það er einmitt á þann veg sem þarf að skipa málum. Á Sogni er fyrir starfsfólk og sérþekking. Núverandi húsnæði er fullnýtt. Úr því þarf að bæta og það hið bráðasta. Fram kom hjá yfirlækninum á Sogni að Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi hefði lagt fram formlegar tillögur síðastliðið haust til heilbrigðisráðherra í þá veru að strax yrði aukið við Réttar- geðdeildina á Sogni til að leysa úr þessum bráða vanda. Okk- ar tillögur eru þær, sagði Magnús Skúlason yfirlæknir, að plássum á Sogni verði fjölgað sem allra fyrst. Að sögn hans er eins konar yfirbyggður fangelsisgarður á Sogni sem aldrei er notaður. Byggja mætti yfir hann og nýta það mannvirki. Til er teikning að þessari viðbyggingu og talið að kostnað- ur við hana sé undir 30 milljónum króna. Með þeirri bygg- ingu skapast 7-8 ný pláss til þess að mæta þörfum veikustu fanganna sem nú dvelja í fangelsum við ófullnægjandi aðstæð- ur. Þau pláss mæta þeirri brýnu þörf sem nú er fyrir hendi. Yfirlæknirinn á Sogni og fleiri aðilar hjá Heilbrigðisstofn- un Suðurlands hafa lagt málið fyrir heilbrigðisráðherra án þess að niðurstaða liggi fyrir. Heilbrigðisyfirvöld hljóta að taka til alvarlegrar skoðunar og skjótrar úrlausnar hagkvæm- ar og tiltölulega fljótvirkar tillögur í brýnu réttlætis- og mannúðarmáli. Ekki verður unað við úrræðaleysið. Jónas Haraldsson Skoðun Frjálslyndi flokkurinn mun hækka persónuafslátt „Frjálslyndi flokkurinn vill byrja á því að ná rýrnun persónuafsláttarins til baka og hefur lýst því yfir að fyrsta skrefið sé að hækka persónuafslátt um 10.000 krónur.“ Framsókn og Samfylkmg saman ta Brussel? „Kosningabarátta Samfylkingarinnar hefur til þessa skorið sig úr hvað varðar óheiðar- lega framgöngu og feluleik gagnvart kjósendum. Reynt er að lokka fólk til fylgis með því að breiða yfir nafn og númer ogfela bœði stefnu og stefnuleysi ípússi Ingibjargar.“ Allt vinnandi fólk þarf að hafa tekjur til að sjá sér og sínum farborða. Sam- kvæmt neyslukönnunum Hagstofu íslands árið 1995 kostaði meðalneysla einhleyps einstaklings kr. 112.800 á mánuði. Síöan þá hefur vísitala neyslu- verös hækkað um 32%. Það þýðir, miðað við óbreyttar forsendur, að neysla þessa einstaklings kostar í dag 148.000 kr. Við erum hér að tala um fjármuni sem einhleypur einstaklingur þarf að hafa milli handanna til að getar lifað sóma- samlegu lífl. Skattleysismörkin allt of lág Hið margrómaða hugtak, velferð- arkerfl, byggist m.a. upp á þeirri hugmynd að almenningur hafl þær tekjur eftir venjulegan vinnudag að þær dugi honum til framfærslu. ís- lendingar eiga langt í land með að uppfylla þá hugmynd og hefur ein- ungis miðað aftur á bak frá því nú- verandi ríkisstjóm tók við völdum árið 1991. í staðinn fyrir að skatt- leysismörk einstaklings séu nálægt 148.000 krónum, þá eru þau nú í kringum 69.000 kr. Ástæðan er sú að skattaafsláttur (persónuafslátturinn) er allt of lág- ur og í engu samræmi við fyrr- greint markmið velferðarkerfisins. Það er langur vegur frá 69.000 kr. til 148.000 króna. Væri persónuafslátt- ur nægilega hár þá þyrfti einhleyp- ur einstaklingur ekki að greiða skatt af 148.000 krónum. Hann gæti því látið heildarlaun (brúttó) upp á 148.000 kr. duga sér til lífsviðurvær- is. Eins og staðan er í dag þarf hann hins vegar að hafa 198.000 króna tekjur á mánuði til að eiga þessar 148.000 kr. eftir að af tekjum hans hafa verið dregin 38,7% í tekjuskatt og útsvar og honum reiknaður per- sónuafsláttur til frádráttar skattin- um upp á kr. 26.825. Samkvæmt sömu neyslukönnun Hagstofu íslands og forsendum eyða hjón með 3 börn á framfæri sínu að meðaltali kr. 319.000 á mán- uði til að reka heimili sitt. Það þýð- ir að til þess að þau geti komist af þurfa þau samanlagt að hafa 434.000 kr. í mánaðarlaun. Barna- bætur velferðarkerfísins fara fyrir lítið þegar fólk er komið með þessi laun, hvort sem það er eftir venju- legan vinnudag eða erfiði sem líkja má við þrældóm. Fólk í skuldafeni Víst er það rétt að margir hafa þessar heildartekjur sem hér eru nefndar. Fáir þó eftir venjulegan vinnudag. En því miður eru ennþá fleiri sem hafa þær ekki. Fólk reyn- ir að bæta á sig vinnu, en það dug- ar ekki til. Sumir eiga ekki kost á að bæta við sig vinnu. Margir hafa ekki heilsu til þess og lífeyrisþegar, atvinnulausir og öryrkjar fá bætur og aðrar opinberar greiðslur sem eru langt frá því að uppfylla þarfir einstaklingsins fyrir flárhagslegu öryggi. Margt fólk með meðaltekjur og minni sér ekki fram á, að óbreyttu, að það komist nokkurn tíma út úr skuldafeni og vinnuþrælkun - skuldafeni sem í flestum tilfellum er eingöngu tilkomið vegna eðli- legs heimilisreksturs. Ríkissjóður þolir hækkun Frá því núverandi ríkisstjórn komst til valda árið 1991 hefur per- sónuafsláttur ekki verið látinn fylgja verðlagsþróuninni. Hefði hann verið látinn gera það, þá væri hann 14.000 kr. hærri en hann er í dag, eða um 40.000 kr. Skattleysis- mörk væru þá í kringum 105.000 kr. Það myndi þýða að engin skerðing yrði á bótum öryrkja og lífeyrisþega sem væru lægri 105.000 krónur. Frjálslyndi flokkurinn vill byrja á því að ná rýrnun persónuafsláttar- ins til baka og hefur lýst því yfir að fyrsta skrefið sé að hækka persónu- afslátt um 10.000 krónur. Ríkissjóð- ur íslands þolir það. Forysta miðjuflokkanna beggja, Framsóknar og Samfylkingar, stefnir ein- dregið að því að ísland gerist aðili að Evrópusam- bandinu. Allt frá því að Halldór Ásgrhns- son tók við formennsku í Framsókn- arflokknum 1994 hefur hann unnið að því að kúvenda fyrri afstöðu flokksins til Evrópusambandsins. Þetta hefur ekki reynst auðvelt en nú segir um ESB-aðild í kosninga- stefnuskrá Framsóknar „... ljóst að til ákvörðunar kann að koma innan fárra ára“. Um Samfylkinguna þarf enginn að velkjast í vafa eftir að for- ystan tryggði sér umboð til aðiidar- viðræðna í umdeildri póstkosningu síðastliðið haust. Um niðurstöðuna sagði Össur Skarphéðinsson í viðtali við Morg- unblaðið 29. október 2002: „Þetta þýðir að umboð forystu flokksins í þessum efnum er ákaflega skýrt og afdráttarlaust... nú er kominn fram stór stjómmálaflokkur sem hefur af- dráttarlaust á sinni stefnu að það beri að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu af fullri alvöru og leggja niðurstöðuna undir dóm þjóð- arinnar í atkvæðagreiðslu." Össur hangir enn í formannssæti en Ingibjörg sem við á að taka þarf ekki í neina endurhæfingu í þessu máli. Þegar árið 1992 var hún komin í sömu spor og Alþýðuflokkurinn í Evrópumálum og valdi þá að ganga þvert gegn stefnu Kvennalistans. Reynt að blekkja kjósendur Viðhorf almennings til aðildar að Evrópusambandinu hafa sveifl- ast til mörg undanfarin ár ef marka má skoðanakannanir. Spurningar hafa líka oft verið mis- vísandi og byggt á þeirri blekkingu að unnt sé að sækja um aðild að ESB til prufu, nánast til að kanna hvað í boði sé. Evrópusambandið hefur margsinnis tekið af tvímæli um að aðeins samningaviðræður í fullri alvöru koma til greina og ís- lensk ríkisstjórn sem legði út í slíkt væri því að leggja allt undir. Lengi vel kvartaði Samfylkingin sáran undan því að málið fengist ekki tekið á „dagskrá“ hérlendis, mjög í anda þeirrar mæðu sem nú er kennd við Borgames. En frá því að Samfylkingin og Framsókn tóku aðildarspurninguna á dagskrá í eigin flokkum hafa skoðanakann- anir sýnt síminnkandi fylgi meðal almennings við aðild að Evrópu- sambandinu. Síðan hefur Samfylkingin ham- ast við að gera sem minnst úr Evr- ópustefnu sinni í kosningabarátt- unni. Formaður þingflokks Sam- fylkingarinnar sagði við Frétta- blaðið nýverið (23. aprU 2003): „En Samfylkingin mun ekki sækja um ein og óstudd. Það er verkefni næstu ríkisstjórnar að taka afstöðu tU málsins." Siðleysi Samfylkingarinnar Kosningabarátta Samfylkingar- innar hefur til þessa skorið sig úr hvað varðar óheiðarlega fram- göngu og feluleik gagnvart kjósend- um. Reynt er að lokka fólk til fylg- is með því að breiða yfir nafn og númer og fela bæði stefnu og stefnuleysi í pússi Ingibjargar. Um stefnuna gUdir svipað og lagt er í munn Bakkabræðra: „Botninn er suður í Borgarfirði". í mörgum stórmáium er flokkurinn rekald sem ekki veit í hvorn fótinn hann á að stíga. Þetta á við um stærstu viðfangsefni samtíðar eins og um- hverfismálin og í anda miðjustefn- unnar er ekkert gefið upp um hvert eigi að halla sér ef stjórnarmeiri- hlutinn fellur 10. maí. Þegar svo kemur að málum þar sem stefna hefur verið mörkuð, eins og um aðild að Evrópusam- bandinu, er sá kostur valinn að þegja - fýrir kosningar. Færi hins vegar svo að Framsókn og Samfylk- ing fengju meirihluta á Alþingi 10. maí væri þagnarbindindinu lokið og póstkosningin afdráttarlausa frá síðasta hausti réði framhaldinu. Ólíklegt er að Framsókn stæðist þá freistingu að stíga upp í Brussel- lestina, með Ingibjörgu sem vagn- sljóra og Halldór áfram sem utan- ríkisráðherra. Undir kjósendum er komið hvort nægur dampur fæst fyrir slíkt ferðalag. Ummæli Blekkingap „Forsætisráð- herrakosninga- áróður Sam- fylkingarinnar er bara blekk- ing og fólki lík- ar ekki við blekkingar. Fólk er nefni- lega ekki jafn vitlaust og þau Össur og Ingibjörg virðast halda. Samfylkingin getur haldið áfram að birta Kim Il-Sung myndir af Ingibjörgu fram á kjör- dag og Össur getur skrifað grein á dag um að Ingibjörg Sólrún sé Vig- dís. En auðvitað er hún engin Vig- dís og það sjá allir - og fólk er strax orðið þreytt á persónudýrk- uninni sem virðist ætla að verða eina framlag Samfylkingarinnar til þessarar kosningabaráttu." Ármann Jakobsson á Múrnum.is. samband við mig og ég hefði alls ekki tekið þvi fjarri að setjast í fimmta sætið og ég teldi með því móti að það væri hægt að koma umræðunni um borgina, hagsmuni borgarinnar og hagsmunum borg- arbúa betur á dagskrá í þessari kosningabaráttu sem i hönd fer.“ Ingibjörg Sölrún Gísladóttir í viötali við Ríkisútvarpiö 18. desember 2002. „Var allan daginn i greina- skrifum og hringingum vegna komandi Alþingiskosn- inga. Það er far- ið að hitna verulega í kol- unum.“ Siv Friöleifsdóttir í netdagbók sinni sl. sunnudag. Hitnar í kolunum „Það er nátt- úrulega fráleitt að ímynda sér það að ég ætli að fara aö vera einhver kjör- dæmapotari fyrir norður- hluta Reykja- víkur." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir I nýjasta tölublaöi skagfirska héraösdagskrár- blaösins Sjónarhorns. Fyrir Reykjavík „Ég sagði þeim það, eins og ég er að segja ykkur, að Össur hefði haft Tækifærissinnar „Flokkamir sem Morgun- blaðið vill koma saman í stjóm nú eiga litla samleið þar sem Sam- fylkingin er orðin breiður jafnaðarmanna- flokkur, Vinstri grænir eru jaðarflokkur og Frjáls- lyndir eru einsmálsflokkur tæki- færissinna i ætt við Framfaraflokk Mogens Glistrups í Danmörku ..." Ásgeir Friögeirsson I grein í Morgunblaöinu. Fynr alla Ekkert lært og 25. apríl var frétt í Mbl. um að Kanadamenn ætl- uðu að banna allar þorsk- veiðar víðast hvar við landið því fiskurinn væri í sögulegu lágmarki. Veiðar hafa að mestu verið bannaðar í 11 ár en lítilræði hefur mátt veiða í dreifbýli. Já, veiðarnar voru stundaðar með kvótakerfi eins og hér. ís- lenskur fiskifræðingur taldi á 9. áratugnum að veiðar þar væru til fyrirmyndar. Svo kom hrunið og það hefur orðið á 20 þorskstofnum í Norður-Atlantshafi - þar sem víðast hvar hefur verið „stjórnað" með aflakvótum. Botninn er dott- inn úr flestum veiðum í Norður- sjó; það sem eftir er finnst í smá- fiski af þorski, ýsu, lýsingi og kola, en kynþroskaaldur er kom- inn niður úr öllu - einmitt ein- kenni úrkynjunar. Það verður að teljast blinda eða þrjóska að neita að horfast í augu við þetta og draga réttar ályktanir. Það á að banna opinberum vís- indamönnum að misvirða þróun- arkenningu Darwins. Engum vafa er undirorpið að ein aðalástæðan er úrkynjun á mismunandi háu stigi. Það er búið að sanna að stærðarval fiska í gegnum kyn- slóðir leiðir til sífellt minni afla og lækkaðs kynþroskaaldurs. Vísitölur eöa villukenningar Vísitölur árganga byggjast á hausatali eftir lengd í vorralli tog- ara; nú virðist vera auknmg á veiöistofni (4+) um 7-9%, en hún felst í 4 ára fiski og lélegum 5 ára eins og mynd sýnir. En mælingin er innan skekkjumarka. Minnkun er á góðum 5 ára fiski, en það er í samræmi við frétt um að næring- arástand fisksins sé áhyggjuefni. 3 ára fiskur er nú lélegri en 2002 og 2 ára vantar alveg. Þetta þýðir að vísitalan lækkar á næsta ári og hrynur eftir 2-3 ár. Alvarlegast er að 6 ára fiskur- inn er að miklu leyti týndur, en hann átti að vera upp á þúsundir tonna umfram það sem var í fyrra. Það er sem fiskurinn hrynji eftir að 60 sm er náð, en það er vísbend- ing um að náttúrulegur dauði sé mjög mikill þegar kynþroskaaldri er náð. Vísitalan er eins og vísi- tala neysluvöru: Hún segir til um verðlag á neysluvörum en hún segir ekki hvað mjólkin kostar; hún fær ekki innihald fyrr en litlu gleymt margfaldað er með þunga árganga, en þannig fæst stærð veiðistofns. Margir leggja takmarkaðan trúnað á svona vísitölur, en þær eru sterkar vísbendingar. Hetjur ríða um héruö Utanríkisráðherra sagði á Akur- eyri að hann vildi vita hvað komi í staðinn ef einu skipi Brims af 15 verði aö leggja vegna fyrningar kvóta um 5% á ári; í sjónvarpi krafði hann formann VG um svör, en hann bakkaði strax með flókn- um frádráttarreglum og sagði að ráðherrann ætti að lesa gula pésa VG. Þvílík pólitísk ragmennska - auðvitað er þetta bull því málið á ekki að snúast um kerfið eins og það er heldur hvemig á að auka afla - deila má endalaust um hvemig skipta má sífellt minni afla. Aflakvótakerfi hafa næstum alls staðar leitt til hruns; einmitt botnvarpan er talin valdurinn með úrkynjun og einhverjum botnsskemmdum einnig. Hvað á Brim að gera eftir 2-3 ár þegar vísitalan lækkar um þriðj- ung? Formaður VG gat sagt að krókaveiðar í dreifbýli kæmu í staðinn; bæði atvinna og aukinn' afl. Siv, ráðherra umhverfisins, sem engist um í spennitreyju kvótastefnu, telur hana vistvæna aðferð; þetta er augljóst þegar stofninn er kominn niður í þriðj- ung og útlitið fram undan dökkt. Aðferðir sem hafa leitt til þurrðar eru ekki líklegar til að bæta úr því. Meuinástæöa aukninuar á inil i 2001 OU 2002 Sárafmkur Minnkuná tnilii áui 2002oö?PP3 Rannsóknir á veið- arfærum og skaðsemi þeirra geta þó skilað árangri en taka of langan tíma. Vísinda- menn í Kanada eru 100 sinnum fleiri en hér en samt hrundi þorskurinn þeirra. Þær erföarannsóknir sem hafnar eru skipta máli, en þær koma of seint. ing. Þaö var aldrei látið á það reyna en það eru mörg sterk fræðileg og skynsamleg rök fyrir því að stýring á sókn sé betri en aflastýring til að viðhalda miklum afla þótt önnur vandamál komi þá til. Prófessor við HÍ ferðast um lönd og lepur þessa tölu og mærir kvótakerfið. í ljósi þess að það er Fjórflokkinn til Færeyja Formaður Samfylk- ingar ver doktorsrit- gerð um æxlun risaur- riðans í Soginu með dvergmurtuna i Þing- vallavatni fyrir fram- an nefið; hann hefur ekki þor til að ljá þorskinum sömu rétt- indi til að taka erfða- breytingum; hann ætti --------------------------------------------------------------------------- að lesa meira um „Vísitölur árganga byggjast á hausatali eftir lengd í vorralli togara Darwm. Komm er á _ nij virðist vera aukning á veiðistofni (4+) um 7-9%, en hún felst flot su hugmynd að , . . 6 7,7 _ , ’. , . f. veiða 30 þ. tonn nú i fjogurra ara fiski og lelegum 5 ara eins og myndin symr. umfram veiði 2002. Er ábyrgð og þekking skekkjumarka? líka innan Forsætisráðherra segir á ísafirði að hann viti ekki um annað kerfi og betra sem allir geta sætt sig við. Auðvitað verða seint allir sáttir um kerfi sem menn þekkja ekki. Það eru ósannindi að segja að skrapdagakerfið 1977-83 hafi sýnt sig sem vond sóknarstýr- vá fyrir dyrum er við hæfi að lit- ast um í frændgarði, hjá Færey- ingum, til að sjá hvernig þeir hafa skotið okkur ref fyrir rass, enn og aftur, og sýnt fram á að það er ekkert náttúrulögmál að þorskur- inn og aðrir botnfiskar þurfi að hrynja eins og annars staðar um allan heim. Vísitala þorsks (vorralll togara 2003,2002 & 2001 Aukninu á milli m 7 0% 2QQ3 .............. Minnkun á núlliára < Aukninu a tnilii ára 6 ara +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.