Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 18
18 ________________FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 Skoðun i> v 3» Innlend ferðaþjónusta Hjörtur Árnason rekur Shellstöðina við Brúartorg í Borgarnesi, stjómarmaöur í Ferðamálasam- tökum íslands „Sjaldan hefur veriö brýnna aö auka áhuga landsmanna á að ferö- ast um eigið land og njóta allrar þeirrar þjón- ustu sem aðilar feröa- þjónustunnar hafa á boðstólum.“ Ég velti því oft fyrir mér af hverju erlendir feröamenn, sem heimsækja ísland og njóta alls þess sem ferðaþjónustan hefur upp á að bjóða, nota orð eins og „ævintýra- land“, „ferðaparadís" og „náttúr- undur“ þegar þeir lýsa landinu. Þeir virðast þekkja allt það sem í boði er, hvar það er, hvernig á að komast þangað og hvað ber að skoða á hverjum stað. Þetta á því miður ekki við um landsmenn sjálfa. Þeir virðast enn eiga eftir að uppgötva ævintýralandið ísland. Á undanfornum árum hefur ferðaflóra landsmanna þanist út frá ári til árs og valkostir eru nú óteljandi. Einn landi minn sagði við mig nýverið, eftir að hafa átt- að sig á því hvað ferðaþjónustan hefur upp á að bjóða: „A íslandi eru 1001 tækifaeri í ferðalögum og afþreyingu. Ég hefði ekki trúað þessu að óreyndu." Á sama tíma og ferðamöguleikar eru nánast óþrjótandi þá er eins og lands- „Ferðaþjónustan er ekki einvörðungu sniðin að vœntingum útlendinga. Hún er ekki síður cetluð okkur sem byggjum þetta land. - Hvalaskoðun á sjó. menn þurfi ætíð að leita langt yfir skammt í ferðalögum. Ferðaþjónustan er ekki ein- vörðungu sniðin að væntingum útlendinga. Hún er ekki síður ætluð okkur sem byggjum þetta land. Sjaldan hefur verið brýnna að auka áhuga landsmanna á að ferðast um eigið land og njóta allrar þeirrar þjónustu sem aðil- ar ferðaþjónustunnar hafa á boðstólum. Til þess að kynna það sem í boði er hafa Ferðamálasam- tök íslands komið á fót árlegu Ferðatorgi sem er eins konar markaðstorg innlendra ferðamála þar sem fólk á þess kost að afla sér upplýsinga um ferða- og af- þreyingarmöguleika um allt land. Innan samtakanna eru átta lands- hlutasamtök sem öll taka þátt í sýningunni. Auk landshlutasam- taka verða Landmælingar, Vega- gerðin, UMFÍ, Landsvirkjun, Ferðaþjónusta bænda, Umhverf- isstofnun, Flugfélag íslands og Félag íslenskra farfugla með sýn- ingarbása. I ár verður Ferðatorg 2003 hald- ið í Vetrargarði Smáralindar nú um helgina. I fyrra heimsóttu 20 þúsund manns Ferðatorgið. Ein besta leiðin til að styrkja efnahagslegar undirstöður lands- byggðarinnar er að efla ferðaþjón- ustuna. Það er ekki nóg fyrir ibúa suðvesturhornsins að tala um nauðsyn þess að skjóta styrkum stoðum undir ferðaþjónustuna. Þar þarf hugur að fylgja máli. Þess vegna hvet ég fólk til heim- sækja Ferðatorgið og kynna sér það sem er í boði í hverjum ein- asta landshluta. Látrnn ekki ís- land fara fram hjá okkur í sumar. - í Ijósi staðreyndar í löngum og breiöum rana Leifsstöövar Pláss fyrir raunhæfa vopnaleit? Listin til fólksins Kjartan Guömundsson skrifar: Það er umhugsunarefni fyr- ir suma hvers vegna allt fjaðrafokið varð vegna grip- deilda almennings á listaverk- um sem geymd höfðu verið í söfnrnn í Bagdad og engir höfðu notið aðrir en einræðis- herrann Saddam og hans nán- ustu fylgismenn. Hafa menn ekki klifað á því að listina eigi að færa til fólksins. Al- menningur eigi að njóta henn- ar. Það var ekki þannig í írak. Það er því kaldhæðnislegt að amast við því að almenningur hafi loks eignast listina í þessu fyrrum lokaða landi. Mér fínnst þessir munir sem þarna voru gripnir vel komnir í höndum lýðsins. Nóg er af þessum kerum og sívalningum sem þykja merki- legir, einungis vegna þess að þeir eru gamlir. Sannleikur- inn er sá að öll Miðausturlönd eru morandi af nákvæmlega þessu sama dóti. Kerin, stein- amir og útflúrið er kóperað upp um alla veggi þarna eystra. - Og er ekkert merki- legt í sjálfu sér. Það er búið að bjarga flestu því sem sögulegt er fyrir langalöngu. Fornleifafræðing- ar hafa flutt það með sér í söfn og geymslu á Vesturlönd- um. Grátum ekki krókódíla- tárum yfir gripdeildunum í Bagdad. Ustln loks í hendur lýösins. Leifsstoð Ragnar skrifar: Það er eitthvað þunglamalegt yfir Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Já, eitthvað stirðbusalegt við að koma til flugs og sömuleiðis þegar maður fer frá henni heim á leið. Ég átti leið um flugstöðina snemma í'apríl. Ekkert við innrit- un að athuga annað en en að þar er alltaf mikil þröng og óþægilegt að ekki er lengur hægt að skrá sig inn fyrir fram eins og áður var. Vopnaleitin er hreinn farsi. Þar kom að í handtösku minni upp- götvaðist venjulegur tappatogari (var á leið í sólarlandaferð og vildi hafa varann á að þmfa ekki að kaupa hann til nota í leiguhúsinu ytra). Ekkert athugavert var við það að hann var umsvifalaust tek- inn af mér (þar sem hann var með hníf og farþegum stafaði því hætta af mér með tækið í töskunn). Það sem mér kom hins vegar verulega á óvart var svarið sem ég fékk þegar ég innti eftir því hvort ég mætti ekki bara fá tappatogarann aftur er ég kæmi heim var svarið: „Þessu verður eytt.“ Ég hváði, en svarið var endur- tekið: „Þessu verður eytt.“ Hvem- ig? spurði ég. „Er komin málm- bræðsla á Keflavíkurflugvelli eða er svona nokkuð sent út til bræðslu í Bretlandi?" Þetta féll ekki í góðan jarðveg hjá vopnaleit- armanni. Hann sneri upp á sig og sagði: „Öllu eytt þegar kassinn er orðinn fulliu-, þú getur reynt að koma hér við, en við ábyrgjumst ekkert." Ég fór upp á aðalhæðina og fékk mér kaffi. Þar voru u.þ.b. 40 hníf- ar og gafflar „á glámbekk“ og ekk- ert auðveldara fyrir mig en að taka nokkra hnífa með mér um borð í flugvélina hefði mér dottið það í hug. Ég settist meö kafii og „Er bara ekki tími til kominn að hemja vöxt flugstöðvarinnar þannig að hún hœfi þeirri um- ferð sem þar er eftir að hún hefur verið sam- rœmd við daglanga notk- un en sé ekki bara á tveimur álagstímum yfir sólarhringinn?“ samloku og reyndi að horfa út um gluggann í veitingasalnum, en gluggamir vora mattir og skíta- taumamir láku niður að utan- verðu. Ekki glæsilegt á að líta. í Leifsstöð á heimleið tveimur vikum síðar hugðist ég nálgast tappatogarann góða, eftir að ég kom út úr tollinum. Mér var vísað inn í lítið herbergi og fenginn skó- kassi með urmul af hlutum sem teknir höfðu verið af farþegum áður. Aðallega voru þarna tappa- togarar af öllum gerðum og stærð- um, ein rörtöng og eitthvað af málmhlutum. Minn var ekki þar á meðal. Hafði líklega verið „eytt“ eins og vopnaleitarmaðurinn hafði útskýrt. Annaðhvort í bræðsluofni hér eða erlendis? En án gríns; Vopnaleitin í Leifs- stöð er á kolröngum stað, þama inn af vegabréfaskoðuninni? Tryggust væri hún staðsett fremst í rananum sem liggur að útgöngu- hliðum til flugvélanna, þar ætti enginn að fara inn aftur eftir vopnaleitina. Mín skoðun er að Leifsstöð er illa hönnuð og alltof stór. Þurfum við íslendingar stærri flugstöð en þeir í Lúxemborg, þar sem stöðug flugumferð er allan daginn og ekk- ert kraðak. Enginn þarf að bíða í biðröð úti til að komast í innritun til flugs, líkt og gerist í Leifsstöð. Eru allar þessar „fríhafnir" nauð- synlegar, þar sem þarf að „tjalda" fyrir tóbak samkvæmt reglum Tó- baksvarnarráðs? Og enn sér ekki fyrir endann á þeim breytingum og lagfæringum sem gera á i Leifsstöð áður en hún verður talin geta sinnt hlutverki sínu. Er bara ekki tími til kominn að hemja vöxt flugstöðvarinnar, þannig að hún hæfi þeirri umferð sem þar er eftir að hún hefur ver- ið samræmd við daglanga notkun, en sé ekki bara á tveimur álags- tímum yfir sólarhringinn? Verulega lengur ætti að vera opið yfir sumarið. Opin Soppa - ekki lokuð Helgi Gíslason hringdi: Ég las pistil Víkverja Mbl. ný- lega um að fólk skildi eftir rusl í pokum og hrúguðu því upp úti fyrir hliðum Sorpu á meðan lok- að væri yfir stórhátíðamar. Ég mæli því ekki bót fremur en Vík- verji. Hins vegar er ótækt að Sorpustöðvamar séu lokaðar alla hátíðisdagana, eða sé lokað snemma um helgar. Það er þá sem fólk er að taka til í húsum og á lóðum sínum. Ég kem oft að lokaðri Sorpu því að maður reiknar með að á helgum sé opið fram eftir. Jafnvel mætti hafa opið til miðnættis yfir hásumar- ið. Og í portinu og á pöllunum ætti að vera mun betri umgengni fólks og eftirlit með losun. Rettlætiö í hávegum haft J.M.J. skrifar: Pesturinn í Neskirkju sagði í útvarpsviðtali á fóstudaginn langa að það væri misskilningur að kirkjan vildi leggja hömlur á fólk og koma í veg fyrir að það gæti notið þess að skemmta sér. Þó voru veitingahús lokuð þenn- an dag og líka á páskadag að mestu. En frjálslyndi prestm-inn okkar Vesturbæinga gefur fyrir- heit um betri tíð. Allir þurfa hins vegar að berjast fyrir sér og rétti sínum. Samkynhneigðir stofnuðu Samtökin 78 og hrósuðu sigri. Þá var farið að ofsækja dansmeyjar í staðinn. Þær ættu að stofna félag til varnar atvinnuréttindum sín- um og hefja baráttuna nú að loknum 1. maí og fara í kröfu- göngu undir fána starfsmannafé- lagsins Eflingar sem verkafólk á veitingahúsum á aðild að. Ef rauðir fánar eru enn þá í tísku ættu þær að taka þá sér í hönd því þær eru eina stéttin í þjóðfé- laginu sem er sannanlega kúguð og engir kommúnistar til lengur. Hinir frjálslyndu prestar þjóð- kirkjunnar ættu að leggja þeim lið og mæta í gönguna. Starfs- mannafélagið Efling þarf að mima eftir félögum sínum á veit- ingahúsunum. - Áfram, stelpur! Krlstinn Sigurðsson skrifar: Mitt álit er að skoða eigi alla flugfar- þega sem koma frá Asíu og Kanada er þeir koma til Smitberar ekki Keflavíkur- auðfundlr í mann- flugvallar. hafinu. Mér þyka slök rökin sem landlæknir og smit- sjúkdómalæknir færa fram fyrir okkur, mig og þig, að það sé ör- uggt að læknastofur á spítala séu viðbúnar vánni. Hvað um flugfar- þega sem koma frá Asíu og Kanada, eiga þeir að rússa hér um smitaðir og smita aðra í leið- inni, án þess að þeir viti af því? Auðvitað ætti að skoða alla flug- farþega við komu í Leifsstöð. Ég skora á heilbrigðisráðherra að taka þessi mál í sínar hendur. Hér er um að ræða dauðapest og má á engan hátt sýna kæruleysi i þessum efnum. ■E3E4imill Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.ls Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíö 24, 105 ReyKlavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.