Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 26
42 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 Tilvera DV ír'SÍífeá! DV-MYND SIG. JOKULL Afkastamlkil /nga Edith er dönsk en kom til landsins 12 ára. Hún á sex börn, ellefu barnabörn og eitt langömmubarn. Gefur Sunnuhlíð sjöl: HeUunáfei og hasarím „Ég byrjaöi á hundrað sjötug- asta og ööru sjalinu í gærkvöld,“ sagði Inga Edith Karlsdóttir er við hittum hana í félagsstarfinu í Gerðubergi nú í vikunni. í dag verða afhent 20 sjöl eftir hana í Sunnuhlíð í Kópavogi og Gerðu- bergskórinn syngur við sama taekifæri. Áður hafa farið 50 sjöl á Landakot, 50 á Sóltún, 10 á Líknar- deild Landspítalans og 20 á Skjól. Öll eru þau eftir Ingu. „Þetta er svo auðvelt aö ég geri þetta þegar ég er að horfa á sjónvarpið,“ segir hún hógvær og heldur áfram. „Ég heklaði einu sinni barnateppi handa bróðurdóttur minni með þessu mynstri og svo var það fyr- ir nokkrum árum að Guðrún J. Vigfúsdóttir gaf félagsstarfinu hér í Gerðubergi mikið magn af ein- girni í ótal litum. Ég fékk að fara með nokkrar dokkur heim og prófa og þetta er útkoman. Mér finnst þetta skemmtilegt af því að ég veit að sjölin nýtast." Hún segir það fara eftir spennunni í dagskránni í sjónvarpinu hversu mikil afköstin séu á hverju kvöldi. „Ef mikill hasar er þá gengur heklunálin hraöar," seg- ir hún hlæjandi. -Gun. Bíógagnrýni Sambíóin - The Quiet American: Frumsýningarmyndir helgarinnar: Hfeib* stöhkbreyttu og hinir þögh Frumsýningarmyndir vikunnar eru tvær - X-Men 2, sem var reyndar heimsfrumsýnd hér á íslandi mið- vikudaginn síðastliðinn, og The Quiet American sem frumsýnd er í Háskólabíói í dag. Beðið hefur verið eftir báðum myndunum með nokk- urri eftirvæntingu en X-Men 2 er vit- anlega sjálfstætt framhald af X-Men sem sló í gegn fyrir tveimur árum. The Quiet American myndar gott jafhvægi við fyrmefhda hasarmynd en hún segir frá flóknum ástarþri- hymingi sem myndast í höfúðborg Víetnams, Saígon, snemma á 6. ára- tugnum. X-Men 2 X-Men er upphaflega byggð á sam- nefhdri myndasögu sem hefur lifað vel og lengi. Hún segir frá heimi þeirra stökkbreyttu, sem em alveg eins og venjulegir einstaklingar í öll- um skilningi, nema að hver þeirra býr yfir einhveijum yfimáttúrlegum hæfíleika. En það era margir í samfé- laginu sem sýna þessum einstakling- um ekki mikinn skilning og til era þeir sem vilja útiloka þá frá samfé- lagi siðaðra manna. Þeir eiga því í vök að veijast. Skiptir um ham Rebecca Romijn-Stamos í hlutverki Mystique sem getur breytt um útlit aö vild. Michael Caine og Hai Yen sem breski blaöamaöurinn Thomas Fowler og heimastúlkan Pheong í The Quiet Amer- ican. Patrick Stewart rekur skóla fyrir „sérstaklega gáfuö“ böm þar sem hann kennir ungmennum sem hafa nýlega uppgötvað hæfileika sinn að halda honum í skefíum og nota hann aðeins í réttum tilgangi. Þar halda einnig fyrir allar hefíumar í sögunni: Wolverine (Hugh Jackman), Storm (Halle Berry), Jean Grey (Famke Janssen), Cyclops (James Marsden) og Rogue (Anna Paquin), svo ein- hveijir séu nefndir. í síðustu mynd þurftu þau að veijast erkióvini skóla- sfíórans, Charles Xavier (Stewart), Magneto (Ian McKellen), en nú þurfa allir þeir stökkbreyttu, hvort sem þeir hafa áður talist góðir eða slæm- ir, að taka saman höndum og veijast áhlaupi hinna „venjulegu“ manna. Gerð er atlaga að forseta Bandaríkj- anna og þeim stökkbreyttu kennt um og því sjálfum Bandaríkjaher sigað á samfélag stökkbreyttra. Eins og í fyrri myndinni er leik- sfíórinn X-Men 2 Bryan Singer, sem skaust upp á sfíömuhimininn í Hollywood þegar hann gerði The Usual Suspects með Kevin Spacey í aðalhlutverki. Singer er mjög virtur í kvikmyndaheiminum og era miklar vonir bundnar við X-Men 2, og þá sér- staklega þar sem fyrri myndin þótti lukkast eins vel og hún gerði. The Quiet Amerícan Þögli Banda- ríkjamaðurinn, The Quiet American, skartar hinum geðþekka Mich- ael Caine í aðal- hlutverki og hlaut hann reyndar óskar- stilnefiiingu fyr- ir frammistöðu sína í myndinni. Myndin byggist á þekktri samnefhdri skáldsögu eftir Graham Greene og segir frá kynnum ungs Bandaríkja- manns, Alden Pyle (Brendan Fraser), sem kemur til Saígon í Víetnam árið 1952 til að starfa sem hjálparliði, og bresks blaðamanns að nafni Thomas Fowler (Caine). Með þeim myndast góður vinskapur og þegar Fowler kynnir Pyle fyrir hjákonu sinni, hinni fógra Phuong, skapast ástarþrí- hymingur á milli þeirra þriggja sem á eftir að leiða ýmislegt kynlegt fram í dagsljósið og að lokum leiðir hann til morðs. Pólitíska ástandið í Víetnam á þessum tíma var afar viðkvæmt og óttinn við stríð stöðugur. Þessi mynd tekur á mörgum atriðum, allt frá öf- und til viðkvæms milliríkjasam- bands ríkja, og sjálfstæðisbaráttunni í norðurhluta landsins. Leiksfíóri myndarinnar er Ástralinn Phillip Noyce sem þekktastur hefur verið fyrir að leikstýra spennumyndum eins og The Bone Collector og Sliver, sem og Jack Ryan-myndunum Clear and Present Danger og Patriot Games. ■ I IMýir tímar, nýjar kynslóðir, sama hatur Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Áriö 1978, þegar Yulie var flug- freyja fyrir ísraelska flugfélagið E1 Al, varð hún ásamt kollegum sínum fyrir árás í rútu fyrir utan hótel í miöborg Lundúna. Starfsystir henn- ar lést og þrír slösuðust, þar á með- al Yulie, sem særðist á handlegg. Hún bar vitni í réttarhöldunum gegn árásarmanninum Fahad Mihyi og var viðstödd þegar hann var dæmdur í ferfalt lífstíöarfangelsi í Englandi. í mörg ár hugsaði hún ekkert til fangelsaða hryðjuverkamannsins en áriö 1999, þegar aðeins virtist vera aö koma skriður á friðarviðræðum- ar, þá langaði hana til að komast aö því hvað hefði orðið um hann. Þeg- ar hún komst að því að hann sat enn í ensku fangelsi ákvað hún að berj- ast fyrir því að hann yrði látinn laus, hún vildi fyrirgefa - ekki hefna, öðravísi yrði aldrei friður í þessum heimshluta. Hryðjuverkamaðurinn minn er afskaplega persónuleg mynd um ákvörðun Yulie og henni hefur ver- ið illa tekið í ísrael þar sem flestir líta á hana sem svikara. í myndinni segir Yulie okkur tvær sögur, blóði drifna sögu ísraels og sína eigin sögu en sem ung kona var Yulie hermaður og mikill þjóðernis- sinni en sagði skilið við herinn eftir árásina á flótta- mannabúðir í Lí- banon árið 1982. Myndin er þannig ekki bara óvenjuleg saga um fórnar- lamb sem vill fyrir- gefa árásarmanni sínum heldur líka saga af landinu sem hún ber blendnar tilfinningar til. Það er mikill heimavídeóbragur á mynd Yulie, hljóð- ið er slæmt og myndatakan brokk- geng. í byijun situr hinn vestræni upplýsti áhorfandi, sem er algjör- lega mettaður af fréttaflutningi, og á erfitt með að tengja sig tilfinninga- lega við sannleik sem er jafii ein- faldur og sá sem Yulie ber fyrir okk- ur: á meðan alið er á ótta og hatri verður aldrei friður. Því það er auð- velt að gleyma því að myndirnar sem við sjáum í fréttum í fimm sek- úndur er viðvarandi raunveruleiki á þessu svæði. Yulie býr í Jerúsalem og á tvær dætur sem hún þorir varla að hleypa út úr húsi af ótta við árásir. Eldri dóttir hennar, táningurinn, gerir grín að hysteríu móður sinnar «■ og segir: „Ef maður með skrýtinn pakka með marglitum vírum sest við hlið mér í strætó skal ég biðja vagnsfiórann um að hleypa mér út.“ Nákvæmlega núna er Hryðju- verkamaðurinn minn þörf áminn- ing um þær skelfilegu aðstæður sem fíöldi fólks er neyddur til að lifa við og sem síst virðast vera að breytast til batnaðar. Mynd Yulie ber vott um mikið persónulegt hugrekki konu sem neitar að beygja sig undir síendurteknar yfirlýsingar ráða- manna ísraels um að ofbeldi sé eina svarið. Hryðjuverkamaöurinn minn. Höfundur: Yulie Gerstei Cohen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.