Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 Sport Landsleikir í knattspyrnu Vináttulandsleikir Finnland-island.............3-0 1-0 Litmanen, víti (55.), 2-0 Forsseli (58.), 3-0 Johansson (79.). Svíþjóft-Króatía............1-2 0-1 Olic (6.), 1-1 Ibrahimovic (33.), 1-2 Zivkovic (58.). Búlgaria-Albanía............2-0 1-0 Berbatov (4.), 2-0 Berbratov (35.). Litháen-Rúmenía.............0-1 0-1 Bratu (62.). Slóvakla-Grikkland..........2-2 1-0 Nemeth (13.), 1-1 Tsartas, víti (13.), 1-2 Choutus (77.), 2-2 Nemeth (87.). Danmörk-Úkralna.............1-0 1-0 Gravesen (36.). Lýbfa-Argentlna ............1-3 0-1 Saviola (23.), 1-1 Taib (69.), 1-2 Riquelme (70.), 1-3 Aimar (90.). Tékkland-Tyrkland...........4-0 1-0 Rosicky (2.), 2-0 Koller (21.), 3-0 Smicer (27.), 4-0 Baros (38.). Ungverjaland-Lúxemburg ... 5-1 1-0 Gera (18.), 1-1 Strasser (26.), 2-1 Szabics (51.), 3-1 Lisztes (61.), 4-1 Kenesei (69.), 5-1 Szabics (90.). Belgta-Pólland..............3-1 1-0 Sonck (27.), 2-0 Buffel (55.), 2-1 Krzynowek (81.), 3-1 Soetaers (85.). Írland-Noregur .............1-0 1-0 Duff (17.). Holland-Portúgal............1-1 1-0 Kluivert (27.), 1-1 Simao (77.). Þýskaland-Serbla/Svartfjallal. 1-0 1-0 Kehl (59.). Frakkland-Egyptaland........5-0 1-0 Henry (25.), 2-0 Henry (34.), 3-0 Pires (45.), 4-0 Cisse (64.), 5-0 Kapo (79.). Sviss-Ítalía ...............1-2 1-0 Frei (6.), 1-1 Legrottaglie (10.), 1-2 Zanetti (76.). Skotland-Austurríki ........0-2 0-1 Kirchler (28.), 0-2 Haas (34.). Spánn-Ekvador ............. 4-0 1-0 De Pedro (14.), 2-0 Morientes (20.), 3-0 Morientes (22.), 4-0 Morientes (63.). Mexikó-Brasiiia.............0-0 Undankeppni EM 2004 1. riöill Ísrael-Kýpur ...............2-0 1-0 Badir (88.), 2-0 Holtzman (90.). Malta-Slóvenia .............1-3 0-1 Zahovic (15.), 0-2 SUjak (37.), 0-3 Ceh (58.), 1-3 Mifsud (90.). 4. riöill Lettland-San Marinó.........3-0 1-0 Prohorenkovs (10.), 2-0 Bleidelis (21.), 3-0 Bleidelis (75.). a riöill Andorra-Eistland............0-2 0-1 Zelinski (27.), 0-2 Zelinski (75.). 10. riöill Georgía-Rússland ...........1-0 1-0 Asatiani (11.). Grindavík vann Fram í deildarbikarnum í gær: Hrósa báðum liðum - sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga 1-0 Baldur Bjarnason, sjálfsm. (77.) Grindvíkingar tryggðu sér farseð- ilinn í undanúrslit deildarbikar- keppninnar í knattspyrnu síðdegis í gærdag með naumum sigri á Frömurum í Grindavík. Spilað var úti við frekar erfiðar aðstæður - strekkingsvind og skítakulda og það kæmi undirrituðum ekki á óvart þótt frosið hefði undan einhverjum leikmanninum. Lee Sharpe var ekki með Grind- víkingum en hann kom til landsins fyrr um daginn og horfði kapp- klæddur á sína menn berjast. Hins vegar má segja með sanni að leik- urinn hafi verið hreint prýðilegur miðað við aðstæðurnar og leik- mönnum tókst nokkuð vel að halda uppi samspili. Grindvíkingar voru meira með boltann þegar á heildina er litið og sköpuðu sér fleiri færi. Þeir fóru illa með nokkur og þá helst Óli Stefán Flóventsson sem heföi hæg- lega getað sett alla vega eitt kvik- indi í fyrri hálfleik. Framarar voru á hinn bóginn skeinuhættir þegar þeir fengu sjensinn og Andri Fann- ar Ottosson var vel vakandi og gerði varnarmönnum Grindvíkinga nokkrum sinnum gramt í geði. Kaffisalan í hálfleik var með mesta móti í sjoppunni og hefur sá eðaldrykkur eflaust haldið lífi í mörgum krókloppnum áhorfandan- um. í síðari hálfleik voru Grindvík- ingar áfram sterkari aðilinn og leikurinn þróaðist svipað og í fyrri hálfleik. Smám saman náðu þó Grindvíkingar betri tökum og meiri pressu en Framarar héldu hins veg- ar áfram að vera beittir í skyndi- sóknunum. Eina mark leiksins leit dagsins ljós á 77. mínútu en þá fékk Óli Stefán Flóventsson boltann á hægri kantinum rétt við vítateigslínuna og átti fma fyrirgjöf sem rataði beint á kollinn á Baldri Bjamasyni, Framara, og þaðan efst upp í mark- netið. Svona er þetta stundum. Framarar reyndu hvað þeir gátu og færðu sig að sjálfsögðu framar á völlinn og juku sóknarþungann og þeir fengu tvö góð færi - fyrst skaut Ágúst Gylfason fram hjá úr opnu færi á 83. minútu og síðan fékk Bjarni Þór Pétursson algjört dauða- færi fjórum mínútum síðar en fór afar illa að ráði sínu. Góður sigur Grindvíkinga því staðreynd. Hjá Grindvikingum voru þeir Ólafur Öm Bjamason og Sinisa Kekic traustir í vöminni og Ólafur Gottskálksson góður í markinu. Óli Stefán var hreyfanlegur en fór illa með færin. Hjá Frömurum var Gunnar Sig- urðsson mjög góður í markinu og Ágúst Gylfason lék ágætlega inni á miðjunni. Andri Fannar átti spretti. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga, var sprækur þegar DV-Sport kom að máli við hann rétt eftir leik: „Ég hrósa báðum liðum fyrir að reyna að spila fótbolta við þessar erfiðu aðstæður og þetta var bara mjög lipurt þegar þær eru hafðar í huga. Við vomm eitthvað meira með boltann en án þess þó að ná einhverjum afgerandi tökum á leiknum. Bæði lið fengu Fin færi en þó vantaði kannski nokkur opnari færi til að fríska enn meira upp á hann. Framararnir fengu nú reyndar helv... gott færi - eiginlega algert dauðafæri - i blálokin en við slupp- um þá. Mér finnst þetta líta ágæt- lega út og ég hef sagt það áður að mér finnst liðin lengra komin þetta árið heldur en oft áður á þessum tíma og ég vona bara að það gefi góð fyrirheit," sagði Bjarni Jóhannsson eftir leikinn. Maður leiksins: Gunnar Sig- urðsson, Fram -SMS Hörmung gegn Rnnum - íslenska landsliöiö steinlá, 3-0, á miðvikudag íslenska landsliðið í knatt- spymu fór enn eina sneypuförina á erlenda grund á miðvikudaginn þegar liðið sótti Finna heim. Úr- slitin voru, 3-0, fyrir Finna og var sigur þeirra afskaplega ömggur og sanngjam. Markalaust var í leikhléi en á fjögurra mínútna kafla í síðari hálfleik gerðu Finnar út um leik- inn. Fyrst skoraði Jari Litmanen úr vitaspymu á 55. mínútu og síð- an bætti Mikael Forssell við ööru marki á 58. mínútu. Jonatan Jo- hansson skoraði síðan þriðja mark Finna á 79. mínútu. -ósk Sanngjarnt á Skaganum - er heimamenn lögöu máttlausa Eyjamenn, 2-0, viö erfiöar aöstæöur 1- 0 Hjörtur Hjartarson, viti . (10.) 2- 0 Kári Steinn Reynisson . . (73.) Það var strekkingsvindur og nístingskuldi á Akranesi í gær- kvöld er Skagamenn unnu sann- gjaman sigur á slökum Eyjamönn- um í undanúrslitum deildarbikars- ins en leikið var á aðalvelli Skaga- manna. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklu krafti og sóttu strax stíft að marki Eyjamanna. Þeir fengu tvö ágætisfæri á upphafsmínútum leiksins en náðu ekki að koma bolt- anum fram hjá Birki Kristinssyni í marki ÍBV. Það gerðist þó á 10. mínútu er Hjörtur Hjartarson skoraði með ör- uggri vítaspymu eftir að Einar Hlöðvar Sigurðsson hafði brotið á Guðjóni Sveinssyni innan víta- teigs. Skagamenn létu ekki þar við sitja heldur héldu áfram að þjarma að Eyjamönnum sem kunnu fá svör við sóknarleik Skagamanna. Þeir sköpuðu sér ágætisfæri en voru klaufar að bæta ekki við for- ystuna. Eyjamenn voru nær með- vitundarlausir fyrstu 35 mínútur leiksins en þeir vöknuðu úr dáinu síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks- ins og sköpuðu sér tvö ágæt færi. Eyjamenn héldu uppteknum hætti á upphafsmínútum seinni hálfleiks og Unnar Hólm Ólafsson var ekki fjarri því að jafna á 50. mínútu er hann átti gott skot rétt fram hjá marki Skagamanna. Við það var eins og allur vindur væri úr Eyjamönnum og Skaga- menn tóku við völdunum á nýjan leik. Þeir sóttu nær linnulaust það sem eftir lifði leiks og uppskám aftur á 73. mínútu þegar Kári Steinn Reynisson skoraöi fáséð skallamark eftir mikinn atgang í vítateig Eyjamanna. Þrátt fyrir fjöldamörg færi það sem eftir lifði leiks tókst Skaga- mönnum ekki að bæta við mörk- um. Skagamenn léku ágætisfótbolta á köflum i leiknum. Boltinn flaut vel hjá þeim og kantamir vom óspart notaðir þar sem Guðjón Sveinsson átti marga góða spretti. Grétar Rafn var geysilega öflugur og réð ríkjum á miðjunni. Garðar Gunnlaugsson var sprækur í fremstu víglínu en náði þó aldrei að reka endahnútinn á fjöldamörg færi sem hann fékk. Eyjamenn léku vel í tæplega 20 mínútur en þess utan stóð ekki steinn yfir steini í leik þeirra. Leikmönnum liðsins gekk illa að halda og spila boltanum og hug- myndaleysið í sóknarleiknum var algjört. Endalausar langar sending- ar fram á Steingrím og Gunnar Heiðar koma ekki til með að skila þeim mörgum mörkum í sumar. Einar Hlöðver og Hjalti Jóhannes- son áttu góðan leik í vöminni og þá sérstaklega Einar. Fyrir aftan þá var Birkir öflugur og bjargaði þeim frá stærra tapi. Aðrir leik- menn mega muna sinn fífil fegri. Maður leiksins: Guðjón Sveinsson, ÍA -HBG DV Ólafur Gottskálksson, markvörður Grindvíkinga, sýnir hér snilldartilþrif í leik Grindavíkur og Fram í gær. Kristján Brooks, framherji Framara, trúir ekki sínum eigin augum en Grindvíkingarnir Óðinn Árnason og Gestur Gylfason fylgjast spenntir með. DV-mynd Pjetur hmé Undanúrslitaleikir deildabikars- ins fara fram á sunnudaginn og þá mætast KR og ÍA annars vegar og nágrannarnir í Keflavík og Grindavík hins vegar. Fypir aho - sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir ótrúle 1-0 Veigar P. Gunnarsson, víti . (2.) 1-1 Páll Einarsson........(7.) 1- 2 Eysteinn Lárusson .... (47.) 2- 2 Veigar P. Gunnarsson, viti (64.) 2- 3 Sören Hermansen......(66.) 3- 3 Sigurvin Ólafsson....(69.) 4- 3 Garðar Jóhannsson .... (72.) 4- 4 Sören Hermansen......(78.) 5- 4 Garðar Jóhannsson .... (89.) 5-5 Eysteinn Lárusson.....(90.) 6- 5 Kjartan H. Finnbogason . (94.) 7- 5 Amljótur Ástvaldsson . (100.) 8- 5 Amljótur Ástvaldsson . (105.) 9- 5 Kjartan H. Finnbogason (110.) 10- 5 Amljótur Ástvaldsson (116.) 11- 5 Arnljótur Ástvaldsson (120.) „Ég hef bara aldrei séð neitt í lík- ingu við þetta. Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið fyrir áhorf- endur,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR-inga, og það með réttu eft- ir leikinn við Þróttara í gærkvöldi. Til að gera sér í hugarlund hvemig leikurinn þróaðist þarf ekki annað en að líta á lokatölurnar. Þegar leikur endar 11-5 eru orð í rauninni óþörf. Boðið var upp á stórkostlega skemmt- un og hefur undirritaður hreinlega aldrei séð annað eins. Það sem boðið var upp á í Egilshöllinni var meira skylt við handknattleik heldur en hverja aðra íþróttagrein. 10 mörk í venjulegum leiktima er nægilega ótrú- legt út af fyrir sig en sex mörk frá eina og sama liðinu í framlengingu má kalla fáránlegt, hvað þá að einn og sami maðurinn, Amljótur Ástvalds-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.