Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2003, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 29 Sport L . Rafpostur: dvsport@dv.is íslandsmeistarar KR veröa fyrir áfalli: Jökull frá í sex til sjö vikur - brákaðist á beini í ökkla á Canela-mótinu Bakvörðurinn efnilegi Jökull E1 ísabetarson, sem spilaði alla leiki ís- landsmeistara KR í Síma- deildinni á síðasta tima- bili, verður frá næstu sex til sjö vikurnar vegna meiðsla á ökkla. Þetta kom fram í mynda- töku á miðvikudaginn en þá kom í ljós að bein í ökkla var brákað. Jökull meiddist í leik gegn FH á Canela-mótinu á Spáni þann 7. apríl siðast- liðinn og hefur ekkert get- að æft síðan. Þetta er mikið áfall fyrir KR-inga enda Jökull einn af lykilmönnum vamar KR þrátt fyrir ung- an aldur. Jökull sagði í samtali við DV-Sport í gær að það væri mjög svekkjandi að meið- ast svona rétt fyrir mót. „Ég hef aldrei meiðst áð- ur en það verður bara að taka þessu. Ég vona samt að ég verði kominn af stað Elísabetar- fyrr og kannski næ ég fyrsta leik, það er aldrei að vita,“ sagði Jökull Elísabetarson í gær. -ósk rfendur jan leik gegn Þrótti þar sem 16 mörk voru skoruð son, skori femu. Frá því að Veigar Páli Gunnarsson jafnar fyrir KR, 2-2, á 64. mínútu og til loka leiks voru 13 mörk skoruð. Sá tími samanstendur af 56 mínútum og þannig var skorað mark á rétt rúmlega 4. minútna fresti. Aðra tölfræði í svipuðum dúr er hægt að dunda sér við að reikna út en það verður ekki gert í þessum skrif- um. Staöan var jöfh, 1-1, eftir ágætlega fjörugan fyrri hálfleik sem undir venjulegum kringumstæðum hefði verið talin hin finasta afþreying. En venjulegt er ekkert í líkingu við það sem koma skyldi i síðari hálfleik. Vamir beggja liða áttu meira skylt við hriplekt gatasigti, opnað var fyrir allar gáttir og við tók flóð sem verður kennt við mörk. Dramatíkin í lok venjulegs leiktíma var aðeins eftir- rétturinn í kjölfar markasúpunnar. ■ Flestir héldu að Garðar Jóhanns- son hefði tryggt KR sigurinn þegar hann skoraði á 89. minútu en þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulega leiktíma jafnaði Eysteinn Lámsson metin með sínu öðru marki. KR-ingar vom fyrri aðilinn til að skora í framlengingunni og það var líklega það sem réð úrslitum. Þar var að verki hinn bráðefnilegi framherji Kjartan Henry Finnbogason. Amljótur bætti fljótlega við öðra marki og eftir það skoruðu KR-ingar í hvert einasta skipti sem þeir komust i vítateiginn. Uppgjöf Þróttara var algjör og setti svartan blett á annars ágæta frammi- stöðu liðsins í venjulegum leiktíma. Þeirra bestir voru Eysteinn Lárusson, Jens Sævarsson og Charlie McCormick. Hjá ungu og óreyndu liði KR bar Veigar Páll af framan af leik og er með ólíkindum að sjá tækni hans á köflum. Hinn 16 ára gamli Kjartan Henry þakkaði traustið og breytti allri ásýnd KR-liðsins eftir að hafa komið inn á fljótlega í síðari háifleik. Hann uppskar tvö góð mörk og verður gaman að sjá til kappans í nán- ustu framtíð. Þá er enn ónefndur þátt- ur Amljóts. Hann vann á eftir því sem leið á og toppaði síðan finan leik á miðjunni með íjórum mörkum í fram- lengingunni. Þegar flautað var til loka var meiri- hluti leikmanna KR um tvitugsaldur- inn og það má með sanni segja að það hafi verið þeir sem kláruðu leikinn fyrir íslandsmeistarana. „Það voru margir ungir menn hér á vellinum sem sýndu mjög góða til- burði," sagði Willum og aðspurður hvort hann gæti notaö þá sömu eitt- hvað í sumar sagði Willum: „Þeir hljóta að vera að gefa mér skilaboð um það.“ Maður leiksins: Amljótur Ást- valdsson, KR. -vig úrslit deildabikars KSI fóru fram í gær: Fyllilega sanngjarnt - Keflvíkingar unnu Fylkismenn, 3-1, í rokleik í Reykjanesbæ 1-0 Hörður Sveinsson......(35.) 1- 1 Ólafur P. Snorrason, víti (41.) 2- 1 Hólmar Rúnarsson.....(56.) 3- 1 Hafsteinn Rúnarsson . .. (81.) Það var lítið sem minnti á að það væri kominn 1. maí þegar Keflavík og Fylkir mættust á Iðavöllum, grassvæði Keflavíkinga í Reykja- nesbæ, i 8-liða úrslitum deildabik- ars. Mikið rok var á meðan leikurinn stóö yfir og kuldinn ætl- aði menn lifandi að drepa. Leik- menn fóm ekki varhluta af aðstæö- um og einkenndist leikurinn á löng- um köflum af löngum sendingum sem vindurinn tók og feykti aftur fyrir endalínu. Keflvíkingum gekk þó mun betur að halda boltanum á jörðinni og spOa honum á milli sín heldur en Fylkismönnum sem áttu í miklum vandræðum allan leikinn. Keflvíkingar byrjuðu mun betur, réðu lögum og lofum á miðjunni þar sem þeir Stefán Gíslason og Jónas Sævarsson vom atkvæða- miklir og frammi voru þeir Hörður Sveinsson og Magnús Þorsteinsson mjög hættulegir. Þeir splundmðu vörn Fylkis- manna hvað eftir annað og hefðu með réttu átt að vera búnir að skora nokkur mörk þegar fyrsta markið leit dagsins ljós á 35. mín- útu. Þá skoraði Hörður Sveinsson með skalla eftir hornspyrnu en hægt er að skrifa markið á reikning Kjartans Sturlusonar, markvarðar Fylkis, sem fór í undarlegt úthlaup sem gerði Herði kleift að skalla í autt markið. Markið herti þó Fylkismenn og sex mínútum síðar náðu þeir eiimi af fáum sóknum sínum í fyrri hálf- leik. Ólafur Ingi Skúlason komst inn í vítateig Keflvíkinga og var felldur af Haraldi Guðmundssyni. Jóhannes Valgeirsson, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu, úr henni skoraði Ólafur Páll Snorra- son og jafnaði metin, 1-1. Fylkismenn byrjuöu síðari hálf- leikinn ágætlega en kaflaskil urðu í leiknum á 53. mínútu þegar Valur Fannar Gíslason, varnarmaður Fylkis, fékk að líta rauða spjaldið. Þá tóku Kelfvíkingar öll völd á vell- inum. Hólmar Rúnarsson kom þeim yfir þremur mínútum síðar og Haf- steinn Rúnarsson bætti við þriðja markinu níu mínútum fyrir leiks- lok. Sanngjarn sigur Keflvíkinga staðreynd í rokinu í ReyKjanesbæ. Keflvíkingar munu staldra stutt við í 1. deildinni ef þeir halda áfram á þeirri braut sem þeir hafa verið á í vorleikjunum. Milan Stefán Jankovic er að byggja upp öflugt lið og ljóst að Stefán Gíslason er mikill happafengur fyrir þá. Hann og Jónas voru mjög góðir á miðjunni og létu boltann ganga vel i fáum snertingum. Þeir vora bestu menn liðsins en einnig var Haraldur Guð- mundsson mjög sterkur í vörninni og þeir Hörður og Magnús ógnandi frammi. Fylkismenn voru ólíkir sjálfum sér í þessum leik. Leikmenn liðsins virkuðu þungir, þreyttir og áhuga- lausir og ólíkir því sem þeir hafa verið í undanfornum leikjum. Það býr mikið í Fylkisliðinu en það get- ur þó glaðst yfir því að fyrirliði þeirra, Finnur Kolbeinsson, kom inn á í siðari hálfleik og kenndi sér einskis meins. Það eru góðar fréttir fyrir Fylkismenn sem þurfa svo sannarlega á honum að halda. Valur Fannar Gíslason, sem fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik, var svekktur eftir leikinn. „Ég get ekki kvartað yfir þessu spjaldi," sagði Valur eftir leikinn og bætti við að Fylkisliðið hefði ekki verið að spila vel. „Við vorum slakir og ég kann enga sérstaka skýringu á því Við höfum verið að spila vel í síöustu leikjum gegn Víkingi og Grindavík og vonandi var þetta bara óhapp.“ Maður leiksins: Jónas Sævars- son, Keflavík. -ósk Nýir styrktaraðilar í íslenska boltanum: Landsbanknn og VISA - styrkja knattspyrnumótin næsta sumar Knattspymusamband íslands til- kynnti í gær að það hefði náð sam- komulagi við Landsbankann og VISA-ísland um að þau verði styrktaraðilar knattspyrnumóta í meistaraflokki karla og kvenna næsta sumar. Efstu deildir karla og kvenna munu því heita Landsbankadeildin og Landsbankadeild kvenna en báðar deildir bám nafn Símans í fyrra. VISA-ísland tekur við af Coca Cola sem styrktaraðili bikarkeppn- innar og veröur því leikið um VISA-bikarinn næsta sumar, bæði í meistaraflokki karla og kvenna. -HBG 099 Þann 18. febrúar sl. sendi íþrótta- og Ólympíusamband íslands spurningalista til stjórnmálaflokka landsins og spurðist fyrir um afstöðu þeirra í nokkrum málum. íþróttir eru okkar mál i • Hvernig vill flokkurinn stuðla að almennri íþróttaiðkan og líkamsrækt? • Hvernig vill flokkurinn að staðið sé við bakið á afreksíþróttafólki? • Vill flokkurinn beita sér fyrir því að öll börn og unglingar geti stundað íþróttir, með því að niðurgreiða æfinga- og þátttökugjöld? • Er flokkurinn reiðubúinn til að styðja og/eða standa að auknum fjárveitingum til íþróttastarfsins í landinu? • Hvaða stefnu hefur flokkurinn varðandi íþróttamál? Hverju svara stjórnmálaflokkarnir, þegar þeir eru spurðir? Svörin eru á www.isisport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.