Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 DV lain Duncan Smith Duncan Smith ánægður með kosningaúrslitin Iain Duncan Smith, leiðtogi íhaldsmanna á Bretlandi, sagði í gær að árangur íhaldsflokksins í sveitarstjómarkosningunum í fyrradag hefði verið frábær og sannaði það að flokkurinn væri vel fær um að endurheimta fyrra fylgi í næstu þingkosningum, en flokkurinn vann meira en 500 sveitarstjómarsæti á meðan Verkamannaflokkurinn tapaði verulegu fylgi og meirihluta í 29 sveitarstjómum „Fólkið hefur sent ríkisstjórn Blairs ákveðin skilaboð um að hún sé ekki á réttri leið með aukinni skattheimtu og minni þjónustu í staðinn," sagði Duncan Smith sem mátti þola nokkra gagnrýni sam- flokksmanna þrátt fyrir sigurinn. 70 manns farast í katbátaslysi í Kfna Kínverska ríkisfréttastofan sagði frá því í gær að sjötiu kinverskir sjóliðar hefðu farist þegar bilun varð um borð í kafbáti kínverska sjóhersins austur af eyjunni Neic- hangshan í Kínahafi fyrr í vikunni. Ekki var tilgreint nánar hvenær slysið varð en sagt að báturinn hefði verið við hefðbundnar æfingar innan kínverskrar landhelgi þegar hann varð fyrir vélarbilun. Kafbáturinn, sem er knúinn hefö- bundnum vélum og einn af um níu- tíu kafbátum í eigu kínverska flot- ans, hefur þegar verið dreginn til ónafngreindrar hafnar og sendi kín- verska herráðið aðstandendum sjó- liðanna samúðarkveðjur en slysið er eitt það mannskæðasta i sögu kínverska flotans. Atal Behari Vajpayee Indverjar og Pakistanar taka upp samskípti Atal Behari Vajpayee, forsætis- ráðherra Indlands, tilkynnti ind- verska þinginu í gær að indverska ríkisstjómin hefði ákveðið að taka aftur upp full diplómatísk sam- skipti við Pakistana eftir langvar- andi spennu milli ríkjanna, sem magnaðist upp eftir árásina á ind- verska þingiö í desember i hitti- fyrra. Stuttu síðar tilkynnti Khursheed Kasuri, utanrikisráðherra Pakist- ans, að pakistönsk stjómvöld hefðu ákveðið að gera það sama. REUTERSMYND Velkominn heim Bandarískir sjóliöar á flugmóöurskipinu Abraham Lincoln fengu hlýjar móttökur þegar þeir komu heim til Bandaríkjanna í gær eftir tíu mánaöa útivist á Persaflóasvæöinu. - yfirmaður vopnaþróunar og varaforsætisráðherra þar á meðal Að sögn talsmanns bandarísku herstjómarinnar á Persaflóasvæð- inu voru þrír háttsettir embættis- menn úr stjómarliði Saddams Huss- eins, fyrrum íraksforseta, hand- teknir í gær og þar á meðal Abdel al-Tawab Mullah Huwaysh, fyrrum varaforsætisráðherra, sem var i sex- tánda sæti í spilastokk Bandaríkja- manna yfir eftirlýsta stuðnings- menn Saddams. Huwaysh, sem var í innsta klíku- hring Saddams, var yfirmaður sér- staks ráðuneytis sem fór með stjóm vopnaframleiðslu en það var sett á lagginar árið 1980 og hélt utan um frekari vopnaþróun í landinu og þar með þróun gjöreyðingarvopna. Er það von bandarísku herstjómarinn- ar að hann muni veita upplýsingar sem auðvelda muni leitina að gjör- eyðingarvopnum, sem bandamenn segja íraka hafa átt, en þau voru helsta ástæðan fyrir hernaöarað- gerðum bandamanna í írak. 42 í spilastokk Bandaríkjamanna eða einu sæti neðar en Mizban Khi- dir Hadi, sá þriðji sem handtekinn var í fyrradag. Hadi var yfirmaður einnar af fjór- um hersveitum Lýðveldisvarðarins sem Saddam skipaði í vamarstöðu í upphafi stríðsins og stjómaði hann vömunum í síta-héruðunum í ná- grenni borganna Karbala og Najaf. Hadi, sem var einn helsti hern- aðarráðgjafi Saddams, var einn þeirra sem fóru fremstir i flokki í hefndaraðgerðunum gegn síta-mús- límum eftir Persaflóastríöið árið 1991 og var einnig háttsettur í Bath- flokknum. Hadi var handtekinn í Bagdad í fyrradag en ekki er vitað hvort hann gaf sig fram sjálfur. Sama er að segja um hina tvo en þeir voru einnig handteknir í fyrradag. Þar með eru átján af 55 manna lista Bandarikjamanna komnir í vörslu bandamanna í írak. Mullah Huwaysh Muliah Huwaysh var sextándi í spilastokk Bandaríkjamanna. Taha Muhyl al Din Maruf, fyrr- um annar tveggja varaforseta íraks, er einnig meðal hinna handteknu. Hann er ekki talinn hafa verið í innsta klíkuhring Saddams en þó meðlimur í Byltingarráðinu. Maruf, sem er kúrdi, var númer Þrír háttsettír stjórnar- Hðar Saddams handteknir Donald Rumsfeld segir að- gerðum í frak alls ekkí lokíO Donald Rumsfeld, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að hemaðaraðgerðum i Irak væri alls ekki lokið á meðan fullt öryggi hefði ekki verið tryggt í landinu og að það væri óskynsamlegt að halda öðru fram. „Það er í raun hættulegt að vera í írak því þar er fólk sem stundar það að rúlla hcmdsprengjum inn í bæki- stöðvar okkar. Fólk gengur jafnvel um skjótandi hvert á annað og það sannar okkur að þessu er alls ekki lokiö. Það væri rangt að halda því fram,“ sagði Rumsfeld á blaðamanna- fundi sem boðað var til eftir fund hans með Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, og Geoff Hoon vam- armálaráðherra í stuttu stoppi Rums- felds í Bretlandi í gær á heimleið frá írak. Öryggisvarsla í frak Donald Rumsfeld, varnarmálaráö- herra Bandaríkjanna, segir aö fullt öryggi hafi ekki veriö tryggt í írak. Uppbyggingarstarfið í írak var til umræðu á fundinum og sagðist Rums- feld vonast til þess að Sameinuðu þjóöimar tækju virkan þátt í upp- byggingarstarfinu. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var einnig á ferð og flugi í gær og kom þá til Sýrlands til viðræðna við þarlend stjómvöld um stuðning við baráttuna gegn hryðju- verkaöflunum og virkan þátt í friðar- ferlinu í Mið-Austurlöndum. Eftir hertöku Bagdad höfðu bandarísk stjómvöld sakað Sýrlendinga um að skjóta skjólshúsi yfir stuðningsmenn Saddams og jafnvel að hafa tekið við ólöglegum vopnum frá þeim. Þykir heimsókn Powells sýna viðleitni Bandarikjamanna til sátta. Fyrir komuna til Sýrlands hefði Powell hvatt ísrsaels- og Palestínu- menn til að leggja deilur sínar til hliðar og hefja þegar viðræður á grundvelli nýrrar friðaráætlunar. Nú heföu þeir loksins nauðsynleg tæki til þess. Stuttar fréttir Blair hittir Ahren Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, hittir Bertie Ahem, for- sætisráðherra ír- lands, á fundi eftir helgina þar sem þeir munu ræða möguleikana á því að koma friðarferlinu á Norður-ír- landi aftur i gang. Blair frestaði fyrr í vikunni þingkosningum, sem fram áttu að fara á Norður-írlandi í lok maí og fara þær í staðinn fram í haust. Ástæðuna fyrir frest- uninni, sem valdið hefur aukinni spennu, segir hann óvissu vegna afstöðu ÍRA til afvopnunar samtak- anna. Skaut bæjarstjórann 32 ára Sikileyingur skaut í gær fimm manns til bana í ráðhúsi smábæjarins Aci Castello á Sikiley og þar á meðal Michele Toscano bæjarstjóra. Tilræðismaðurinn heitir Giuseppe Leotta og mun hann hafa unnið hlutastörf fyrir bæinn en ekki fengið fastráðningu þegar hann óskaði eftir því. Leotta komst undan á flótta eft- ir skotárásina og var hans enn leitað í gærkvöld. Að sögn lög- reglunnar á maðurinn við geð- ræn vandamál að stríða og því talinn hættulegur. Enn leitað í rústunum Til óeirða kom í bænum Bingöl í Tyrklandi, sem varð illa úti í jarð- skálftunum sem gengu yfir suð- austur hluta Tyrk- lands á fimmtu- dagsnóttina með þeim afleiðingum að vel á annað hundrað manns fór- ust og meira en 500 slösuðust. íbú- ar bæjarins mótmæltu seinagangi bæjaryfirvalda við að útvega nauð- synleg hjálpargögn og var lögreglu- stjóra bæjarins vikið úr starfi í Kjöffarið. Enn var leitað í rústum heima- vistarskólans í nágrenni Bingöl í gær en þar var 40 barna enn sakn- að í gær. Þegar höfðu fundist lík 46 barna og eins kennara. Bjóða greiðslukjör Hópur gleðikvenna í bænum Hunedoara í Rúmeníu hafa tekið sig saman um að bjóða föstum viðskiptavinum sínum upp á lánsviðskipi í allt að viku og af- borgunarskilmála óski þeir eftir því. Með þessu vilja stúlkurnar koma til móts við aukna kreppu og atvinnuleysi í landinu og sagði ein þeirra í viðtali við dag- blaðið Jumalul National að verka- menn væru meira og minna blank- ir Eilla daga nema um mánaðamót. Dansað í bólið Samkvæmt nýrri skoðanakönn- un sem gerð var meðal 2000 kvenna í Bretlandi eru góðir dans- herrar einnig fyrirtaks bóffélagar og greinileg tengsl þar á milli að áliti 80% aðspurðra. Um helmingur kvennanna sagð- ist prufukeyra herrana á dansgóff- inu áður en haldið væri á vit ævin- týranna og því meðfærilegri sem þeir væru við dansinn því betri elskhugar. Varað við sjálfsmorðsárás ■ Lögregluyfirvöld í Pakistan vöruðu bandarísk stjóm- völd í gær við hugs- anlegri hryðju- verkaárás al-Qaeda- samtakanna á bygg- ingu bandaríska sendiráðsins í Karachi eftir að upp- lýsingar bárust um áætlun um að fljúga lítilli flugvél eða þyrlu hlað- inni sprengiefni á sendiráðið. Upplýsingamar bámst tveimur dögum eftir að pakistönsk stjóm- völd handtóku sex grunaða al- Qaeda-liða í nágrenni Karachi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.