Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 18
Helcfct rblaö 13 "V LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 I 8 Guðný Bergsdóttir á góðum degi í Nýhöfn í Kaupmunnahöfn á spjalli við tónlistarmenn á götunni. ljóta andarungans Guðný Bergsdóttir er íslenskur blaðamað- ur, búsett íKaupmannahöfn. Hún segir Evu Hreinsdóttur hispurslaust frá litríkri ævi sinni, blaðamennsku á Tímanum, samkyn- hneigð og samböndum við karla og konur. Guðný hefur margt reynt og lætur engan bilbug á sér finna. Hún er ekki feimin við aö láta vaða, Guðný Bergsdótt- ir blaðamaður (eða blaðurmaður, eins og hún vill oft kalla sig). Hún er fædd í Reykjavík, sjálfstæöisárið 1944, uppalin á Akureyri en hefur búið um árabil í Kaup- mannahöfh og síðastliðin 12 ár starfað hjá Blindrafélagi Danmerkur þar sem hún sér meðal annars um fréttablað félagsins. Hún hefur ekki farið varhluta af áfóllum í líf- inu. Það nýjasta er að henni ásamt mörgum öðrum starfsmönnum blindrafélagsins var sagt upp vegna sam- dráttar í rekstri. Guðný er komin á þann aldur að oft er erfitt að fá fasta vinnu aftur en ætlar sér ekki að gefast upp. Guðný er dóttir Bergs Pálssonar, skipstjóra frá Hrísey, og Jónínu Sveinsdóttur. Þau hjónin, sem bæði eru látin, áttu 5 böm og er Guðný elst þeirra. Næstelstur var bróð- ir hennar Páll, landfræðingur og kennari, sem lést úr krabbameini 46 ára, aðeins sex mánuðum eftir að Berg- ur faðir þeirra lést. Foreldra og ekki síst Páls er enn sárt saknað. Guðný segir aö systur hennar tvær hafi hún áður fyrr litið á sem einhverja skyldu, sem þurfti oft að draga með sér, ekki síður en Berg, yngsta systkinið. Nú er annað upp á teningnum og systkinin era mjög sam- rýnd þótt langt sé á milli þeirra landfræðilega. Systur Guðnýjar búa fyrir norðan, Þórunn er skólastjóri og Guð- rún upplýsingafulltrúi en Bergur fetaði í fótspor foður síns og var þar til fyrir skömmu yfirvélstjóri á flutninga- skipi en starfar nú í landi. Guðný hefur verið í samböndum við bæði karla og konur og hún veltir því fyrir sér í viðtalinu hvort hún eigi kannski að prófa karlmann næst en finnst sokkaþvotturinn svo leiðinlegur. Litli ljóti andarunginn? „Ég var fædd virkilega ljót, litli ljóti andarunginn, nema ég held að ég hafi ekki skánað. Nefið á mér var kallaö Holmenkollen en ég er með alveg hreinræktaö kartöflunef,“ lýsir Guðný sjálfri sér og alltaf er jafiistutt í hláturinn. „Mamma og pabbi voru bæði falleg og það era systk- ini min líka, svo ég veit ekki hvaðan útlitið kemur, ekki frekar en annað við minn persónuleika." Ekki fer þó á milli mála að Guðný er sérstaklega létt og skemmtileg, hvað sem henni finnst sjálfri um útlitið. Það geislar bók- staflega af henni. „Við systkinin voram alin upp í mikilli ást og gleði en pabbi var oft mánuöum saman að heiman, þannig að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.