Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 27
LAUGARDAOUR 3. MAÍ 2003 // e I c) a rblo c) DV 27 til að opna þína leið eða loka henni. Þannig að það er mjög varhugavert að gefa fólki bara eitthvert nafn. Ef nafnið er ekki rétt og hentar ekki barninu verða örlögin mun erfiðari. Ég get tekið nærtækt dæmi, af sjálfum mér. Fram til fimm ára aldurs var ég mjög opið og glað- lynt barn sem lék sér og hafði gaman af því. Þegar ég var fimm ára dó faðir minn og þá fór vit- und mín að verða miklu nærtæk- ari sjálfum mér. Ég horfðist í augu við lífið og dauðann og fór inn í skel. Það sem gerðist líka var aö nafnið varð mér til trafala og ég fór að nota það á neikvæð- an hátt. Það var erfítt fyrir mig sem lítinn strák úr sveit að fara í skóla og heita Hermundur Rósin- kranz Sigurðsson. Þetta var þungt og mikið nafn og gamalt í sér. Ég þorði varla að bera þetta nafn frammi fyrir öllum hinum krökkunum og faldi mig á bak við mömmu þegar skólastjórinn kallaði upp nafnið. Ég fór fljót- lega að láta fólk kalla mig Hemma. Ég nýtti mér ekki ork- una sem bjó á bak við persónu- leikann í nafninu Hermundur Rósinkranz, varð hlédrægur og feiminn og varð því fyrir einelti í skóla. Tjáningin var engin og í rauninni var ég ekki ég. Svo liðu árin og ég fór að taka nafninu betur. Um leið og ég sættist við nafnið mitt hætti ég að vera reiður, árásargjarn og pirraður innra með mér. Þegar lyklarnir fara að virka í nafninu og maður er orðinn sáttur við nafnið sitt og stoltur af því þá er maður um leið orðinn stoltur af sjálfum sér. Hluti af því að vera heill maður er að vera sáttur við nafnið sitt því nafnið fylgir manni alla ævi.“ Lék við álfa og huldufóllt Þegar maöur hlustar á þœttina þina finnst manni að þú sért ekki eingöngu að notast við talnaspeki heldur einnig skyggnigáfu. „Skyggnigáfan hefur fylgt mér frá fæðingu. Ég man best eftir sjálfum mér frá fæðingu og fram til fimm ára. Ég átti heima í Hveragerði og þar var stórt og mikið klettabelti þar sem ég lék mér við huldufólk og álfa. Þegar ég var í kringum fjögurra ára aldurinn hljóp ég upp í klettana og þá komu krakkar niður stíg úr berginu og ég lék mér við þá. Mér fannst þetta ósköp eðlilegt en seinna, þegar ég spurði mömmu mína, áttaði ég mig á að þetta voru ekki krakkarnir sem bjuggu i Hveragerði Ég fór fyrst úr líkamanum þeg- ar ég var um það bil tveggja ára. Ég man eftir mér þar sem ég sat uppi í gluggakistu og horfði á stjömurnar og var að hugsa um þær. Svo heyrði ég mikinn barns- grát sem var stöðugt að trufla mig. Ég sá pabba minn fara á fæt- ur og stumra yfir barni í barna- rúmi. Þá áttaði ég mig á því að þetta barn var ég. Ég var fárveik- ur en hafði farið úr líkamanum til að fá að vera í friði. Um leið og ég áttaði mig á þessu sneri ég aft- ur í líkamann. Skyggnigáfa mín hafði trufl- andi áhrif á mig í bamaskóla. Ég átti við lestrarörðugleika að stríða þegar ég var yngri og þurfti að sitja framarlega til að geta fylgst með því hvað stæði á töflunni. Það var viðtekin hefð í Austurbæjarskólanum að standa upp og hneigja sig þegar einhver kom inn í stofuna. Ég var alltaf að sjá fólk koma inn og stóð þá upp og kennarinn var sífellt að segja mér að setjast. Ég sá fólk sem aðrir sáu ekki. Þetta endaði með því að ég þurfti að færa mig aftast i bekkinn því þaðan sá ég þegar hinir krakkarnir stóðu upp og stóð upp um leið og þeir. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég væri skyggn og sæi það sem aðrir sáu ekki. Þess vegna skildi ég ekkert af hverju ég var skammaður fyrir að standa upp þegar ég sá fólk koma inn. Mér fannst ég vera heimskur og fannst ég eiga bágt af því ég vissi ekki hvenær ætti að standa upp og hvenær ekki. Skyggnigáfan dvínaði á ung- lingsárunum en varð aftur áber- andi eftir tvítugsaldurinn. í raun- inni var ég þó aldrei fullkomlega viss um að ég væri eitthvað öðru- vísi en aðrir fyrr en ég fór að lesa um miðla og hitti miðla. Ein- hvern tíma var ég spurður hvern- ig væri að vera eins og ég, að sjá og fmna og skynja. Ég sagðist ekkert geta svarað því. Það eina sem ég gæti spurt viðkomandi að væri hvernig væri að vera eins og hann sem sæi ekki og fyndi ekki.“ Flugslys, pestir og hryðjuverk Geturóu spáð fram í tímann? „Ég fer í djúptrans, oft ásamt konu minni, og við fáum þannig upplýsingar sem hafa margoft komið okkur á óvart. Við fengum til dæmis upplýsingar um að lof- steinn myndi fara mjög nálægt jörðu árið 2024. Ári seinna var ég að fletta blöðunum og sá frétt um að vísindamenn væru búnir að finna loftstein sem þeir teldu að gæti lent á jörðinni um svipað leyti. Ég var búinn að fá fréttirn- ar ári áður en þær birtust. Fyrir áramót fór ég í trans fyr- ir þátt sem ég átti að fara í á Bylgjunni. Þá sagði ég að fréttir myndu koma úr loftinu og þar væru átök, ég sagði að stórir og miklir stormar myndu geisa, sem við hefðum ekki upplifað áður, og ég sá mikla sprengingu í strandbæ. Ég sá einnig fjölda flugslysa, og það munu verða mörg flugslys á þessu ári. Strax eftir áramót hröpuðu nokkrar flugvélar, strandbærinn sprakk á nýársdag á markaði sem var að selja flugelda og stormar fóru yfir eyjar. Þetta þrennt kom sem sagt fram skömmu eftir að ég setti fram spádóminn. Ég sagði að það kæmu fréttir með loftinu, í formi flensu sem gæti orðið jafn skæð og svarti dauði. Svonefnd Asíu- inflúensa sem við erum að upp- lifa núna er einungis upphafið, það eiga eftir að verða miklu skæðari flensufaraldrar. Hryðju- verk verða mikil á árinu í tengsl- um við innrásina í írak og bæði Bandaríkjamenn og Bretar verða fyrir þeim. Bush er ekki góður leiðtogi og mun halda áfram sinni hættulegu utanríkisstefnu." Mannkyn á breytingaskeiði Þetta hljómar eins og það sé ekki sérlega bjart fram undan, eóa hvaó? „Það er alls ekki eintómur sorti. Öld vatnsberans er hafin, hófst 5. maí 2000 þegar sjö stjörn- ur röðuðu sér upp í eina beina línu, sem gerist ekki nema á fimm þúsund ára fresti. Þessar stjörnur eru allar persónustjörn- ur sem hafa áhrif á persónuleika okkar. Maöurinn er að fara í gegnum gríðarlegt tilfinninga- uppgjör með sjálfum sér og hann er að opnast gagnvart því hvað kærleikur er. Mannkynið er að fara í gegnum afar miklar breyt- ingar." -KB I 1 * r T £ Y / m v* Barnabolir 7-13 ára 590 Verð áður kr. 990 "5 Dömubolir 590 Verð áður kr. 990 Stelpublússur 7-13 ára Verð áður kr. 1990 Dömuvesti 1990 Verð áður kr. 3490 SUfifM &JL.-1 fífSLfi TTUR. LÆGSTA VERÐIÐ LÆKKAR ENN FREKAR \ Dömubuxur 1990 Verð áður kr. 2990 I ' / , ‘ I %j Dömubuxur - 299 Verð áður kr. Dömupeysa 990 Verð áður kr. 1490 "7 Barnapils 7-13 ára 990 Verð áður kr. 1990 Fálkahúsinu, Suðurlandsbraut 8 sfmi: 554 0655 • opið: 10-18 virka daga, 11-17 laugard. 11-16 sunnud. *Verð eru birt með fyrirvara um prentvillur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.