Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 30
30 He / c) a rb l a c) H>"V' LAUGARDAGUR 3. (vlAf 2003 Vanþekking og þvaður Þingmenn hafa skrifað greinar í Morgunblaðið þar sem Þorsteinn er kallaður rasisti og fláráður svikari í nafni deilnanna um kvótakerfið. DV hitti þennan umdeilda harðjaxl á skrifstofu Samherja við Glerárgötu og hann bauð upp á kaffi á skrifstofu sinni. Þar hanga myndir af tvíburunum Baldvin og Vilhehn Þorsteinssyni, feðrum Samherjafrænda, uppi á vegg og nokkrir verðlaunagrip- ir standa á hillu. Ég sé engan pappír nema möppu með gömlum bréfum sem forstjórinn er að skoða í tilefni af- mælisins en ég sé til hafs út eftir hinum langa Eyjafirði ef ég lít út um gluggann og gæti fylgst með skipaferðum ef þær væru einhverjar. Þorsteinn Már Batdi/insson, forstjóri Sam- herja, hefur dregist inn íkosninqabaráttu sem snýst um ki/ótakerfi. Hann hefur verið kallaður rasisti og svikari. Þorsteinn Már segir DV umbúðalaust skoðun sína á stjórn- málamönnum og vanþekkingu þeirra, rifjar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur unnið langan dag í 20 ár eins og hann segir sjálfur. Hann fékk heilsufarslega viðvörun fyrir tveimur árum og segist hafa hægt örlítið á sér. upp atriði úrsögu Samherja og segirfrá brúðkaupsveislu sinni á Skalla fgrir 20 árum. Það er stundum erfitt að greina í sundur sannleikann og þjóðsögumar. Norður á Akureyri er fyrirtæki sem heitir Samherji og fæst við útgerö og fiskvinnslu. Sam- heiji starfar í nokkrtun löndum við Norður-Atlantshaf, gerir út 11 skip og vinnur fisk á fjórum stöðum á íslandi. Starfsmenn hjá samsteypunni allri eru um 800 og árið 2002 velti Samheiji rúmum 13 milljörðum króna og hagn- aðist um nærri tvo milljarða. í síðustu viku fékk Sam- herji Útflutningsverðlaun forseta íslands og þótti við hæfi. Það er margt sagt um Samheija og þá sem eiga fyrir- tækið og reka það og sumt eru áreiðanlega þjóðsögur en sumt er satt. Fyrirtækið átti 20 ára afinæli á dögunum en það var þann dag árið 1983 sem þrír ungir Akureyringar náðu að kría út lán til að kaupa nær gjaldþrota og kaf- veðsett útgerðarfyrirtæki í Grindavík sem bar nafnið Samheiji. Einn þeirra, Þorsteinn Már Baldvinsson skipa- verkfræðingur, vann í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og sá daglega ryðkláf sem hét Guðsteinn GK og lá í Hafnar- fjarðarhöfn. Hann vissi sitthvað um rekstrargrundvöll frystitogara eftir að hafa unnið skýrslu fyrir Skagstrend- ing á Skagaströnd þegar það fyrirtæki réðst fyrst ís- lenskra fyrirtækja í útgerð frystitogara. Hann sannfærði frændur sína, Þorstein og Kristján Vilhelmssyni, um ágæti þeirrar hugmyndar sinnar að þeir ættu að ráðast í það að kaupa Guðstein. Þetta er satt. Þetta var ekki fyrsta tilraun þeirra frænda til þess að gerast eigin herrar í útgerð. Þorsteini Vilhelmssyni mim hafa verið neitað um lán til trillukaupa innan viö ferm- ingu. Elstu launanótur í fórum dyggra starfsmanna Sam- herja í dag eru gefnar út af fyrirtæki sem var kallað Bjartsýnn og segir meira en langar hátíðaræður um áræði þeirra frænda. Þorsteinn á skyrtunni Það er margt sagt um Þorstein Má Baldvinsson, for- stjóra Samheija. Sumt eru áreiðanlega þjóðsögur en sumt er satt. Það er sagt að hann sé svo ráðríkur að það geti enginn unnið með honum til lengdar og menn benda á Þorstein frænda hans, sem seldi hlut sinn í Samheija fyrir fáum árum, því til staðfestingar. Það er sagt að hann reki þá sem honum líkar ekki við og hati trillukarla og verkalýðsfélög eins og pestina og hafi látið skipta um ræðumann á sjómannadag á Akureyri sem ætlaði að tala gegn kvótanum. Þegar maður hittir Þorstein og sér blikið í stálgráum augum hans finnst manni að þetta geti vel verið satt. Hann fer úr peysunni og brettir upp skyrtuermamar áður en hann fer að eyða tíma sínum í að tala við blaða- menn en eftir stuttar samræður finnst manni að hann sé kannski hálfmeinlaus. Svo slær hann í borðið og maður skiptir aftur um skoðun. í hugum flestra íslendinga er Samherji kvótakerfið og Þorsteinn Már er Samheiji og þess vegna er hann kannski kvótakerfið umdeilda samankomið í einum manni sem er á miðjum aldri og hefur unnið svo hörð- um höndum í 20 ár að uppbyggingu Samheija að sumir segja að hann þurfi aldrei að sofa. Þaö er áreiðanlega þjóðsaga. Hitt er líklega rétt að Samheiji og velgengni hans er ekki afrakstur nefndastarfa heldur dugnaðar fárra einstaklinga sem hafa hrifið fleiri með sér. Á síðustu metrunum í harðvítugri kosningabaráttu hefur kvótakerfið skyndilega orðið að miklu hitamáli og Þorsteinn Már hefur dregist inn í umræðu manna um réttmæti kerfisins sem ýmist er skrímsli eða skothelt virki í augum manna eftir því hvar við borðið þeir sitja. DV-myndir GVA „Ég hlustaði á Margréti Sverrisdóttur, frambjóðanda Frjálslyndra, tala um það í sjónvarpi hvað sóknardagar í Færeyjum kostuðu. Við eigum hlut í útgerð í Færeyjum svo við þekkjum þetta vel. Hún sagði þar að hver sóknardagur væri mjög ódýr og kostaði 12-22 þúsund krónur íslenskar. Það eru rangar tölur. Rétta talan er 30-50 þúsund DANSKAR krónur! Dagurinn kostar því ríflega tuttugu og fimm sinnum meira en Margrét lét á sér skilja!“ Þeir frændur hafa verið sagðir miklir baráttu- og ákafamenn og það er haft til marks að eitt sinn voru þeir spurðir af fréttamanni hvort þeir væru hættir að slást. „Já, því miður,“ á Kristján Vilhelmsson að hafa sagt. Þetta gæti verið þjóðsaga. Barist á tveimur vígstöðvum Hitt er víst að Þorsteinn Már er alls ekki hættur að slást. Hann lýsir fyrir okkur tvíþættri baráttu í tveimur heimum sem tekur mikinn tíma. í öðrum heiminum berst Þorsteinn fyrir því að selja afurðir Samherja og koma þeim t.d. inn í kæliborðin hjá risavöxnum verslun- arkeðjum eins og Aldi og Tesco. Það er hart og miskunn- arlaust stríð þar sem menn fá hálftíma fund með stjóm- endum með margra vikna fyrirvara og tala vörunúmera hefur verið óbreytt í mörg ár. Ef einn kemst inn fer ann- ar út. Það er svo einfalt. Komist menn inn þýðir þaö gríð- arleg viðskipti og örugg. Eftirlitið kemur á staðinn og skoðar ofan í niðurföllin, grúskar í bókhaldinu og horflr á allt gegnum stækkunargler. í þessari biðröð er Þor- steinn Már að beijast um en í hinum heiminum er hann að rökræða við stjómmálamenn um nauðsyn þess að hrófla ekki við núverandi kvótakerfi og honum finnst óneitanlega stundum gæta mikillar vanþekkingar og fá- fræði og menn ekki vera feimnir við að hagræða hlutum sér í hag. Annar heimurinn getur haft áhrif á hinn en stjómmálamenn hjálpa Þorsteini ekkert í baráttu hans við erlendar verslunarkeöjur. Þar standa Samheijamenn einir. Þaö á að vera afmælisveisla um kvöldið. „Annars höfum við oftast miðað við 1. maí sem afmæli Samheija þvi þá komum við heim til Akureyrar með skipið,“ segir Þorsteinn. Trúi á hreinleikann En skyldi hann geta séð fyrir sér Samherja eftir 20 ár og lýst starfseminni eins og hún verður þá? „Þetta er erfitt. Hvað varst þú að borða fyrir 20 árum og hvað verður maður að borða eftir 20 ár? Ég man eftir að maður borðaði svonefnda steikta kubba (íslenskt lambakjöt) í Norðursjónum í gamla daga, oft dag eftir dag og stundum með svokallaðri malbikssósu. Þá var kjúklingur hátíðarmatur. Samheiji er í matvælaframleiðslu og við erum háðir því að fólk borði fisk. Ég trúi á íslenska vatnið og lambakjötið sem það besta í heimi og borða aldrei lambakjöt í útlöndum. Hvorugt selst því miður í útlöndum. í erlendum blöðum sér mað- ur kók, kjúklinga og kartöflur auglýst en þarf að leita í örsmá fagtímarit til þess að sjá þorskinn auglýstan. í merkingum hjá sumum verslunarkeðjum er ekki lengur talað um þorsk heldur hvítfisk. Við eigum stöðugt erfið- ara með að mæta kröfum kaupendanna sem fara sí- harðnandi. Þjóðir sem voru langt á eftir okkur fýrir fáum árum standa okkur nánast jafnfætis í þessum efhum í dag því þekking flyst á milli landa. í dag flytja menn heilfrystan fisk til Kína og láta 40-50 starfsmenn, sem samanlagt fá jafnhá laun og einn starfsmaður á Vesturlöndum, tína beinin úr karfanum í höndum og senda hann svo í kæli- borðin í samkeppni við okkur í Evrópu. Sjófrystur „hake“ frá Argentínu er orðinn geysigóð vara sem er far- in að keppa við þorskinn." Eruni frekar einangraðir - Hvað getiun við gert á þessu sviði sem enginn annar getur? „Ég held að við getum það ekki. Við eigum ekki hrein- leikann einir. Við erum að ffamleiða þorsk og ýsu. í Bret- landi er ekkert til sem heitir íslensk ýsa heldur skosk ýsa. Markaðurinn fyrir ýsu er í Bretlandi og á austur- strönd Ameríku en hvergi annars staðar. Hún veiðist vel núna í Atlantshafi og verðið hefur lækkað um 35% frá áramótum og það er orðið talsvert af ýsu hér í frysti- geymslum. Markaðurinn er ekkert að stækka og við verðum að passa það sem við höfum. Á síðustu árum hef- ur þorskveiði minnkað um eina milljón tonna meðan framleiðsla á laxi hefur aukist um eina milljón tonna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.