Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 32
36 Helqarblaö 33 "V LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 Vanþekkin og þvaður (framhald) Einar hrópar úlfur úlfur - Umræöan um sjávarútvegsmál verður oft mjög óvæg- in. Kristinn Gunnarsson skrifaði í Moggann um daginn og kallaði þig rasista og Einar Kr. Guðfinnsson sagði að þú værir svikari. Um hvað snerist eiginlega þessi um- ræða? „Það lá ljóst fyrir að menn gætu snúið því sem ég sagði upp á þessar nótur ef þeir vildu. Fólki á Vestfjörðum hef- ur fækkað eins og annars staðar en þeir hafa gert meira að því en aðrir að kerma kvótakerfinu um atvinnuá- standið. Ég benti einfaldlega á aö ef atvinnuástandið væri svona slæmt þá hefði ekki þurft að flytja inn svona margt fólk frá útlöndum til að vinna þar í fiski. Ég benti líka á að á Vestfjörðum eru atvinnutekjur hærri en bæði á Norðurlandi eystra og Austfiörðum. Þetta eru einfald- lega staðreyndir sem hafa ekkert með rasisma að gera en málsvarar Vestfirðinga viija ekki ræða þetta. Ég þoli flest sem sagt er um mig en þessa nafnbót, rasisti, vil ég ekki hafa. Einar Kristirm kaliaöi mig svikara en hann er fyr- ir mér maður sem hefur sjaldan kallað nokkuð annað en úlfur, úlfur og þannig verður það aö vera.“ „Ég þoli flest sem sagt er um mig en þessa nafnbót, rasisti, vil ég ekki liafa. Einar Kristinn kallaöi inig svikara en liann er fyrir mér Guðbjörgin í sökkvandi skulduni - Hann var að minna þig á það þegar Hrönn, sem gerði út Guðbjörgina á ísafirði, sameinaðist Samherja. Miðað við það sem þú sagðir áðan um að flest skipakaup ykkar gegnum árin hefðu verið fólgin í yfirtöku skufda þá hlýt- ur það nú að hafa verið undantekning frá þeirri reglu. „Það var engin undantekning. Skipið var nýtt og mjög dýrt og útgerðin skuldsett. Þetta vita ailir. Þama var um að ræða eigendur sem í áratugi höfðu skarað fram úr í íslenskum sjávarútvegi. Til allrar hamingju var ákveðin eign í fyrirtæki þeirra og það þarf enginn að öfundast yfir því. Það er ósanngjamt að nota þetta sem dæmi um menn sem fóm með peninga út úr greininni. Allavega einn þeirra, Ásgeir Guðbjartsson, sá góði maður, festi allt sitt fé í sjávarútvegi aftur.“ - Talaðir þú ekki svolítið gáleysislega þegar þú sagðir um Guðbjörgina: Hún verður áfram gul og gerð út frá ísafirði? „Ég sagði eina setningu sem loðir við mig alla tíð. Það verður að fara í mína mistakabók. Maður verður að bregðast við samdrætti og aðstæðum á hverjum tíma. Fyrirtæki verða að hugsa um sig sjálf, það kemur enginn þeim til hjálpar. Þegar við fengum Guðbjörgina var helmingur áhafnarinnar kominn með lögheimili á suð- vesturhominu. Hjá útgerðinni starfa enn þá sjómenn sem vom á Guðbjörginni. Vestfirðingar em alltaf vel- komnir í vinnu hjá okkur.“ Svo því sé haldiö til haga þá liggur Guðbjörgin um- rædda nú í Reykjavikurhöfh. Hún er undir íslenskum fána eftir að hafa flaggað þýskum um hríð en hún er ekki lengur gul. - Tekur þú svona ummæli nærri þér og erfir þau? „Þetta vom hörð orð og ég sá ástæðu til þess að halda fund með mínu starfsfólki til að ræða þessi ummæli og þetta álit stjómmálamanna á mér og mínu fyrirtæki. Þetta er þeirra álit og ég hef mitt álit á þeim og þar við situr. Þetta er gert til þess að veiða atkvæði og ég er áreiðanlega til í að setjast niður með þeim eftir kosning- ar og ræða við þá. Það þýðir ekkert aö vera langrækinn í svona atvinnurekstri." maður sem liefur sjaldan kallað Hvar er Bláa höndin nokkuö annað en úlfur, úlfur og þannig verður það að vera.“ - Annað sem hefur verið vinsælt umræðuefni í stjóm- málabaráttunni era meint afskipti stjómvalda af at- vinnulífinu og menn hafa talað um „Bláu höndina" hér og þar og sagt að fyrirtæki verði aö vera í liði með for- sætisráðherra eða á móti honum. Hvað finnst þér um þessa umræðu? „Afskipti stjóm- málamanna af at- vinnulífinu era mjög lítil hjá því sem áður var. Við eigum hér i möppunni fjölda bréfa frá því þegar við vorum að byrja þar sem við erum að biðja um aöstoð og öll bréfin byija á: í framhaldi af umræð- um sem ég átti við þig á Alþingi... Það var algengt, ef maður kom niður í Alþingi, að þar var fjöldinn allur af mönnum úr sjávarút- veginum sem vom að bíöa eftir því að ná tali af þingmönnum. Á fyrstu árum Samheija greiddum við í sjóð sem síðan „Við eigum ekki hreinleikann einir. Við erum að framleiða þorsk og vsu. f Bretlandi er ekkert til sem heitir íslcnsk ýsa heldur skosk ýsa. Markaðurinn fyrir ýsu er í Bretlandi og á austurströnd Ameríku en hvergi ann- ars staðar.“ veitti okkur styrk til karfaveiða. Sérstakt leyfi ráöherra þurfti til að taka erlent lán og svo framvegis." Bréf til Sverris Hér tekur Þorsteinn sér hvild og flettir í möppunni góðu uns hann finnur það sem hann leitar að: „Héma er eitt bréf sem ég hef sérstakt dálæti á og það byijar svona: Framkvæmdastofhun ríkisins c/o hr. Sverrir Hermannsson. í framhaldi af viðræðum sem við áttum við þig í þingsölum vegna fyrirhugaðra kaupa okk- ar á togaranum Guðsteini höfum við ritað stjóm Byggða- sjóðs bréf. Það skal tekið fram að beiðninni var halhaö. Svona var nú veruleikinn sem við bjuggum við í þann tíð,“ segir Þorsteinn. „Umræðan um afskipti stjómmálamanna og Bláu höndina er svona svipuð og brottkastsumræðan. Ég held að menn hafi ekki tækin og tólin til að beita áhrifum á þann hátt sem verið er að lýsa og séu heiðarlegri en svo að þeir séu að vasast í því að skipta sér af atvinnulífmu með þessum hætti. Ég trúi því að stjómmálaforingjar séu yfirhöfuð heiðarlegir og góðir menn. Það er ástæðan fyr- ir því að við, fólkið í landinu, höfum valið þá til þessara starfa fyrir okkur. Ég er búinn að skipta við Landsbank- ann árum saman. Það hefur aldrei hvarflað að mér að menn væm að blanda pólitík inn í rekstur Landsbank- ans. Ég hugsa ekki þannig og frnnst sú umræða á lágu plani.“ - Nú myndu margir telja að þú ættir að hafa séð Bláu höndina að störfum eftir að hafa setið öfugu megin við borðið þegar barist var um yfirráðin yfir íslandsbanka og stjómvöld fóm ekki dult með andúð sína á áformum Orca-hópsins sem þú varst þátttakandi í. „Þetta var bara hörð barátta í viðskiptalífinu. Þau átök vom töluvert orðum aukin og ég kannast ekki við allar þær lýsingar sem ég hef lesið á þeirri baráttu. Ég var ekki með í öllu því sem þar var lýst. Þama tókust á hóp- ar og það getur vel verið að menn hafi haft þar ýmsar skoðanir á pólitík en ég held að leiðtogar flokka á íslandi hafi nóg annað aö gera en að skipta sér af slíkum átök- um. Það tvennt sem stendur eftir þessi átök er umræðan um Bláu höndina og að viðskiptalífiö á íslandi sé óheið- arlegt. Hvoragt er gott. Ég held að menn sem komast áfram í viðskiptum njóti dugnaðar síns og áræðis þótt auðvitaö séu svartir sauðir innan um.“ Fékk viðvörun Menn hafa sagt tröllasögur af því hvað Þorsteinn geti unniö mikið og þurfi eiginlega aldrei að sofa. Það er líka sagt að hann hafi fengið heilsufarslega viðvörun fyrir fáum árum og það hafi hægt nokkuð á honum. Er þetta rétt? „Það gerist ekkert af sjálfu sér og ég hef unnið langan dag í tuttugu ár. Mitt lán er að hafa haft gaman af því sem ég geri og hef verið heppinn með samstarfsmenn. Það er rétt að ég fékk smáviðvörun fyrir tveimur árum, ég hef sjálfsagt verið orðinn langþreyttur. Ég tók þá viðvörun alvarlega. Ég reyni aö vera skyn- samur og við skulum segja að ég hafi breytt örlítiö vinnu- laginu.“ Þorsteinn er gamall keppnismaöur á skíðum en endur- tekin bijósklos í baki og tveir uppskurðir hafa haldið honum svolítið frá brekkunum og einnig frá líkamsrækt- arstöðinni á Bjargi sem hann segir að sé meðal sinna eft- irlætisstaða. „Ég hef gaman af að hreyfa mig og íþróttir era mitt áhugamál, ekki síst að fara á skiði og horfa á handbolta- leiki.“ Brúðkaupsveislan var ís á Skalla Þorsteinn er giftur Helgu Steinunni Guðmundsdóttur og eiga þau tvö böm. Þau Þorsteinn Már og Helga Stein- unn héldu upp á 20 ára hjúskaparafmæli sitt fyrir fáum dögum. Brúðkaup þeirra var ekki alveg hefðbundið frek- ar en margt annað, virðist hvorki hafa verið íburðarmik- ið né sérlega rómantiskt. „Við bjuggum saman í Reykjavík og áttum saman íbúð en höfðum um hana kaupmála því við áttum ekki jafh- stóran hlut í henni. Við veðsettum íbúðina fyrir þrefóldu verði hennar þegar við vorum að kaupa Samheija og það var svo mikið pappírsfargan með veðsetningamar að við drifum okkur til borgarfógeta og giftum okkur til að ein- falda málið. Á eftir fór ég með hana niður á Skalla í Lækjargötu og keypti handa henni einn ís. Svo keyrði ég hana heim en Kristján frændi hafði passað dóttur okkar á meðan. Við Kristján fórum síðan suður í Fjörð að vinna í togaranum. Það sem breyttist við þetta var líka að skrifstofa Sam- heija var flutt úr Grindavík og á heimili okkar í Vestur- bænum í Reykjavík. Þangað lá stöðugur straumur af lög- fræðingum til að taka lögtak vegna Samherja. Menn stóðu inni á gólfi og skráðu niður eignir heimilisins, svo sem sjónvarpið og önnur heimilistæki. Símanum var lokað þótt hann væri á nafni Helgu Steinunnar því Samheiji skuldaöi símareikning. Helga Steinunn fékk þá til að opna aftur en það þýddi ekkert, þeir lokuðu aftur eftir fáa daga. í mörg ár eftir að við eignuðumst Samheija þoldi ég illa lögfræðinga út af þessum ágangi og forðaðist aö láta þá vinna fyrir okkur en lét endurskoðandann vinna slík verk ef hægt var. Ég er viss um að fyrsta árið sem Samheiji starfaði hafi ég komið á velflestar lögfræðiskrifstofur landsins," segir Þorsteinn þegar hann riflar upp hveiti- brauðsdagana. - En hvemig hélduð þið upp á 20 ára brúðkaupsafinæl- iö? „Ég er ekki góður í hátíðahöldum en mér fannst rétt að Helga Steinunn fengi ís í tilefni dagsins. Ég splæsti Bragðaref á hana en það er vandaður ís í dýrari kantin- um!“ -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.