Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 34
38 HelQarblacf X>’Vr LAUCARDAGUR 3. MAÍ 2003 Bjóst ekki við neinu — segir Henrik Larsen, landsliðsþjálfari Færeyinga og Evrópumeistari með Dönum 1992 Það styttist nú óðfluga í fyrsta landsleik íslend- inga og Færeyinga i alvörukeppni en liðin hafa oft mæst í vináttulandsleik, en nú mætast þjóðirnar í undankeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Færeyingar hafa nýlega skipt um landsliðsþjálfara eftir að hinn danski Allan Simonsen hafði stjórnað liðinu í átta ár og þótti mörgum timi til kominn að skipta um manninn í brúnni. Við starfi hans tók Henrik Larsen, fyrrum danskur landsliðsmaður og Evrópumeistari með danska landsliðinu 1992 eftir úrslitakeppnina sem haldin var í Svíþjóð. Þar lék hann þrjá leiki og skoraði þrjú mörk, eitt gegn Frökkum í riðla- keppninni og tvö gegn Hollendingum í undanúr- slitum, auk þess sem hann skoraði í vítaspyrnu- keppni í leiknum. Larsen lék í heildina 39 leiki með danska landsliðinu og skoraði fimm mörk, en auk þess að leika með Lyngby og FC Kaupmanna- höfn í Danmörku, þá lék hann með þýska liðinu Mannheim áður en hann gekk til liðs við Aston Villa. Þaðan lá leiðin til Pisa á Ítalíu áður en hann hélt að nýju til Danmerkur. Hann endaði ferilinn sem leikmaður með Kaupmannahafnarliðinu, en tók síðan við stöðu aðstoðarþjálfara hjá liðinu áð- ur en hann tók að sér þjálfun hjá 01stykke, sem leikur í 1. deild. Blaðamaður fór til móts við færeyska landsliðið sem æföi í Rúnavík daginn fyrir landsleik gegn Kasakstan um síðustu helgi. Fylgst var með æflng- unni á gervigrasvellinum í Rúnavík sem er heima- völlur NSÍ, liðs Jens Martins Knudsen, fyrrum leikmanns og þjálfara Leifturs, en Rúnavík er skammt frá Tóftum þar sem leikurinn fór fram, en þangað er um klukkustundar akstur frá Þórshöfn. Æfingin fór fram við erfiðar aðstæður, í mikilli rigningu og roki, að viðstöddum jarmandi rollum, sem sýndu knattspyrnumönnunum lítinn áhuga og kusu heldur að nærast. Eftir æfingu hitti blaðamaður DV Henrik Larsen á efri hæð húsakynna Færeyska tryggingarfélags- ins í Rúnavík þar sem liðið gisti, en fyrirtækið er einn aðalstyrktaraðili landsliðsins og hefur látið innrétta nokkur herbergi sem það lætur landslið- inu í té. Henrik Larsen hóf störf þann 1. júlí síðastliðinn og virðist hann vera vel liðinn af eyjaskeggjum. Það blés þó ekki byrlega í upphafi því hann tók ekki við liðinu fyrr en mánuði eftir að upphaflega var áætlað og var almenningur í Færeyjum orðinn órólegur og var hann ekki sérlega vinsæll þegar hann tók loksins við. Með ágætum úrslitum í leikj- um í riðlakeppni EM og æfingaleikjum síðan þá hafa þeir tekið hann í sátt. Þessi geðþekki Dani býr ekki í Færeyjum frekar en Allan Simonsen gerði í þau átta ár sem hann stjómaði færeyska liðinu, heldur kemur hann til móts við liðið í leikjum og á æfingatímabilum, auk þess sem hann kemur af og til til að fylgjast með leikjum í deildakeppninni. En hvers vegna fór Henrik Larsen til Fær- eyja? „Ja, af hverju ekki. Ég var að þjálfa í 1. deildinni í Danmörku og þegar það var borið undir mig hvort ég vildi taka að mér þjálfun færeyska lands- liðsins þá hugsði ég með sjálfum mér; því ekki, það er ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til að þjálfa landslið. Það að þjálfa landslið er spenn- andi verkefni." Átti Allan Simonsen einhvern þátt í þessari ákvörðun þinni? „Ég talaðið við Allan nokkrum sinnum og spurði hann út í aðstæður hér, hvernig Færeyska knatt- Já, þeir eru það. Þeir munu gefa allt íleikinn og gera það sem þeir geta til að i/inna hann. Ég hef ekki enn séð þann leik sem leikmenn mínir hafa ekki gefið 110% í leikinn og ég tregsti þeim fullkomlega fgrir því, enda sgndu þeir það og sönnuðu fgrir mér íÞgskalandi spyrnusambandið starfaði og aðra slíka hluti. Hann sagði mér að aðstæður í Færeyjum væru í raun góðar og þar væru góðir leikmenn og góður efniviður. Það sem hann i raun sagði var að þetta væri gott starf. Þegar maður er að þjálfa í 1. deild í Danmörku og fær síðan tækifæri til að þjálfa lið sem mætir landsliðum á horð við Þjóðverja, Skota og íslendinga þá er erfitt að neita þvi.“ Við hverju bjóstu þegar þú tókst við landslið- inu? „Ekki miklu, en ég varð mjög hissa á að sjá hversu góða leikmenn Færeyingar eiga í knatt- spyrnu. Fram að þessu höfum við leikið mjög vel en það sem leikmenn mína vantar er meiri líkam- legur styrkur, en tæknilega eru þeir í góðu lagi. Við höfum undirbúið okkur vel undanfarið. Við dvöldum í tíu daga á La Manga á Spáni og nú er- um við að leika tvo landsleiki við Kasakstan, en við höfum þó ekki getað verið með alla okkar sterkustu menn við þessar æfingar. Þetta er gott fyrir okkur því mér gefst tækifæri að skoða hvem- ig ég leysi það að þeir Pól Thorsteinsson og Óli Jó- hannson eru báðir í leikbanni gegn íslendingum þann 7. júní næstkomandi. Þeir eru báðir sterkir leikmenn, en við eigum góða leikmenn sem taka stöðu þeirra." Hvað er hópurinn stór sem þú hefur úr að velja? „Ætli það séu ekki um það bil 30 leikmenn sem koma til greina í landsliðshópinn. Sumir þeirra eru mjög ungir og aðrir í eldri kantinum, en það vantar eiginlega alveg aldurshópanna þar á milli og bilið er talsvert stórt. Ég er þvi að reyna að gefa ungu strákunum eins mikil tækifæri og ég treysti mér til í leikjum eins og gegn Kasakstan, en það háir þessum ungu strákum að það er ekkert 21 árs landslið hjá Færeyingum og því hafa þeir ekki þá reynslu sem jafnaldrar þeirra i öörum löndum fá. Af þessum orsökum vel ég alltaf nokkra unga leik- menn í alla leiki, einnig í undankeppni EM, til að gefa þeim kost á því að kynnast því að taka þátt í leikjum í stórmótum.“ Hvernig sérðu framtíð færeyska landsliðs- ins? „Það tekst kannski ekki nú að komast áfram, en ef við lendum aftur i riðli sem þessum þá tel ég að við getum orðið í öðru sæti i riðlinum. Við höfum Henrik Larsen er viðkunnanlegur Dani en er nú þjálfari færeyska landsliðsins í knattspyrnu. Hér er hann á æfingu raeð liðinu í Rúnavík um síðustu helgi við erfiðar aðstæður í roki og rigningu. Eftir æfingu hristi hann höfuðið og sagði: „Það er alltaf sania veðrið." DV-myndir Pjetur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.