Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 TTfc’tr Fréttir íslensku menntasamtökin ekki iengur í skólarekstri í Hafnarfiröi: Bærhn tekur yflr leikskólann Tjarnarás DV-MYND HARI Aukafundur í bæjarstjórn Hafnarfjaröarbær hefur rift samningi viö Islensku menntasamtökin um rekstur leikskólans Tjarnaráss. Þetta var ákveðiö á fundi bæjarstjórnar í gærkvöld. Hafnarfj arðarbær tók formlega við rekstri leikskólans Tjarnaráss í Hafnarfirði í morgun. Þar með er tilraun íslensku menntasamtak- anna til að annast rekstur skóla í Hafnarfirði lokið en bæjaryfirvöld yfirtóku rekstur Áslandsskóla síð- astliðið haust eftir langavarandi deilur. Ákvörðun um riftun samnings- ins var tekin á aukafundi bæjar- stjórnar í gærkvöld. Lúðvík Geirs- son sagði að fundi loknum að bæj- arstjórnin hefði staðfest samþykkt fræðsluráðs frá því á fóstudag sem fól í sér að bærinn tæki yfir rekst- ur leikskólans. „Við göngum út frá því að leikskólastarf verði með eðlilegum hætti í dag og hlutirnir gangi fyrir sig með friði og spekt,“ sagði Lúðvík. Uppnám hefur ríkt vegna rekst- urs skólans að undanförnu og höfðu 20 af 26 starfsmönnum sagt starfi sínu lausu, þar á meðal leik- skólastjórinn, Hjördís Fenger. Hjördís sagði samstarfsörðuleika við stjórnendur skólans og eink- um Sunitu Gandhi ástæðu upp- sagnanna. Þá hafði meirihluti for- eldra sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að það væri vilji þeirra að ís- lensku menntasamtökin hyrfu frá rekstri skólans. Margir héldu börnum sínum heima í liðinni viku vegna málsins en alls eru 112 börn í skólanum. Hafna vanefndum íslensku menntasamtökin sendu frá sér yfirlýsingu í gær- kvöld þar sem þau hafna því alfar- ið að vanefndir hafi verið á samn- ingi um rekstur skólans og vísa ábyrgð á því ástandi sem skapast hefur í málefnum skólans til fræðsluyfirvalda Hafnarfjarðar- bæjar. Harmað er í hvaða stöðu málið er komiö en samtökin segj- ast reiðubúin að leggja sitt af mörkum til að málinu ljúki með friðsamlegum hætti en áskilja sér jafnframt rétt til aö leita réttar síns fyrir dómstólum eða hjá um- boðsmanni Alþingis. Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra sagði í umræðu- þætti á RÚV í gær að Samfylking- in hefði lagt íslensku menntasam- tökin í einelti frá upphafi. Spurð- ur um ummælin sagðist Lúðvík vísa þeim alfarið á bug. Það væri ekki stefna bæjaryfirvalda að loka fyrir einkarekstur á leikskólum; benda mætti á leikskóla í anda Hjallastefnunnar og annan á Hrafnistu sem hefðu verið reknir án athugasemda. Lúðvík sagði málið snúast um starfsmannamál og einkum starfsöryggi sem ekki hefði verið fyrir hendi á Tjarnar- ási. Sá hópur starfsmanna sem nú hefði sagt upp störfum hefði í raun verið sá þriðji frá því skól- inn tók til starfa fyrir hálfu öðru ári. „Það eru bara sjálfstæðis- menn sem blanda pólitík í þetta mál. Það þekkja allir hug starfs- manna og foreldra í þessu máli. Ástandið var því miður óviðun- andi gagnvart börnum og foreldr- um. Við getum ekki sætt okkur við það enda hlutverk bæjarins að tryggja íbúum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á,“ sagði Lúðvík Geirsson. -aþ DV-MYND SKH Kortlagt / stjórnstöö Víkverja er veriö aö piotta út ieiöina á landakorti. Vélsleðamaður týndist í ofsa- veðri á jöklinum Kuldakast síðustu daga: Víða sér á gréðri Gróður hefur víða látið á sjá eftir kuldakastið síðustu daga. Á höfuðborgarsvæðinu má víða sjá hangandi sprota og lafandi lauf á skrautrunnum sem voru farnir að springa út. Tegundir eins og yllir, reyniviður, blátoppur og heggur sem sums staðar voru orðnir allaufgaður líta víöa illa út. Túlípanar sem komnir voru upp liggja einnig í valnum eftir frostið. „Við höfum verið að skoða gróðurinn í garðinum í morgun," DV-MYND HARI Þorkell Sigurbjörnsson, Rut Ingólfsdóttlr og Vladimir Ashkenazy Sérstakur heiöur fyrir Kammersveitina aö Ashkenazy skuli vilja hafa hana meö sér í tónleikaferö til fööuriands síns. Kammersveit Reykjavíkur til Belgíu og Rússlands með Vladimir Ashkenazy: Leika verkíð Mosk í Moskvu segir Jóhanna Þormar, garðyrkju- fræðingur hjá Grasagarðinum í Reykjavík, „og það sér greinilega á yngstu plöntunum í uppeldis- reitunum. Blöðin eru meira og minna lafandi en ég efast um að sprotamir hafi skemmst þannig að þetta sé varanlegur skaði. Kuldinn undanfarið tefur að sjálf- sögðu fyrir en ég held að þetta eigi eftir að jafna sig.“ Matthildur Bjarnadóttir, garð- yrkjufræðingur hjá Lystigarðin- um á Akureyri, segir að það sjái verulega á ýmsum viðkvæmum runnum sem voru komnir af stað. „En við skulum vera bjart- sýn og bíða og sjá hvort þeir jafni sig ekki.“ Matthildur segir að reyniviður sé lítið farinn af stað fyrir norðan þannig að hann hafi ekki skemmst í frostinu. „Fjöl- æru plönturnar ná sér öruggleg en kuldinn gæti haft slæm áhrif á blómgun hjá ýmsum runnateg- undum. Ég vill ekki spá neinu um framhaldið, það fer alveg eftir veðri.“ -Kip Vladimir Ashkenazy hefur boðið Kammersveit Reykjavíkur með sér í tónleikaferð til Belgíu og Rússlands síðar í þessum mánuöi. Meðal þess sem flutt verður er nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem hann samdi að beiðni Ashkenazys. Saga- film sendir kvikmyndagerðarmenn með hópnum til að gera heimildar- mynd um ferðina. Mikill hugur var í Kammersveit- arfólki og konsertmeistara sveitar- innar, Rut Ingólfsdóttur, þegar DV hitti þau á æfingu í Salnum í gær. „Það er sérstakur heiður fyrir Kammersveitina að Ashkenazy skuli vilja hafa hana með sér þegar hann fer í tónleikaferð til fóður- Stuttar fréttir Fær ekki kvóta Ekki eru heim- ildir fyrir því í lög- um að Mæðra- styrksnefnd geti fengið kvóta, eins og nefndin hefur óskað eftir. Árni Mathiesen sjávar- útvegsráðherra sagði þetta við RÚV. Nefndin hef- ur beðið útvegsmenn um að út- vega nýjan fisk og hyggst semja við stjórnvöld um að aflinn verði utan kvóta. Þriðjungur óákveðinn Rúmur þriðjungur landsmanna hefur ekki ákveðið hvað hann ætl- ar að kjósa, skv. könnun sem lands síns,“ sagði Rut. Fyrst verða tvennir tónleikar í Brúgge í Belgíu 22. og 23. maí, síðan í Nizhny Novgorod, fæðingarborg Ashkenazys, 25. mai og loks 26. maí í Moskvu. Á efnisskrá verða Konsert í Es dúr KV 271eftir Mozart, Píanó- konsert nr.l í C-dúr op. 15 eftir Beet- hoven og Mosk fyrir strengi og ocean drum eftir Þorkel Sigurbjörnsson. „Það verður skemmtilegt að flytja verkið „Mosk“ í Moskvu," segir Vla- dimir Áshkenazy. „Mosk er gamalt íslenskt orð sem þýðir mosarusl, og nú þarf ég bara að komast að því hvort þetta er sami orðstofn og í borgamafninu!" Ashkenazy sagðist bjóða Kammer- Fréttablaðið gerði sl. laugardag. Þetta er í samræmi við þá þróun að æ færri eru dyggir stuðnings- menn ákveðinna flokka. Barn sem enginn vill eiga Staðan í rekstri Leikfélags Reykjavíkur er sú að engu er lík- ara en menn séu með í höndunum barn sem enginn vill eiga. Þetta segir Guðjón Pedersen leikhús- stjóri við Fréttablaðið. Hann sagði fyrir helgina upp 38 starfsmönn- nm þar sem aukin framlög fást ekki frá borginni. Hlýnandi Veðurstofan spáir að nú fari að hlýna - og seinnipartinn á morg- un verði kominn allt að tíu stiga sveitinni með sér vegna þess að hann vissi ekki til að íslensk kammersveit hefði áður farið í tónleikaferð til Rússlands og svo væri sveitin svo góð að yndi væri að leika með henni. Kammersveit Reykjavikur var meðal fyrstu hljómsveita sem Ash- kenazy stjómaði á opinberum tón- leikum fyrir um þrjátíu árum. Síðast stjómaði hann sveitinni á rómuðum tónleikum í Salnum og Garðabæ í fyrra. Ekki verður hægt að halda tónleika hér heima í tengslum við ferðina vegna anna Ashkenazys, en hann stjómar Sinfóníuhljómsveit ís- lands núna í vikunni þegar flutt verður War Requiem eftir Benjamin Britten. -SA hiti víða um land. Þó gæti orðið slydduveður nyrðra undir helgi. Vænta má ágæts kosningaveðurs. Welch til landsins Jack Welch, fv. forstjóri Gener- al Electrics (GE), er væntanlegur til landsins á næstu dögum. Hann mun á vegum Kaupþings halda fyrirlestur um rekstur fyrirtækja. Welch var forstjóri GE í 20 ár og átti mikinn þátt í að gera fyrir- tækiö að stórveldi. Margir búnir að kjósa Um 3.000 manns hafa kosið utan kjörfundar hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Samkvæmt reynslu má búast við að allt að tíu þúsund Björgunarsveitir frá Vík, Hellu og Hvolsvelli, tugir manna, voru kallaðar út á föstudagskvöldið og fóru upp á Mýrdalsjökul í leit að vélsleðamanni sem hafði orðið viöskila við tvo félaga sína þegar ofsaveður skall á þá á jöklinum. Hinir tveir skiluðu sér til byggða en leit hófst fljótlega. Upp úr mið- nætti fannst vélsleðamaðurinn heill á húfi enda hafði hann verið vel útbúinn. Rauða kross-deildin í Vík opn- aði fjöldahjálparstöð vegna þess- arar leitar. í Grunnskólann kom um kvöldið 10 til 15 manna hópur fólks, ættingjar og vinir mann- anna, meðan leitin fór fram. Þáði fólkið mat og drykk og ráð góðra manna. Fólkið hafði verið saman í sumarbústað á Kirkjubæjar- klaustri. Fólkið beið rólegt eftir fréttum af leitinni og óttaðist aldrei að verr færi. -JBP Þýskur sjómaður af miðunum á sjúkrahús TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, var kölluð út í gærkvöld til að sækja veikan þýskan sjó- mann af togaranum Átlantic Peace. Útkalliö kom kl. 20.11 en þyrlan fór í loftið laust fyrir kl. 21. Fljúga þurfti 240 sjómílna leið til skipsins sem var á karfaveið- um við Reykjaneshrygg. Þangað var komið kl. 22.45 en lent í Reykjavík 37 mínútum yfir mið- nætti. Skipstjóri Atlantic Peace hafði óskað eftir læknisaðstoð og var gefið samband við lækni í áhöfn TF-LÍF sem taldi nauðsynlegt að sækja manninn með þyrlu. -JBP manns greiði atkvæði utan kjör- fundar, segir Mbl. Sementið eitt eftir Sala Sementsverksmiðjunnar er eina verkefnið sem Framkvæmda- nefnd um einkavæðingu á enn eft- ir ólokið. Nefndin mun einbeita sér að þessu máli á næstu vikum nú þegar sölu á hlut ríksins í ís- lenskum aðalverktökum er lokið. Mbl. greindi frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.