Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 13
13 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 DV Utlönd Væntanlegt friöarferli fyrir botni Miðjaröarhafs í undirbúningi: Líklegt að Ariel Sharon og Mahmoiid Abbas híttist í næstu víku William Burns, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna og sérstakur sendifulltrúi stjórn- valda í Mið-Austurlöndum, mun hitta Mahmoud Abbas, forsætis- ráðherra Palestínu, á fundi í Ramallah á Vesturbakkanum í dag til þess að ræða nýjan alþjóð- legan vegvisi að friðaráætlun sem kynntur var í síðustu viku. Burns fundaði með Ariel Shar- on, forsætisráðherra ísraels, og öðrum ísraelskum ráðmönnu, í gær en hann gerir nú síðustu til- raun til þess að ryðja brautina fyrir væntanlegt friðarferli áður en Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, heimsækir óróasvæðið i næstu viku. Burns hvatti ísraelsmenn í gær til þess að draga úr hernað- araðgerðum á heimastjórnar- svæðunum svo draga megi úr spennunni á meðan ný stjórn Abbas reynir að stöðva ofbeldið en ísraelsk stjórnvöld hafa hótað að halda aðgerðum áfram gegn palestínskum hryðjuverkamönn- um á meðan palestínsk stjórnvöld geri ekkert til þess að stöðva hryðjuverkin. Ariel Sharon Ariel Sharon, forsætisráOherra ísraeis, fundaöi í gær meö William Burns, sér- stökum sendifulltrúi bandarískra stjórnvalda í Miö-Austurlöndum, til aö ræöa alþjóölegan vegvísi aö friöarferli fyrir botni Miöjaröarhafs. Taliö er líklegt aö Sharon hitti Abbas, forsætisráöherra Palestínu, í næstu viku. ir" >, V h Vi\Y ó : REUTERSMYND Leikarar aftur á fjalirnar Leikarar í Rasheed-leikhúsinu grétu og föömuöust í gær eftir fyrstu sýninguna þar frá falli Saddams Husseins og stjórnar hans. Skemmdir uröu á leikhúsinu í hernaöi Bandaríkjamanna og Breta og eftirleik hans. Colin Powell kominn heim til Washington: Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom heim til Was- hington frá Mið-Austurlöndum í gær og varaði sýrlensk stjórnvöld við því að fylgst yröi vel með þeim til að sjá hvort þau ætluðu að vera samvinnuþýð um nýja skipan mála í þessum heimshluta. Powell sagði að ráöamenn í Damaskus væru byrjaðir að herða tökin á róttækum hópum Palest- ínumanna í landinu. Ýmsir þess- ara sömu hópa sögðu þó í gær að þar á bæ hefði engin breyting orö- ið og að starfsemi þeirra væri með eðlilegum hætti. í viðtalsþætti á NBC-sjónvarps- stöðinni sagði Powell að málið snerist ekki um það sem Bashar REUTERSMYND Colin Powell Utanríkisráöherra Bandaríkjanna er kominn heim frá Miö-Austurlöndum. al-Assad Sýrlandsforseti segði eöa hefði sagt við hann, heldur skipti máli hvað hann gerði á næstu vik- um og mánuðum. Bandaríski utanríkisráðherr- ann sagðist hafa gert Sýrlandsfor- seta grein fyrir því að Bandaríkja- menn vildu samvinnu Sýrlend- inga við að hafa hendur í hári fyrrum háttsettra embættismanna í stjóm Saddams Husseins í írak, svo og við að stöðva sölu, út- breiðslu og þróun gjöreyðingar- vopna á svæðinu. Margir arabar telja að Banda- ríkjamenn reyni nú, með aðstoð ísraela, að ná stjóm yfir gangi mála í gjörvöllum Mið-Austur- löndum. Burns sagði eftir fundinn í gær að bæði ísraelar og Palestínumenn yrðu að sýna friðarvilja sinn í verki til þess að árangur næðist í fyrirhuguð- um friðarviðræðum. Silvan Shalom, utanríkisráðherra ísraels, sagði Burns að israelsk stjómvöld myndu ekki taka það í mál að kalla herlið sitt frá heimastjórnar- svæðunum fyrr en palestínsk stjórn- völd heíðu náð tökum á ástandinu og stöðvað ofbeldið. Þrátt fyrir það er talið liklegt að Sharon muni hitta Abbas eftir heim- sókn Powells strax í næstu viku og yrði það fyrsti fundur æðstu leiðtoga stríðandi fylkinga í heil tvö ár. Á meðan Burns ræddi við ísra- elska ráðamenn í gær hvatti Abbas íraelsk stjórnvöld til þess að sam- þykkja skilmála vegvísisins, sem ger- ir ráð fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna í lok ársins. Per Stig Moller Danski utanríkisráöherrann er á leiö til Grænlands aö skrifa undir plagg. Samkomulag í nánd um radsjárstöðina í Thule Per Stig Moller, utanríkisráð- herra Danmerkur, heldur til Grænlands á morgun til við- ræðna við Hans Enoksen, for- mann grænlensku heimastjórnar- innar. Búist er við að þeir undir- riti síðar í vikunni samkomulag sem heimilar endurbætur á rat- sjárstöðinni í Thule. Bandaríkja- menn vilja að stöðin veröi hluti af fyrirhuguðu eldflaugavarnar- kerfl þeirra. Til stendur að sam- komulagið verði undirritað í heimabæ Enoksens, Itilleq, að sögn grænlenska útvarpsins. Sameinumst gegn stórvelda- draumum og bruðli stjórnvalda. Minnkum utanríkisþjónustuna og fækkum sendiráðum. Notum þœr þúsundir milljóna til velferðar- mála á íslandi. Tryggvi Agnarsson Kjósum N-listann = Nýtt Afl ...stjórnmálaflokkur fólksins Varar sýrten isk stjórnvöld vU að þau m irði undir eftirliti ÞARFASTI ÞJÓNNINN! BONIISVIDEO Lelgan I þtnu Hvtrft

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.