Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 27
51 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 DV Tilvera Teater Mars frá Finnlandi: Sjö leikkonun leika sjö bræður Gestaleiksýning verður á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu nú á miðvikudagskvöldið. Hingað kem- ur leikhópurinn Teater Mars frá Finnlandi með leikgerð af hinni þekktu sögu Aleksis Kivi, Sjö bræður. Leikið er á sænsku og aðeins verður um eina sýningu að ræða. Aleksis Kivi ritaði söguna Sjö bræður fyrir 130 árum og hún telst til mikilvægra fmnskra bók- mennta enda fyrsta skáldsagan sem rituð er á finnska tungu. Sagan af bræðrunum sjö sem al- ast upp á frumstæðan hátt úti í skógi, fjarri siðmenningunni, er dæmisaga höfundar um lands- menn sína á leið þeirra út úr skógunum og inn í borgimar. Sagan hefur birst í mörgum leik- gerðum og einnig hefur hún ver- ið kvikmynduð. Sérhver kynslóð reynir að nálgast hana á nýjan hátt. í rómaðri leikgerð og upp- færslu Joakims Groths, sem hing- að er væntanleg, eru það sjö leikkonur sem fara með hlutverk bræðranna sjö. í Huvudstadbladet í Finnlandi skrifar gagnrýnandi m.a.: „Sjö bræður verða að eins konar tilraunastofu með tröll- karla hjá leikhópnum Teater Mars þar sem karlmennskan er skoðuð með leiftrandi kímni og notalegri hlýju.“ Teater Mars kemur hingað með stuðningi frá NordScen - Teater og dans i Norden. Skógrækt ífjarnámi í vor mun Skógræktarfélag ís- lands standa fyrir námskeiði um skóg og trjárækt í fjarnámi. Nám- skeiðin eru hluti af fræðslusam- starfi félagsins og Búnaðarbanka íslands. Námskeiðið hefst form- lega 6. maí. Námskeiðið er fólgið í fimm verkefnum sem þátttakendur fá send í tölvupósti og sækja á vef- inn ásamt ítarlegu fræðsluefni sem er samið sérstaklega fyrir 'námskeiðið. Á námskeiðinu er fjallaö um skógræktarskilyrði, trjátegundaval, gróðursetningu, hjálparaðgerðir við gróðursetn- ingu, umhirðu trjágróðurs, stiklinga, fræ og fræsöfnun, svo nokkur helstu atriði séu nefnd. Til þess að geta verið þátttak- andi á þessum námskeiðum þarf viðkomandi að hafa aðgang að tölvu með nettengingu. Þessi námskeið höfða til afar breiðs hóps ræktunarfólks, hvort sem um er að ræða fólk með stór eða smærri ræktunarsvæði. Síðasta verkefnið á námskeið- inu fjallar um ræktunarsvæði viðkomandi þátttakanda. Hver þátttakandi getur þá notfært sér það sem fram hefur komið fyrr á námskeiðinu til þess að skil- greina og bæta árangur á rækt- unarsvæðinu sínu undir leiðsögn skógfræðings. Hagnýt námskeið fyrir áhuga- samt ræktunarfólk - hvar sem er! Nánari upplýsingar fást hjá Skógræktarfélagi íslands eða með því að senda póst á jgp@skog.is Nota indíánaaðferð víð hleðsluna - segir Guöjón frá Dröngum sem byggir annaö Borgarvirki Þetta verður einhver stærsti grjótskúlptúr á landinu sem gerður hefur verið síðan hlaðið var í Borgarvirki í Húnavatns- sýslu á landnámsöld," seg- ir Guðjón Stefán Kristins- son glettnislega. Hann er að vinna við grjótgarð á bílastæði Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi. Búið er aö forma annan garðinn af tveimur langs- um eftir planinu og síðan segir hann þvergarða eiga að koma á milli. Grjótið er allt um kring og Guðjón er við annan mann að hlaða. „Þetta er gamla indíánaað- ferðin sem við notum,“ segir hann og strýkur yfir sléttan vegginn. „Þeir gera þetta svolítið skemmtilega, indíánamir, forma stein- ana og meitla þá þannig að þeir fái góð sæti og myndi falleg mynstur. Þú sérð hvernig þeir læsast sam- an.“ Það stemmir. Þama liggur- grjótið þétt en ekki eins og í gömlum íslensk- um hleðslum þar sem torf eða mold er á milli. DV-MYND E.ÓL Hleðslumelstarinn Guðjón er ættaöur Ctr nyrstu byggö á Ströndum og kann aö nýta byggingarefni náttúrunnar. Norðan við hníf og gaffal Guðjón er einn af virtustu hleðslumönnum landsins. Hann er skrúðgarðyrkjufræðingur að mennt og býr á Selfossi en ólst upp á Dröngum í Strandasýslu. „Langt fyrir norðan hníf og gaffal," segir hann hlæjandi og útskýrir það þannig að við hótelið Laugahól í Bjarnarfirði sé skilti sem vísi á matsölu og allt sem sé þar fyrir norðan kallist „fyrir norðan hníf og gaffal." Drangar voru nyrsta byggða ból í Strandasýslu og þang- að ekki akfær vegur heldur er sjó- leiðin notuð. Hefðbundinn búskap- ur lagðist niður 1967 en bræður Guðjóns eru þar á sumrin og nytja æðarvarp og önnur hlunnindi jarð- arinnar. Skyldi Guðjón hafa lært hleðslulistina á þessum æskuslóð- um? „Ja, aðeins kom ég nálægt þessum handbrögðum þar. Hjálpaði til að laga beitarhúsin sem voru gerð úr torfi og grjóti og við bræð- ur hlóðum líka upp grútar- og há- karlahjalla árið 1992, sem höfðu verið búnir til af forfeðrum okkar á 18. öld. Við gátum lesið okkur eftir byggingarlaginu og gerðum ná- kvæmlega eins. Þetta var hlaðið úr tómu torfi og lekur ekki dropa. Þeir kunnu ýmsar listir, þess- ir karlar. í þessu húsi þurrkum við fisk og sels- hreifa á sumrin.“ Stóöu af sér Suðurlandsskjálft- ann Grjótið sem Guðjón er að hlaða úr uppi á Bæjar- hálsi er tekið á Hrauni í Ölfusi. Það virðist eins og nokkurs konar millistig af hrauni og grágrýti - hefur áferð hraunsins en styrk grágrýtisins, að sögn Guðjóns. Hann not- ar höggvél til að móta það og svo meitilinn og segir það frekar seigt undir tönn. En hann hef- ur góða reynslu af þessu grjóti. „Ég hlóð úr þessu kringum kirkjugarða austur í Grímsnesi, bæði á Búrfelli og Mosfelli, og þeir fengu mikinn hrist- ing í Suðurlandsskjálft- unum en högguðust ekki. Þó var Mosfell rétt við upptök skjálftans," segir hann. Hann kveðst líka hafa hlaðið samkvæmt hefðbundnu fslensku aðferðinni, til dæmis við Húsið á Stokkseyri. „Þar var gamla lagið notaö en maður er alltaf að prófa eitthvað nýtt því ekki má maður staðna," segir meistarinn og heldur áfram að raða steini ofan á stein. -Gun Rauði krossinn færir vistfólki á Jaðri góöa tölvu: Gamla fófeið flettir upp í íslendingabók Rauði krossinn í Snæfellsbæ af- henti á dögunum vistmönnum á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík forláta Packard Dell tölvu að gjöf. Hún er vistmönnum á Jaðri kær- komin en áhugi á tölvunotkun eykst þar sífellt eins og víðar. Það var Inga Kristinsdóttir, forstöðu- kona Jaðars, sem tók við gjöfinni úr hendi þeirra Ara Bjarnasonar og Öldu Vilhjálmsdóttur frá Rauða krossinum að viðstöddum vistmönnum á Jaðri. Inga þakkaði gefendum fyrir þessa höfðinglegu gjöf og góðan hug og færði Rauða krossinum bestu kveðjur vist- manna á Jaðri. Ari og Alda sýndu viðstöddum ýmsa notkunarmögu- leika tölvunnar. Meðal annars var farið inn á íslendingabók og kann- aður skyldleiki vistmanna sem reyndar var talsverður. Rauða- krossdeildin í Snæfellsbæ hefur áður fært Jaðri góðar gjafir. -PSJ DVHMYND PÉTUR S. JÖHANNSSON Tölva fyrir eldrl borgarana Ari Bjarnason, formaöur Rauöakrossdeildar Snæfellsbæjar, afhendir Ingu Kristinsdóttur, forstööukonu Dvalarheimilisins Jaöars, nýju tölvuna. Meö þeim á myndinni eru Pétur Vigfússon, vistmaður á Jaðri, og Alda Vilhjálms- dóttir frá Rauöa krossinum. DV-MYND E. ÓL. Selma Þjóöþekktir verzlingar á öllum aldri komu fram á stórtónleikunum Vfva Verzló í liöinni viku, þeirra á meöal hin ástsæla Selma Björns. Upplýsingar einnig hjá eiganda: Jón 897 0044 óð framleiðslufyrirtæki/búnaður til sölu fYRIRTÆKJASALA ISLANDS Sjmí?588-5160 Kleinugerð (ekki í rekstri) með öllum búnaði, umbúðum og tækjum. Pitsubotnavél fylgir. Hentugt leiguhúsnæði getur fylgt. Tilboð óskast. Vönduð mót fyrir framleiðslu úr trefjaplasti á þessum vatnabáti. Góðir tekjumöguleikar, hentugt sem aukavinna, getur veríð hvar sem er á landinu. Mætti greiðast að hluta með framleiðslu. y Skoðaðu alla heimasíðuna www.fyrirtaekjasalan.is 200 mót, 8 tegundir, hellumót, traust og góð mót, mjög lltið notuð. Getur verið starfrækt hvar sem er á landinu. Tilboð óskast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.