Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2003, Blaðsíða 6
6 Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 DV Órói vegna sviptinga í yfirstjórn Reykjagarös: Framkvæmdastjópi og stjórnarformaður hætta Jónatan Svavarsson, fram- kvæmdastjóra í Reykjagarði, hefur verið sagt upp og hættir ásamt tveim stjómarmönnum fyrirtækisins. Nokkur uggur var i fólki á Suður- landi í ljósi stöðu Reykjagarðs þegar þetta spurðist út síðdegis í gær. Reykjagarður tengist náið SS á Hvolsvelli sem keypti fyrirtækiö í fyrra en þau mál eru ekki endanlega frágengin. Auk starfsemi Reykja- garðs rekur SS kjötvinnslu á Hvols- velli, starfstöð á Selfossi, Sauðfjár- sláturhús á Kirkjubæjarklaustri og sauðfjársláturhús viö Laxá í Leirár- sveit en höfuðstöðvar em í Reykja- vík. Jónatan Svavarsson hefur verið framkvæmdastjóri Reykjagarös í eitt og hálft ár og gengið í gegnum mikl- ar breytingar í fyrirtækinu. Hefur það starf verið í nánu samstarfi við Guðmund Guðmundsson sem sat í stjóm Reykjagarðs fyrir Búnaöar- bankann ásamt Yngva Emi Krist- jánssyni sem var þar formaður. Þeir vom lykilmenn i dæminu og bjuggu því yfir mikiili vitneskju um stöðu Reykjagarðs þegar þeir hættu sem starfsmenn verðbréfasviös bankans og fóm yfir til Landsbankans á dög- unum. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, hefur tekið við stöðu stjómarformanns. Ekkert óeðlilegt Jónatan Svavarsson sagöi í samtali við DV í gærkvöld að það væri svo sem ekkert óeðlilegt að við breyting- ar á fyrirtækinu vildu menn skipta út framkvæmdasfjóranum og koma sínum mönnum að. Harm sagði að staðan hefði mikiö breyst til batnað- ar frá því hann kom að fyrirtækinu fyrir 18 mánuðum þó hún væri enn vissulega erfið. Sagði hann að megin- hlutverk sitt hefði verið að laga stöö- una og að koma Búnaðarbankanum út úr þessum rekstri. Það hefði að mestu tekist. í lok júlí á síðasta ári var undirrit- að samkomulag fyrir milligöngu Búnaðarbanka íslands hf. um kaup SS á 67% hlut í kjúklingaframleiðslu- fyrirtækinu Reykjagarði hf. meö fyr- irvara um áreiöanleikakönnun. Að sögn Jónatans er þeirri áreiðanleika- könnun enn ekki lokið. Búnaðarbankinn á mikilla hags- muna aö gæta vegna viðskipta við stærstu kjúklingabúin, Reykjagarð og Móa. Móar eru í greiðslustöðvun og stendur endurskipulagning yfir. Greidd verða atkvæði um nauðar- samninga Móa 2. júní og eru for- svarsmenn fyrirtækisins bjartsýnir á að það takist. Þá varð ísfugl á Dalvík gjaldþrota í vetur eftir mikla upp- byggingu. -HKr. Á ferö meö frambjóöendum: Landvélar og léttar „í heimsóknum á vinnustaði finnst mér ég aldrei vera beinlínis að ónáða fólk eða pranga ein- hverju inn á það. Þvert á móti þá er okkur yfirleitt vel tekið. Fólk talar um margt við okkkur og kemur á framfæri skilaboðum sín- um um stjórnmálin og sýnir okk- ur einnig hvað það staifar við,“ segir Páll Magnússon, frambjóð- andi Framsóknarflokksins í Suð- vesturkjördæmi, Kraganum sem svo er nefndur. Eins og aðrir kandídatar í framboði hefur hann í mörg horn að líta, eða sú var að minnsta kosti raunin þegar blaðmaður DV slóst í fór með hon- um í gærmorgun. Góöir taktar meö snuöið Fyrsti viðkomustaðurinn með Páli í gær voru höfuðstöðvar Norðurljósa við Lyngháls í Reykjavík. Þar blandaði hann sér í leikinn á sjónvarpsstöðinni Popp Tíví. Snemma í kosningabarátt- unni vakti Páll rækilega athygli með því að leggja til aö virðis- aukaskattur af bamafótum yrði felldur niður. Sú tillaga vakti mikla athygli og var tilefni þess að Páll mætti í þáttinn í gær. Þar fékk stjórnandi þáttarins, Sigmar Vilhjálmsson, frambjóðandann til þess að spýta út úr sér bamasnuði en keppnin fólst í því að spýta því sem allra lengst. Páll sýndi þama góða takta, en honum tókst að láta snuðið fljúga 8,56 m. „Af þeim sem komið hafa í keppnina er Páll næst því að ná mér. Ég náði rúmum tíu metrum," segir Sigmar. Hann hafði góð orð með að næði Páll ekki á þing væri kannski smuga fyrir hann að komast að í þáttagerð á sjónvarps- stöðinni. Litið inn hjá Landvélum Þá stund sem við fylgdum Páli í DV-MYNDIR SBS Taktu eftir því Stefnumálin kynnt fyrir Guönýju Klemensdóttir, starfsmanni Landvéia. Tllþrif með snuölö Á sjónvarpsstööinni Popp Tíví keppti Páll í því aö spýta út úr sér barna- snuöi og átti góöa spretti. gær kaus hann annars að halda sig í kjördæminu. Þar eru kjós- endumir. Við mættum í Landvél- ar við Smiðjuveg þar sem fram- sóknarmenn kynntu sig og sitt I bakkgír Páll bakkar bílnum sínum í leit að bílastæöi. í málflutningi heldur hann hins vegar beinu striki áfram en bakkar ekki, enda staöfastur maöur. fyrir starfsfólkinu. Ung kona, Ás- dís Elvarsdóttir, sem vinnur á renniverkstæði fyrirtæksins, bauð Páli að koma á fimmtudagskvöld á nótur ALÞINGISKOSNINGAR 2 0 0 3 Á FERÐ MED FRAMBJÓÐENDUM tónleika sem Kvennakór Kópa- vogs heldur þá. Okkar maður hafði góð orð um að mæta. Önnur kona, sem starfar hjá Landvélum, Guðný Klemensdótt- ir, þáði bæklinga hjá Páli og blað- aði í þeim. „Ert það ekki þú sem varst með tillöguna með barnafot- in?“ sagði Guðný og bætti við að sér hefði þótt sú hugmynd býsna snjöll. Léttir stengir Einmitt á þessum nótum var spjallið við starfsfólk Landvéla. Allt á léttum nótum. „Það er nauð- synlegt að geta slegið á létta Hlegið dátt Páll Magnússon og Sigmar Vil- hjálmsson sjónvarpsmaöur slá á létta strengi. strengi því að oft eru stjómmálin oft alveg grafalvarleg. Það þarf að vera sprell í þessi inn á milli og það er gaman að taka þátt í slíku.“ -sbs DV-MYND GVA Vilja tónlistar- hús án tafar Jarðýtxmefnd Sinfóníuhljómsveitar íslands, sem er hópur hljóðfæraleik- ara innan sveitarinnar sem beitir sér fyrir því að bygging tónlistarhúss hefjist án frekari tafa, hélt fúnd í gær til að vekja athygli á málinu. Gestur Jarðýtunefndarinnar var Vladimir Ashkenazy, heiðursstjómandi Sinfón- íuhljómsveitar íslands. Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari segir aö fyrir ári hafi verið skrifað undir samning um byggingu tónlist- arhúss, en síðan alls ekkert gerst, nema að fresta framkvæmdum um eitt ár! Húsið komist því í fyrsta lagi í notkun á árinu 2008. Það em liðin 9 ár síðan Bjöm Bjarnason, þáverandi menntamálaráðherra, ákvað að húsið skyldi byggt og 20 ár era liðin síðan Vladimir Ashkenazy hélt tónleika í London til styrktar tónhstarhúsi. Hrafnkell Orri segir hljóðfæraleik- arana almennt sammála um að það skorti fyrst og fremst vilja hjá stjórn- málamönnum til þess að hefja verkið. Það sé sorglegt að á sama tíma og Sinfóníuhljómsveit íslands sé lofuð erlendis fái íslenskir áhorfendur ekki að heyra í henni í réttu umhverfi. Engum detti í hug að kalla Háskóla- bíó gott tónlistarhús. -GG ísfirðingar léku best Dómnefnd Þjóðleikhússins hefur nú valið, tíunda árið í röð, athyglis- verðustu áhugaleiksýningu leikárs- ins, og varö sýning Litla leikklúbbs- ins og Tónlistarskólans á ísafirði á söngleiknum Söngvaseiði fyrir val- inu. Þótti dómnefhd sýningin ein- staklega metnaðarfull og vel unnin í hvívetna. Söngvaseiöur verður sýnd- ur á Stóra sviði Þjóðleikhússins sunnudagskvöldið 25. maí nk. Tólf leikfélög sóttu um að koma til greina við valið meö alls þrettán sýningar. Dómnefnd, skipuð Stefáni Baldurssyni þjóðleikhússfjóra, Mel- korku Teklu Olafsdóttur, leiklistar- ráðunauti Þjóðleikhússins, og Ragn- heiði Steindórsdóttur leikkonu hafði mikla ánægju af að sjá allar þessar sýningar og verða vitni að því kraft- mikla og mikilvæga starfi sem áhugaleikfélögin standa fyrir. „í Söngvaseiði sameinar tónlistar- fólk og leikhúsfólk krafta sína í óvenjulega heilsteyptri sýningu sem allt bæjarfelagið má vera stolt af,“ segir í dómnefndaráliti. -SA LýðræðiO á pall Staða lýðræðisins og framtíð þess verða til umræðu á Hótel Borg kl. 16.30 í dag. Það er áhugahópur um lýðræði á íslandi sem stendur fyrir málþinginu en frambjóðendum stjómmálaflokkanna er boðin þátt- taka í umræðunum. Fundurinn hefst með framsöguer- indi Ragnars Aöalsteinssonar lög- manns en fúndarstjóri er Hans Krist- ján Ámason hagfræðingur. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.