Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2003, Blaðsíða 8
8 Yfirheyrsla ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 DV Botna ekkert í að eng- im skufi nmia auoun Guömundur G. Þórarinsson, formaöur Nýs afls, segir aö fæstir íslenskra milljaröamæringa hafi auögast að verðleik- um og leggur áherslu á mikilvægi þess aö setja skýrari reglur um fjármagnsmarkaöinn og færa þjóöinni aftur fiski- miöin. Hann gagnrýnir sjávarútvegsstefnu Frjálslynda flokksins harðlega en segir stefnu Nýs afls og Samfylking- arinnar runna undan sömu rifjum. Hann hefur reiknað skattatillögur flokksins út í huganum og treystir síöur fjár- málaráðuneytinu. “Á örfáum misserum hafa orðið hér til margir tugir milljarðamæringa og langfœstir þessara manna hafa orðið ríkir vegna þess að þeir hafi aukið landsframleiðsluna eða fyrír eigin dugnað ..." Nýtt afl er skipað mönnum sem hafa verið virkir í ýmsum stjórnmálaflokkum árum sam- an. Hvað er nýtt við þetta? „Ef menn skoða kosningabarátt- una sjá menn að við erum að reka allt aðra kosningabaráttu en hin- ir. Við höldum því fram að kosn- ingabarátta hinna snúist um aukaatriði; þeir hafi ekki fest hendur á aðalatriðunum. Það sem er nýtt í þessu er líka það, að nú taka höndum saman menn úr ýmsum stéttum og mörgum stjóm- málaflokkum og leggja til hliðar ágreiningsmál til þess að reyna að brjótast inn í umræðuna með þaö sem þessi hópur telur aö séu aðal- atriöi." Hvert er markmið ykkar varðandi fylgi? „Ég geri mér vonir um að við getum náð upp undir 3% í þessum kosningum. Við munum berjast þessa siðustu viku fram á loka- stund og reyna að gera grein fyrir okkar málum. Svo verður bara auðna að ráða.“ Eitt sem tengist kannski möguleikum ykkar á að ná til fólks er sú staðreynd að í kjör- dæmunum utan Reykjavíkur eru 42% frambjóðenda ykkar með lögheimili utan þess kjör- dæmis sem þeir bjóða sig fram í. Er þetta ekki óþægileg staða? „Þetta er mjög athyglisverður punktur. Þetta skýrist í meginat- riðum af tvennu. Annars vegar því að við erum náttúrlega að bjóða fram á síðustu stundu. Hins vegar því að við erum aö leggja áherslu á að landið verði eitt kjör- dæmi og erum í rauninni að segja: Allt þetta kjördæmapot á ekki rétt á sér. Ég nefni til dæmis þessi göng fyrir norðan sem munu kosta kannski 8.000 milljónir, fyrir sára- litla umferð. Við vitum öll að við erum að missa um 30 manns á ári í dauöaslysum á hringveginum og þessum aðalvegum. Við vitum talsvert um hvar þessar hættur eru en það er ekkert gert í því vegna þess að það eru að sögn eng- ir peningar. En þaö kostar miklu minna aö gera við þetta heldur en að gera þessi göng. Við segjum: „Ég sé mikið eftir Ellerti. Ég vona bara að hann komi til með að hafa veruleg áhrif í Samfylk- ingunni. Hann stendur mjög mikið fyrír okkar sjónarmið og það sem við erum að tala um, enda var hann okkar samherji. “ ALÞINGISKOSNINGAR 2 0 0 3 Þetta er rangt, þetta eru pólitísk hrossakaup." Þið gagnrýnið eignatilfærslu sem hafi orðið í samfélaginu. Af stefnuskránni að dæma að- hyllist þið frjálst markaðshag- kerfi. Hvernig fer það saman við að sjá ofsjónum yfir því hvert fjármagnið leitar í frjálsu hagkerfi? „Markaðskerfi á náttúrlega að byggjast á eðlilegum samkeppnis- reglum og eðlilegri löggjöf; ekki á happdrættisþjóðfélagi. Á örfáum misserum hafa orðið hér til marg- ir tugir milljarðamæringa og lang- fæstir þessara manna hafa orðið ríkir vegna þess að þeir hafi auk- ið landsframleiðsluna eða fyrir eigin dugnað heldur ýmist vegna þess að löggjafinn og ríkisstjórnin hafa gefið þeim fiskimiðin við landiö, sem þó stendur í lögum að þjóðin eigi, eða að þeir hafa náð að spila á fjármagnsmarkaðinn sem við erum með ófullkomna lög- gjöf yfir; menn hafa getað náð undir sig gríðarlegum fjármunum, áhrifum og völdum, stundum með því að höndla og sýsla með sjóði sem enginn á.“ Ertu að tala um lífeyrissjóði? „Lífeyrissjóði, tjónasjóði trygg- ingafélaga...“ Að menn hafi hagnast per- sónulega á því að misnota þá? „Ja, taktu bara sjálfseignar- stofnanir eins og sparisjóði og annað slíkt; þessum fjármunum er oft beitt til þess að kaupa hluta- bréf. Lífeyrissjóðirnir eiga orðiö stærstu fyrirtæki landsins og þetta skapar allt gríðarleg völd. Við sjáum síðan hvernig bankarn- ir eru jafnvel farnir að ákveða hverjir eiga tryggingafélög. Allt er þetta matadorspil fram og aftur undir löggjöf sem er ófullkomin og ómótuð. Það veldur því að menn fara í kringum lögin. Ég er ekkert aö ásaka þessa menn, hvorki kvótagróðapungana né hina; þeir hafa bara spilað eftir reglum sem ríkisstjórnin og löggjafinn hefur fengið þeim í hendur. Ég ásaka stjórnmálamennina: Þeir hafa ekki gætt hagsmuna almennings. Þegar rúllettan fór af stað brugðust stjórnvöld algerlega og gripu ekki inn í. Það sem gerist er náttúrlega að menn eru að selja kvótann. Það er ekki bara þessi Akureyringur í Samherja sem sel- ur og fær 3.000 milljónir; einn sel- ur smákvóta fyrir 600 milljónir, fer til Svíþjóöar; annar er meö 500 milljónir og fer til Suður-Afríku; þriðji fer til Flórída." En núna hafa aðrir menn keypt þennan kvóta af þessum mönnum fyrir þessar háu fjár- hæðir. Hvers eiga þeir að gjalda? „Já, hvers eiga þeir að gjalda? Það er alveg rétt: Það er búið að koma okkur í alveg svakalegan vanda. En það verður að leysa hann vegna þess að ella erum við búin að búa hér til kerfi sem verð- ur ólifandi við fyrir bömin okkar; kerfi sem ber keim lénsfyrirkomu- lagsins í Evrópu á miðöldum, þeg- ar lénsherrann átti skógarlend- urnar, akurlendurnar, veiðilend- umar, og hinir voru allir leigulið- ar hjá þeim. Það er ekkert í lögum sem bannar aö flytja þessi fyrir- tæki. Hvaö kemur í veg fyrir aö Grandi flytji Harald Böðvarsson til Reykjavíkur? Hvað verður þá um fólkið á Akranesi?" Nú hafa aflaheimildirnar flust út á landsbyggðina. Eru ekki 92% þeirra úti á landi? „Ja, svo segir forsætisráöherr- ann.“ Er það ekki rétt? „Ég er ekki viss um það. Hvað kemur í veg fyrir að Eimskip flytji Útgerðarfélag Akureyrar til Reykjavíkur? Það eru engin lög sem koma í veg fyrir það. Fólkið ræður engu.“ Hvað verður um starfsfólk ÚA þegar þið haflð fært þjóð- inni - sem býr að stærstum hluta til á Suðvesturhominu - kvótann sem fyrirtækið hefur í dag? Væri ekki einmitt gmnd- vellinum kippt undan lands- byggðinni með því að færa okk- ur á höfuðborgarsvæðinu rétt- indin sem hún hefur núna? „Nei, vegna þess að við opnum öllum jafna möguleika. Það er al- veg rétt sem þú ýjar að, að þarna er vandi á ferðum. En alveg eins og þú fymir húsið þitt á 40-50 árum, eins og þú fyrnir bOinn þinn á 10-15 árum, er eðlilegt að menn fyrni þessa eign jafnvel þó að þeir hafl keypt hana. Við aðhyllumst fyrningarleið hjá Nýju afli en munurinn er sá að við höfum ekki tiltekið á hvaða árafjölda á að fyma. Af hverju? Vegna þess að það er ekki hægt; þaö eru sveiflur í efnahagslífl, það eru sveiflur í aflabrögðum, það eru sveiflur I fiskverði. Þess vegna segjum við: Við eigum að taka núna þessa aukningu, 30 þúsund tonn af þorski, og setja þau á markað. Síðan eigum viö að fyma kannski 5 eöa 10% af aflaheimild- unum fyrsta árið. Síðan eigum við að stoppa, sjá hvað gerist og láta stöðuna jafna sig aftur. Við eigum ekki að taka heljarstökk aftur á bak í myrkri heldur þróa þetta hægt og bítandi í átt aö því sem stjómarskráin segir.“ Fymingin felur í raun í sér gjaldtöku af sjávarútveginum. Mynduð þið samhliða þessu af- nema veiðigjaldið sem sam- þykkt hefur verið að leggja á? „Ég tel alveg sjálfsagt að gera það enda tel ég að þetta veiðigjald hafi ekkert með þetta mál að gera; það er bara hátekjuskattur á út- gerðina. Við erum aö tala um jafn- ræði til atvinnurekstrar. Við erum að tala um framtíö fólksins í landinu; að það lendi ekki inni i lénskerfi þar sem hægt er að flytja f þessi fyrirtæki á milli landshluta eins og mönnum dettur í hug.“ Sérðu sáttaflöt í þeirri tillögu forsætisráðherra að skerpa á ákvæðum laga um forkaupsrétt sveitarfélaga að aflaheimild- um? „Ég held aö hún byggi að veru- legu leyti á misskilningi. Þessi for- kaupsréttur þyrfti helst að vera virkur hjá sveitarfélögum sem eru f búin að missa alla útgerð; sem eru búin að missa fólkið af því að það missti réttinn til að veiða; sem eru svo veik að þau standa ekki al- mennilega undir sjálfum sér leng- ur. Þau geta ekki nýtt þennan for- kaupsrétt.“ Er ekki ljóst að til þess að færa þjóðinni auölindina í hendur þarf að taka af þeim mönnum og fyrirtækjum sem I ráða yfir aflaheimildum í dag? „Það þarf að afskrifa þá eign á ákveðnum árafjölda eins og gert er með allar eignir. Stjórnarflokkarnir eru núna farnir að tala um aö takmarka eitthvað framsalsréttinn og annað slikt, en þá eru menn bara að festa þetta allt inn í lénskerfi. Það er undarlegt að þeir sem byggja alla sína hugmyndafræði á kapítal- isma og frjálsum markaði hafa bara alls ekki trú á því þegar til kemur.“ Þið byggið líka á frjálsu markaðshagkerfi en viljið samt gera fiskimiðin að ríkiseign og þjóðnýta þau, ekki satt? „Nei, við köllum þetta í raun- inni alls ekki „ríkiseign". Þetta er kallað „þjóðareign". Og það sem um er að ræða með því er að veita öllum jafhan rétt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.