Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2003, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 DV Fréttir Umdeild niöurstaöa Hörpu Njáls í bókinni Fátækt á íslandi viö upphaf nýrrar aldar: Reykjavíkurborg svipti hóp (átækra Mutdeld í góðærinu Olafur Teitur Guönason blaöamaöur Ástæða þess að tiltekinn hópur í samfélaginu fór á mis við aukna hagsæld og kaupmáttaraukningu undir lok síðasta áratugar var að Reykjavíkurborg frysti fram- færsluviðmið fjárhagsaðstoðar árin 1995-1999, að því er fram kemur í rannsókn Hörpu Njáls, Fátœkt á íslandi við upphaf nýrr- ar aldar. „Mikið hefur verið talað um hagsæld á íslandi á liðnum árum og þá kaupmáttaraukningu sem talið er að allir hafi notið góðs af,“ segir í bók Hörpu. (Bls. 179.) Og í beinu framhaldi: „Ljóst er að til eru þeir hópar sem farið hafa á mis við góðærið. Greina má að bætur til framfærslu hjá ákveðn- um hluta lífeyrisþega (sem bú- settir voru í Reykjavík), sem voru með skertar bætur frá Tryggingastofn- un ríkisins, að þær hækk- uðu ekki frá vorinu 1995 til vors 1999 þrátt fyrir aukinn hagvöxt og velsæld í þjóðfélaginu sem tiltekið var í þjóðmálaumræðu. Forsendur þess voru að fjárhagsaðstoð, þ.e. fram- færsluviðmið sveitarfélags- ins, breyttust/hækkuðu ekki á þessum tíma.“ Fryst í fjögur ár Harpa bendir á að reglur Félagsþjónustunnar í Reykjavík (FR) um fjár- hagsaðstoð við fátæka hafi verið hertar árið 1995 og segir að þrátt fyrir að sveit- arfélögum sé skylt sam- kvæmt lögum að „tryggja fjárhagslegt öryggi íbú- anna“ sé margt sem bendi til að „efnalegir hagsmunir sveitarfélaga séu settir ofar háleitum velferðarmarkmið- um.“ (Bls. 181.) í rannsókn Hörpu kemur fram aö viðmiöunarmörk fjárhagsaðstoðar FR hafi ver- ið fryst í fjögur ár og að af þeim sökum hafi fólk fengið sífellt lægri upphæð frá FR ofan á greiðslur frá Trygg- ingastofnun sem fóru hækk- andi á sama tíma. Hertar reglur FR hafi auk þess falist í því að hætta aö taka tillit til fjölda barna við ákvöröun fjárhagsaðstoðar og hætta að veita svokallaða neyðaraðstoð sem veitt hafði verið í mörg ár. á sveitarfélögin með því að ákvarða bætur almannatrygginga of lágar. Hins vegar hafi sveitar- félögin líka brugðist: „Jafnframt er ljóst að Félagsþjónustan í Reykjavík hefur sett hluta af sinni ábyrgð yfir á góðgerðastofn- anir,“ segir í rannsókn Hörpu. (Bls. 367.) Hún segir að þrátt fyr- ir að lögum samkvæmt sé það hlutverk ríkisins að sjá fyrir al- tækum úrlausnum sem dugi fólki til framfærslu sé „ekki hægt að ganga fram hjá að FR er síðasti hlekkur velferöarkerfisins í borg- arsamfélaginu." (Bls. 178.) Þá bendir Harpa á að hvergi á Norðurlöndunum sé jafnlágu hlutfalli af landsframleiðslu var- ið til fjárhagsaöstoðar sveitarfé- laga og á íslandi. Breytingar til bóta Meginniðurstaða þessarar viðamiklu rannsóknar Hörpu er sem kunnugt er sú að umtalsvert vanti upp á að velferðarkerfið Til dæmis segir Harpa aö það hafi „dregið úr fátækt meðal eldri borgara á síðustu árum, meðal annars vegna jákvæðra áhrifa starfstengdu lífeyrissjóðanna." (Bls. 37.) Harpa bendir einnig á að á fyrri hluta árs 1999 hafi orðið töluverðar prósentuhækkanir á tekjum lífeyrisþega: „Ljóst er að umtalsverð réttarbót varð á líf- eyri einstæðra foreldra sem nem- ur allt að 50% hækkun fyrir þá sem ekki hafa aðrar tekjur en frá Tryggingastofnun ríkisins." (Bls. 143.) Um kjör hjóna sem hafa ekki aðrar tekjur en frá Trygginga- stofnun segir Harpa: „Ljóst er að breytingar á lögum [...] sem tóku gildi frá 1. júlí 2001 um hækkun lífeyrisbóta skila sér í ríkum mæli til hjóna sem við slík kjör búa.“ Og enn: „Þessi breyting er í sjálfu sér töluverð [og hefurj í fór með sér að létta á fátæktarað- stæðum (sérstaklega hjóna).“ Vísaö frá Ráðhúsinu? Harpa Njáls heldur því fram aö hertar reglur hjá Reykjavíkurborg 1995 hafi valdiö aukinni ásókn til Hjálparstofnunar kirkjunnar, Mæörastyrksnefndar og annarra góögeröastofnana. Borgin mótmælir þessu harölega. Harpa Njals nýrrar aldar (Bls. 147.) Harpa bætir því við að sá sem hafi haft „verulegan ávinning" af hækkuðum greiðslum Trygginga- stofnunar 2001 sé Félagsþjónust- an í Reykjavík, enda hafi með þeim veriö „aflétt að verulegum hluta þeim ‘ómagaþyngslum’ sem ríkið lagði á sveitaifélögin“ með lögum um almannatryggingar og félagslega aðstoð árið 1993. (Bls. 147.) Dregiö úr fátæktargildrum Harpa bendir á að þeirri ánauð hafi verið létt af einstæðum for- eldrum árið 1999 að skerða tekjur þeirra um þriðjimg vegna meints hagræðis sem þeir voru áður taldir hafa af því að hafa barn á framfæri (!) og einnig hafi verið hætt að skerða tekjur einstak- linga sem reyndu að búa fleiri saman í íbúð til þess að auka hag- kvæmni. „Allt eru þetta framfaraskref sem draga úr fátæktargildrum í íslensku velferðarkerfi,“ segir Harpa. Hún leggur hins vegar áherslu á að þrátt fyrir þetta séu bætur sem ætlaðar séu til fram- færslu enn svo lágar að þeir sem hafi ekki úr öðru að spila séu „njörvaðir niður í fátækt". (Bls. 147.) Borgin svarar í viðtali við DV í gær svaraði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr- verandi borgarstjóri, því til að réttur fólks hefði verið aukinn með breytingunni 1995. „Þetta var mikið framfaraspor og ég fullyrði að það hækkaði verulega bæturnar sem fólk fékk á þeim tíma frá því sem áður hafði ver- ----------—------------- ' “ ið,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Bók Hörpu Njals Sigríður Jónsdóttir, fram- „Og nú ætla ég aö draga upp bib'!^am'^’ ^iarióttk í Bormnesræöunni síöari fyrir kvæmdastjóri þróunarsviðs Fé- A.f Abyrgð varpað yfir Harpa dregur þá ályktun að ;iug nu æiia eg au u:aBu ------------ . Rnr0amP<,ræöunni þessar hertu reglur hafi valdið m/6/s FátæW á íslandi, “ sagöi Ingibjorg Solrun Gisladottir Borg —: í.íi._ e:-i— 1 ' tæpum þremur vikum. aukinni ásókn fátækra til ým- issa líknarfélaga. „Hér er dregin sú ályktun að vaxandi ásókn til hjálparstofnana vegna fátæktar hafi m.a. aukist eftir að Félags- þjónustan í Reykjavík þrengdi verulega heimildarbætur, m.a. skyndiaðstoð/neyðaraðstoð sem verið hafði til fjölda ára,“ segir í rannsókn Hörpu. (Bls. 216.) Harpa segir ljóst að ríkið hafi fært hluta af skyldum sínum yfir lagsþjónustunnar í Reykjavík, segist ekki taka undir þá ályktun Hörpu Njáls að ásókn til góðgerð- arstofnana hafi aukist í kjölfar breytinganna 1995. „Ég held að það séu ekki til neinar tölur um hve mikið var sótt til þessara góðgerðastofnana fyrstu árin á eftir og við förum í rauninni ekki að heyra þá umræðu fyrr en seinna, þegar atvinnuleysið fór að gera vart við sig aftur. Ég held við höfum ekki tölulegar forsend- ur sem styðja að eitthvað hafi gerst 1995,“ segir Sigríður. Hún segir að vissulega hafi við- mið fjárhagsaðstoðar verið fryst 1995. „Við vorum ekki sátt við það, en það var pólitísk ákvörð- un. Auðvitað kom það illa við fólk, það er ekkert hægt að mót- mæla því, en sem betur fer var því aflétt.“ Hún leggur áherslu á að með breytingunum hafi aö miklu leyti verið horfið frá ógagnsæju kerfi yfir í einfalt réttindakerfi. „Gamla kerfið var mjög flókið og fól í sér mikið ójafnræði á milli fólks. Það var ákveðið að gera þjónustuna réttindabundna þannig að þeir sem höfðu tekjur undir ákveðnu viðmiði ættu rétt á aðstoð." Jafnframt því að frysta viðmiöunarmörkin hafi verið hætt að draga barnabætur og meðlag frá við mat á upphæð fjár- hagsaðstoðar, sem hafi komið fólki til góða. Á móti hafi vissu- lega verið hætt að taka tillit til fjölskyldustærðar við mat á upp- hæðinni, en á heildina litið hafi þetta vegið hvort annað upp og komið svipað út. Loks bendir Sigríður á að á síð- ustu misserum hafi svokallaðar heimildargreiðslur - sem að mestu var horfið frá 1995 - aukist aftur samhliða harðnandi árferði og atvinnuleysi. Mikið af þeirri aðstoð sé vegna barnafólks. tryggi fólki lágmarksframfærslu. Bætur almannatrygginga séu allt of lágar og einnig viðmiðunar- mörk sveitarfélaga vegna fjár- hagsaðstoðar. Ekkert er fjallað um það í rann- sókn hennar hvort fátækt hafi aukist eða minnkað á undanförn- um árum. Hins vegar er bent á að ýmislegt hafi færst til betri vegar. Framfærsluviömiö fryst í Reykjavík í fjögur ár Apríl 1995 Júnf 1998 i Apríl 1999 Júní 1999 Nóv. 2000 Hækkun / lækkun Frá Tryggingastofnun ríkisins 37.360 43.726 46.576 46.576 ’ 49.028 (+31,2% Frá Félagsþjónustunni í Reykjavík 16.236 9.870 7.020 11.468 11.108 j -31,6% Framfærsluviömiö Félagsþjónustunnar 53.596 53.596 53.596 58.044 60.136 Hér sést hvernig hækkandi greiöslur frá ríkinu leiddu til lækkandi greiöslna frá Reykjavíkurborg þegar borgin frysti framfærslu- viömiöiö í fjögur ár. Heimild: Fátækt á íslandi viö upphaf nýrrar aldar, Harpa Njáls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.