Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2003, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 Skoðun DV Dagaverð margfalt hærra Magnús Þór Hafsteinsson varaformaöur Frjálslynda flokksins og oddviti hans í Suöurkjördæmi „Spyrja má hve langt þurfi að ganga í öflun sönnunargagna um brott- kast á íslandsmiðum áður en forstjóri Sam- herja fæst til að viður- kenna þennan stærsta smánarblett á fiskveiði- stjórnun okkar?“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fór mikinn í viðtali sem birt var í helgarblaði DV á laugardag. Þar sakar hann Margréti Sverrisdóttur, oddvita Frjálslynda flokksins í Reykjavík- urkjördæmi suður, um vanþekk- ingu á fiskveiðimálum. Að hún hafi ruglað saman dönskum og islenskum krónum þegar hún talaði um það í Kast- ljósþætti nýverið hvað sóknar- dagar kostuðu í færeyska fisk- veiðikerfinu. „Hún sagði þar að hver sóknardagur væri mjög ódýr og kostaði 12-22 þúsund krónur íslenskar. Það eru rangar tölur. Rétta talan er 30-50 þúsund DANSKAR krónur!“, var haft eft- ir Samherjaforstjóranum. Hér er rétt að behda á að Þorsteinn fer aðeins að hálfu leyti með rétt mál. í Kastljósþættinum var Mar- grét réttilega að tala um leigu- verð á sóknardegi í færeyska línubátaflotanum. Slíkir dagar ganga á bilinu 12-22 þúsund ís- lenskar krónur. Það fæ ég stað- fest hjá kollega Þorsteins í Fær- eyjum. Þorsteinn Már kýs hins vegar að kasta fram tölum sem gæti hugsanlega verið verð á „varanlegum" sóknardegi sem fylgir dæmigerðum línubát þegar hann er seldur. Þetta er allt ann- að og alls ekki það sem Margrét átti við. Það er mikill munur á leigu- verði sóknardaga og því sem tíðk- aðist í íslenska trilluflotanum sem var í sóknarmarki í fyrra. Hjá þeim gekk leigudagurinn á um 120.000 krónur. Verð á „varanleg- um“ degi í íslenska flotanum er Ekkl brúöarpar, bara sjónvarpspar. Eins og brúðarpör Helga Kristjánsdóttir skrifar: Við vinkonumar erum búnar að hlæja okkur máttlausar að auglýsingunum frá Sjónvarp- inu og Stöð 2 þar sem stöðvarn- ar auglýsa nú grimmt og hvor í kapp við aðra sjónvarpsdag- skrána að kvöldi kosningadags- ins. Annars vegar era það Edda Andrésdóttir og Karl Garðarsson og svo þau Páll Benediktsson og Jóhanna Vig- dís Hjaltadóttir. Þama eru þau: kona - karl, hlið við hlið eins og um brúðarpör sé að ræða. Þau líta kankvíslega hvort á annað - jafnvel ástúð í andlit- um. Já, það er ekki öll vitleys- an eins. Sem betur fer því þá væri heldur ekkert gaman að henni. Ekki það sama Meginmáliö er þó aö þrátt fyrir aö dagar séu framseijaniegir í Færeyjum þá er málum þar allt ðöru vísi háttaö en í íslenska braskkerfinu. Bæöi er þaö verömunurinn og svo sú staöreynd aö ekki er heimilt aö veösetja veiöidaga í Færeyjum. um 1,2 milljónir króna. Af þessum tölum má vera ljóst að dagaverð eru margfalt hærra við ísland en í Færeyjum og gildir þá einu hvort um er að ræða „varanlega“ daga eða leigudaga. Meginmálið er þó að þrátt fyrir að dagar séu framseljanlegir í Færeyjum er málum þar allt öðru vísi háttað en í íslenska brask- kerfinu. Bæði er það verðmunur- inn og svo sú staðreynd að ekki er heimilt að veðsetja veiðidaga í Færeyjum. Þar er bannað að veð- setja óveiddan fiskinn í sjónum eins og íslendingar gera. Færeysk stjórnvöld viðurkenna nefnilega að færeyska þjóðin eigi fiskinn í sjónum og því geti útgerðir ekki veðsett það sem þær eiga ekki. Forstjóri Samherja sakar einnig Frjálslynda flokkinn um að leggja sig eftir því að sverta ís- lenska sjómenn og útgerðarmenn með tali um brottkast. Ég fæ líka að heyra það frá Samherjafor- stjóranum, sem sakar mig um að hafa haft óheftan aðgang að ríkis- fjölmiðlunum og hafa oft farið með rangt mál. Það er ekki í fyrsta sinn sem þessi maður ræðst á mig á opinberum vett- vangi fyrir þá höfuðsynd að hafa vogað mér að upplýsa þjóðina um sóunina sem hefur viðgengist á fiskimiðunum. Spyrja má hve langt þurfi að ganga í öflun sönn- unargagna um brottkast á ís- landsmiðum áður en forstjóri Samherja fæst til að viðurkenna þennan stærsta smánarblett á fiskveiðistjórnun okkar. Dugar ekki einu sinni tæplega 200 millj- óna króna aflaverðmætið sem komið er á land eftir að sjómönn- um var leyft að koma með utan- kvótaafia í land samkvæmt hinni svokölluðu 5% reglu, sem sett var á í skyndi eftir að frægar myndir af brottkasti birtust í sjónvarpi? Það er einkennilegt að þurfa að búa við endalausan fúkyrðaflaum frá einum helsta útgerðarfor- stjóra þessa lands, og hafa þurft að standa í meiðyrðamálaferlum gegn sjávarútegsráðherra eftir að hafa lagt í þá áhættu að útvega þessar myndir. En svona er Is- land í dag og svona verður það ugglaust áfram ef ríkisstjómar- flokkarnir halda velli eftir 10. maí. Ef ég mætti spyrja... Kristjana Sigríður Vagnsdóttir s krifar: Eiga ekki þeir aðilar sem eru ráðnir til að gæta heilla barna og unglinga, og eru ráðnir til þess af bæjarstjóm, að gæta siðferðislegr- ar varkámi í orðum sínum? Að mínu mati og margra ann- arra vantaði bæði siðferði og að- gæslu í orðavali hjá Ingibjörgu Maríu, hæstráðanda hjá skóla- og fjölskylduskrifstofu ísafjarðarbæj- ar, í viðtali hjá Guðrúnu Sigurðar- dóttur í svæðisútvarpi Vestfjaröa fyrir nokkm. Þar var verið að tala um af- skipti barnaverndar, eftir því hvaða kvörtunarmál bæmst þeim til eyma. Ég get ekki rakið allt sem þar kom fram en orðaval þeirrar konu, sem þar kom fram, Ingibjargar Maríu, var henni ekki til fýrirmyndar. Hún talaði mn að það færi eftir „Að mínu mati og margra annarra vantaði bæði siðferði og aðgœslu í orðavali hjá Ingibjörgu Maríu, hœstráðanda hjá skóla- og fjölskylduskrif- stofu ísafjarðarbæjar, í viðtali hjá Guðrúnu Sig- urðardóttur í svœðis- útvarpi Vestfjarða fyrir nokkru.“ „skítaþrepskildi" heimilanna, hvort og hvernig barnanefnd kæmi að málum. Ég var ekki viss um hvort þetta væri rétt eftir henni haft og hringdi í Finnboga Hermannsson, fréttamann og dag- skrárgerðamann RÚV hér vestra, og spurði hann hvort satt væri að hún hefði tekið þetta svona upp í sig. Hann játti því. Ég vildi vita hver réði í þetta starf Ingibjargar og hringdi í Hall- dór Halldórsson bæjarstjóra og fékk að vita það umyrðalaust. En að hans mati var ekkert athuga- vert við þetta orðbragð hjá hinni háttvirtu konu. Ég segi fýrir mig að þetta er ekki til fyrirmyndar og meira að segja til vansa fyrir manneskju í hennar starfi. Það væri gaman að fá upplýs- ingar um þann skóla sem kennt er í að meta hve hár „skítaþrep- skjöldur" má vera áður en moka þarf út. Mér finnst þetta mógðun við fjölskyldur íbúanna á þessu svæði. Ég endurtek: Hvaða sér- menntaði einstaklingur eöa nefnd gerir þetta „skítaþrepskjaldar- mat“? Ekki aftur snúiö til fortíöar og eln- yrkja í sjávarútvegi. Útskýning á kvóta Hjórtur Jónsson skrifar: í þættinum Silfri Egils, sem sendur var út frá Akureyri, var viðtal við Þorstein Má Baldvins- son, forstjóra Samherja. Ég, sem er alls ókunnugur hinum flóknu reglum og deilum sem staðið hafa um kvótamálin en hef samt hlust- að grannt eftir rökum og mótrök- um, fékk loks góða innsýn í þessi mál í viðtalinu við Þorstein Má. Ég skil t.d. núna hvers vegna við íslendingar getum ekki snúið til baka til fortíðar í einyrkjaat- vinnuveginn sem smábátasjó- mennska er. Við verðum að fylgja tímanum og það eru fleiri en við íslendingar sem bjóðum ferskan fisk á heimsmörkuðunum. Við erum enn frekar einangraðir og þurfum því sterkan og sjálfbjarga atvinnuveg sem er fólginn í færri en öflugum fyrirtækjum á þessu sviði matvælaöflunar. Mér fannst frábært svarið sem Þorsteinn Már gaf Agli er hann spurði hinn fyrmefnda hvað hann myndi gera ef formaður Frjálslynda flokksins yrði nú skyndilega sjávarútvegs- ráðherra. Ég myndi bjóða ráð- herranum með mér út til að sitja fyrir framan fiskkaupmennina sem við erum að selja fiskinn okkar, svaraði Þorsteinn Már. Ég tel að alltof margir íslendingar hafi ekki áttað sig á hver kyns er í sjávarútvegi okkar og hve lítið þaif til svo að við séum ekki lengur inni í myndinni sem sterk fískveiðiþjóð með mestu tækni og hagræðingu að leiðarljósi. Hin vélpænu andlit Feróalangur skrifar: Ég er viss um að mörg fyrir- tæki hér gera sér ekki grein fyrir hve miklum tíma þau hnupla frá viðskiptavinum sínum með þeirri seinvirku „sjálfvirku" símaþjón- ustu sem tekin hefur verið upp í vaxandi mæli undanfarin ár. Það er óveijanlegt tillitsleysi við við- skiptavini að láta þá bíða á lín- unni langtímum saman eða þurfa að hlusta á fjölda valkosta og síð- an fara í endalítinn talnaleik til að komast að því fólki eða upp- lýsingum sem það þarfnast. Þetta „vélræna andlit" er fyrirtækjum heldur ekki samboðið, svo alúð- legt sem margt starfsfólk þess er í framgöngu loks þegar tekst að ná til þess. Skiljanlegt er að fyrir- tæki reyni að spara þegar hart er í ári en manneskjulegri ásýnd væri því til sóma. Burt með „vél- mennin" - betri þjónustu. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.ls Eöa sent bréf til: Lesendasiöa DV, Skaftahlíö 24,105 ReyHjavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.