Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR G. MAÍ 2003 spáir í spilin fyrip SímadeiUina 2003 10.sætí:KA Mark Sören Byskov virðist vera öflugur markvörð- ur. Hann er hávaxinn, góður í teignum, sterkur á milli stanganna og með finar spymur. Hann ætti að geta fyllt það skarð sem Þórður Þórðarson skildi eftir sig. Sören hefur verið hér í stuttan tíma og þekkir því ekki mikið til félaga sinna. Það gætu orðið erfiðleikar með samskipti þar sem hann, eðli málsins samkvæmt, talar ekki ís- lensku. Spum- ing hvemig hann verður undir mikilli pressu en það er hætt við þvi að hann hafi nóg að gera. Varamarkvörð- Sören Byskov. urinn Ámi Kristinn hefur enga reynslu í efstu deild. Qnkim DV-Spopts: Vörn Steinn Viðar Gunnarsson . hefur þokkalegan hraða. Vamarmenn KA eru grimmir í návígi og það má treysta þeim fyrir því að fara af hörku í tæklingar. Þeir eru ágætir að verjast aftarlega á vellinum. Þor- valdur Sveinn Guðbjörnsson er sterkur í loftinu. Fyrir utan Stein Viðar m. eru varnarmenn KA-liðs- ins hægir. Þeir lenda í miklum vand- ræðum þegar þeir þurfa að verjast framarlega. Þeir em slakir að spila boltanum út úr vöminni. Breiddin er ekki mikil og sökum þess má lið- ið ekki við miklum áfóll- um. Vamar- menn liðsins eru frekar stutt- ir i annan end- ann og gæti KA átt í vandræð- um í föstum Þorvaldur Sveinn leikatriðum, Guöbjörnsson. homum og aukaspymum. Bnkum DV-Spopts: |J , Þorvaldur Örlygsson, ' ívar Bjarklind og Dean Martin hafa allir mikla reynslu. Þeir eru baráttu- glaðir, tækla grimmt og andstæð- ingamir eiga aldrei náðugan dag. Martin er með frábærar fyrirgjaf- ir. Pálmi Rafn, sem kom frá Völs- ungi, er efnilegur og gæti komið sterkur inn. — Þorvaldur er kominn af léttasta skeiði og spilar sennilega bara ef nauðsyn krefur. ívar hefur verið í tveggja ára fríi og spurning hvemig hann kemur til leiks. Miðjan hjá KA er hæg og hæðin er ekki mikil. Martin hefur misst hraða og er ekki lengur jafnógnandi og hann var hér áður fyrr. Pálmi Rafn er Dean Martin. ungur og hefur aldrei spilað ofar en í 2. deild. __ Qnkunn DV-Spopts: 0 Stofnaö: 1928 Heimavöllur: Akureyrarvöllur Tekur 2000 manns. Opin stúka fyrir 600 manns með bekkjum og stæði í grasbrekku. KA fékk 764 áhorfendur að meðaltali á leik í deildinni i fyrra. íslandsmeistaratitlar: 1 (1989) Besti árangur í bikarkeppni: í úrslitaleik 1992 og 2001. Stœrsti sigur í tiu liða efstu deild: 6-0 gegn Víði 1987. Stœrsta tap i tíu liða efstu deild: 0-5 gegn ÍA1978, 0-5 gegn Keflavík 1978 og 0-5 gegn Val 1978. Flestir leikir i efstu deild: Er- lingur Kristjánsson 127, Steingrím- ur Birgisson 114 og Ormarr Örlygs- son 102. Flest mörk i efstu deild: Þor- valdur Örlygsson 20, Anthony Karl Gregory 14 og Ormarr Örlygsson 13. Árangur i efstu deild: 219 leikir, 64 sigrar, 58 jafntefli og 97 töp. Markatalan er 251-326. Elmar Dan Sigþórsson, Hreinn Hringsson og Þorvaldur Makan Sigurbjórnsson veröa væntanlega < slorum hlutverkum hjá KA i sumar. DV-Sport spáir KA-mönnum tíunda og síðasta sæt Erfitt sumar fr - KA-menn hafa misst lykilmenn og þótt hópurinn sé breiöari en í fyrra veröu DV-Sport spáir í spilin fyrir Landsbankadeildina í sumar og mun á næstu dögum fjalla um öll liðin sem verða í eldlínunni í sum- ar. Við byrjum í dag á liöinu sem við spáum að endi i tíunda og neösta sæti en það er lið KA frá Ak- ureyri. KA-liðið var án nokkurs vafa spútniklið tímabilsins í fyrra. Það Þorvaldur Makan og Hreinn hafa reynslu og sýndu mikilvægi sitt fyrir KA-menn í fyrra. Hreinn er fljótur og sterkur. Þorvaldur er fljótur og grimmur. Elmar Dan og Jóhann eru efnilegir leikmenn sem gætu sprungið út í sumar. Norðmaðurinn Steinar Tenden er stór og gefur framlínunni hæð sem hefur vantað. KA hefur sárlega vantað leikmann sem getur haldið boltanum i bjuggust ekki margir við því að það myndi verða í efri hluta deildarinn- ar þegar upp var staðið, sérstaklega í ljósi þess að liðið var að koma upp úr fyrstu deildinni. Þorvaldur Örlygsson gerði frá- bæra hluti með liðiö á sínu fyrsta ári. Hann myndaði sterka liðsheild sem erfitt var að spila gegn. Vamar- leikurinn var gífurlega öflugur frá framlínunni. Bæði Þorvaldur og Hreinn vflja frekar fá boltann í svæði bak við vömina og það hefur verið erfitt fyrir liðið að flyfja sig framar á völlinn vegna þess. Hugsanlega getur Steinar Tenden leyst Hreinn Hringsson þetta en hann hefur aðeins spilað í þriðju deildinni í Noregi og því óreyndur á þessu stigi. Bnkunn DV-Spopts: «0 fremsta manni tfl þess aftasta en sóknarleikurinn leið fyrir ofur- áherslu á þéttan varnarleik. KA-menn voru harkalega gagn- rýndir af okkur hér á DV-Sport fyr- ir að spUa leiðinlega knattspymu en það getur enginn tekið af þeim það afrek að hafna í fjórða sætinu á síð- asta tímabUi. Þeir lifa þó ekki á því núna. Árið í ár verður erfiðara. Það hefur ávaUt reynst liðum þungt í skauti að fylgja eftir góðum árangri á öðru ári í deUdinni, auk þess sem KA-menn munu spUa í Intertoto- keppninni í ár. Það hefur yfirleitt reynst liðum þrautin þyngri að taka þátt í þessari keppni á sama tíma og deUdin er á fuUu - Leiftursmenn, Grindvíkingar og FH-ingar geta vitnað um það. KA-menn hafa misst þrjá lykU- menn. Varnarmaðurinn öflugi, Kristján Sigurösson, sem var að öðrum ólöstuðum besti maður liðs- ins á síðasta tímabUi, gekk í raðir íslandsmeistara KR, Þórður Þórðar- son, sem varði mark liðsins með glæsibrag, hélt tU heimahaganna Sókn Hvað (innst Vigni Þormoðssyni um spá DV-Sport „Ég verð nú að viðurkenna að ég er mjög hissa á þessari spá ykkar. Mér finnst ótrúlegt að þið skulið spá liði, sem hafnaði í fjórða sæti á sið- asta tímabUi, neösta sætinu, sér- staklega í ljósi þess að við teljum okkur ekki vera með lakara lið en í fyrra. Þið hafið reyndar aldrei verið neitt sérlega góðir við okkur þannig að þetta ætti ekki að koma mér á óvart,“ sagði Vignir Þormóðsson, formaður knattspyrnudeUdar KA, um spá DV-Sports en við spáum KA- mönnum neðsta sætinu í Lands- bankadeUdinni í sumar. „Við höfum misst þrjá menn úr byrjunarliðinu en fengið marga leikmenn í staðinn og erum með mun breiðari hóp en í fyrra. Við höfum reyndar ekki spUað vel í deUdarbikamum í vor en það segir ekkert þegar út í alvöruna er kom- ið. Þetta sumar verður þó örugglega erfiðara en það síðasta því að þaö verður erfitt aö gera jafnvel og þá. Annað árið í deUdinni er oft erfiö- ara og auk þess spUum viö i Evr- ópukeppninni. Það eykur álagið á liðinu en við kvörtum ekki yfir því. Þátttaka í Evrópukeppninni er lyfti- stöng fyrir félagið og leikmenn þess og við munum njóta þess að spUa í þeirri keppni. Þið spáðuð okkur áttunda sæti í fyrra, íjórum sætum neðar en við enduðum, og það sýnir að þið eruð ekki óskeikulir. Við þurfum bara að bretta upp ermamar og senda þessa spá ykkar beint aftur tU fóðurhús- anna,“ sagði Vignir Þormóðsson í samtali við DV-Sport í gær. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.