Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 7
Verndum árangurinn - nýtum tækifærin Tækifæri fyrir ungt fólk Kæru landsmenn. Undirforystu sjálfstæðismanna hefur mikil áhersla verið lögð á málefni sem snúa að unga fólkinu í landinu. Nærtækast er að líta til þeirra framfara sem orðið hafa í íslensku menntakerfi. Nú veitir það ungum sem eldri nemendum fjölbreyttari tækifæri en nokkru sinni fyrrtil góðrar menntunar. Mikill árangur hefur einnig náðst íjafnréttismálum á undanförnum árum og voru lögin um jafnan rétt karla og kvenna til töku fæðingarorlofs mikilvægust í því sambandi. Við ætlum okkur að halda áfram á þessari braut og fjölga enn frekar tækifærum ungs fólks í landinu. Það verður best gert með stöðugleika í efnahagsmálum og festu í ríkisfjármálum. Á næsta kjörtímabili vill Sjálfstæðisflokkurinn: • fjölga enn tækifærum allra til fyrsta flokks menntunar, gera sérstakt átak til að efla starfs- og verkmenntun og til að auðvelda fólki að hefja nám að nýju; treysta og fjölga stoðum íslensks atvinnulífs; • hvetja til frekari fjárfestinga og stuðnings við frumkvöðlastarfsemi; • efna til sérstaks átaks, sem hefur það að markmiði að eyða óeðlilegum launamun kynjanna og auka þátttöku kvenna í atvinnusköpun og fyrirtækjarekstri; • leggja áherslu á sveigjanlegri vinnutíma sem tekur mið af þörfum fjölskyldu- og barnafólks; lækka skatta verulega og hækka barnabætur. Það er frábært að búa á íslandi og við ætlum að skipa því áfram í fremstu röð. Við viljum engu glutra niður sem áunnist hefur og við viljum enn síðurtapa þeim tækifærum sem við okkur geta blasað. í alþingiskosningunum 10. maí leitum við sjálfstæðismenn eftir þínu umboði til að fá að þjóna landi okkar, landi tækifæranna, áfram. xd.is áfram ísland liWSM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.