Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 8
8 MIDVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 DV Fréttir Samtvinnuð framleiðslusaga kjúklinga: Hörð barátta í framleiðslu og ræktun fiöurfénaðar Offjárfesting og offramleiðsla hafa leitt til verðfalls á kjúklingaafuröum sem leikið hefur framleiðslufyrirtækin grátt. Fréttaljós Vandi kjötframleiðenda hér á landi hefur verið mikill vegna of- fjárfestingar, offramleiðslu og lágs verðs á nánast öllum kjöt- vörum. Er nú barist upp á líf og dauða i greininni. íslandsfugl á Dalvík varð gjaldþrota í mars og kjúklinga- búið Móar á Kjalarnesi fékk greiðslustöðvun 27. desember sem stendur enn. Er nú verið að reyna að semja við lánardrottna um nauðasamninga og verða greidd atkvæði um það mál 2. júní og hefur verið nokkur bjart- sýni á að það gengi eftir. Hnökrar virðast þó á því vegna átaka milli Búnaðarbankans og Mjólkurfélags Reykjavíkur en eigendur Móa eiga þar stóran hluta stofntjár. Móar, sem eru í eigu Brautar- holtsfeðga, vilja að Mjólkurfélag- ið felli niður 70% af 100 milljóna króna skuld. Átökin eru þó mest vegna kaupa Mjólkurfélagsins á Fóðurblöndunni hf. sem gengu ekki upp árið 2001 vegna afskipta Samkeppnisstofnunar. Búnaðar- bankinn tók þá yfir Fóðurblönd- una að nýju og seldi hana síðan með afföllum fyrr á þessu ári. Búnaðarbankinn hefur farið fram á að Mjólkurfélagið standi við að taka á sig skaðsemiábyrgð vegna þeirra viðskipta og mun þar vera um að ræða hundraða milljóna króna kröfu. Virðist því sem nauðasamningar Móa velti mjög á afstöðu Búnaðarbankans sem var mjög nátengdur rekstri Reykjagarðs. Fjórir stórir Kjúklingaframleiðsla hér á landi hefur að stærstum hluta verið í höndum örfárra aðila seinni árin og sterk eignatengsl eru einnig á milli sumra fyrir- tækjanna. Reykjagarður var í fyrra tal- inn stærsti kjúklingaframleið- andi landsins, með um 1.600 tonna framleiðslu á ári. Móar í Mosfellsbæ eru næststærsti framleiðandinn, með um 1.200 tonna framleiðslu, en þar á eftir komu íslandsfugl á Dalvík (sem nú er gjaldþrota) og ísfugl í Mos- fellsbæ, með um 600 tonna fram- leiðslu hvort bú. Til viðbótar eru allmargir aöilar í kjúklingarækt með tiltölulega litla framleiðslu. Móar og Landsafl standa síðan einnig að baki mikilli eggjafram- leiðslu Nesbúsins og einnig svínaframleiðslu Síldar og fisks og Brautarholts. Reykjagarður og ísfugl Reykjagarður sem mjög hefur verið í fréttum er tengdur ísfugli ehf. sem rekur sláturhús, kjöt- vinnslu og dreifingarstöð fyrir byggingu í Borgarnesi og tók nýtt sláturhús Móa í Mosfellsbæ þá að sér að slátra fyrir Reykja- garð. í apríl 2001 seldi Bjarni Ásgeir Jónsson Reykjagarð til Fóður- blöndunnar eftir að Reykjagarð- ur hafði lent í miklum áfóllum 1999 og 2000. Fóðurblandan var þá komin í eigu Kaupþings, eða GIR Capital Investment og GB- fóðurs sem keyptu fyrirtækið árið 2000. Fóðurblandan hf. var í eigu stofnenda til ársins 1984 er Holta- búið ehf. keypti meirihluta í fé- laginu. Árið 1997 var Fóður- blöndunni breytt í almennings- hlutafélag og var skráð á Verð- bréfaþingi íslands í framhaldi af því. Árið 2000 var fyrirtækið skráð af Verðbréfaþinginu er það var keypt af Eignarhaldsfé- lagi GB fóður ehf. og GIR Capital Investment, eins og áður segir. Bankinn kaupir og selur Árið 2001 keypti Búnaðarbank- inn Fóðurblönduna og fylgdi Reykjagarður þá með í kaupun- um. Hugmyndin var að sameina Fóðurblönduna Mjólkurfélagi Reykjavíkur. Samið var við Mjólkurfélagið og Lýsi hf. um kaupin á Fóðurblöndunni í júlí 2001. Sameiningin var hins vegar ekki heimiluð af Samkeppnis- stofnun og gengu kaupin til baka. í vangaveltum í ársbyrjun í fyrra um uppbyggingu á slátur- húsi Sameflis á Hellu var ákveð- ið að Búnaðarbankinn kæmi að málinu með 200 milljónir til upp- byggingar á staðnum. Jafnframt var ákveðið að Samefli rynni inn 1 Reykjagarð. í mars 2002 var síð- an tekin ákvörðun um að byggja á ný upp veglegt kjúklingaslátur- hús á Hellu fyrir Reykjagarð. Eignarhaldsfélag í eigu Braut- arholtsfeðga, sem eiga Móa, og fleiri tengdir aðilar reyndu vorið 2002 fyrir milligöngu MP verð- bréfa að kaupa Reykjagarð af Búnaðarbankanum. Þeim við- ræðum var hins vegar slitið. í framhaldinu seldi Búnaðarbank- inn Sláturfélagi Suðurlands Reykjagarð í júlí á síðasta ári. BúnaðarbankinnÝvar þá enn eigandi alls hlutafjár í Fóður- blöndunni. Það fyrirtæki var síð- an selt í janúar 2003 til Hydrol ehf., sem einnig er eigandi Lýsis hf. íslandsfugl Það nýjasta í þessari kjúklingaframleiðslusögu er að nú sé reynt að endurreisa ís- landsfugl á Dalvík sem varð gjaldþrota í mars í kjölfar greiðslustöðvunar. Mlklar sviptingar Kjúklinmgamarkaðurinn hefur verið nánast í uppnámi um margra mánaöa skeið enda langvarandi verðstríð á markaðnum sem leikiö hefur framleiöendur illa. Kjötiö hefur hins vegar aldrei verið vinsælla enda herramannsmatur á undarlega iágu verði. afurðir alifugla í Mosfellsbæ. Er það í gegnum eignarhald Slátur- félags Suðurlands sem keypti Reykjagarð í fyrra. Núverandi hluthafar ísfugls eru Markís ehf., sem á 70%, og Sláturfélag Suður- lands sem á 30% hlut. Aðilar að Markís ehf. eru: Ásgeir Indriða- son, Hvammur ehf., Logi Jóns- son, Rafn Haraldsson og Reykja- búið ehf. Vörumerkið ísfugl er ekki nýtt og hefur verið notað þótt rekstr- araðilarnir á sláturhúsinu hafi verið þrír í gegnum tíðina. Fyrst var það Hreiður frá 1979-1987 en þá tóku Markaðskjúklingar ehf. við. Það félag breytti svo um nafn 1999 og heitir nú ísfugl ehf. Tengdir samkeppnisaðilar Þótt Reykjagarður og Móar séu reknir í mjög harðri samkeppni eru samt einnig sterk eigna- tengsl þar á milli í gegnum Slát- urfélag Suðurlands. Eigendur Móa voru í fyrra orðnir stærstu stofnsjóðseigendumir í Sláturfé- laginu, með 30% hlut af B-hluta- bréfum í félaginu. Jafnframt eru þeir stærstu stofnfjáreigendur í Mjólkurfélagi Reykjavíkur sem landsins í Mosfellsbæ sem Móar reka. Byrjað var að reisa kjúklinga- sláturhús fyrir Móa í Mosfellsbæ í ágúst 2000 og var það tekið í notkun í júlí 2001. Var afkasta- getan sögð 2.500 kjúklingar á klukkustund. Eigandi slátur- hússins er þó ekki Móar, heldur Landsafl, fjárfestingar- og fast- eignafélag í eigu íslenskra aðal- verktaka, Landsbankans og Al- þýðubankans Eignarhaldsfélags hf. Sláturhúsið kostaði 550 milij- ónir króna í byggingu og búnað- ur um 150 milljónir króna. Talið er að heildarkostnaður við húsið hafi þó vart verið undir einum milljarði króna. Reykjagarður og Foðurblandan í ársbyrjun 2000 var gengið frá samningum um kaup Reykja- garðs á húsi Mjólkursamlags Borgflrðinga í Borgamesi og var þá meiningin að flytja kjúklinga- slátrun fyrirtækisins frá Hellu. Bændur í Árnessýslu keyptu þá sláturhús Reykjagarðs á Hellu og stofnuðu fyrirtækið Samefli. Hætt var við áformin um upp- Hörður Kristjánsson blaöamaður verslar með unnar fóðurvörur og unnið hráefni til fóðurgerðar. Lykilaðili Búnaðarbankinn hefur lengi verið ríkjandi í peningaviðskipt- um við kjúklinga- og eggjafram- leiðslu íslendinga. Var það m.a. í gegnum eignarhald á Reykja- garði, sem er stærsti framleið- andi kjúklinga á landinu, og sem aðalviðskiptabanki næststærsta framleiðandans, Móa, sem rekur einnig nýlegt sláturhús í Mos- fellsbæ. Snemma á síðasta ári ákvað Búnaðarbankinn að hefja upp- byggingu að nýju á kjúklinga- sláturhúsi á Hellu með það að markmiði að Reykjagarður hætti viðskiptum við dýrasta og stærsta kjúklingasláturhús Barist upp á líl on dauða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.