Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 12
12 MIÐVKUDAGUR 7. MAÍ 2003 DV Utlönd Heimsveldi rísa og hníga, mis- jafnlega hratt, en sjaldan sést fyrir endalokin og oft velta menn fyrir sér hvernig á þeim stóð. Risaveldin eiga það sammerkt að vera mjög hernaðarlega sterk, jafnvel þegar þau hrynja. Þá hafa þau notið efna- hagslegrar velgengni um lengri eða skemmri tíma, enda haft alla burði til að féfletta hina minni máttar með ráðum og dáð og hver eftir tísku síns tíma. Án þess að stað- hæfa óhóflega má ljóst vera að það eru efnahagsmálin sem fara úr jafnvægi og útþensla heimsveld- anna sem verða þeim að falli. Þau ráða ekki við friðinn þegar stunda þarf friðargæslu vítt um heim. Ríki hins sigursæla Alexanders mikla leystist upp eftir hans miklu hernaðarsigra. Landvinningar Rómar og rómanskur friður tórðu furðu lengi og má jafnvel telja að sneypufarir Mussolinis hafl verið draumur um að endurreisa sigur- göngur löngu liðinna keisara. Karla-Magnús sameinaði Evrópu sem tvístraðist öll á ný og barðist vel og lengi innbyrðis. Mongólar Gengis Khan fóru létt með að leggja nær alla Asíu og góðan hluta Evrópu undir sig en engin leið var að viðhalda veldi hans og niðjanna. Napóleon hafði ekki afl til að verja sína miklu landvinninga. Breta- veldi varð að láta í minni pokann þegar það gat ekki lengur varið ný- og hjálendur sínar og hjaðnaði nið- ur undir traustu öryggisneti BNA. Glæpaflokkar Hitlers fóru á hvín- andi hausinn eftir tólf ára hernað vítt og breitt um fleiri álfur og réðu hvergi nærri við útbreiðsluna. Sov- étríkin hrundu undan eigin þunga og leppríkja sinna, þrátt fyrir að hernaðarmáttur þeirra og sprengi- kraftur væri meiri en dæmi voru um í veraldarsögunni. Risaveldið var einfaldlega of kostnaðarsamt í rekstri og of víðlent til að það gæti staðist. Af þessari ófullkomnu upprifjun er hægt að ráða að hernaðarmátt- urinn einn dugir ekki til að við- halda heimsveldi. Og herfang er ekki líklegt til að standa undir efnahagslegum þörfum til lang- frama. Ránsfengur spænsku her- hlauparanna í Mið- og Suður-Am- eríku efldi konungsveldið heima fyrir um hríð en gull, silfur og dýr- ir steinar eru valtastir vina og þar fór sem fór. Oddur Ólafsson blaöamaður Auöveldur sigur, erfiður frið- ur Auðveldur sigur á írökum trygg- ir ekki varanlegan frið í landinu og allar líkur benda til að bandaríski herinn, auka annarra þjóða mála- myndagæsluliða, verði að annast friðargæslu og jafnvel almenn lögreglustörf um ófyrirsjáanlega framtíð. írak bætist nú við langan lista landa vítt og breitt um veröld- ina þar sem Pentagon dreifir her- sveitum sínum og hernaðartólum til að passa upp á lýðræðið og að friður sé haldinn milli þjóða og þjóðabrota. Bandaríski fáninn blaktir yfir herstöðvum víðs vegar í nafni bar- áttunnar gegn hermdarverkum, eiturlyfjum og vondum skálkum yfirleitt. Gæta þarf friðarins og manna virkin í nafni lýðræðis I þeim löndum sem herinn er nýbú- inn að leggja undir friðarhugsjónir þeirra í Washington og þeirra hug- myndir um lýðræði. Herstöðvar erlendis kostuðu DVA1YND REUTERS Hreyfanlegar herstöövar Flugvélamóðurskip og kjamorkukafbátar eru öflugar og hreyfanlegar herstöðvar og beinlínis markaðssetning herstyrksins. Samt eru hersveitir BNA dreifðar um öll heimshorn til að annast löggæslustörf risaveldisins. bandaríska skattgreiðendur 300 milljarða dollara á síðasta ári þrátt fyrir mikla fækkun í hernum en hermönnum hefur fækkað um 35% síðan í lok kalda stríðsins, enda er nú meira lagt upp úr tæknihernaði en áður og sjálfvirkum vopnabún- aði en fjölmennum hersveitum. En einkenni hnignunarskeiða fyrri heimsvelda eru að koma í ljós. Það er martröð skipuleggjenda hernað- araðgerða að halda samgönguleið- um opnum og koma mannskap og birgðum fljótt og vel þangaö sem þeirra er mest þörf hverju sinni. Meðal afleiðinga kalda stríðsins er að 98 þúsund bandarískir her- menn og viðhengi þeirra eru enn í Evrópu. 56 þúsund eru í herbúðum í Þýskalandi eins og þegar þeir voru viðbúnir að stöðva innrás sovéska skriðdrekaflotans. Herinn er styrktur 60 orrustuþotum sem dreifðar eru á bandarískum her- flugvöllum víða í landinu. Á Ítalíu eru ríflega 12 þúsund bandarískir hermenn og á Bretlandi rúmlega 9 þúsund. Þar aö auki eru 8 þúsund manns í ýmsum herdeildum dreifð um enn fleiri lönd álfunnar. Flot- inn sinnir sínu hlutverki og er sá sjötti staðfastur á Miðjarðarhafi. Áuk áhafna og flugliða eru 2 þús- und landgönguliðar þar um borð. Þetta er m.a. það sem heimsveldið leggur NATO til. Friðurinn á Balkansskaga er dýr. Auk annarra gæta 2 þúsund amerískir hermenn þess að Bosn- íugarpar fari hver öðrum ekki að voða og í frelsaða héraðinu Kosovo eru 5 þúsund Bandaríkjamenn við friðargæslu. Langvarandi herseta Austur-Asía er skattgreiðendum ekki síður kostnaðarsöm. í Japan eru 18 þúsund hermenn og 84 vel búnar herþotur. Þar er 7. flotinn líka staðsettur með öllum sínum mannskap, tólum og tækjum. Þar að auki eru um borð í herskipunum 20 þúsund landgönguliðar, ávallt viðbúnir. í Suður-Kóreu eru bundn- ir 29 þúsund hermenn með alvæpni til að gæta norðurlandamæranna þar sem kommarnir setja saman atómvopn og selja hverjum sem get- ur borgað ágætar eldflaugar. Þessar slóðir hafa Bandaríkjamenn herset- ið í rúmlega hálfa öld. Flotahafnir og heiHugvellir eru á eyjum langt úti í Kyrrahafi og Ind- landshafi. Radarstöðvar í Ástralíu krefjast sérhæfðra starfskrafta. Nokkur herafli er í Taílandi og flot- inn lítur til með sjálfstæðinu á Austur-Timor. Þá eru flotadeildir með tilheyrandi mannafla og tækj- um í og við Filippseyjar til að að- stoða stjórnina í Manila í stríðinu við uppreisnarmenn, sem kallaðir eru íslamskir hryðjuverkamenn í Washington. í Afganistan eru enn 7,5 þúsund hermenn sem eru að hreinsa til eft- ir Talibanana og halda áfram leit að bin Laden, sem hverfi fmnst, lif- andi né dauður. Fyrir innrásina í Afganistan tryggðu Bandaríkja- menn sér herstöðvar á fyrrum verndarsvæðum sovéska hersins, svo sem í lýðveldunum Uzbekistan, Tajikistan og Kyrgystan, langt inni á meginlandi Asíu. Það hefur kost- að mikið fé að fá leyfi til að gera út flugvélar og flugskeyti og setja upp hlerunarbúnað I þessum löndum. Stríðið gegn hryðjuverkamönn- um á sér engin landamæri og heimsveldið hótar að leita þá uppi hvar sem til þeirra fréttist. Eru stjórnvöld í viðkomandi löndum gerð samsek og kalla yfir sig hermdaraðgerðir ef illa fer. í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu gæta 2.200 hermenn fanga sem taldir eru vera hryðjuverka- menn. Síðan í Flóabardaga 1991 hafa þúsundir vel tæknivæddra her- manna dvalið í Saudi-Arabíu og Kuwait. Flotaheimsóknir eru al- gengar í höfnum í Egyptalandi, Oman og Bahrain. Stjórnin í Amm- an „leyfir" ótilteknum fjölda banda- rískra hermanna að hreiðra um sig í Jórdaníu. í Columbíu og Honduras eru sér- fræðingar hersins að störfum til að hjálpa yfirvöldunum í baráttunni við flkniefnaframleiðendur og smyglara. Það kallast baráttan gegn eiturl>fjum sem kostar mikil fjárframlög til margra landa. Eftir að Talibanar voru hraktir frá Afganistan sjá bændur þar Evrópu- mönnum fyrir valmúa til heróín- framleiðslu og hafa fæstir neitt við það að athuga en Talibanarnir bönnuðu eiturefnarækt af siðferðis- ástæðum Nú er ópíum og heróín helstu útflutningsvörur hins ný- fijálsa Afganistan og raunar þær einu sem skila umtalsverðum arði. Furðulegar staðsetningar Tölulegar upplýsingar I þessu greinarkorni eru sóttar í skrif Thomas Withington, sem er sér- fræðingur í varnarmálum við Kings College. Hann tekur fram að til séu enn furðulegri staðsetningar á hernaðarmannvirkjum. 17 þús- und hermenn eru dreifðir í stöðv- um á Bermuda, íslandi og Azora- eyjum. Hann minnir á, að sérstak- ur herverndarsamningur hafi verið gerður milli BNA og íslands á ófriðarblikutímum kalda stríðsins - og hafi verið í gildi allt síðan. Á Atlantshafi eru allt að fjögur flugvélamóðurskip ásamt fylgdar- skipum, 10 kjarnorkukafbátar bún- ir eldflaugum með kjarnaoddum og 55 herskip af ýmsum gerðum til viðbótar. Sé mið tekið af hernaðarumsvif- um og friðargæslu á Balkanskaga, I Kóreu og Kyrrahafi má vel búast við að dvöl bandarískra hersveita í írak verði lengri en nú er gert ráð fyrir I orði kveðnu. Það verður þá dýrt fyrir skattgreiðendur heims- veldisins, sem geta farið að kveinka sér undan byrðinni, og stjórnvöld eiga þá síður hægt með að leggja í enn meiri landvinninga. Það er ekki víst að fólkið í Was- hington hafi endalaust fjárhagslegt bolmagn til að vinna lönd I nafni friðar, lýðræðis og mannréttinda heldur fari að hyggja að sögulegu samhengi fyrrum heimsvelda og hvenær þau eru orðin of víðlend og dýr í rekstri og hvers vegna skatt- heimta og herfang stendur ekki lengur undir útþenslustefnunni. Sagan sýnir að oft er auðvelt að sigra I stríði en að viðhalda vopn- uðum friði reynist þrautin þyngri. Stjórnin í Washington er að slá öll fýrri met í fjárlagahalla og lækk- ar jafnframt skatta. Hver á þá að borga rekstur mesta heimsveldis allra tíma? (M.a. stuðst við The Observer) Útþensla og hrun heimsvelda - hvenær ráöa þau ekki lengur við eigin veldi?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.