Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 18
18 Menning Ég ætla að gefa regn á jörð - er yfirskrift Kirkjulistahátíðar Hallgrímskirkju sem hefst 29. maí. DV-MYND HARI Inga Rós Ingólfsdóttlr, framkvæmdastjóri Kirkjulistahátíöar Með þessari hátíð erum við aö undirstrika trú okkar á það góöa í fólki, vonina og kærleikann, allt sem auðgar mannlífíð. Listvinafélag Hallgrímskirkju býö- ur til listrœnnar veislu undir yfir- skriftinni: „Ég œtla aö gefa regn á jörö“ frá 29. maí til 9. júní. Þetta er níunda Kirkjulistahátíöin í Hall- grímskirkju og ein sú viðamesta frá upphafi. Þar verður myndlistarsýn- ing, fyrirlestrar, kvikmyndasýningar, listavaka unga fólksins, hátíöarmess- ur, Ijóöalestur og svo aö sjálfsögðu tónlistarflutningur sem kirkjan og hátíö hennar eru þekkt fyrir hér heima og víða um heim. „Hátíðin er töluvert stærri en síðast, árið 2001. Um fimm hundruð manns koma fram á þessari hátíð, þar af tæplega þrjátíu erlendir listamenn," segir Inga Rós Ingólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar. „Hún er líka breiðari en áður, til dæmis verða sýndar tvær kvikmyndir Ingmars Bergman að kvöldi 3. júní, í samvinnu við Kvikmyndasafn íslands, og kvöldið eftir verður fyrri hluti málþings um trúarstef í myndum Bergmans þar sem fjögur erindi verða haldin. 5. júní verður seinni hluti málþingsins og þar fyrirles Maar- et Koskinen, einn fremsti Bergman-fræðingur heims.“ Byrjað stórt Kirkjulistahátíð veröur að þessu sinni sett við messu á uppstigningardag þar sem frum- flutt verður guðspjallsmótetta eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, samin sérstaklega fyrir há- tíðina. Þá sýnir Ólöf Ingólfsdóttir líka frum- saminn dans og myndlistarsýning Guðjóns Ketilssonar verður opnuð í anddyri kirkjunn- ar. Má því segja að við þetta tækifæri samein- ist margar listgreinar. Strax kvöldið eftir er svo hátindur hátíðar- innar. „Við erum afar stolt af því að hafa náð samningum við Sinfóníuhljómsveit íslands, það tekst ekki ævinlega vegna anna hljóm- sveitarinnar," segir Inga Rós. „Sinfóniuhljóm- sveitin kemur upp í kirkju 30. maí og flytur óratóríuna Elía eftir Felix Mendelssohn-Bart- holdy á tuttugu ára afmæli Mótettukórsins ásamt kórnum og frábærum einsöngvurum, Elínu Ósk Óskarsdóttur, Alinu Dubik, Ant- hony Rolfe Johnson og Andreas Schmidt. Þetta eru stærstu tónleikarnir á hátíðinni því Mótettukórinn verður stækkaður með göml- um félögum upp í 120 manns.“ Andreas Schmidt lætur ekki nægja að syngja í Elía heldur mun hann halda einsöngs- tónleika 1. júní í Salnum og flytja trúarlega ljóðasöngva. Heimssöngvarinn á orðið stóraií aðdáendahóp á íslandi sem ekki lætur þessa tónleika fram hjá sér fara. Ungt fólk og barokk Inga Rós segir að eitt skemmtUegasta atrið- ið á síðustu hátíö hafi verið listavaka unga fólksins sem stóð í sex klukkustundir og dró að múg og margmenni. „Við lögðum þetta þá eins og nú alveg í hendurnar á unga fólkinu, aUt skipulag og framkvæmd, og árangurinn var stórkostlegur. Stemningin í kirkjunni var óviðjafnanleg. Menningarborgarsjóður styrkti þetta verkefni Erró Sýndi Disneymyndir í París. myndarlega í ár svo nú er undirbúningur á fullu undir þetta langa kvöld, 31. maí. Þama eru ungir tónlistarmenn, myndlistarmenn, leikarar og dansarar að undirbúa sex tíma há- tíð, ennþá glæsUegri en síðast. Þau fá líka eldri fagmenn með sér að þessu sinni því Jó- hann Jóhannsson, sem gerði tónlistina við Englaböm, hefur samið verk sem Caput ætlar aö flytja í lok kvöldsins." í ár verður lögð sérstök áhersla á flutning barokktónlistar á hátíðinni. Þýska barokk- hljómsveitin Das Neue Orchester frá Köln leikur á tónleikum 7. júní og auk þess á lokatónleikunum 9. júní þegar Mótettukór HaUgrímskirkju flytur aUar mótettur Bachs. Þá frumflytur Einar Jóhannesson klarínettu- leikari Bachbrýr eftir Atla Heimi Sveinsson, einleiksverk fyrir klarínett sem myndar brýr á mUli mótettanna. Og Jon Laukvik, einn frægasti túlkandi norður-þýska barokkskólans í orgeUeik, leikur á hátíðinni og heldur nám- skeið í barokktúlkun í Langholtskirkju. Af öðrum viðburðum má nefna norska karlakvartettinn Quattro Stagioni, sem flytur ásamt Karlakómum Fóstbræðmm Stabat Ma- ter eftir norska tónskáldið KjeU Habbestad. Á ljóðskáldaþinginu Passíusálma+ munu 15 af fremstu skáldum landsins lesa ljóö sem eru ort í anda Passíusálma HaUgríms Péturssonar. Matthías M. D. Hemstock mun ljá stundinni viðeigandi tónaumgjörð. Trú, von og kærleikur - Þetta er óskaplega mikil vinna fyrir aUa sem að þessu koma og hætt við að mikið af því starfi verði í sjálfboðavinnu. Finnst þér þetta borga sig? „Já, tvímælalaust," segir Inga Rós hiklaust. „Það er engu líkt að upplifa svona hátíð - því- lík stemning frá fyrsta degi! í hvert skipti sem minnst er á þessar hátiðir fara aUir aö brosa!“ Um síðustu helgi lauk I París einkasýn- ingu Errós sem staðið hafði í sex vikur. Sýninguna nefndi listamaðurinn Homma- ge á Walt Disney og voru myndirnar sett- ar saman úr brotum úr ýmsum mynda; sögum hins bandaríska forsprakka. í blaðaviðtölum útskýrði Erró þetta val á myndefni með því að Walt Disney hefði verið Picasso myndasagnanna og líkti honum þar aö auki við Rubens. Bæði Rubens og Walt Disney hefðu nefnilega haft aragrúa af samstarfsmönnum og meðhjálpurum. Erró bætti því svo við að hann og Walt Disney hefðu átt eitt sam- eiginlegt, nefnilega vinnusýkina! Innan um atriði úr myndasögum Dis- neys á sýningunni mátti sjá ýmislegt af - En af hveiju fcir/y'ulistahátíð? „Trúarleg list er meðal mestu dýrgripa sem mannkynið á, við þurfum ekki annað en líta á aUar byggingamar sem mennirnir hafa reist guði sínum, allar listskreytingamar og svo tónlistina, öll þau stórfenglegu verk sem hafa lifað um aldir. En það þarf að halda utan um þau sérstaklega, enda fer vel á þvi að láta þau fylgjast að. Með þessari hátíð erum við að und- irstrika trú okkar á það góða í fólki, vonina og kærleikann, allt sem auðgar mannlífið. Svo lýtur Hallgrímskirkja öðrum lögmálum en aðrar kirkjur," heldur Inga Rós áfram. „Hún gerir kröfu til mikils starfs. Það er ekki hægt að hafa svona glæsilega byggingu auða og dauða. Strax sumarið eftir að kirkjan var vígð var stofnað til þessarar kirkjulistahátíðar og í tæp tuttugu ár hefur gengið ótrúlega vel að viðhalda fjölbreyttu lífi í kirkjustarfinu. Enda hefur aðstaðan batnað jafnt og þétt, ekki síst með orgelinu mikla sem dregur að sér alla frægustu organista heims. í ár kemur Olivier Latry, organisti Notre Dame-kirkjunnar í Par- ís, einn allra eftirsóttasti orgelleikari heims. Við höfum aldrei þurft að auglýsa eftir atrið- um á hátiðina heldur vinnum við úr eftir- spumum og umsóknum." Helgihald í Hallgrímskirkju verður afar viðamikið meðan á hátíðinni stendur og munu ýmsir listamenn og kórar koma þar fram og auka fjölbreytni og hátíðarblæ. Á há- tíðardögunum veröur kafiihús starfrækt í Hallgrímskirkju eins og síðast, enda þótti þá vel takast til. Forsala aðgöngumiða fer fram í Hallgríms- kirkju (s. 510 1000) og í Upplýsingamiðstöð feröamála, Aðalstræti 2, Reykjavík (s. 562 3045). Nánari upplýsingar um Kirkjulistahátíð 2003 má finna á vefslóðinni kirkjan.is/kirkju- listahatid. öðru tagi í myndum Errós, svo sem atriði úr sovéskum áróðursplakötum frá striðs- árunum og kaldastríðstímanum og skýrði Erró það með því að þau væru frá sama tíma og andstaðan við Disney athyglis- verð. Svo er að sjá sem þessar Disneyrímur Errós hafi vakið þó nokkra athygli í frönskum fjölmiðlum, meðal annars var langt viðtal við listamanninn í dagblað- inu Le Monde. Þar var Erró spurður hvort sýningin stæði í einhverju sam- bandi við atburði líðandi stundar og sagöi Erró svo ekki vera, hún hefði verið ákveðin áður. Einar Már Jónsson, París MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 :ov Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is llmur og Helgi kveðja í dag lýkur sýningu Ilmar Stefánsdóttur, Mobiler, á Kjarvalsstöðum og á sunnudag- inn er komið að sýningarlokum hjá Helga Þorgils á sama stað. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 10-17 og á síðasta sýningardegi kl. 15 býður Helgi Þorgils gestum Kjarvalsstaða til listamannsspjalls. Frítt er í Listasafn Reykjavíkur alla mánudaga en aöra daga gildir einn að- göngumiði samdægurs í öll húsin, Kjar- valsstaði, Hafnarhús og Ásmundarsafn. Sjö bræður í kvöld Við minnum á að í kvöld kl. 20 hefst gestaleiksýning frá Finnlandi í Borgarleik- húsinu, Nýja sviði. Þá leikur leikhópurinn Teater Mars leikgerð sína af hinni þekktu sögu Aleksis Kivi, Sjö bræður. Leikið er á sænsku og aðeins verður þessi eina sýn- ing. Aleksis Kivi ritaði söguna Sjö bræður fyrir 130 árum og telst hún eitt mikilvæg- asta verk finnskra bókmennta enda fyrsta skáldsagan sem rituð er á finnska tungu. Sagan af bræðrunum sjö, sem alast upp á frumstæðan hátt úti í skógi fjarri siðmenn- ingunni, er dæmisaga höfundar um lands- menn sína á leið þeirra út úr skógunum og inn í borgirnar. Sagan hefur oft verið sett á svið og kvikmynduð. í rómaðri leikgerð og uppfærslu Joakims Groths, sem hér verður sýnd, fara sjö leikkonur með hlutverk bræðranna sjö. Giinter Grass - fyrir þýðendur Goethe Zentrum býður þýð- endum og áhugamönnum á Gúnter Grass-dagsnámskeið laugardaginn 17. maí með þýsk-finnskum fyrirlesara, Luise Liefiander-Koistinen. Þar mun hún fjalla um þýð- ingarvandann við stórverk Grass, Ein weites Feld, en hún hefur rannsakað þýð- inguna á finnsku og tvær þýðingar sem liggja fyrir á ensku. Ein weites Feld átti að vera sá langþráði „Deutschlandroman" eftir sameininguna en fékk misjafna dóma. Þó leynir sér ekki að þetta er verk eftir nóbelsskáld. Sagan er hlaðin tilvísunum í sögu, menningu og bókmenntir Þýskalands og hið skemmtileg- asta lesefni. Þátttökugjald er ekkeert. Fyrirlesturinn verður á þýsku en umræðan getur verið á íslensku og þýsku. Tilkynnið þátttöku í síma 551 6061 eða á veffangið goethe@simnet.is. Goethe Zentrum er til húsa á Laugavegi 18, 3. hæð. Úrslit í samkeppni Á laugardaginn var kunngert hverjir hefðu sigrað í örleikritasamkeppninni Tveir stólar sem fræðsludeild Þjóðleik- hússins og leiklistardeild LHÍ stóðu að meðal framhaldsskólanema. Alls hárust 25 verk í samkeppnina og þótti dómnefnd bæði fjöldi og gæði þeirra koma skemmti- lega á óvart. Nemendur á öðru ári við leik- listardeild LHÍ leiklásu verkin og sætir nokkrum tíðindum að þau voru nú í fyrsta sinn að leika verk eftir sér yngri höfunda. í þriðja sæti var einleikurinn Jón Finn- ur jafnvægi eftir Jónu Hildi Sigurðardótt- ur sem Orri Huginn Ágústsson leiklas. Tveir stólar eftir Helgu Björgu Gylfadóttur varð í öðru sæti. Verkið er skrifað fyrir tvo leikara og tvo barstóla og fóru Oddný Helgadóttir og Aðalbjörg Þóra Árnadóttir með hlutverkin. Verkið sem hlaut fyrstu verðlaun ber titilinn Franskar kartöflur og pekingönd - Frelsis kartöflur og lýðræðis- önd eftir Snæbjörn Brynjarsson. Atli Þór Albertsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Sara Dögg Ásgeirsdóttir lásu. Fræðsludeild Þjóðleikhússins og leiklist- ardeild LHÍ fagna góðum viðbrögðum framhaldsskólanema og vonast til þess að samkeppnin verði hvatning ungu fólki að skrifa fyrir leikhús. Stefnt er að því að endurtaka leikinn á næsta ári. Disneyrímur Errós - sýning á nýjum verkum Errós vakti athygli í frönskum fjölmiölum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.