Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2003, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MIÐVKUDAGUR 7. MAÍ 2003 21 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 82, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins I stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fýrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Öflugir grannar Reykvíkinga Sérstakir Kópavogsdagar hófust um helgina og standa fram á sunnu- dag. Þessa daga er boðið upp á metn- aðarfulla menningardagskrá fyrir íbúa kaupstaðarins og gesti. Þetta ágæta framtak bæjarbúa vekur athygli á þeirri miklu grósku sem ríkt hefur í Kópavogi undanfarin ár. Ýmsir vilja líta á Kópavog sem stórt úthverfi Reykjavíkur en svo er alls ekki. Mannfjöldaauknmg og uppbygging hefur verið hlutfallslega miklu meiri í Kópavogi en Reykjavík mörg undanfarin ár. Fólk hefur sóst eftir búsetu í kaupstaðnum og bæjaryfirvöld hafa kappkostað að úthluta byggingarlóðum í samræmi við mikla eftirspurn. Um leið hefur atvinnuuppbygg- ing í sveitarfélaginu verið öflug. í Kópavogi búa nú um 25 þúsund manns, í öðru stærsta sveitarfélagi landsins. Hin öra uppbygging í bænum, mann- fjöldaauking og fjölgun fyrirtækja, hefur styrkt stöðu sveitarfé- lagsins, gert það öflugra á allan hátt. Um leið hefur bæjarlífið orðið fjölbreyttara og sjálfstæðara. Þar skipta ekki síst máli hinar ágætu menningarstofnanir í miðbæ Kópavogs, Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn annars vegar og Salurinn hins vegar. Innan veggja þeirra hefur orðið til miðstöð menningar, ekki aðeins Kópavogsbúa heldur íbúa alls þéttbýlissvæðisins á suð- vesturhorni landsins. Margt var frumstætt í Kópavogi á fyrstu uppvaxtarárum bæjarfélagsins. Vaxtaverkirnir voru umtalsverðir, lagnir til bráðabirgða, götur ófrágengnar og ýmislegt sem ekki stóðst samanburð við gróin nágrannasveitarfélögin. Á þessu hefur orðið gjörbreyting. Ekki aðeins að Kópavogsbúar hafi náð ná- grönnum sínum. Þeir hafa um margt tekið forystu. Uppgangur Kópavogs undanfarin ár hefur verið á valdatíma Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Samstarf þeirra hefur verið farsælt enda hófu þeir, eftir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra, sitt fjórða kjörtímabil saman í meirihluta bæjarstjórn- ar Kópavogs. Forystumenn flokkanna tveggja hafa verið sam- stiga í því að bjóða nýja íbúa velkomna með því að brjóta land í austur enda nær byggð í Kópavogi nú frá Kársnesi i vestri að Elliðavatni i austri. Samhliða þessari uppbyggingu var farið af krafti í endurgerð gamalla gatna þannig að eldri hverfi kaup- staðarins gengu í endurnýjun lífdaga. Allt hefur þetta stuðlað að því að fasteignaverð hefur verið hvað hæst á landinu í þessu öfluga nágrannasveitarfélagi höfuðborgarinnar. Kópavogsbúar bjóða því stoltir til menningarveislu i bæ sín- um, veislu sem stendur til loka afmælisdags bæjarins, næsta sunnudag, 11. maí. Eðlilegt baráttutœki Vinstri grænir vöktu í gær athygli á auglýsingum stjórnmálaflokkanna fyrir alþingiskosningarnar á laugar- dag og kostnaði við þær auglýsingar. Þótt flokkurinn sé með þessu að vekja athygli á því að aðrir flokkar auglýsi fyrir hærri upphæðir en hann, og um leið að kalla eft- ir reglum i því sambandi, er fráleitt að gera auglýsingar stjórn- málaflokka tortryggilegar. Þær eru þvert á móti eðlilegar og nauðsynlegar. Með því móti koma flokkarnir stefnumálum sín- um á framfæri við kjósendur þótt það gerist að sjálfsögðu einnig með öðrum hætti í kosningabaráttunni. Spurningin hlýtur hins vegar að vera sú hvort hið opinbera styrki nægilega flokka og framboð sem vissulega þurfa að kosta talsverðu til svo koma megi mismunandi sjónarmiðum og baráttumálum á framfæri. Lýðræðið kostar sitt og því ber að styrkja, svo gagn sé að, þá aðila sem með réttum hætti bjóða fram. Skerðingar á framlögum annarra til flokkanna, eða reglur um ákveðið hámark sem nota má til auglýsinga stefnumála eða frambjóðenda, eiga hins vegar ekki rétt á sér. Jónas Haraldsson Skoðun Asgeir Hannes Eiriksson verslunarmaður k Bush yngri Bandaríkjafor- seti á þakkir skildar fyrir aö felia nýju fötin keisar- ans og koma tii dyranna eins og hann er klæddur. Af tvennu illu er vargur í úlfsham illskárri félags- skapur en vargur í sauðargæru. Hamskipti forsetans hljóta samt aö koma helstu klappstýrum hans í opna skjöldu en ameríski draumur- inn lætur ekki að sér hæða þegar hann rætist loks í landi hinna frjálsu og djörfu. En oft vakna draumar til veruleika. Forseti Bandaríkjanna ferðast nú með hnefann á lofti um heims- byggðina og ógnar hverri þjóðinni á fætur annarri eins og ótíndur ter- roristi. Forsetinn er reyndar sjálf- ur mesti vopnaskelfir ailra tíma því hann ræður yfir margföldu vopnabúri annarra ríkja heimsins og hvorki Saddam né bin Laden komast í hálfkvisti við hann. Bandaríki Norður-Ameríku eru ekki lengur gjafmildi frændinn Samúel sem strauk smáþjóðum um vangann og hlóð þau gjöfum á borð við Marshallaðstoð. í dag eru ís- lendingar annaðhvort með amer- ísku terroristunum eða á móti þeim, að viðlagðri lokun á Keíla- olíulindir í staðinn. Bandaríkin réðust á írak til að finna sýkla- vopn en fundu skotmörk fyrir vopn sín í staðinn. Bandaríkin réð- ust á írak til að láta verkin tala en fengu verktaka frá Texas í staðinn. Og Bandaríkin réðust á írak til að fella Saddam en felldu lýðræðið í staðinn. Árásin á írak er þó aðeins upp- haf þess sem koma skal og mun kosta bandarísku þjóðina milljarða á milljarða ofan en óvíst er hvort þjóðin stendur undir langvarandi árásarferðum forsetans um heim- inn. Með hverri árás vænkast hins vegar hagur vopnasalanna í Texas. Með hverri olíulind vænkast hag- ur olíusalanna í Texas. Með hverri húsarúst vænkast hagur verktak- anna í Texas. Með hverri hung- ursneyð vænkast hagur Baptista- kirkjunnar í Texas. Og með batn- andi hag sinna manna vænkast hagur forsetans í næstu kosning- um. Forsetar og andkristar Sjáandinn frægi, Nostradamus, spáir þrem andkristum í spágátum sínum og talið er að tveir þeirra hafi nú þegar séð dagsljósið í þeim Bónaparte og Adólf heitnum, hvernig sem það má nú vera. Sá þriðji er væntanlegur á hverri stundu og heitir því merkilega nafni Mabus en ýmsir seinni tíma skýrendur Nostradamusar töldu hann vera sjálfan Saddam Hussein. Árásin á írak gerbreytir þeirri spátúlkun á einni nóttu og nafnið Ma-BUS hefur eignast ann- an og líklegri holdgerving síðustu vikurnar. Saddam garmurinn Hussein keppir því ekki bara við forseta Bandaríkjanna um kristilegar olíu- lindir í sandauðnum Mesópótamíu heldur líka um hásætið í dularfull- um spáheimi andkristninnar. „Á meðan Rússlandsforseti boðar lýðrœði hafnar Bandaríkjaforseti lýðræðinu. Hér víxlast bœði hausar og hlutverk. “ víkurflugvelli. Um aðra kosti er ekki að ræða í stöðunni. Kommar og Kanar Saddam Hussein er hvorki meiri né minni þrjótur en aðrir leppar sem Kanar ala við brjóst sér í mörgum heimsálfum, og jafnræði er með honum og Bush forseta. Innrásin í írak er hvorki stríð né styrjöld, heldur vídeóslátrun hins sterka, ríka og fræga fyrir opnum tjöldum. Blóðbaðið í landinu stað- festir að ógnarjafnvægi kalda stríðsins hefim raskast og gamla hættan af kommum í austri stafar nú af Könum í vestri. Á meðan Rússlandsforseti boðar lýðræði hafnar Bandaríkjaforseti lýðræð- inu. Hér víxlast bæði hausar og hlutverk. Kjallarahöfundur hefur oft undr- ast einfalda túlkun Ameríkana á kommúnisma. Kanar fletta hvorki upp í Kapítali Marx né spá í and- ann á bakvið Kommúnistaávarpið. Kommar eru bara skítugir Rússar sem vilja rústa ameríska drauminn og ekkert meir! Á næstu misserum munu íbúar í landi hinna frjálsu og hugrökku kynnast sínum eigin kommúnisma svo rækilega að McCarthy fárið verður sem lágróma drengjakór í þeim saman- burði. Af vænum högum Bandaríkin réðust á írak til að frelsa írösku þjóðina en frelsuðu Terroristap og andkristar Ekki hefur verið sýnt fram á að uppboð á leigumarkaði eða ákvarðanir valdhafa um ráðstöf- un aflaheimilda fylgi skýlaust farvegi réttlætisins, segir greinarhöfundur m.a. Innköllun aflaheimilda Kjallari Siguröur Líndal lögfræðingur og fyrrverandi prðfessor Samfylkingin og Vinstri grænir vilja koma á sátt um stjórn fiskveiða; Vinstri grænir með því að taka á hverju ári 5% af kvótanum, úr einkaeign, síðan úthluta honum aftur, þriðjungi til sveitarfélaga, setja þriðj- ung á opinn leigumarkað og síðan leigja afganginn þeim útgerðum sem frá var tekið á kostnaðarverði til sex ára í senn. Samfylkingarmenn lögðu á hinn bóginn einu sinni til að innkalla 10% en nú er aðallega talað um að innkalla aflaheimildir á 10-20 árum og bjóða þær til leigu til fimm ára í senn. Samlíking til skýringar Nú skulum taka samlíkingu til skýringar, þótt ekki sé algerlega sambærileg. Væri það vænlegt úr- ræði, ef verulegur skortur væri á húsnæði, að sett yrðu lög um að innkalla til ríkisins 5-10% hús- eigna á ári, uns allar væru komnar í eigu ríkisins að 10-20 árum liðn- um og síðan gætu húseigendur tek- ið hluta þeirra á leigu með nánar tilgreindum kjörum, en því sem umfram væri yrði ráðstafað til þeirra sem húsnæðislausir væru? Vissulega væri það göfugt mark- mið að leysa vandamál hinna hús- næðislausu, þótt skertur væri rétt- ur þeirra sem byggju í allt of stór- um húsum. Söguleg dæmi eru um tilraunir til áþekkra ráðstafana sem ekki er rúm til að rekja hér en ekki varð úr nein sátt, heldur stöðugar ýfingar og deilur. Aflaheimildir og stjórnarskrá Nú hefur verið bent á með rök- um að fymingarleiðir þær sem boðið hefur verið upp á komi illa við sjávarútvegsfyrirtæki og séu líklegar til að valda taprekstri, jafnvel gjaldþroti. Ekki skal dómur lagður á það hér en greinilegt er að nokkuð skortir á að málið hafi ver- ið skoðað sem skyldi. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að uppboð á leigumarkaði eða ákvarðanir vald- hafa um ráðstöfun aflaheimilda fylgi skýlaust farvegi réttlætisins. En eitt hefur bersýnilega gleymst: Stæðist löggjöf sem sett yrði á þessum grundvelli ákvæði stjómarskrár og alþjóðlegra mann- réttindasáttmála um vernd eignar- réttarins? Þótt áhugavert sé að fá úrlausnir innlendra og erlendra dómstóla á slíkum álitaefnum væri skynsamlegt að huga að þeim áður en lengra er haldið. Sandkom sandkorn@dv.is Davíö & Co hjá Jóni Gerhard? Kosningavaka Sjálfstæðisflokks- ins verður haldin á hótelinu sem áður hét Hótel Esja en núna Hótel Nordica. Gárungarnir minnast þess að Nordica er einmitt nafnið á hinu umdeilda fyrirtæki Jóns Ger- alds Sullenbergers - Davíð Odds- son var sagöur hafa kallað Jón Gerhard í frægri frétt. Eftir því sem næst verður komist á Jón Ger- ald hins vegar ekkert í téöu hóteli, heldur mun það vera í eigu Stoða, sem eru að stórum hluta til í eigu fyrrverandi viðskiptafélaga hans, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Trúin ekki sjálfum sér Það virðist meginkeppikefli sumra fjölmiðla að gera sem allra minnst úr þeim skoðanakönnun- um þar sem Samfylkingunni geng- ur illa. Og sumir fræðimenn taka óspart undir þetta. Þegar Samfylk- ingin fór niður fyrir 30% í könnun DV 1. apríl sagði Ólafur Þ. Harðar- son í viðtali við fréttastofu Útvarps að þessari niðurstöðu bæri að taka með miklum fyrirvara, „miklu lík- legra“ væri að þetta væri „svoköll- uð úrtakssveifla" en raunveruleg breyting og fleiri kannanir þyrfti til að skera úr um þetta. Og núna, þegar Samfylkingin fer niður fyrir kjörfylgi sitt í könnun Gallups, þá segir Þorlákur Karlsson hjá Gallup í viðtali við sömu fréttastofu að þessari niðurstöðu beri að taka með miklum fyrirvara og von sé á fleiri könnunum frá Gallup. „Ég vil raunverulega bara taka mark á síðustu könnuninni," sagði Þorlák- ur og tekur þannig ekki mark á sinni eigin könnun! Það virðist sem sagt vera fræðilega útilokað að sýna fram á minna fylgi Sam- fylkingarinnar með skoðanakönn- unum. Ummæli Kjarnyrtur að vanda „Að kenna Frjálslynda flokkinn við ein- hverja sáttagerð ríkisstjórnarinn- ar í sjávarút- vegsmálum er ótrúleg ósvífni og ekki öðrum ætlandi en þeim sem skeytir ekki um skömm né heiður í málflutn- ingi sínum og talar til þess heimsk- asta i hópnum.“ Sverrir Hermannsson I Morgublaðsgrein. Eða i Borgarnes „Umræðustjórnmál. Hverjum datt í hug að það hugtak yrði sölu- vara á markaðstorgi stjórnmál- anna? Mér flnnst einhvem veginn að ég þurfi að fara á ráðstefnu í Munaðarnes áður en ég get tekið mér þetta orð í munn.“ Gunnar Smári Egilsson I „Mín skoðun" í Fréttablaðinu. Lítið hald - og þó „Eina leiðin til að hindra [að Davíð verði við völd i 16 ár] er, að forsætisráðherraefni Samfylkingar- innar taki við af honum eftir kosn- ingar. Að vísu er lítið hald í Sam- fylkingunni í málum auðlinda hafs og hálendis, en með réttum sam- starfsflokkum í ríkisstjórn ætti já- kvæð þróun þeirra mála að vera trygg næstu fjögur árin.“ Jónas Kristjánsson á vef sínum. Er hægt að kaupa traust og trúverðugleika? „Er það eðlilegt og sjálfsagt að stjórnmálaflokkar kaupi sér pláss í fjölmiðlum í stórum stíl og leggi undir sig öll auglýsingaskilti landsins til að vegsama sjálfa sig - er það eðlilegt að stjórnmálamenn kaupi sér aðdáun og hól?“ Ögmundur Jónasson r frambjóðandi wtejBP Vinstri- p r hreyfingarinnar - Mikið er þjóðfélag okkar gallalaust. Hvergi er að finna nokkra hnökra. Framúrskarandi réttsýnt fólk hefur stjórnað iandinu okkar, fólk sem ber tak- markalausa virðingu fyrir umhverfi og náttúru, fólk sem ber hag aldraðra fyrir brjósti, fólk sem setur málefni sjúkra jafnan í for- gang og allra þeirra sem eiga við vanda að stríða. Ábyrgð og festa einkennir stjórnarfarið og allt er í lukkunnar velstandi. Þetta er okkur nú sagt í látlaus- um auglýsingum í útvarpi og sjón- varpi og á síðum dagblaðanna. Hér er dásamlegt að lifa. Hér er vinna, vöxtur og velferð, segja for- kólfar Framsóknar og við hljótum að hrópa í einum kór rétt eins og hugmyndahönnuðir Sjálfstæðis- flokksins; áfram ísland, út af með dómarann! Stjórnarflokkarnir kynna sig Heilir húsveggir eru nú betrekktir með Halldóri Ásgríms- syni og Jónínu Bjartmarz, ekki dugir minna til að hamra það inn í vitund okkar hve mjög þau séu traustsins verð og góð við allt og alla. Ekki má heldur gleyma um- hverfissinnanum Siv Friðleifsdótt- ur sem er búin að klappa og hlúa að náttúrunni af mikilli natni. Sér- staklega hefur henni verið annt um Kárahnjúkasvæðið eins og öll- um er kunnugt er um. Hún segir í sjónvarpsauglýsingu að okkur beri skylda til að ganga vel um umhverfið, „bæði land og haf‘. Ungir framsóknarmenn segja í bæklingi að spyrja þurfi þjóðina hvernig hún vOji ráðstafa náttúru landsins. Ekki er tíundað hvort slíkt skuli gert í þjóðaratkvæða- greiðslu. Og hvílík guðsgjöf hefur Sjáif- stæðisflokkurinn verið íslenskri þjóð. Hann hefur sýnt stórkostlega framsýni í öllu sem lýtur að vel- ferð okkar og ef hans hefði ekki notið við væri hér allt á vonarvöl. Af auglýsingum Sjáifstæðisflokks- ins má ráða að það sé honum bein- línis að þakka að sjávarafurðir okkar seljist, ferðamenn komi til landsins, fólk setji á laggirnar fyr- irtæki og að yfirleitt þrífist hér nokkur atvinnustarfsemi. Ekkert virðist gleymast. Að vísu er ekkert minnst á hlut flokksins í súrefn- inu sem er jú undirstaða lífs á landi voru. Gleymist ekki eitthvað? Þrátt fyrir áferðarfallega kynn- ingu gerist sú hugsun áleitin að eitthvað fleira en súrefiiismálin vanti í þessa mynd sem stjórnar- flokkamir draga upp í auglýsing- um sínum. Öryrkjadómurinn er til dæmis gleymdur og hvergi koma við sögu náttúruspjöll af völdum stórvirkjana. Og ef ekki brestur minni mitt þá var á kjörtímabil- inu eitthað skrafað um að anna- samt hafi verið hjá Mæðrastyrks- nefnd. Og hvað með allar biðraðirnar eftir húsnæði í kjölfar þess að rík- isstjórnin rústaði félagslega hús- næðiskerfiðl998? Hvað með uppá- klædda og gleiðbrosandi ráðherra þegar ríkisbankarnir voru afhent- ir í Þjóðmenningarhúsinu fyrir skemmstu? Hefði Framsóknarflokkurinn ekki getað fengið skot af þeim há- tíðlegu uppákomum hjá sjónvarps- stöðvunum og sparað sér þannig útgjöld í auglýsingastríðinu? Flokkurinn minnir ekki einu sinni á að kaupendumir hafi feng- ið þá á slíkum kostakjörum að þeir komi til með að borga sig upp sjálfir. Og ekki er minnst á helm- ingaskiptin sem eru jú alltaf traustasti grunnurinn að góðu hjónabandi. Peningafúlgum er ausið í falleg- ar og vel stroknar myndir, en í heimildasöfnum sjónvarpsstöðv- anna er til heilmikið efiii sem stjórnarflokkarnir hefðu án efa getað fengið afnot af. En til að menn sækist eftir slíku efhi þarf að sjálfsögðu að vera fyrir hendi áhugi á því að varpa upp sannri mynd af veruleikanum. Samfylkingin er i söluham Samfylkingin er í lit á flestum sínum auglýsingum og þar á bæ er mikið hugsað um völd og foringja. Ekki svo að skilja að Samfylking- in sé á móti foringjum. Síður en svo. Hún vill einfaldlega að sinn foringi ráði, að appelsínugula for- ingjahöndin fái lykilinn að Stjórn- arráðinu. Annað veifið segist Samfylking- in vera félagslega sinnuð. En ekki kemur það nú sérstaklega fram í auglýsingum flokksins og sannast sagna er dapurlegt að hlusta á hvem talsmann hans á fætur öðr- um vitna í það sem foringinn ætli að gera á komandi kjörtímabili. Allt er þetta þó í góðu lagi þangað til menn fara að villa á sér heim- ildir. Og er þar einmitt komið að inntaki þessarar greinar. Er þetta alveg saklaust? Er það eðlilegt og sjálfsagt að stjórnmálaflokkar kaupi sér pláss í fjölmiðlum í stórum stíl og leggi undir sig öll auglýsingaskilti landsins til að vegsama sjálfa sig - er það eðlilegt að stjórnmálamenn kaupi sér aðdáun og hól? Nei, það getur ekki talist eðlilegt en marg- falt verra er þó ef dregin er upp röng mynd af raunveruleikanum. Auglýsingaflóði stjórnarflokk- anna og Samfylkingarinnar er stefnt gegn öllu því sem sann- gjarnt má kalla. En spyrja má; er auglýsinga- kapphlaupið um atkvæði fólks ekki að snúast upp í annað og miklu verra? Grefur það ekki und- an lýðræðinu? Lýðræðið felst ekki bara í kosningum með reglulegu millibili heldur byggir það ekki síður á sannleik og trúverðug- leika. Og þegar trúverðugleikinn er orðinn að söluvöru, rétt eins og þvottaefni eða kex, hvar á vegi erum við þá stödd? Væri ef til vill ráð að Neytenda- samtökin skerist í leikinn, skoði auglýsingar flokkanna og bendi á hverjar þeirra eru að lýsa svikinni vöru? Það er eins gott að hafa hrað- ar hendur. Eindagi er 10. maí. í þessum efnum verður réttur neyt- enda ekki tryggður eftir á. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.